Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 ✝ Sigþór Ægissonfæddist í Hafn- arfirði 27. október 1975. Hann lést hinn 6. maí 2010 á sjúkra- húsi í Tókýó. For- eldrar hans eru Guð- björg Magnea Sigurbjörnsdóttir, f. 21. september 1958, og Ægir Hrólfur Þórðarson, f. 3. sept- ember 1953. Eiginkona Sigþórs er Karina Caetavo Fugita Ægisson, f . 17. apríl 1980, sem hann gekk að eiga í Brasilíu 20. desember 2008. Sigþór á eina alsystur, Agnesi, f. 22. janúar 1982, eiginmaður hennar er Páll og börn þeirra eru Brynjar Jökull og Viktor Breki, og eina hálfsystur, Lindu Ýri, f. 9. janúar 1973, börn hennar eru Klara Sól og Tómas Jökull. Sigþór Ægisson var uppalinn í faðmi fjölskyldu sinnar á Hellissandi. Hann gekk í Grunn- skóla Hellissands. Að lokinni skóla- göngu stundaði hann ýmis störf, vann meðal annars við sjómennsku. Árið 1998 urðu þáttaskil í starfsferli hans þeg- ar hann tók þátt í Herra Vesturland og vann þá keppni, tók síðan þátt í Herra Ís- land og varð hann annar í þeirri keppni og hófst þá fyrirsætuferill hans. Undanfarin ár hefur Sigþór unnið mest er- lendis, t.d. í New York, Evrópu og síðast í Tókýó þar sem hann var búsettur síðustu ár. Útför Sigþórs fer fram frá Ingjaldshólskirkju á morgun, 16. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Við Sigþór hittumst fyrst árið 2000. Ég var að byrja í módelbrans- anum eins og hann. Ég held að þeg- ar við sáum hvort annað höfum við strax orðið ástfangin. En tíminn sem við vorum ekki saman varð að mánuðum og árum. Árið 2007 þegar ég var nýkomin til Tókýó frá Bras- ilíu bauð besti vinur minn mér út að borða. Ég var mjög þreytt eftir flugið en þáði samt boðið. Þegar við komum á staðinn, er þá ekki Sigþór staddur þar. Ég var svo glöð að sjá hann að ég gleymdi hversu þreytt ég var. Sigþór kom og settist hjá mér. Við spjölluðum saman út allan kvöldverðinn. Seinna um kvöldið fórum við á salsabar og dönsuðum og nutum þess að vera saman. Þetta kvöld byrjuðum við að vera saman. Ef við hefðum byrjað saman þegar við hittumst fyrst árið 2000 hefði það kannski ekki gengið upp. En þarna höfðum við þroskast og vor- um komin með öðruvísi hugmyndir. Við höfum átt alveg frábæran tíma saman. Það var alltaf verið að segja við okkur að við værum eins og ástfangnir krakkar, svo heitt elskuðum við hvort annað. Rétt áð- ur en ég fór til Brasilíu fyrir jólin 2007, eins og ég geri hvert ár, kom hann mér skemmtilega á óvart. Hann var búinn að semja lag til mín og söng og spilaði það fyrir mig. Þetta var besta augnablik lífs míns, gullfallegt lag og auðvitað sagði ég já. Þann 20. desember 2008 héldum við frábæra brúðkaupsveislu. Þetta var besti tíminn í lífi okkar Sigþórs. Við nutum okkar mjög mikið á þessari stund. Brúðkaupsgestirnir voru alltaf að segja okkur hvað ást- in getur verið tilfinningaþrungin. Rúmum 2 mánuðum síðar greind- ist hann með krabbamein og var það mjög erfiður tími fyrir okkur. Vorum að byrja nýtt líf, fullt af draumum og framtíðarhugmynd- um. En við hugsuðum aðeins um eitt á þessum tíma og það var að berjast við sjúkdóminn. Ég gerði mitt besta til þess að gera hann hamingjusaman og sterkan allan tímann. Sigþór barðist af fullri hörku. Ég er svo stolt af honum. Læknirinn hans í Tókýó sagði mér að hann væri að berjast fyrir mig og fjölskylduna. Ég er svo ánægð með það. Við börðumst og reyndum allt sem við gátum, en þessi sjúkdómur er svo erfiður. Þennan mánuð átti Sigþór mjög erfitt, en ég reyndi ávallt að styrkja hann og hjálpa honum að halda áfram að berjast en að lokum gat hann ekki meir. Hann gerði sitt besta allan tímann. Hann var svo jákvæður og gerði svo marga sterka með nærveru sinni. Mig langar að þakka honum fyr- ir: 1. Að vera besti vinur minn. 2. Að vera yndislegur eiginmaður. 3. Að vera ástin mín. 4. Að færa mér yndislega fjölskyldu. 