Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 39

Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 ✝ Bjarni Ólafsson,fæddist 30. janúar 1923 á Brimilsvöllum. Hann lést á St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi 3. maí sl. Foreldrar hans voru Kristólína Krist- jánsdóttir frá Norður- Bár í Eyrarsveit, f. 4. ágúst 1885, d. 29. nóv- ember 1960, og Ólaf- ur Bjarnason, frá Hofi á Kjalarnesi, bóndi og hreppstjóri á Brimilsvöllum, f. 10. apríl 1889, d. 3. ágúst 1982. Systkini Bjarna: Sigurður Ólafs- son, f. 7. mars 1916, lyfsali í Reykja- vík, d. 14. ágúst 1993. Rögnvaldur Ólafsson, f. 18. júlí 1917, fram- kvæmdastjóri á Hellissandi, d. 24. nóvember 1994. Hrefna Ólafsdóttir, f. 26. apríl 1919, d. 6. janúar 1934. Björg Ólafsdóttir, f. 19. mars 1921, húsmóðir í Reykjavík. Kristján Ólafsson, f. 7. október 1924, d. 7. október 1945. Hlíf Ólafsdóttir, f. 23. nóvember 1927, meinatæknir í Reykjavík. Bjarni kvæntist 25. október 1947 Mörtu Kristjánsdóttur, f. 5. mars 1923. Foreldrar Mörtu voru: Krist- faðir hennar er Gunnar Bergmann Traustason. Bjarni ólst upp á Brimilsvöllum og stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti. Hann fór snemma á vertíð til Ólafsvíkur og Akraness. Um tíma vann hann í Bretavinnunni í Reykjavík. Árið 1945 keypti hann flutningabíl og hóf vöruflutninga milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur. Hann starfaði hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur sem verkstjóri og síðar sem skrifstofumaður um árabil. Ár- ið 1962 tók hann við rekstri Pósts og síma í Ólafsvík og starfaði við það til ársins 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Eftir að Bjarni og Marta stofnuðu heimili í Ólafsvík byggðu þau sér húsið Sig- tún, þar sem þau bjuggu alla tíð að undanskildum árunum á pósthús- inu. Hann var í stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur til fjölda ára og formað- ur stjórnar í fimmtán ár, eða til árs- ins 1998. Bjarni var mikill sjálf- stæðismaður og virkur í starfi Sjálfstæðisfélagsins. Hann starfaði með Leikfélagi Ólafsvíkur og var einn af stofnfélögum Rótarýklúbbs- ins. Eftir að Bjarni lét af störfum sem stöðvarstjóri sneri hann sér að aðaláhugamáli sínu sem var trillu- útgerð, en hún átti hug hans allan fram á síðasta dag. Útför Bjarna verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 15. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. ján Þórðarson, f. 22. nóvember 1893, sím- stjóri í Ólafsvík, d. 23. apríl 1959, og Ágústa Ingibjörg Sigurð- ardóttir, f. 18. nóv- ember 1892, hús- móðir í Ólafsvík, d. 3. maí 1981. Börn Bjarna og Mörtu eru: 1) Vigdís, f. 1947, M. Guðlaugur Tryggvi Karlsson (þau skildu), sambýlismaður: Ein- ar Sigurjónsson, börn: Bjarni Karl Guðlaugsson, sambýliskona: Sigríð- ur Þóra Reynisdóttir, barn Bjarna og Estherar Finnbogadóttur: Vig- dís Elísabet. Guðný Marta Guð- laugsdóttir, sambýlismaður: Casp- ar Theut. 2) Kristján Sigurður Bjarnason, f. 1952, maki: Steinunn Tryggvadóttir, börn: Bjarni Reyr Kristjánsson, maki: Ásdís Jóns- dóttir, börn: Ari og Ásgerður Helga, Kristbjörg Kristjánsdóttir, sambýlismaður: Valdimar Grétar Ólafsson, barn: Sólrún. Diljá Krist- jánsdóttir, sambýlismaður: Barði Már Jónsson. 3) Kristbjörg, f. 1954, barn: Marta Birgisdóttir, sambýlis- maður Tindur Hafsteinsson, barn Mörtu: Birta Hlíf Gunnarsdóttir, Að kveðja föður og tengdaföður með orðum getur verið vandasamt verk þar sem allt hið góða og bjarta í lífi hans er upp talið en annað látið átölulaust. Það er ekki erfitt því afi, eins og hann var ávallt kallaður eftir að barnabörnin fæddust, var þannig persónuleiki að hið góða í fari hans verður okkur alltaf efst í huga. Við vorum lánsöm að eiga hann svo lengi með okkur, og erum í raun ótrúlega heppin með hve margt af eldri kyn- slóðinni eru enn í fullu fjöri. Við eigum ótal góðar æskuminningar, t.d. allar ferðirnar til ömmu og afa á Brimils- völlum og Fróðá og öll