Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 29
arsárdal óskað eftir því að skila lóð- um sínum og farið fram á endur- greiðslu Reykjavíkurborgar í ljósi gerbreyttra aðstæðna. Ljóst var að nýtt íbúðahverfi væri ekki að rísa í bráð með heildstæðri grunnþjónustu eins og lofað var við kaup á bygging- arrétti. Lóðarskil flestra bygging- arréttarhafa í Úlfarsársdal, og í öðr- um bæjarfélögum, gengu eðlilega fyrir sig, án nokkurs málþófs, að und- anskildum ofangreindum átta fjöl- skyldum. Borgin ívilnar fólki í vanskilum Úrskurðir samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytis sýna fram á skýlaus og ítrekuð brot borgarinnar á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Ekkert í útboðsskilmálum eða kaup- samningum gefur til kynna að aðrar reglur gildi um skil á útboðslóðum en öðrum lóðum. Grundvöllur fyrir um- ræddri mismunun er því ekki fyrir hendi. Að auki brýtur samþykkt borgarráðs, frá 14. maí 2009, enn frekar á jafnræðisreglunni, en sam- kvæmt henni er útboðslóðarbygging- arréttarhöfum sem eru í vanskilum við borgina heimilað að skila inn byggingarrétti. Á sama tíma er þeim er höfðu staðið í fullum skilum við borgina synjað um sams konar rétt. Með öðrum orðum; það borgar sig ekki að borga borginni. Með ákvörðun sinni ívilnar því Reykjavíkurborg þeim sem eru í van- skilum við borgina og mismunar um leið lóðarhöfum eftir því hver lánveit- andi þeirra er. Samkvæmt úrskurð- um ráðuneytisins er því ekki hægt að horfa fram hjá því „… að samþykkt borgarráðs frá 14. maí 2009 feli í sér brot gegn þeirri jafnræðisreglu sem stjórnvöldum ber að hafa í heiðri í störfum sínum“. Þrátt fyrir úrskurði ráðuneytisins, sem hefur úrskurð- arvald í málefnum sveitarfélaga, ætl- ar Reykjavíkurborg ekki að fara að fyrirmælum ráðuneytisins heldur þvinga þær í gegnum tvö dómstig til viðbótar sem fyrirsjáanlegt er að gæti tekið allt að tvö til þrjú ár. Það telst varla boðlegt fyrir fjölskyldur sem nú þegar hafa staðið í málþófi í meira en eitt og hálft ár. Valdníðsla – dómstigin í landinu? Heimild ráðuneytisins samkvæmt 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/ 1998 til að staðfesta eða fella úr gildi ákvarðanir sveitarfélaga er ótvíræð. Úrskurðir ráðuneytisins þýða þar með að felldar hafa verið úr gildi fyrri ákvarðanir um að synja afmörk- uðum hópi byggingarréttarhafa um lóðarskil. Það er gert í ljósi ítrekaðra brota á jafnræðisreglu stjór- nýslulaga. Borgin hefur þar með gerst sek um valdníðslu með því að hlíta ekki úrskurði æðra stjórnvalds. Undirrituð skorar hér með á borg- arstjóra og aðra borgarfulltrúa að virða jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og færa til rétts vegar það misrétti sem hér hefur óumdeilanlega átt sér stað. Með því móti má hlífa bæði borginni og fjölskyldunum átta við frekara fjárhagstjóni en orðið er, og dómstólum landsins við óþarfa mála- ferlum og borginni við frekari kostn- aði vegna málaferla. Að lokum má í fyrsta lagi spyrja hvort enginn þurfi að hlíta úrskurð- um æðra stjórnvalds, sem og annarra eftirlitsstofnana hér á landi? Í öðru lagi má spyrja hvað dómstigin í land- inu séu þá í raun mörg ef enginn þarf að hlíta úrskurðum? Í þriðja lagi, hvað er boðlegt að láta fjölskyldur bíða lengi eftir niðurstöðu í málum sem þessum á tímum sem þessum? Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík og er byggingarréttarhafi í Úlfarsárdal. Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Lífeyrissjóður starfsmanna sveitafélaga Starfsemi á árinu 2009 Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2009 2008 A-deild V-deild S-deild Samtals Samtals Iðgjöld 4 445 892 79 5 416 4 840 Lífeyrir -488 -20 -179 -687 -401 Fjárfestingartekjur 3 239 405 141 3 785 844 Fjárfestingargjöld -52 -6 -1 -60 -28 Rekstrarkostnaður -72 -9 -81 -67 Hækkun á hreinni eign á árinu 7 071 1 263 39 8 373 5 188 Hrein eign frá fyrra ári 29 192 3 471 934 33 597 28 409 Hrein eign til greiðslu lífeyris 36 263 4 734 973 41 970 33 597 Efnahagsreikningur A-deild V-deild S-deild 2009 2008 Fasteign, rekstrafjármunir og aðrar eignir 134 18 152 Verðbréf með breytilegum tekjum 10 756 1 404 313 12 474 10 964 Verðbréf með föstum tekjum 18 000 2 350 478 20 828 13 099 Veðlán 5 276 689 5 965 6 013 Bankainnistæður 1 418 185 172 1 775 2 488 Kröfur 307 40 1 348 399 Aðrar eignir 399 52 21 473 652 Skuldir -28 -4 -13 -45 -18 Hrein eign til greiðslu lífeyris 36 263 4 734 973 41 970 33 597 Kennitölur A-deild V-deild S-d leið 1 S-d leið 2 S-d leið 3 Nafn ávöxtun 10.0% 10.0% 17.0% 16.5% 15.0% Hrein raunávöxtun 1.3% 1.3% 7.7% 7.2% 5.9% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 1.0% 1.0% 2.0% 2.0% 5.1% Fjöldi sjóðfélaga 8 968 3 070 1 124 189 170 Fjöldi lífeyrisþega 1 166 182 92 17 30 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0.2% 0.2% 0.0% 0.1% 0.1% Eignir í íslenskum krónum í % 78.5% 78.5% 62.5% 88.1% 100.0% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 21.5% 21.5% 37.5% 11.9% 0.0% Eign umfram heildar skuldbindingar í % -9.7% -3.5% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -1.1% -1.4% Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 2.júní nk., kl. 17:00 í fundarsal BSRB að Grettisgötu 89, 101 Reykjavík. Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Halldóra Friðjónsdóttir, formaður, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Karl Björnsson, Kristbjörg Stephensen, Elín Björg Jónsdóttir og Garðar Hilmarsson Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga Sigtúni 42, 108 Reykjavík Sími 570 0400 www.lss.is Allar fjárhæðir í milljónum króna Ársfundur 2010 Birt með fyrirvara um prentvillur. Í hartnær heila öld hafa smábátasjómenn haft horn í síðu þeirra sem stunda veiðar með dragnót. Samt er drag- nót eina veiðarfærið sem hægt er að skil- greina sem strandveið- arfæri. Dragnótin var upphaflega notuð frá fjöru, þaðan sem henni var róið út og hún síðan dregin saman og henni lokað með hestum. Hana er eingöngu hægt að nota á mjúkum botni og víða um heim er dragnótin flokkuð sem vist- vænt veiðarfæri. Dragnótin nýtist best á mjúkum sjávarbotni á grunnsævi, þar sem hafróts gætir. Hafið rótar upp æti sem fiskurinn sækir í. Veiðarfæri eins og lína gagnast hins vegar best þar sem lítið framboð er af fæðu og fiskurinn sækist eftir æti. Þetta vita allir alvörutrillusjómenn enda sækja þeir mest í djúpkantana en nota firð- ina þegar veður eru slæm. Línan veiðir betur á hörðum botni enda hafa aldrei verið neinir árekstrar á milli dragnótamanna og hins al- menna trillusjómanns. Fámennur en hávær hópur Öðru máli gegnir hins vegar um fremur fámennan en háværan hóp frístundaveiðimanna. Þeir hafa gengið vasklega fram í óhróðri um okkur dragnótamenn og beitt sveit- arstjórnir þrýstingi til þess að vinna því fylgi að þessar veiðar verði stöðv- aðar. Þessu hefur óspart