5. Og takk fyr- ir allt saman. Ég lærði svo margt með honum. Nú er hann í hjarta mínu allan sól- arhringinn. Þegar ég vakna og horfi á bláan himininn og fallegt sólar- lagið og á nóttinni þegar ég horfi á fallegu stjörnurnar skína veit ég að þar er Sigþór, sem kemur mér til að brosa eins og alltaf. One love, one life. Ástarkveðja, Karina. Elsku drengurinn okkar er fall- inn frá langt fyrir aldur fram eftir hetjulega baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein. Eftir að hann greindist fyrir rúmu ári fór hann strax að berjast við sjúkdóminn af fullum krafti. Hann var frá fyrsta degi byrjaður að leita leiða til að sigrast á þessu. Síðustu mánuðina sankaði hann að sér öllu sem hann fann á internetinu sem gæti hjálpað honum. Hann vissi orðið ótrúlega mikið um þennan sjúkdóm og var búinn að finna margar leiðir til þess að berjast. Aldrei kvartaði hann, vildi ekki að við hefðum áhyggjur af sér. Daginn áður en hann fór á spít- alann sagði hann að sér væri að skána. En sem betur fer vorum við búin að ákveða að fara til Japans og þessir síðustu dagar sem við áttum saman með honum eru ómetanlegir. Hann sagði allan tímann fram á síð- asta dag að hann myndi vinna þetta stríð, jafnvel eftir að hann var orð- inn fárveikur á sjúkrahúsinu sem hann var á í Tókýó sagðist hann ætla að koma með okkur heim. Það var alveg rétt hjá honum, hann kom með okkur alla leið heim með sömu flugvél. En samt ekki með þeim hætti sem hann vildi. Þegar maður sest niður og hugs- ar hvers vegna drengurinn okkar lendir í þessu stríði þá fær maður engin svör sem réttlæta það að hann sé tekinn frá okkur svona ungur. Allir sem til hans þekkja vita hve ljúfur og yndislegur hann var. Aldrei heyrðum við hann tala illa um nokkurn mann. Hann var mjög kurteis og umhyggjusamur um aðra og fjölskyldan hans var alla tíð í fyrirrúmi. En krabbamein- ið fer ekki í manngreinarálit, það er eitt sem víst er. Eftir að hann fór í módelbrans- ann fékk hann tækifæri til að ferðast út um allan heim. Honum fannst þetta mjög spennandi tímar, líkaði vel að ferðast. En undanfarin ár eftir að hafa unnið út um allan heim þá vildi hann fara að hægja aðeins á og tók aðeins að sér verk- efni sem voru í Japan eða nálægum löndum, enda búinn að kynnast konunni sinni og þau farin að búa saman í Tókýó. Í desember 2007 bað hann hennar á sérstakan hátt. Settist niður með gítarinn og samdi mjög fallegt lag um hana, spilaði það síðan og söng fyrir hana og gjörsamlega bræddi hana. Konan hans er eins og Sigþór, yndisleg kona sem stóð með honum eins og klettur allan tímann. Þau giftu sig í Brasilíu þann 20. desem- ber 2008. Við erum afar þakklát fyrir það að hafa verið viðstödd þennan merkisdag í lífi þeirra og þann tíma sem þau höfðu saman allt til andláts hans. Eftir giftinguna fóru þau strax í það að finna sér framtíðarstað til að búa á. Þau keyptu sér land í Brasilíu og voru með fullt af hugmyndum um fram- tíðina. Aðeins tveimur og hálfum mánuði eftir brúðkaupið greindist hann síðan með krabbameinið og öll áformin þeirra hrundu eins og spilaborg og allur hans kraftur fór í að berjast fyrir lífi sínu. Nú er þess- ari baráttu hans lokið. Hvíldu í friði, elsku drengurinn okkar. Þínir foreldrar, Ægir og Guðbjörg. Minn kæri bróðir er nú farinn frá okkur allt of ungur. Hann barðist við krabbameinið eins og hetja og sannur víkingur. Sigþór las mikið um sinn sjúkdóm og vissi nákvæm- lega hvað var gott og hvað var slæmt fyrir sig. Hann prófaði margt og aldrei var hann á því að gefast upp, alltaf svo jákvæður og sterkur. Hann sagði alltaf við mig: „Engar áhyggjur, ég næ þessu úr mér.