SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Page 43

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Page 43
28. ágúst 2011 43 aði henni plötuna og titillagið Initials B.B. en þau sungu dúett á nokkrum lögum plötunnar. Af þeim ber hæst Bonnie and Clyde, óð Gainsbourg og Bardot til glæ- paparsins sem hafði verið gert ódauðlegt í samnefndri bíómynd ári fyrr. Það sem lyftir laginu upp á æðra plan er samt óað- finnanlegur hljómurinn sem er langt á undan sinni samtíð, fiðlur og kassagítar eru notaðar sem ryþmísk hljóðfæri og gefa sándinu ákveðið þyngdarleysi og skrýtið óp er endurtekið í sífellu í gegnum lagið. Gainsbourg hafði lag á því að vinna með framsæknum og hugmyndaríkum upp- tökustjórum og útsetjurum og margt af því sem hann gerði seint á sjöunda ára- tugnum og snemma á þeim áttunda hljómar einstaklega nútímalega. Lagið Requiem pour un con frá árinu 1968 sem er með stamandi bassalínu, hörðum trommutakti, mjúkum bongótrommum og nokkurs konar rappi frá Gainsbourg, sem hljómar t.d. ekki ósvipað því sem Massive Attack gerðu á sinni fyrstu plötu sem kom út 23 árum seinna. Fordæmdur af Vatíkaninu Árið 1968, við tökur á bíómyndinni Slog- an, kynntist hann Jane Birkin, 22 ára breskri leikkonu og fyrirsætu sem átti eft- ir að verða ástin og skáldgyðjan í lífi hans næstu 13 árin. Fyrsta kvöldið sem þau eyddu saman fór hann með hana á pöbb- arölt um París þar sem þau stoppuðu á ýmsum klæðskiptingabörum og enduðu á Hiltonhótelinu þar sem maðurinn í af- greiðslunni spurði hann: „Sama herbergi og venjulega?“ Þau urðu óaðskiljanleg og ári síðar kom út lagið Je t’aime... moi non plus sem gerði allt vitlaust á vinsældalistum og siðapostula vitlausa um alla Evrópu. Sögusagnir voru uppi um að stunurnar í laginu kæmu úr alvöru kynlífsleikjum parsins. BBC og ótalmargar útvarps- stöðvar bönnuðu það. Vatíkanið for- dæmdi það. Gainsbourg naut athyglinnar og var nú loksins orðinn alþjóðleg popp- stjarna. Breiðskífa með parinu, sem nefndist einfaldlega Jane Birkin/Serge Gainsbourg, kom út sama ár þar sem margt var um fína drætti en hún bliknar þó í samanburðinum við næsta óð Ga- insbourg til Birkin sem kom út tveimur árum seinna. Sagan um Melody Nelson Gainsbourg fór til Bretlands ásamt útsetj- aranum Jean-Claude Vannier og í slagtogi við færustu sessjónleikara Bretlands tókst þeim að töfra upp úr hatti sínum rokk- fönk-sinfóníu, Histoire de Melody Nel- son, plötu sem hefur einstakan hljóm í poppsögunni og er ein af bestu plötum áttunda áratugarins. Það sem drífur plötuna áfram er ótrú- lega melódískur bassaleikur Herbie Flo- wers (sem ári síðar var ábyrgur fyrir bassalínunni í Take a Walk on the Wild Side með Lou Reed), og sögumaðurinn Gainsbourg sem talar, hvíslar og muldrar sig í gegnum söguþráð plötunnar sem snýst um þráhyggjukennda ást sögu- mannsins á Melody, 15 ára enskri rauð- hærðri stelpu. Bassinn er fönkí, gítarinn er sækadelik, kór- og strengjaútsetningar mikilfenglegar og hugmyndaríkar og sjaldan hefur rokkhljóðfærum og sinfón- ískum útsetningum verið blandað saman á jafn smekklegan og frumlegan máta. Platan seldist nánast ekkert þegar hún kom út en er nú af mörgum talin hans besta plata og til að mynda Beck, Air, Tricky, Jarvis Cocker og Brian Molko eru miklir aðdáendur. Næsta plata Gainsbourg kom út tveim- ur árum seinna og var allt öðruvísi, frekar lágstemmd akústísk plata en árið 1975 gaf hann út Rock Around the Bunker. Sú plata særði sómakennd margra en hún var innblásin af gamaldags rokki frá 6. ára- tugnum en fjallaði með svörtum húmor um nasista og seinni heimsstyrjöldina í stuðsmellum eins og Nazi Rock og S.S. in Uruguay. Árið 1976 gaf hann svo út aðra metnaðarfulla konsept plötu sem fjallar um dökka og forboðna ást, L’homme à tête de chou eða Maðurinn með kálhaus- inn. Í þetta skiptið er það exótísk fegurð hinnar svörtu Marilou sem heillar hinn truflaða sögumann en hann endar plötuna á geðveikrahæli eftir að hafa barið hana til dauða með slökkvitæki. Tónlistin, sem