Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 14
Spurður hvernig hann muni starfa sem borgarfulltrúi, nái hann kjöri, segist Einar Örn ekki ætla að starfa sem stjórnmálamaður. Stjórnmálin hafi verið að flækja málin fyrir Reykvíkingum og komið í veg fyrir að borgar- starfsmenn fái að vinna vinnuna sína. Ör skipti á borgarstjórum skapi ekki stöðugleika og bendir hann á að enn eigi eftir að gera högg- myndir af þremur síðustu borgarstjórum. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég er í þessu er að árið 2008 sprakk bæði bankakerfið og hið pólitíska kerfi. Rannsóknarskýrsla Al- þingis sýnir það. Flokkakerfið hefur síðan í hruninu verið að reyna að lappa upp á eitthvað sem er ónýtt. Ef eitthvað er ónýtt þá á að skipta því út og hætta að hugsa í einhverjum pólitísk- SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt skoðanakönnunum bendir allt til að Besti flokkurinn nái kjöri í borgarstjórn. Í einni könnun eru Jón Gnarr og félagar með fjóra menn kjörna en í samtali við Morgunblaðið seg- ist Jón vonast til að ná hreinum meirihluta í borgarstjórn. Annríkið er mikið hjá frambjóð- endum flokksins en á borði Jóns liggja um 300 beiðnir um að koma fram víðs vegar um borg- ina og kynna framboðið. Jón Gnarr segist hafa átt von á því að við- tökurnar yrðu góðar, kannanir hafi þróast eins og hann hafi búist við. „Ég geri mér vonir um að fá fleiri borgarfulltrúa en fjóra. Það væri frá- bært ef við næðum hreinum meirihluta, það væri óskastaða. Ég mun reyna að gera þetta eins vel og ég get og eins og samviskan býður mér. Mér finnst þetta ekkert öðruvísi en önnur verkefni sem ég hef tekið að mér. Þetta verður eins og hver önnur vinna. Ábyrgðin er mikil og ég mun reyna að axla hana eins og aðra ábyrgð sem ég hef gert gegnum tíðina,“ segir Jón Gnarr og telur af og frá að um sé að ræða eitt- hvað grínframboð þó að hann hafi starfað sem grínisti. Hins vegar virðist fólk halda að svo sé. „Ég er að fronta þennan hóp sem ég sjálfur. Þó að ég sé nú skemmtilegur maður þá hefur mér tekist að ala upp fjögur börn og á núna eitt lítið barn. Það hefur ekki verið tómt grín.“ Oddviti Besta flokksins segir stjórnmál geta verið mjög skemmtileg ef því er að skipta. Hann segist líta á þetta sem inngrip inn í veika fjölskyldu, þegar utanaðkomandi aðili kemur inn og reynir að laga fjölskyldulífið með nýjum hlutum. „Mér finnst þetta vera með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina. Mér finnst þetta jafn skemmtilegt og að gera Vakt- irnar eða Fóstbræður. Umræðan í borginni er stöðnuð og við reynum að hleypa henni upp, koma fólki á óvart og klípa það aðeins,“ segir Jón Gnarr. Borgarbúum líði vel Einar Örn Benediktsson, framkvæmda- stjóri og fyrrverandi meðlimur Sykurmolanna, skipar annað sæti á lista Besta flokksins. Hann segir þá útkomu í skoðanakönnunum, að flokk- urinn fái fjóra borgarfulltrúa kjörna, vera gleðilega. „Þegar við lögðum af stað með þetta var ákveðin hugmynd í gangi, að gera skemmtilegt í kringum okkur. Við vorum ekkert að gæla við einhverjar skoðanakannanir eða hugsa um að ná inn manni. Við vildum gera ákveðna hluti, eins og fá ísbjörn í húsdýragarðinn, og gera skemmtilegt í Reykjavík. Til þess þarf að láta Reykvíkingum líða vel,“ segir Einar Örn og tel- ur margt hægt að gera til að láta borgarbúum líða vel. Að fara í húsdýragarðinn, fara í skemmtilegan miðbæ Reykjavíkur og gera hverfin skemmtileg. Hægt sé að bæta strætó- kerfið til muna, minnka vagnana, hafa ferðir tíðari úr hverfunum og nota meira rafmagns- bíla eða ódýrari farkosti. um skiptingum. Það þarf að stokka þetta upp og Besti flokkurinn kemur með ferska og öðru- vísi tæklingu á þessi mál. Ef óánægðir kjós- endur annarra flokka ætla að kjósa okkur, þá segir það meira