SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Qupperneq 47

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Qupperneq 47
28. ágúst 2011 47 N úpsstaður er ein- stakur menningar- og náttúruminja- staður í stórbrotnu og fögru umhverfi sem mótast hefur af eldgosum, vötnum, jöklum og byggð á mörgum öldum. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum allt að Vatnajökli. Austan við bæinn gnæfir Lómagnúpur og er bærinn Núpsstaður sá austasti í Vestur-Skaftafellssýslu. Bæj- arstæðið er í túni undir háum og tignarlegum hamraveggj- um. Þar standa gömul bæj- arhús og bænhús úr torfi. Fyr- ir neðan hamrana eru stór björg sem sum ná að bæj- arhúsunum og setja svip á umhverfið. Menningarminjar um aldalangan búskap eru sýnilegar hvert sem litið er og má segja að á Núpsstað fari saman mögnuð náttúra og einstakar menningarminjar í órofa samhengi. Árið 1703 var jörðin í eigu Skálholtsstaðar en sama ætt hefur búið á Núpsstað frá því um 1730. Síðustu ábúendur á jörðinni voru Eyjólfur Hann- esson sem lést árið 2004 og bróðir hans Filippus Hann- esson sem lést á liðnu ári þá nýorðinn hundrað ára að aldri. Þeir bræður voru barn- lausir og ókvæntir. Þeir fædd- ust á Núpsstað og ólust þar upp í hópi tíu systkina. Nýlega lést elsta systir þeirra Margrét Hannesdóttir, hundrað og sjö ára að aldri. Þrjú systkinanna eru á lífi, Jón, Jóna og Ágústa Hannesbörn. Foreldrar þeirra voru Þóranna Þórarinsdóttir húsfreyja og hinn þjóðþekkti Hannes Jónsson landpóstur og bóndi sem tók við jörðinni af föður sínum. Til bæjarins á Núpsstað telj- ast allmörg hús. Bæjarstæðið er einstaklega vel varðveitt menningarlandslag og er ómetanleg heimild um bú- skaparhætti fyrr á öldum. Þar á meðal er bænhúsið, sem varðveitt er í húsasafni Þjóð- minjasafns Íslands. Núpsstað- arbærinn á sér langa þróun- arsögu og var húsunum haldið við og gert við hleðslur þegar þörf krafði. Árið 1905 voru rifin þrjú torfhús bæjarins og tvær burstir byggðar í þeirra stað. Því húsi var síðan breytt árið 1929 þegar burstirnar voru teknar af og hærra ris sett yfir húsið. Eftir þá breyt- ingu sneri langhlið bæjarins að hlaðinu og í þeirri mynd hefur bærinn varðveist lítið breyttur frá þriðja áratug síðustu aldar. Um kirkju á Núpsstað er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónassonar frá því um 1200 en elsti máldagi Núps- staðarkirkju er frá því um 1340. Talið er að bænhúsið sem nú stendur sé að stofn- inum til úr kirkju sem var byggð um 1650. Sú kirkja stóð fram yfir 1763 eða fram yfir móðuharðindi. Séra Jón Stein- grímsson messaði í Núpsstað- arkirkju 7. september árið 1783 og „var þá öskufall svo mikið að meira var myrkur en dimma í kirkjunni“ eins og séra Jón kemst að orði í bréfi til Finns biskups Jónssonar. Síðar var bænhúsið um tíma notað í veraldlegum tilgangi sem skemma en árið 1930 var húsið friðlýst. Hinn 3. sept- ember næstkomandi eru liðin fimmtíu ár síðan bænhúsið var endurvígt að lokinni viðgerð Þjóðminjasafns Íslands. Í húsasafni Þjóðminjasafns Ís- lands eru auk bænhússins yfir fjörutíu hús víðs vegar um landið. Þeirra á meðal eru flestir torfbæir okkar og torf- kirkjur. Þjóðminjasafnið sér um viðhald þeirra og tryggir með því verndun húsanna með sem bestum hætti. Sú verkkunnátta sem nauðsynleg er til viðhalds húsanna hefur verið hverfandi, en á liðnum árum hefur verið gert átak í að varðveita handverksþekk- ingu víða um land og eiga fleiri möguleika á að tileinka sér þá handverksfærni sem til þarf. Nýlega voru unnar end- urbætur á torfhúsunum á Núpsstað undir stjórn Þjóð- minjasafns Íslands. Viðgerð stóð yfir á árunum 2006-2008 og var gert við húsin með varðveislugildi minjanna, for- vörslu og skráningu þeirra að leiðarljósi. Á sviði þjóðminjavörslu beinist athyglin í vaxandi mæli að samhengi minja við umhverfið. Jafnframt hefur vaxið áhugi á verkþekkingu og verkmenningu, sem minjarnar eru sprottnar úr. Við þjóð- minjavörslu er nú meiri áhersla á að skrá heimildir og þekkingu um verkmenningu og leita leiða til að varðveita hana. Þar er sérstaklega litið til reynslu staðkunnugra þar sem þeirra nýtur við. Feðg- arnir á Núpsstað miðluðu af sinni löngu reynslu er unnið var að viðgerð bænhússins og torfhúsanna og var sú sam- vinna ómetanleg. Nú þegar liðin er hálf öld frá viðgerð bænhússins og endurvígslu þess er vert að þakka framlag þeirra til þjóðminjavörslu á Ís- landi. Varðveisla verkmenn- ingar torfhúsaarfsins er mik- ilvægur þáttur í varðveislu minjanna á Núpsstað sem og annarra torfhúsa á Íslandi. Með varðveislu torfhúsaarfsins skapast möguleikar á nýrri þekkingu um sögulegar minj- ar, meiri færni til verndunar og fjölbreytt tækifæri til miðl- unar. Hannes Jónsson landpóstur ásamt sonum sínum Jóni, Eyjólfi og Filippusi við Núpsstaðabæinn um það leyti sem bænhúsið var friðlýst. Þjóðminjasafn Íslands/Helgi Arason Maður á hesti fyrir framan bæinn á Núps- stað skömmu eftir aldamótin 1900. Þjóðminjasafn Íslands Ung stúlka fyrir framan bæinn á Núpsstað rétt um 1930, líklega ein dætra hjónanna á staðnum. Þjóðminjasafn Íslands/Helgi Arason Hannes Jónsson og hundur fyrir framan bænhúsið á Núpsstað árið 1962. Myndin er tekin eftir endurvígslu bænhússins. Þjóðminjasafn Íslands Núpsstaður, minjar og stórbrotin náttúra Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.