ferðalögin um landið. Afi var fróður um landið og náttúr- una, lagði mikið upp úr að við þekkt- um örnefnin í kringum okkur, hann hlýddi okkur óspart yfir nöfn á bæj- um, ám og fjöllum, ásamt fuglum og gróðri. Þetta hefur komið okkur vel. Áhugi hans og þekking á laxveiði smitaðist til okkar og eigum við eftir að hugsa oft til hans í þeim efnum. Við fengum gott veganesti í uppeldinu, heiðarleiki, samviskusemi, skilvísi og traust var ávallt í fyrirrúmi. Alltaf er gott að koma í heimsókn í Sigtún, ekki bara með börnin, heldur stendur heimilið opið fyrir vini og tengdafjölskyldur. Hann var góður faðir, afi og langafi sem gaf sér góðan tíma til að tala við börnin, spila og kenna þeim ýmislegt. Gamansamur var hann og mikill spaugari og kenndi krökkunum að spila og alls konar vís- ur og grín, sem þau hafa í miklu uppá- haldi. Það var ávallt harðfiskur og hausar í hjallinum sem hann hafði gaman af að gleðja fjölskylduna með. Löngum stundum sátum við og horfð- um á hann rífa þorskhausa og kunna afkomendur hans þá kúnst upp á tíu. Afi hafði sterkar pólitískar skoðanir og var mikill sjálfstæðismaður alla tíð. Oft var farið á skak á Ármanni, hann kenndi okkur það sem hann hafði lært af Kristjáni, móðurafa okk- ar, að þekkja miðin og hvernig átti að bera sig að við veiðiskapinn. Afi og amma ferðuðust víða erlendis með vinum sínum, ófáar ferðir voru farnar til Portúgals, Spánar og Færeyja, einnig óku þau um mörg Evrópulönd og sigldu á skemmtiferðaskipum. Heima beið svo ungviðið, ævinlega var glatt á hjalla þegar þau komu og eitthvað í töskunum til að gleðja alla. Hann afi átti langt og gott líf en síð- ustu fjórir mánuðirnir voru honum þó erfiðir. Hann veiktist um síðustu ára- mót og varð að dvelja á sjúkrahúsi eftir það. Hann náði þó að koma heim til ömmu í eina viku í mars og gat þá hugað að Ármanni, farið á bryggjuna og spilað brids með vinum sínum á Klifinu. Hann komst heim til að kveðja sem var gott. Við viljum þakka lækni og hjúkr- unarfólki á sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi fyrir einstaka umönnun og elskulegheit við hann þessa mánuði. Við eigum fallegar minningar um góðan og elskulegan föður og tengda- föður og eigum honum mikið að þakka. Að leiðarlokum biðjum við al- góðan Guð að blessa hann og við erum sannfærð um að hann mun halda áfram að vaka yfir ungunum sínum. Við biðjum Guð um að hlúa að og styrkja móður okkar og tengdamóður á þessum erfiðu tím- um. Vigdís, Einar, Kristján, Stein- unn og Kristbjörg. Ég læt símann hringja góða stund, það gat tekið sinn tíma að komast að símanum seinni árin og svo var svarað með dálítið rámri röddu, Afi! segi ég. – Nei sko! svarar þú, er þetta ekki músin hans afa að hringja alla leið frá Danmörku? Ég finn hvernig gleðin streymir um mig við þessi ofsalega góðu viðbrögð sem ég fékk ævinlega við upphringingunni og svara með stoltri en smábarnslegri röddu, Já, þetta er ég, litla músin þín. Síðan var talað um daginn og veginn, en aðal- lega veðrið. Ég hef alltaf vitað að þú og amma væruð í sérstöku sambandi við veðurguðina því að um leið og ég var búin að segja þér hvernig veðrið væri í Danmörku vissir þú allt sem þú þurftir að vita. Aðalatriðið var að þú værir vissir að ég væri hraust og mér væri hlýtt, þá var allt í lagi með mig. En auðvitað vissir þú allt um veðrið í Danmörku áður en ég hringdi því að þú fylgdist mjög grannt með okkur öllum börnunum þínum, alveg sama hvar við vorum stödd í heiminum. Já, afi minn, þú hafðir alveg sér- stakan hæfileika til að láta mann upp- lifa stolt og þá góðu tilfinningu að gleðja þig. Sérstaklega tala ég um þann sérstaka og mikilvæga atburð að „koma á vartinn“ eða að koma á óvart til Ólafsvíkur. Það eru ekki mörg ár síðan ég komst að því að við komum aldrei beint á óvart. Einhver var víst búinn að hvísla því að ykkur áður en við vorum send með rútunni frá Reykjavík. En við iðuðum af spenningi alla leiðina vestur yfir því að við værum að koma ykkur