en það sem við þurfum að segja. Við erum að gera þetta eftir okkar bestu vitund og heiðarleika. Það eru mestu mistök að halda að flokkarnir eigi að ráða, heldur er það fólkið sem ræður. Flokkarnir eru byggðir upp af fólki. Ef fólkið er óánægt með flokkinn sinn þá fer það eitthvað annað. Flokkarnir hafa brugðist,“ segir Einar Örn. Fyrsta verk að hætta að reykja Óttarr Proppé, bóksali og tónlistarmaður, sem skipar 3. sæti listans, segist ekki beint hafa átt von á því í fyrstu að ná kjöri í borgarstjórn. Hann hafi þó boðið sig fram með þeim fyrirvara að þetta gæti orðið raunin. Þeir sem hafi skráð sig á framboðslistann hafi væntanlega gert það vitandi vits, þeir hafi talið sig hafa eitthvað fram að færa. Spurður hvernig hann muni starfa sem borgarfulltrúi, nái hann inn, segist Óttarr vera nýr fulltrúi og eins og aðrir í flokknum ekki verið þjálfaður upp í hlutverkið frá barnsaldri. „Maður þarf að byrja á að kynna sér hlut- ina mjög vel og síðan vinnur maður bara eftir bestu samvisku. Ég hef einnig ákveðið að byrja á að hætta að reykja nái ég kjöri. Ég verð kannski eitthvað pirraður fyrstu vikurnar en þegar ég svo skána þá verða allir fegnir og verður auðveldara að vinna með mér. Ég verð síðan duglegur að leita ráða hjá fagfólki, bæði innan og utan borgarkerfisins en ekki síst inn- an þar sem þar er starfandi stórt kerfi sem rek- ur þetta apparat sem Reykjavík er. Það fólk veit hvað er á seyði,“ segir Óttarr. Hvort Besti flokkurinn muni starfa í borg- arstjórn af fúlustu alvöru segir Óttarr það ekk- ert grín þegar inn verður komið. „Öllu gríni fylgir alvara og allri alvöru fylgir grín. Ég vil meina að það sé líka stórhættulegt að neita sér um grín og hanga í alvörunni. Það sem rekur okkur ekki hvað síst áfram er að framboðið er ákveðin andúð við leiðindum. Alvara verður mjög fljótt leiðinleg þannig að við munum reyna að létta andrúmsloftið í borgarstjórn,“ segir Óttarr Proppé. Fá stuð og stemningu Elsa Hrafnhildur Yeoman, sem er sjálf- stætt starfandi, er í fjórða sæti listans. „Mér líst ofboðslega vel á þetta og er til í slaginn. Ég ætla að berjast fyrir skemmtilegri borg og krydda hana með stuði og stemningu, ást, virð- ingu og heiðarleika. Það verða mín aðalmark- mið,“ segir Elsa og harðneitar því að hafa tekið þátt í framboðinu með eitthvert grín í huga. „Ég er í þessu af fúlustu alvöru, sérstaklega þegar við fáum svona sterkar undirtektir.“ Elsa segist hafa unnið ýmis störf til sjós og lands, alið upp börn og verið gift í 17 ár. Hún á ættir sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem faðir hennar er frá New Jersey, og hefur hún verið með annan fótinn í Bandaríkj- unum frá því að hún var krakki. Öllu gríni fylgir nokkur alvara  Væri óskastaða að ná hreinum meirihluta, segir Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins  Segja fram- boðið vera andúð gegn leiðindum  Kannanir hafa sýnt flokkinn með fjóra fulltrúa í borgarstjórn Morgunblaðið/Golli Fuglinn Felix Jón Gnarr á frægum framboðsfundi í HR þar sem hann grínaðist með að hann væri hættur við allt saman. Bara grín, sagði hann svo, „ég mun rísa upp eins og fuglinn Felix.“ 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Að fá ísbjörn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn hefur verið eitt af baráttu- málum Besta flokksins, að sögn Jóns Gnarr, en það er þó ekki að finna í form- legri stefnuskrá á vef flokksins. Hins vegar hefur margt forvitnilegt komið fram í pistlum oddvitans, m.a. að borgarstjóri fái húsbíl til umráða sem ferðast muni um borgina líkt og Bóka- bíllinn. Í formlegri stefnuskrá kemur fram að hún sé byggð á því besta úr öllum öðrum stefnum. Síðan eru talin upp nokkur stefnumál, sum kunn- ugleg: Hjálpa heimilum í landinu, bæta kjör þeirra