SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 44

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 44
44 21. ágúst 2011 S.J. Watson - Before I Go To Sleep bbbbn Þegar Chrissie vaknar man hún ekkert sem gerðist í gær, hún man reyndar ekkert sem gerðist frá því hún lenti í alvarlegu bílslysi, eða svo segir mað- urinn við hlið henni í rúminu, Ben, og einnig að hann sé eiginmaður hennar. Hann lætur hana fá lista yfir það sem hún þarf að muna áður en hann fer í vinnuna. Þegar hann er farinn hringir maður í hana, segist vera læknir hennar og hvar hún hafi falið minnisbók sem hún skrifi í á hverju kvöldi áð- ur en hún fer að sofa. Chrissie finnur minnisbókina og hnykkir við því fremst í henni stendur: „Ekki treysta Ben.“ Mögnuð byrjun á þrælsnúinni og óhugnanlegri sakamálasögu, ekki óhugnarlegri þó fyrir blóð og aðra líkamsvessa, heldur fyrir það hvernig smám sam- an raknar úr djöfullegri fléttu. Höfundur bókarinnar er víst fyrrver- andi sjúkraliði og hefur starfað með fólki sem glímir við minnisleysi áþekkt því sem hrjáir Chrissie. Before I Go To Sleep er framúrskar- andi frumraun og kemur ekki á óvart að menn hafi keppt um að fá að kvikmynda hana. Alafair Burke - Long Gone bbbnn Ung stúlka sem hefur þvælst stefnulaust milli starfa dettur niður á fullkomið starf; hún tekur að sér að stýra litlu galleríi í kjötvinnsluhverfinu á Manhatt- an í New York. Sitthvað varðandi starfið er óljóst, en kemur ekki að sök, sá sem réð hana til vinnu er vissulega háll sem áll, en starfið er fullkomið, svo fullkomið að það er nánast of gott til að vera satt. Svo kemur náttúrlega í ljós að það sem er of gott til að vera satt er ekki satt. Starfsemin hefst með lát- um, fyrsta sýningin vekur umtal og deilur, sem vekur eðlilega áhuga á galleríinu. Málið er bara það að þegar stúlkan mætir í vinnuna dag- inn eftir hina umdeildu opnun er engin vinna, galleríið er tómt, allt innbú horfið úr því. Ekki er það þó galtómt, því á gólfi eins herberg- isins er lík mannsins sem réð hana til vinnu og ekki líður á löngu að lögreglan hefur stúlkuna ólánssömu í sigtinu. Fléttan í bókinni er verulega snúin, fullsnúin og fulldramatísk, ekki síst þegar böndin berast að fjölskyldu stúlkunnar og skelfilegu leyndarmáli sem for- eldrar hennar varðveita, en það flækir málið að týnd unglingsstúlka virðist blandast inn í málið á óútskýrðan hátt. Sagan er vel skrifuð og framvindan hröð, enda er Alafair Burke með helstu spennu- sagnahöfundum vestan hafs nú um stundir. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 31. júlí - 13. ágúst 1. Frelsarinn - Jo Nesbø / Uppheimar 2. Einn dagur - David Nic- holls / Bjartur 3. 10 árum yngri á 10 vikum - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 4. Íslenskur fuglavísir - Jóhann Óli Hilmarsson / Mál og menning 5. Bollakökur Rikku - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 6. Lost in Iceland - Sigurgeir Sig- urjónsson / Forlagið 7. Grillað - Völundur Snær Völ- undarson / Salka 8. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 9. Hefndargyðjan - Sara Blædel / Undirheimar 10. Andrés Önd syrpa - Walt Disn- ey / Edda Frá áramótum 1. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 2. 10 árum yngri á 10 vikum - Þor- björg Haf- steinsdóttir / Salka 3. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 4. Bollakökur Rikku - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 5. Betri næring - betra líf - Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 6. Léttir réttir Hagkaups - Frið- rika Hjördís Geirsdóttir / Hag- kaup 7. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 8. Mundu mig, ég man þig - Do- rothy Koomson / JPV útgáfa 9. Morð og möndlulykt - Camilla Läckberg / Undirheimar 10. Matur sem yngir og eflir - Þor- björg Hafsteinsdóttir / Salka Bóksölulisti Lesbókbækur Allur listinn Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. C harlotte Roche sló í gegn í Þýskalandi fyrir þremur árum með bókinni Vot- lendi, Feuchtgebiete á frummálinu, þar sem lesa mátti nákvæmar kynlífs-, lík- ams- og sjúkralegulýsingar. Hvort hneykslan hafi legið að baki vinsældum bókarinnar skal ósagt látið, en hvert upplagið seldist upp á eftir öðru og nú er það 28. í búðum. Bókin seldist í um tveimur milljónum eintaka í Þýskalandi og var í átta mán- uði í efsta sæti þýska metsölulistans. Þýðing- arrétturinn hefur verið seldur til 28 landa og hún er þegar komin út á íslensku. Nú er Roche komin á kreik á ný. Í þessum mán- uði kemur út skáldsagan Schossgebete, sem út- leggja mætti Skautbænir, og enn á ný vekja ber- orðar kynlífslýsingar umtal í fjölmiðlum. Í kynningu segir útgefandinn, Piper-forlagið, að bókin sé snúist um „eina af okkar síðustu bann- helgum: Kynlíf í hjónabandi“. Í Votlendi sótti höfundur mikið í eigin reynslu og það sama virðist eiga við um Skautbænir. Munurinn er þó sá að í fyrri bókinni er sögumaður táningur, en söguhetja nýju bókarinnar er komin á fertugsaldur, nánar tiltekið 33 ára og jafngömul höfundinum. Í bókinni segir frá þremur dögum í lífi Elísabetar, sem býr í stórborg. Hún vill vera fullkominn elskhugi, góð móðir, fyrirmynd í um- hverfismálum og aðeins neyta grænmetis. Fyrir mörgum árum létust bræður hennar og móðir hennar slasaðist í bílslysi á leið í brúðkaup henn- ar. Ekkert varð af brúðkaupinu, sambandið leyst- ist upp og enn varpar þessi atburður skugga á líf sögupersónunnar. Árið 2001 lentu bræður höf- undar og móðir í bílslysi í London á leið í brúð- kaup hennar. Um þetta slys hefur hún aldrei tjáð sig opinberlega og fór meira að segja í mál við götublaðið Bild vegna fréttaflutnings þess af slys- inu. Í viðtali við Der Spiegel er Roche spurð hvers vegna hún segi nú frá: „Vegna þess að þetta er mín saga og ég get valið tímasetninguna og orðin. Vegna þess að þetta er sjálfsákvörðun.“ Roche segir í viðtalinu við Der Spiegel að fái hún einhverju ráðið muni Skautbænir seljast bet- ur en Votlendi. „En þá var gríðarlegt uppnám, sem varla endurtekur sig,“ segir hún. „Stærsti smellur lífs míns er þegar að baki.“ Roche segir að sig hafi alltaf dreymt um að skrifa og hún hafi verið mjög hamingjusöm á meðan hún var að skrifa bækurnar, sjá síðurnar fyllast og geta dáðst að sjálfsaga sínum: „Mér gekk ekki sérstaklega vel í skóla og það eitt að ég skyldi skrifa bók var kraftaverk fyrir mér. Velgengni Votlendis hefur sennilega gert mig hræðilega spillta, jafnvel eyðilagt mig. Jafnvel þótt Skaut- bænir næði aðeins fjórðungi [af sölu Votlendis] væru það ótrúlega háar sölutölur og samt væri það skellur.“ Roche fjallar í bókinni um rótleysi. Móðir sögu- hetjunnar er hippi, sem eignast hvert barna sinna með sínum manninum. Í viðtalinu við Der Spiegel lýsir hún því hvernig hún hafi verið send í með- ferð sem barn og verið beðin um að teikna bernsku sína: „Ég teiknaði tólf hús. Það var bernska mín, við fluttum tólf sinnum. … Nú hef ég verið tíu ár í þerapíu og átta ár með manninum mínum, sem í alvöru er kraftaverk. Sambandið hefur haldið lengur en nokkurt samband móður minnar. Ég vil mjög, mjög gjarnan vera staðföst.“ Roche segir að hún skrifi skáldsögur, en hún hefur greinilega gert sjálfa sig að viðfangsefni. Hún segist ekki hafa neitt nýtt fram að færa: „Vegna þess að mér líður ekki eins og rithöfundi heldur frekar eins og loddara. Ég er ekki dómbær á hvort eitthvað er vel skrifað.“ Umsagnir um Skautbænir eru þegar teknar að birtast. Ijoma Mangold skrifar í Die Zeit að Roche hafi „skrifað ótrúlega íhaldssama kynlífs- skáldsögu“: „Yfir Votlendi var eitthvert ung- lingayfirbragð, Skautbænir eru fullorðin bók, sem stendur undir hinni klassísku harm- leikjaskilgreiningu að vekja „ótta og meðaumkv- un“. Charlotte Roche er frægt fyrir bersögli og heldur sínu striki í nýrri bók sinni, Skautbænum. Reuters Líður eins og loddara Fyrsta bók Charlotte Roche, Votlendi, vakti hneykslan, reiði og uppnám og var átta mánuði í efsta sæti þýska bók- sölulistans. Í þessum mánuði kemur út ný bók eftir hana. Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.