verið beitt í Skagafirði og svo undarlega sem það hljómar hefur sveitarstjórnin þar lagt þessum hópi lið þótt það hafi í för með sér tekjuskerðingu fyrir sveitarfélagið. Allir sem til þekkja vita að sveitarstjórnarmál snúast um allt annað en veiðarfæri. Sveit- arstjórnir ættu því ekki að vera ráð- gefandi í málefnum er lúta að stjórn- un fiskveiða. Andúð núverandi sjávarútvegsráðherra á dragnótaveiðum fer ekki dult. Nýleg skýrsla Hafrann- sóknastofnunarinnar, byggð á rannsóknum í Skagafirði, bendir ekki til þess að dragnótin hafi nein merkjanleg áhrif á botndýralíf – þvert á það sem and- stæðingar veiðarfær- isins hafa haldið fram. Þar sem skýrslan var ekki að skapi ráðherra brá hann á það ráð að stinga henni undir stól. Ofan í kaupið skipaði hann nefnd til þess að gera tillögur að takmörkun á dragnóta- veiðum í Skagafirði. Í nefndina valdi ráðherrann m.a. son sinn, sem áður hafði ályktað gegn dragnótaveiðum sem sveitarstjórnarmaður í Skaga- firði. Þvert á yfirlýst markmið Á meðal þess sem núverandi rík- isstjórn hampar gjarnan eru hugtök á borð við atvinnuuppbyggingu, fag- leg vinnubrögð og gagnsæja stjórn- sýslu. Vinnubrögð sjávarútvegs- ráðherra í þessu máli ganga þvert gegn öllu þessu.  Tillögur ráðherra um að loka sjö fjörðum á norðanverðu landinu fyrir dragnótaveiðum hafa það í för með sér að útgerð dragnótabáta á Norðurlandi leggst væntanlega að mestu af. Í kjölfarið munu störf glat- ast til sjós og lands að ógleymdum þeim verðmætum sem fara for- görðum þegar veiðar leggjast af á flatfiskstofnum, sem þegar eru van- nýttir.  Tillögur sínar hefur ráð- herrann kynnt án minnsta samráðs við þá sem veiðarnar stunda. Rétt er að geta þess að dragnótamenn hafa nú í tæpt ár beðið eftir að fá fund með sjávarútvegsráðherra. Sú ósk hefur verið margítrekuð án árang- urs.  Tillögurnar um lokun veiði- svæða fyrir dragnót eru ekki byggð- ar á faglegum forsendum né vísinda- legum rökum eins og meðferð ráðherra á skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar ber með sér.  Tillögur sjávarútvegsráðherra voru sendar undirrituðum til um- sagnar. Það vakti athygli að í því bréfi voru engin stéttarfélög sjó- manna tilgreind sem umsagnarað- ilar. Þó standa umbjóðendur þeirra hugsanlega frammi fyrir atvinnu- missi nái tillögurnar fram að ganga. Aftur á móti fengu eigi færri en 20 sveitarfélög og sjö félög smábáta- sjómanna þessar tillögur til umsagn- ar. Sjávarútvegsráðherra vitnar til al- þjóðlegs samhengis í rökstuðningi með tillögum sínum án þess að benda á neitt sem tengist dragnótaveiðum máli sínu til stuðnings. Mér er ekki kunnugt um nein tilvik erlendis frá, þar sem dragnót er álitin skaðlegt veiðarfæri. Þvert á móti hefur þetta veiðarfæri notið viðurkenningar sem sérlega vistvænt og hingað til lands hafa komið hópar erlendra útgerð- armanna til þess að læra af reynslu okkar við dragnótaveiðar. Slíkar staðreyndir vega auðvitað létt hjá ráðherra sem hefur atvinnu- uppbyggingu, fagleg vinnubrögð og gagnsækja stjórnsýslu að leiðarljósi. Ráðherra stingur skýrslu Hafró um dragnótaveiðar undir stól Eftir Friðrik G. Halldórsson »Rétt er að geta þess að dragnótamenn hafa nú í tæpt ár beðið eftir að fá fund með sjávarútvegsráðherra. Sú ósk hefur verið margítrekuð. Friðrik G. Halldórsson Höfundur er útgerðartæknir og er talsmaður fyrir vistvænar strandveiðar í dragnót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.