að óvör- um og að sjá viðbrögð ykkar, það var það allra skemmtilegasta. Og við- brögðin sviku aldrei eftirvæntinguna. Sú tilfinning að við værum að koma í heimsókn til að gleðja ykkur og finna hversu velkomin við ævinlega vorum ristir enn djúpt í hjartastað. Elsku afi minn. Aldurinn færðist yfir þig eins og aðra en húmorinn misstir þú aldrei. Ég man sérstaklega eftir einu atviki frá síðastliðnu sumri, þegar þú stóðst fyrir framan Sigtún og beiðst eftir mér og Caspar, við ætl- uðum að fara á smárúnt um sveitina. Mér varð litið á þig þar sem þú hall- aðir þér upp að stafnum þínum, í strigaskóm, með laxagleraugun og sixspensara. Ég sagði við þig að mér fyndist þú vera svo mikill töffari, en þú virtist ekki alveg heyra það sem ég sagði, og svaraðir með ha-i, svo að ég endurtók hrósið, en áður en ég náði að klára setninguna varstu búinn að snúa þér í hálfhring, snúa sixpensar- anum við og setja upp grettuna frægu. Já, afi minn, þín ótrúlega leikni að lifa lífinu mun verða mér of- arlega í huga áfram og verða mér hvatning í framtíðinni. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað, en ég á yndislegar og ógleym- anlegar minningar og mun geyma þær. Mér finnst huggun í að hugsa að þú sért á stað núna, þar sem þú þekk- ir marga, hefur það gott, segir veiði- brandara, nýtur þess að fara á skak og spilar brids út í eitt. En mér finnst bara svo ofboðslega sárt að eiga ekki eftir að heyra afarödd sem spyr hvernig litla músin hans afa hafi það, spjalla um daginn og veginn og veðrið og hvernig fiskast hefur í Víkinni. Takk fyrir allt, afi minn – ég sakna þín. Guðný Marta. Afi pafi, eins og hann var vanur að kalla sig, hefur nú kvatt okkur. Með sorg og söknuði í hjarta minnumst við góðra stunda sem við áttum saman hjá ömmu og afa. Afi var einstaklega barngóður og veitti okkur systkinun- um ómælda athygli. Á pósthúsinu í Ólafsvík fengum við að leika í skrif- stofuleik eftir lokun og oft var bíl- skúrnum breytt í fimm stjörnu gras- réttaveitingastað. Best var að fá að gista. Það var alltaf í boði. Afi var stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsvík en í hjarta sínu var hann sjómaður. Við minnumst óteljandi ferða niður á bryggju þar sem hann gáði að bát- unum og spjallaði lengi við sjómenn- ina um afla dagsins. Hann nýtti hvert tækifæri til að fara á skak á Ármanni og naut sín hvergi betur. Fyrir okkur var hann klárastur og eftir að við urð- um eldri breyttist sú mynd ekki neitt. Mikill áhugi á umhverfinu og gott minni gerði það að verkum að afi var mjög fróður um hafið, landið og sögu mannfólksins fyrir vestan. Afi var sterkur karakter og hafði skoðanir á flestum hlutum en ávallt var stutt í húmorinn, fíflaskapinn, gleði og glens. Hann átti sín viður- nefni á alla. Barnabörnin sín kallaði hann mýs og þegar við komum öll saman átti hann til að segja að það væri músagangur hjá afa. Eftir að við fluttum suður sóttum við í að fara vestur í heimsókn til ömmu og afa. Þá var ávallt ætlunin að koma „á vart“ eins og það var kallað. Í einfeldni okk- ar stóðum við í þeirri trú að afi hefði ekki hugmynd um ferðir okkar. Afi lék ávallt með þótt hann vissi vel að við værum á leiðinni. Undir það síðasta þegar afi var orð- inn mjög mikið veikur og hafði lítið þrek beitti hann húmornum til að láta okkur fara að hlæja og breytti þannig sorg okkar í gleði. Þannig var afi. Við kveðjum afa með miklum söknuði og þakklæti fyrir það að hann var alltaf til staðar fyrir okkur. Við varðveitum það sem hann kenndi okkur. Bjarni Reyr, Kristbjörg og Diljá. Í dag fylgi ég síðasta móðurbróður mínum til grafar. Bræðurnir þrír, Siggi frændi, Röggi frændi og Bjarni frændi eins og ég kallaði þá alltaf, eru nú allir fallnir frá. Þeir voru miklir æringjar og afar skemmtilegir. Það var mikið tilhlökkunarefni þegar þeir komu allir saman, hvort sem það var á Völlum þegar ég var lítil stelpa í sveit- inni eða þegar fjölskyldan kom saman seinna á ættarmótum. Þá var