Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 24
milljarðamærings sem grunaður er um undanskot upp á tugi ef ekki hundr- uð milljarða króna. Páll Arnar tekur undir að þetta sé mótsögn. „Thaksin er þeirra Ber- lusconi. Hann heldur þessu uppi. Þetta er gríðarlega um- fangsmikil að- VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er ótrúlegt. Ég bý rétt hjá þar sem mótmælendur hafa safnast saman. Ég var að horfa á manneskju falla í jörðina. Það voru byssuhvellir en ég veit ekki hvað gerðist. Þar sem ég er staddur núna á kaffihúsi eru rauðliðar í fylkingu á horninu rétt hjá,“ sagði Páll Arnar Steinarsson, námsmaður í Bangkok, þar sem hann var nærri hringiðu mótmæl- anna sem skekið hafa borgina. „Herinn bíður í um 50 metra fjarlægð frá rauðliðunum. Rauðliðar eru búnir að færa mörkin og eru komnir upp að víglínu hersins. Það er eins og að þeir séu að gera gagn- árás,“ sagði Páll Arnar um kvöld- matarleytið að staðartíma í gær og átti við endimörk víggirts svæðis rauðliða í hjarta stórborgarinnar. Skelfing á götum Bangkok Þegar blaðamaður kvaddi Pál Arnar hafði hann áhyggjur af því að missa netsamband þá og þegar en hann átti þá allt eins von á að raf- magnið færi af kaffihúsinu. Minnst fimm féllu í átökum hersins og rauðliða á svæðinu í gær. „Spennan hérna er ótrúleg. Það eru allir á tánum. Fólkið stendur úti á götu og fylgist með. Svo ef það heyrist skothvellur hlaupa allir í burtu. Maður hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Páll Arnar sem er meistaranemi í Suðaustur- landafræðum við Chulalongkorn- háskóla, virtasta háskóla Taílands. Um ár er liðið frá því Páll Arnar kom sér fyrir í höfuðborginni og hef- ur hann því átt möguleika á að fylgj- ast með mótmælunum úr návígi frá því að þau blossuðu upp í mars en krafa rauðliða er í stuttu máli sú að stjórnin, sem herinn styður, víki. Á framfæri auðmanns Eins og rakið er í rammanum hér til hliðar eru rauðliðar ekki eins- leitur hópur. Þeir eiga það þó sam- eiginlegt að fylkja liði undir rauðum fánum, einkennislitur sem sýnist ríma heldur illa við lífshlaup auðjöf- ursins Thaksins Shinawatra, útlægs gerð af hálfu rauðliða. Þeir eru búnir að loka af og hertaka aðalhlutann í borginni þar sem dýrustu hótelin, sendiráðin og stórar versl- unarmiðstöðvar eru. Þeir gefa öllum að borða og borga mörgum peninga fyrir að vera þarna. Þeir stjórna umferðinni og leita jafnvel í bílum og mótorhjólum. Þeir skipulögðu ríki í ríkinu inni í miðri höfuðborginni með sínum lög- um og reglum og girtu það af.“ Með hermenn á launaskrá – Hverjir leita í bílum? „Það eru svartliðarnir, málalið- ar á launaskrá sem eru margir hverjir fyrrverandi hermenn eða lögreglumenn með einhverja þjálfun að baki,“ segir Páll Arnar og bætir því við að herforinginn sem stjórnar- herinn særði á fimmtudag hafi und- anfarið ár verið að þjálfa upp her svartliða sem gengið hafi um götur borgarinnar með grímur. „Þeir bera vopn og eru með tal- stöðvar og eru skipulagðir hermenn. Það eru málaliðarnir, þessir svörtu. Það eru þeir sem eru að berjast.“ Reyna að falla inn í hópinn Páll Arnar minnir á að önnur fylking, svarnir andstæðingar rauð- liða, hafi valið sér gulan sem ein- kennislit en beiti nú því bragði að klæðast ekki neinum sérstökum lit- klæðum, að því er talið er. Talið er að Thaksin haldi sig í Abu Dhabi en Páll Arnar segir ekk- ert hafa heyrst til forsætisráð- herrans fyrrverandi í nokkurn tíma. „Síðan rauðliðar hertóku svæð- ið hefur hann alveg þagnað.“ Styrjaldarástand á götum Bangkok  Íslenskur námsmaður segir andrúmsloftið spennuþrungið  Fólkið á tánum og tekur til fótanna heyri það byssuhvelli  Útlægur auðjöfur heldur mótmælendum uppi  Minnst 5 biðu bana í gær Reuters 24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 48 90 9 1/ 10 Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 21.maí Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2010 í förðun, snyrtingu, fatnaði, umhirðu húðar- innar dekur og fleira. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Sumarförðun. Nýjustu snyrtivörurnar. Krem. Sólarvörur og sólarvörn. Hvað verður í tísku í sumar. Meðferð á snyrtistofum. Ilmvötn. Kventíska. Herratíska. Fylgihlutir. Skartgripir. Og fullt af öðru spennandi efni. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Tíska og förðun P NTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 17. MAÍ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Olíuverkfræðingar í Venesúela meta nú hvernig ná megi gasborpallinum Aban Pearl upp af hafsbotni en hann liggur á um 160 metra dýpi á gas- vinnslusvæðinu Campo Dragon, eða Drekasvæðinu sem svo má kalla, eftir að leki sökkti pallinum á fimmtudag. Ríkisrekna olíufélagið Petróleos de Venezuela, eða PdVSA, rekur pall- inn sem var smíðaður 1977 en áætl- anir miðuðu við að vinnslan yrði 600 milljónir ferfeta af jarðgasi á dag. Það jafngildir 219 milljörðum ferfeta á ári en til samanburðar var árs- vinnslan í Venesúela árið 2008 um 848 milljarðar ferfeta, að því er fram kemur á vef systurstofnunar (EIA) bandaríska orkumálaráðuneytisins. Slysið er því áfall fyrir Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem hefur boðað að frekari leit muni ef spár rætist auka áætlaðar gasbirgðir landsins úr 172 milljörðum ferfeta í 400 milljarða ferfeta. Yrði fjórða mesta gasveldið Síðari talan er há en með henni myndi Venesúela ráða yfir fjórðu mestu gaslindum heims og verða þar með á eftir Rússlandi, Íran og Katar. Nákvæmari birgðastaða kallar á frekari kortlagningu olíu- og gas- vinnslusvæðanna, vinna sem óhappið á „Drekasvæðinu“ verður til að seinka. Þótt verð á jarðgasi sé lágt um þessar mundir þykir ljóst að Vene- súela muni sækja mikinn auð í gas- lindirnar þegar líða tekur á öldina. Gasið má þannig flytja út eða brenna innanlands, hvort sem er í orkuverum eða sprengihreyflum. Fyrirhuguð gasvinnsla mun einnig draga úr þörfinni fyrir inn- flutning á jarðgasi en fram kemur á áðurnefndum vef (EIA) að árið 2008 hafi notkunin numið 901 milljarði fer- feta af jarðgasi, sbr. við vinnslu upp á 848 milljarða ferfeta sama ár. Tekið skal fram að olíu- og gas- iðnaðurinn notar stærstan hluta þessa magns, eða um 70%. Þar af er stórum hluta dælt niður í olíulindir til að auka þrýstinginn þar. Setur strik í gasdraumana 30 km BORPALLUR SEKKUR Drekasvæðið Gasborpallur sökk á fimmtudag. Allir sem voru um borð, alls 95, komust lífs af. Vatnsleki dró pallinn niður í hafið. Pariaflói T R Í N I D A DV E N E S Ú E L A Guiria KARÍBAHAFIÐ Gasvinnslusvæði Heimild: Samtök gasfyrirtækja í Venesúela (AVPG)  Slys raskar áætlunum Chavez Efasemdamenn hafa bent á að auðjöfurinn Thaksin Shinawatra borgi fylgismönnum sínum fyrir að þramma um götur Bangkok í rauðum skyrtum og krefjast þess að stjórnin víki. Spurður hvort þetta ætti við um meirihluta rauðliða lagði Páll áherslu á að þeir væru samsettir úr ólíkum fylkingum. „Rauðliðarnir eru miklu fjöl- breyttari hópur en þeir hafa sjálfir viljað vera láta. Ég þekki persónulega til fólks sem hefur starfað fyrir rauðliða. Einn sam- nemandi minn hefur verið virk- ur í starfi rauðliða en þó alls ekki í neinum ólátum heldur með einhvers konar sósíal- íska hugsjón að leiðarljósi,“ segir Páll Arnar sem tekur þó fram að rauðliðar séu fæstir knúnir áfram af einhverri sérstakri hugsjón. „Fólkið er hérna út af ein- hverri reiði og með frasa á lofti […] rauði liturinn er vísun í sósíalismann,“ segir Páll Arnar sem er með víetnamskri skóla- systur sinni, Ninh Le, á myndinni hér til hlið- ar. Rauðir og reiðir MÓTMÆLENDUR Í VINNU Gráir fyrir járnum Herinn kemur sér fyrir nærri svæði stjórnarandstæðinga í Bangkok. Minnst 5 féllu í áhlaupi stjórnarhersins á vígi rauðliða í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.