SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Síða 41

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Síða 41
28. ágúst 2011 41 LÁRÉTT 1. Tölt karla getur valdið góðu gripi. (9) 4. Bók eftir erlenda konu sem er auðvelt að rang- túlka. (9) 8. Orsaka vegna tímabila. (5) 9. Eiríkur ruglast á róló vegna eirðarleysis. (8) 13. Ringulreið í vökva (8) 14. Tæki hefur festu. (5) 15. Sneiddi skít fyrir það sem borið er til skrauts. (7) 17. Jarm lét inn að sögn fyrir skemmda af möl. (7) 19. Hægur fær tár til að renna saman þegar hann skælir mikið. (8) 21. Vopn eftir síðasta fund finnst hjá þeirri nýtur góðs hlutskiptis. (10) 23. Afnám staðfestingar í því að losa. (9) 26. Hálfþokkalegur kemur fyrir minn barinn. (6) 27. Hljóm borðið sem óætan matinn. (6) 28. Langamma nær að efla aftur. (5) 29. Við klöpp puð rennur saman við barða. (7) 31. Dregur úr skrift. (5) 34. Víð er niðri á flæmi. (7) 35. Í Berutindi finnst speglað frumefni. (5) 36. 1000 ár í nurli enda með grikkjum. (7) 37. Tennisinn getur komið þér í fangelsið. (9) LÓÐRÉTT 1. Straff út af kögri. (4) 2. Ekki gamlar eftir 100 ár verða samt gamalmenni. (8) 3. Klukka um jól segir til um fatnað. (5) 5. Stálum efnum út frá sjónarmiði. (9) 6. Fiskur fyrir matráð sem er svikinn eiginmaður. (7) 7. Gaf undin af sér skapvonda. (7) 10. Kalnastur dó ruglaður út af skapvonsku. (11) 11. Skóflur fyrir hendur. (6) 12. Þrátt fyrir allt verður það að kreppast að orði. (10) 15. Hús til að rita á eru gerð úr blöðum. (12) 16. Tryggingarstofnun á Sláturfélagið þrátt fyrir mót- vilja. (5) 18. Á stöðum gubbar yfir gjaldtæki. (10) 20. Skrá hálfan mann með meiðsli. (6) 22. Ókostur starfs felst í klæðnaði þar. (10) 24. Bæn pabba Eiríks, Helga og Gísla um kút? (5+3) 25. Drepið með sögninni. (7) 30. Par með kjöt á gólfefni. (6) 32. Stína K. ruglast í venjunni. (6) 33. Gef til baka urð í fríðleika. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í um- slagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 28. ágúst rennur út á hádegi 2. september. Nafn vinningshaf- ans birtist í blaðinu 4. september. Heppinn þátttak- andi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát- unnar 21. ágúst er Valborg Þorleifsdóttir, Sunnubraut 44, Kópavogi. Hún hlýtur í verðlaun bókina Myrkraslóð eftir Åsa Larsson. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Við vorum staddir þrír Íslend- ingar á útsláttarmótinu í Hol- landi haustið 1994 þegar „skáksagan“ gekk skyndilega fram á okkur. Mikhael Botv- innik var orðinn æði sjóndapur en þarna var hann leiddur áfram af vingjarnlegum risa, Vasilí Smyslov. Þeir voru heið- ursgestir mótsins. Nú er þess víða minnst að hinn 17. ágúst sl. voru hundrað ár frá fæðingu Mikhails Botvinnik. Hann varð heimsmeistari árið 1948, tveim árum eftir fráfall Alexanders Aljékín. Eftir það tefldi hann átta heimsmeistaraeinvígi og hélt titlinum með stuttum hléum til ársins 1963. Botv- innik vakti fyrst athygli þegar hann lagði heimsmeistarann Capablanca í fjöltefli árið 1925. Frami hans varð skjótur eftir það og náði ákveðnum hátindi með sigri ásamt Capablanca á stórmótinu í Nottingham árið 1936. Árið 1939 hafði náðst samkomulag um einvígi Botv- inniks við heimsmeistarann Aljékín en stríðið gerði út um þau áform. Árið 1946 skoraði Botvinnik Aljékín aftur á hólm en heimsmeistarinn, sem hafð- ist við í Portúgal heilsulaus, fjárvana og niðurlægður, fannst skömmu síðar látinn á hótelherbergi í smábænum Estoril. Botvinnik þótti afar skipu- lagður maður. Meðfram skák- inni starfaði hann sem raf- magnsverkfræðingur og þróaði m.a. hugbúnað fyrir skáktölvu. Hann lagði upp æfingaáætlun fyrir skákmenn sem hafði mikil áhrif. Þar var m.a. gert ráð fyr- ir allt að 8 klst. skákrannsókn- um á dag, mikilli líkamsrækt og algerri afneitun lífsins lysti- semda. Skákþjálfara sína, Model og Ragozin, lét hann stundum hringsóla í kringum vinnuborð sitt eða spúa frá sér tóbaksreyk svo hann gæti van- ist óvæntum truflunum. Með sanni hefur Botvinnik verið talinn fulltrúi fyrir þá tortryggni sem gegnsýrði sov- éskt þjóðlíf og hann var oft grunaður um að beita áhrifum sínum til að ná fram hagfelldri niðurstöðu. En stundum kom hann á óvart. Hann neitaði að skrifa upp á plagg til fordæm- ingar á því er Viktor Kortsnoj „tók stökkið yfir“ sumarið 1976 og virtist fylgja sannfær- ingu sinni í flestum málum. Skákir Botvinniks á 1. borði ólympíumóta vöktu alltaf mikla athygli. Þegar Botvinnik tefldi við Fischer í Varna 1962 tókst Bobby að finna glufu i gömlum Botvinnik-rann- sóknum og fékk unnið tafl. „Karlinn var orðinn svo lúpulegur,“ skrifaði Bobby til vinar síns, „að engum hefði komið á óvart þó hann hefði verið fluttur á sjúkrabörum af skákstað. Þegar jafnteflisstöð- unni var hinsvegar náð spíg- sporaði hann blýsperrtur um sviðið með reistan makkann,“ bætti hann við. Miguel Najdorf reið sjaldnast feitum hesti frá viðureignum sínum við „Bóta“,sbr. eftirfar- andi skák sem tefld var á ól- ympíumótinu í Amsterdam 1954: Mikhail Botvinnik – Miguel Najdorf Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 O-O 5. Rc3 c5 6. Rf3 Rc6 7. O-O d6 8. e3 Bf5 9. b3 Dc8 10. Bb2 Re4 11. Hc1 Rxc3 12. Bxc3 Be4 13. d5 Bxc3 14. Hxc3 Rd8 15. Rd2 Bxg2 16. Kxg2 f5 17. f4 e6 18. e4 exd5 19. cxd5 Rf7 20. He1 He8 21. Hce3 Dd7 22. Df3 Had8 23. a4 b6 24. exf5 Hxe3 25. Hxe3 Dxf5 26. g4 Dc2 27. He2 Hf8 28. Re4 Dd1 ( STÖÐUMYND ) 29. Rf6+ Kg7 30. g5 Hc8 31. He3 Dxf3 32. Kxf3 h6 33. h4 hxg5 34. hxg5 a6 35. He7 Hb8 36. Ha7 b5 37. Hxa6 bxa4 38. bxa4 Hc8 39. a5 Kf8 40. Hc6 Ha8 41. a6 – og Najdorf gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is 100 árstíð Mikhails Botvinniks Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.