sem minna mega sín, stöðva spillingu, koma á jöfnuði, auka gegnsæi, auka lýðræðið, fella niður allar skuldir, hafa ókeypis í strætó og sund og hlusta meira á konur og gamalt fólk. „Við getum boð- ið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það,“ segir m.a. á vef Besta flokksins. Ísbjörn og húsbíll HELSTU STEFNUMÁL Einar Örn Benediktsson Óttarr Proppé Elsa Hrafnhildur Yeoman Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti þeirri skoðun á Alþingi í gær, að þingsályktunartil- laga frá Birni Val Gíslasyni, þing- manni VG, um að ákæra á hendur ní- menningunum svonefndu verði afturkölluð, sé ekki þingtæk. Samkvæmt ályktuninni, sem lögð var fram á miðvikudag, á skrifstofu- stjóri Alþingis að fara þess á leit við ríkissaksóknara að ákæra á hendur níu mótmælendum, fyrir að hafa rof- ið friðhelgi og fundarfrið Alþingis, verði dregin til baka og einnig ákæra um húsbrot. Bjarni sagði að málið bæri það með sér, að það væri ekki þingtækt. Ef beina ætti máli til þingsins ætti að beina tilmælum til forseta þingsins, ekki skrifstofustjórans. Þar fyrir ut- an væri um að ræða íhlutun í aðgerð- ir framkvæmdavaldsins. Þingið ætti að setja lagarammann og reglur en ekki skipta sér af því hvernig þeim er framfylgt. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng og spurði hvort þingið ætti að skipa dómstólunum fyrir. Sagði hún, að skrifstofustjóri Alþingis hefði far- ið fram á rannsókn á málinu vegna þess að þingverðir slösuðust. Siv sagði, að ræða þyrfti málið í forsæt- isnefnd Alþingis. Treysta verður dómstólum Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði einnig að treysta yrði dómstólunum. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagðist hins vegar ekki taka undir þá skoðun, að málið væri ekki þingtækt og Þór Saari, þingmaður Hreyfing- arinnar, sagði að um væri að ræða pólitíska málshöfðun gegn mótmæl- endunum. Össur Skarphéðinsson, utanríkis- ráðherra, sagði, að forseti þingsins úrskurðaði hvort mál væru þingtæk og hefði greinilega talið að þetta mál væri þingtækt úr því þingsályktun- artillagan væri komin fram. Hins vegar hefði þingið ákveðin vopn, ef orðið hefðu glöp, þau að málið fer til nefndar og þar sé hægt að koma að mótbárum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði að forseti færi ekki yfir það áður en málum er dreift hvort þau séu þingtæk eða ekki. Sagðist hún ekki hafa úrskurðað hvort þetta mál væri þingtækt og hefði enga athugun látið gera á því. Tillagan óþingtæk?  Þingheimur deildi um þingsályktunartillögu Björns Vals Þann 13. júlí næstkomandi kemur út hjá Bókaútgáf- unni Hólum úrval úr ljóðum Hákonar heitins Aðal- steinssonar, hagyrðings og skálds frá Vaðbrekku. Hann hefði þá orðið 75 ára, en hann lést fyrri hluta ársins 2009 eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hákon var og verður ávallt í hópi okkar bestu hagyrðinga. Hann átti ljóð í bókum, blöðum og tímaritum og kom þess utan víða fram í þágu kveðskaparins, til dæmis á fjölmörgum hagyrðinga- mótum. Margar vísur hans urðu fleygar, ekki síst þær sem voru af léttara taginu, en þær voru orðnar fjölmargar áður en yfir lauk. Í áðurnefndri bók, sem bera mun heitið Fjallaþytur, verða öll hans bestu ljóð og hefur nokkur hluti þeirra ekki birst áður á prenti. Í bókinni verður ennfremur svokallaður Minningarlisti (Tabula memorialis) og þar gefst þeim sem vilja heiðra minningu Hákonar kostur á því að láta skrá nafn sitt og gerast um leið áskrifendur að bókinni. Hún mun kosta kr. 5.680 og þeir sem vilja gerast áskrifendur að henni geta skráð sig í síma 692 8508 (eftir kl. 14 á daginn) eða í tölvupósti. Netfangið er: holar@holabok.is Úrval ljóða Hákonar Aðalsteinssonar holar@holabok.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.