iðulega farið í grettukeppni og af þeim bræðr- um var Bjarni bestur – hann gat búið til frábæra slaufu með munninum á báða vegu. Reyndar á mamma eina góða grettu sem sló allar grettur bræðranna út. Það var alltaf hlegið mikið en aldrei eins mikið og á ætt- armótinu 1989. Ég fékk stundum að vera í Sigtúni hjá Bjarna og Mörtu þegar ég var smástelpa. Þar lærði ég að rífa þorsk- haus og ég sé Bjarna alltaf fyrir mér með sínar stóru hendur og vasahníf- inn. Hann sagði mér hvað hver einasti biti á hausnum heitir og sagði að allt væri gott. Ég lærði að meta augun og tálknin hjá honum frænda mínum þótt mér þætti bógurinn og kinnfisk- urinn alltaf bestur. Svo spáðum við saman í veðrið með því að sleikja svuntuna þrisvar. Þetta var yndisleg- ur tími enda Bjarni einstaklega barn- góður maður. Bjarni og Marta og foreldrar mínir giftu sig saman fyrsta vetrardag 25. október og var samband þeirra fjög- urra alla tíð náið. Ég mun alltaf minn- ast frænda míns þann dag því þessi sami dagur er afmælisdagur dóttur minnar. Síðustu árin hitti ég Bjarna of sjaldan en ég ímynda mér að hann sé núna úti á sjó þar sem honum leið svo vel, enda mikið náttúrubarn. Innilegar samúðarkveðjur til Mörtu, Vigdísar, Kristjáns, Kibbu og annarra í fjölskyldunni. Hrefna. Brott hefur verið kvaddur góður vinur fjölskyldu okkar, Bjarni Ólafs- son. Margs er að minnast þegar litið er til baka en náin tengsl hafa um langt árabil verið á milli fjölskyldn- anna. Einkum eru fjölmörg ferðalög- in bæði innanlands sem og til sólar- landa minnisstæð. Fyrsta ferðin var þeim sem þátt tóku sérstaklega minn- isstæð en þá var brunað á vit ævintýr- anna norður í land á lánsbíl þar sem engan áttu fjölskyldurnar bílinn. Þá voru veiðitúrarnir ófáir en ár eftir ár var bæði farið í lax inn í Dali og eða á skak út á vík. Trilluna Ármann eign- aðist Bjarni í félagi við þá Leó föður okkar, Ninna og Guðmund og reru þeir glaðir í bragði eins oft og tæki- færi gafst. Bjarni var orðlagður veiði- maður og stundaði hann veiði- mennsku í frístundum fram á síðustu æviár. Bjarni starfaði mestalla starfsæv- ina hjá Pósti og síma, lengst af sem símstöðvarstjóri í Ólafsvík. Eins og margir aðrir unglingar í Ólafsvík kynntust sum okkar sinni fyrstu laun- uðu vinnu á símstöðinni hjá Bjarna. Bjarni bjó ásamt eftirlifandi eigin- konu sinni Mörtu alla tíð í Sigtúni nema þau ár sem þau bjuggu í Sím- stöðvarhúsinu. Hjá þeim var alltaf op- ið hús og gaman að heimsækja þau og spjalla. Að leiðarlokum viljum við þakka Bjarna samfylgdina og sendum Mörtu, Vigdísi, Kristjáni, Kristbjörgu og fjölskyldum þeirra okkar innleg- ustu samúðarkveðjur. Helga Lárusdóttir og fjölskylda. Bjarni Ólafsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför HJARTAR HAFLIÐASONAR húsasmíðameistara, Dalbraut 27. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbrautar 27 og heimilisfólksins þar, fyrir áralanga vináttu og hlýhug. Hafliði Hjartarson, Jónína B. Sigurðardóttir, Ingólfur Hjartarson, Lára Björnsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Steinunn Káradóttir, Gunnar Ingi Hjartarson, Ragnheiður Torfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð, vinsemd og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, fósturföður, tengda- föður og afa, KRISTÞÓRS BREIÐFJÖRÐ HAUKSSONAR, Laufskálum 13, Hellu. Halldóra I. Sigmundsdóttir, Haukur Breiðfjörð Guðmundsson, Björn Breiðfjörð, Berglind Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Sigurkarlsdóttir, Arnar Andersen, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Við viljum færa innilegustu þakkir öllu því frábæra fólki sem veitti okkur dýrmætan stuðning, vináttu og hlýhug við veikindi, andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, ADOLPHS BERGSSONAR, Jörundarholti 196, Akranesi. Helga Björg Helgadóttir, Rakel Adolphsdóttir, Andri Adolphsson, Auður Marín Adolphsdóttir, Alexandra Líf Adolphsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.