er ótrúlega fjölbreytt og framsækin, snertir meðal annars á rokki, diskói, fönki, reggí, djassi og afrískum ryþmum. Platan er ekki alveg jafn góð og Melody Nelson en er þó eitt besta verk Gainsbourg og verð- skuldar meiri athygli en hún hefur fengið. Franskt reggí Gainsbourg ferðaðist til Kingston á Ja- maica árið 1978 og tók upp heila reggí plötu með goðsagnakennda ryþmaparinu Sly Dunbar og Robbie Shakespeare og bakraddasveit sem innihélt meðal annars eiginkonu Bob Marley, Ritu. Meðal laga á plötunni var reggíútgáfa af La Marseille, franska þjóðsöngnum sem átti eftir að valda gríðarlegu fjaðrafoki í heimalandinu þegar platan kom út. Hneykslið var á svipuðum skala og þegar Sex Pistols sungu God Save the Queen í Bretlandi. Gainsbourg fékk drápshótanir frá þjóð- ernissinnum, í leiðara dagblaðs var lagt til að ríkisborgararéttur hans yrði afturkall- aður og mótmælendur mættu á alla tón- leika hans þar sem hann kynnti plötuna. Honum tókst meira að segja að reita Bob Marley sjálfan til reiði þegar hann komst að því að Gainsbourg hafði látið eiginkonu hans syngja klámfengna texta í bak- röddum á plötunni. Sítrónusifjaspell Eftir þrettán ára stormasamt samband fékk Jane Birkin loksins nóg af óútreikn- anlegri hegðun og stanslausri drykkju Ga- insbourg og yfirgaf ástmann sinn árið 1980, þá ólétt eftir annan mann. Gainsbo- urg brást við með enn meiri drykkju, var fastagestur í spjallþáttum í sjónvarpi á 9. áratugnum og nánast undantekningalaust ölvaður að gera eitthvað af sér. Meðal þess sem hann náði að afreka í beinni útsend- ingu var að brenna 500 franka seðil (sem var ólöglegt á þeim tíma) og lýsa því yfir fyrir framan unga Whitney Houston að hann langaði til að sofa hjá henni. Hann sat fyrir í dragi á umslaginu fyrir Love on the Boat, hljóðgervladrifinni poppplötu sem fjallaði að mestu um samkynhneigða karlmenn sem stunda vændi, en lagið Le- mon Incest eða „Sítrónusifjaspell“ vakti þó mesta athygli. Í því syngur hann dúett með dóttur sinni, Charlotte, sem þá var 12 ára. Ef lagið, umfjöllunarefnið og dóttir hans voru ekki nóg til þess að særa blygð- unarkennd flestra sómakærra borgara var einnig gert myndband við lagið þar sem Gainsbourg og dóttir hans liggja fáklædd uppi í rúmi og syngja hvort til annars. Gainsbourg hafði um nokkurt skeið verið heilsulítill en 2. mars 1991 báru áfengi og tóbak loksins sigurorð af honum þegar hann lést í svefni á heimili sínu. Nicholas Godin úr hljómsveitinni Air sagði í viðtali við Guardian: „Þú getur spurt hvern sem er í París og hann man hvað hann hafði fyrir stafni er tíðindin bárust að Gainsbourg væri dáinn, þetta var það mikið áfall.“ Það var flaggað í hálfa stöng út um alla borg og þúsundir mættu í jarðarför hans. Viskíflöskur og Gitanes sígarettupakkar voru lögð sem virðingarvottur bæði við heimili hans og legstein. Áhrif hans á tón- listarheiminn verða seint ofmetin en árið 2006 kom út platan Monsieur Gainsbourg Revisited, sem helguð var minningu hans. Þar fluttu listamenn á borð við Port- ishead, Franz Ferdinand, Cat Power, Jar- vis Cocker og Micheal Stipe ábreiður af lögum hans. Textar hans hafa verið gefnir út í ljóðabókum og eru námsefni í háskól- um í Frakklandi. Gainsbourg hafði óend- anlega ástríðu fyrir áfengi, sígarettum og konum sem honum tókst að miðla á ótrú- lega skapandi og ögrandi hátt í list sinni og ætti með réttu að teljast einn merkasti tónlistarmaður síðustu aldar. Serge Gainsbourg var kallaður einn mesti töffari 20. aldarinnar. Leikstjórinn Lars Von Trier og leikkonan Charlotte Gainsbourg á rauða dreglinum í tilefni af sýningu myndarinnar Melancholia á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Gainsbourg feðginin, Serge og Charlotte. ’ Gainsbourg hafði óendanlega ástríðu fyrir áfengi, sígar- ettum og konum sem hon- um tókst að miðla á ótrú- lega skapandi og ögrandi hátt í list sinni og ætti með réttu að teljast einn merk- asti tónlistarmaður síðustu aldar.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.