Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 1
„Ég er til í allt sem hentar mér og hef sótt um mörg störf, en fengið fá svör,“ segir Amalia Van Hong Nguyen 22 ára sem er búin að vera án vinnu í rúmlega þrjá mán- uði. Þriðjungur þeirra sem skráðir eru án vinnu er á milli tvítugs og þrítugs. Þeir sem eru at- vinnulausir eru sá hópur í þjóðfélaginu sem stendur höllustum fæti samkvæmt könnun sem Rauði kross Íslands kynnti í gær. »6 Þriðjungur atvinnu- lausra er 20-30 ára Amalia vann í bakaríi þar til í janúar. L A U G A R D A G U R 1 5. M A Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  112. tölublað  98. árgangur  REYNSLAN Á RAUÐA DREGLINUM ÁSAÞÓR DAVID BYRNE HÝR SVANUR FRAMBOÐIÐ ER ANDÚÐ GEGN LEIÐINDUM SUNNUDAGSMOGGINN BESTI FLOKKURINN 14GÍSLI ÖRN Á LEIÐ TIL L.A 50 ÁN ALLRA AUKEFNA FÆUBÓTAREFNI ÍSLENSKTMEGRUNARFÆ Kemur í stað tveggja máltíða á dag og inniheldur þau vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þótt Sel í Landeyjum sé ekki langt frá eldfjallinu og strókurinn blasi við flesta daga er þetta í fyrsta skipti sem þar fellur aska í þessu gosi. „Það sló fyrir en stóð ekki lengi,“ segir Sverrir Krist- jánsson í Seli. Sauðburður er langt kominn og Sverrir hefur ekki talið annað fært en að hleypa út hluta af lambánum í trausti þess að bærinn slyppi við öskufall. Hann var í gær að gefa fénu hreint hey og þrífa öskuna úr vatnsílátum. „Það sló fyrir en stóð ekki lengi“ Morgunblaðið/RAX Egill Ólafsson egol@mbl.is Slitastjórn Landsbankans er þessa dagana að senda út yfirlýsingar um riftunarmál á hendur ýmsum aðil- um, þar á meðal á hendur fyrrver- andi stjórnendum bankans og öðrum fjármálastofnunum. Þær fjárhæðir sem verið er að krefjast endur- heimta á eru í kringum 90 milljarðar króna. Einnig krefst slitastjórn þess að fá greidda tryggingafjárhæð upp á 9 milljarða vegna saknæmrar hátt- semi stjórnenda bankans. Slitastjórn Landsbankans réð síðasta sumar til sín teymi sérfræð- inga hjá Deloitte í Bretlandi til að rannsaka rekstur Landsbankans í aðdraganda hrunsins. Herdís Hall- marsdóttir, sem sæti á í slitastjórn Landsbankans, sagði að rannsóknin væri langt kominn en ekki lokið. „Landsbankinn var með trygg- ingu, svokallaða D&O policy, sem felur í sér tryggingavernd vegna saknæmrar háttsemi stjórnenda bankans. Þar erum við að tala um saknæma háttsemi í skilningi skaða- bótaréttarins en ekki refsiréttarins. Þessi trygging hljóðar upp á samtals 50 milljónir evra eða um 9 milljarða króna. Við höfum tilkynnt 11 atvik sem við teljum að varði bótaskyldu stjórnenda og krefjumst greiðslu úr tryggingunni á grundvelli hennar.“ Riftun vegna 90 milljarða  Slitastjórn Landsbankans hefur krafist þess að fá greidda 9 milljarða króna tryggingu vegna gruns um saknæma háttsemi fyrrverandi stjórnenda bankans Mál farin til saksóknara » Ýtrustu kröfur sem settar eru fram í tilkynningu slita- stjórnar hljóða upp á um 250 milljarða króna. » Slitastjórn Landsbanka hef- ur tilkynnt mál til sérstaks sak- sóknara. MGera kröfu um 250 milljarða »2 Reynt er að finna lausn á deilunum um aðgang að réttarhöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ein hug- myndin er að sýna réttar- haldið á vefsvæði dómstólsins. Helgi I. Jónsson dómstjóri telur líklegt að þá þurfi að breyta lög- um. Hann segist helst vilja stærra húsnæði og bendir á að ef til vill yrðu beinar útsendingar taldar íþyngjandi fyrir vitni og sakborn- inga. »8 Beinar netútsend- ingar úr dómsal? Til átaka hefur komið í héraðsdómi. Yngvi Örn Kristinsson og Stein- þór Gunnarsson, sem báðir eru fyrrverandi framkvæmdastjórar Landsbankans, ætla í hart við slitastjórn bankans vegna þess að launakröfum þeirra var hafnað. Yngvi lýsti kröfum upp á samtals 230 milljónir króna vegna tæp- lega þriggja ára uppsagnarfrests og vangreiddra kaupauka. Yngvi hefur á undanförnum mánuðum sinnt verkefnum fyrir félagsmála- ráðuneytið en hann hefur sagt opinberlega að hann muni gefa allt fé sem hann kann að fá úr þrotabúi Landsbankans til vel- ferðarmála. Steinþór vill tæplega hálfan milljarð frá slitastjórninni vegna kaupauka sem hann telur sig eiga inni. Lögmaður beggja er Sigurður G. Guðjónsson. »22 Ætla að fara í hart vegna kaupauka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.