Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Eitt hið kúnstugasta í opinberriumræðu er þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar og skilanefnda vísa til „kröfuhafa“ til að skýra furðu- legar ákvarðanir sínar. Jafnan er því bætt við að ekki sé hægt að fá sann- leiksgildi þessa staðfest, því ekki megi gefa upp hverjir kröfuhaf- arnir séu, og að auki sé það alls ekki vitað í mörgum tilvikum.     Landsbankinn hef-ur í tvígang eftir hrun veitt 365 miðlum fyrirgreiðslu, sem ekki þol- ir dagsins ljós. „Bankaleynd“ er notuð til að fela þá svívirðu.     Sami banki skipaði mesta tjónvaldíslenskrar efnahagssögu fyrr og síðar í stjórn fyrirtækja í Bret- landi, einnig eftir hrun. „Kröfuhaf- ar vildu það“ var furðuskýringin sem þeir gáfu.     Páll Vilhjálmsson skrifar: „JónÁsgeir Jóhannesson er knúinn til að segja af sér stjórnarsetu í er- lendum verslunarkeðjum. Á sama tíma veitir Arion banki Jóni Ásgeiri og fjölskyldu heimild til að stýra verslunarveldinu Högum sem fer með fákeppnisvald á íslenskum matvörumarkaði. Landsbankinn leyfir Jóni Ásgeiri að fara með for- ræði 365 miðla. Jón Ásgeir launar ofeldið með því að breyta fákeppishagnaði Haga í auglýsingafé fyrir 365 miðla. Jafn- framt eru fyrirtækin bæði notuð til að fjármagna einkaneyslu Jóns Ás- geirs. Íslenskur almenningur er lát- inn borga brúsann. Vitorðsmenn Jóns Ágeirs í Arion banka og Landsbankanum starfa í skjóli ríkisstjórnarinnar sem leggur línurnar fyrir endurreistu bankana. Vitorðsmennirnir þjónusta Jón Ás- geir á meðan þeir skynja að það sé gert með velþóknun ríkisstjórnar Jóhönnu.“ Páll Vilhjálmsson „Kröfuhafar vildu það“ Jón Ásgeir Jóhannesson Veður víða um heim 14.5., kl. 18.00 Reykjavík 11 skúrir Bolungarvík 5 rigning Akureyri 8 rigning Egilsstaðir 6 rigning Kirkjubæjarkl. 9 skýjað Nuuk 6 heiðskírt Þórshöfn 9 þoka Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Helsinki 24 heiðskírt Lúxemborg 8 skýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 14 léttskýjað Glasgow 13 léttskýjað London 14 heiðskírt París 10 skýjað Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 12 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 13 skýjað Moskva 19 skýjað Algarve 18 skýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 13 skýjað Mallorca 14 skúrir Róm 17 skúrir Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 11 alskýjað New York 20 heiðskírt Chicago 16 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 15. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:13 22:37 ÍSAFJÖRÐUR 3:53 23:07 SIGLUFJÖRÐUR 3:35 22:50 DJÚPIVOGUR 3:36 22:12 FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Innan veggja Héraðsdóms Reykja- víkur er legið undir feldi vegna mikillar aðsóknar og óláta í og við dómsal 101 í tengslum við mál ákæruvaldsins á hendur níu ein- staklingum sem m.a. eru ákærðir fyrir árás á Alþingi. Ekki síst er mikilvægt að finna viðeigandi lausn þar sem augljóst er að sett verður fordæmi fyrir það sem koma skal en búast má við að fjölmargir vilji vera viðstaddir þegar og ef dóms- mál vegna bankahrunsins verða tekin fyrir. Fyrir það fyrsta verður að taka fram að í lögum um meðferð sakamála er skýrt tekið fram að „[þ]ótt þinghald sé háð í heyranda hljóði er dómara rétt að takmarka fjölda áheyrenda við þá sem rúm- ast á þingstað með góðu móti“. Og hann getur lokað þinghaldinu til að tryggja þingfrið og til hlífðar vitn- um. Í ljósi mikils áhuga á máli ní- menningana og þess að talið er víst að fjölmenni vilji fylgjast með rétt- arhöldum yfir bankamönnum, ef af þeim verður, segir Ragna Árna- dóttir dómsmálaráðherra að henn- ar skoðun sé sú að leita eigi sátta- leiðar ef hún fyrirfinnist. „Auðvitað verður fólk að fá að vinna sín störf í friði en ef það er svona mikill áhugi finnst mér að það hljóti að vera hægt að finna einhverja lausn.“ Útsending skoðuð Ein þeirra hugmynda sem eru í skoðun er að sýna frá réttarhöld- um á vefsvæði dómstólsins. Þetta staðfestir Helgi I. Jónsson, dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, en tekur fram að í raun sé allt til skoðunar. Helst vildi Helgi sjá stærra húsnæði fyrir dómstólinn og þar með stærri dómsali. Hann finnur fyrir þrýstingi en bendir á að dómstólnum sé einfaldlega snið- inn þessi stakkur, að ekki komist fleiri fyrir í stærsta dómsalnum en á milli tuttugu og þrjátíu. Helgi tekur þá sem dæmi Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar eru eitt hundrað sæti og fólk bíður í röð til að ná sæti. Og þarf á stund- um að bíða mjög lengi. Í Hæstarétti Íslands komast um sjötíu manns fyrir í stóra saln- um. Þorsteinn A. Jónsson skrif- stofustjóri segir ekkert hafa verið rætt um aðrar lausnir vegna vænt- anlegrar fjölgunar áhorfenda. „Við höfum hér dómsali sem taka ákveð- inn fjölda manna og það hefur ekki verið rætt um annað en að hleypt verði í þá á meðan sæti séu laus. Síðan verði lokað.“ Menn standa í röð eftir sæti Ekkert er sérstaklega í lögum um að sjónvarpa eða útvarpa frá réttarhöldum. Og þó svo að komið sé inn á hljóðritun og myndatöku í lögum um meðferð sakamála efast Helgi um að ákvæðið dugi til og hugsanlega þyrfti því lagabreyt- ingu ef af ætti að verða. Þar að auki er spurningum ósvarað, s.s. um íþyngjandi áhrif beinnar út- sendingar á vitni og sakborninga. Hvað varðar Hæstarétt segir Þorsteinn að hann fari að lögum og ef lög stæðu til þess að sýna ætti beint frá réttarhöldum þá yrði svo að vera. Þrýstingur á að bregðast við fjölgun áhorfenda í dómsal  Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur myndi helst vilja sjá stærra húsnæði  Aðeins 100 manns geta verið viðstaddir í sal hæstaréttar Bandaríkjanna Morgunblaðið/Ómar Fjöldi Ákveðið verður eftir helgi hvað gert verður þegar kemur að máli ákæruvaldsins á hendur nímenningunum, þ.e. hvort þinghaldi verði lokað. Þó svo að ekki séð fjallað um beinar útsendingar frá réttarhöldum í íslenskum lögum kemst 11. grein laga um meðferð sakamála líklega næst því. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir að það sé dóm- arans að túlka lögin og hún muni bíða og sjá hver framvinda málsins verður. „11. gr. Óheimilt er að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi. Dómari getur veitt undanþágu frá þessu banni ef sérstaklega stendur á. Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi án leyfis dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir.“ Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, er efins um að ákvæðið dugi til og Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæsta- réttar, telur lagabreytingu þurfa. Dómari getur veitt undanþágu 11. GREIN LAGA UM MEÐFERÐ SAKAMÁLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.