“ Ég er svo ánægð yfir að hafa komið til Tókýó og átt með honum smá tíma og verið með honum allt til enda baráttu hans. Kvöldið áður en hann dó þá var hann betri en daginn sem við komum. Mamma og pabbi komu með vídeómyndir að heiman af okkur þegar við vorum krakkar. Ég og Karina gistum hjá honum uppi á spítala og horfðum við á einn disk áður en við fórum að sofa og minningarnar sem komu þegar við horfðum á diskinn voru margar. Honum fannst gott að rifja upp gamla tíma og áttum við góða kvöldstund á meðan við horfðum á myndirnar. Sigþór strauk á mér bakið og sagðist vera stoltur af mér og feginn að við skyldum hafa kom- ið til hans. Þessi tími sem við áttum með honum er ómetanlegur. Strákarnir mínir, Brynjar Jökull og Viktor Breki, elskuðu frænda sinn og hlökkuðu alltaf mikið til þegar hann og konan hans Karina voru að koma til Íslands og vildu þeir alltaf fá að gera eitthvað með þeim. Og fór þá Sigþór með þá í bíó eða spilaði við þá og sagði þeim sög- ur áður en þeir fóru að sofa. Það verður skrítið fyrir þá að frændi þeirra skuli ekki koma aftur. Ég á svo mikið af minningum um bróður minn og þær mun ég alltaf varð- veita í hjarta mínu. Eins og t.d. þeg- ar Sigþór spilaði á gítarinn, þá gat maður hlustað endalaust á hann spila. Og þegar Sigþór og pabbi komu saman með gítarana þá var spilað og sungið og gátu þeir spilað blús tímunum saman eins og þeim var einum lagið. Það var yndislegt að hlusta á þá blúsa. Góðir tímar gleymast aldrei. Ég veit að Sigþór mun alltaf vera í hjarta mínu og okkar sem elsk- uðum hann. Ég kveð þig með tárum og miklum söknuði, elsku bróðir. Hvíldu í friði, elsku besti bróðir minn. Þín systir, Agnes. Það var sárt að vakna upp við símtal frá bróður mínum að morgni 6. maí sl. þess efnis að elsku fallegi góði frændi minn hann Sigþór væri dáinn. Sigþór var ljúfmenni og fal- legur í gegn. Það geislaði af honum góðmennskan hvert sem hann fór. Fegurð hans og fallega brosið hans er ógleymanlegt. Ég hélt alltaf mik- ið upp á Sigþór frænda minn. Þegar Sigþór tók þátt í herra Ísland 1998, í þriðja sinn sem keppnin var hald- in, lenti hann í öðru sæti og var ljós- myndafyrirsætan 1998. Þá var ég stolt frænka, því ég vissi hvað hann hafði að geyma. Fegurðin kemur nefnilega innan frá. Frá þeim tíma lauk hann sjómennsku og starfaði sem ljósmyndafyrirsæta erlendis. Sigþór ferðaðist út um allan heim í sínu starfi. Var m.a. í Manhattan í New York í Bandaríkjunum 11. september þegar hryðjuverkin voru framin. Hann starfaði í Míl- anó, London o.fl. stórborgum. Síð- ustu árin var hann í Tókýó í Japan. Börnin mín, Karen og Ívar, dýrk- uðu hann. Þrátt fyrir að hann byggi öll þessi ár erlendis gaf hann sér alltaf tíma til að rækta samband við sína nánustu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa látið verða af því að hafa ættarmót á Sandaragleðinni sumarið 2008. Sigþór og Carina kona hans stopp- uðu stutt hér á landi en náðu að hitta nánast alla ættingja hans í föður- og móðurætt á Sandaragleð- inni. Þar kom snillingurinn minn fram með gítarinn sinn og spilaði og söng. Það var svo fallegt að heyra hann spila lagið sem hann samdi fyrir Carinu konuna sína þegar hann bað hennar. Það táruðust margir við þennan fallega frum- samda söng og texta. Hver hefði trúað því að Sigþór ætti aðeins tæp- lega tvö ár eftir? Sigþór var góður á gítarinn og ég á margar ljúfar minningar um þá feðga með gítar- inn saman og syngjandi saman. Það verður tómlegt án Sigþórs á ætt- armótum í framtíðinni. Sigþór var snillingur í klassískri tónlist. Það er svo skrítið að horfa upp á ungan mann sem lifði mjög heilsu- samlegu lífi, hugsaði ávallt um hvað hann borðaði o.fl. tengt heilsunni, deyja úr krabbameini. Maður getur ekki skilið þetta, eina sem ég reyni að skilja við þessar aðstæður er að guðirnir elska þá sem deyja ungir. Elsku Sigþór minn. Megi guð geyma þig og englarnir vaka yfir þér. Elsku Carina, Ægir, Guðbjörg, Agnes, Palli og börn. Linda Ýr og börn, Guð gefi ykkur styrk og kraft í þessari miklu sorg. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Inga Hildur Þórðardóttir. Sigþór Ægisson ólst upp á Snæ- fellsnesinu við bláma Atlantshafs- ins, ljós jökulsins, grænan mosa og silfraða sanda, sem lýsa eins og blys í náttmyrkri. Eins og við er að bú- ast tók auðug náttúran sér bólfestu í Sigþóri og fylgdi honum á löngum ferðum hans þvers og kruss um jarðkúluna. Sigþór mótaðist af ís- lenskri menningu og alþjóðlegum straumum sem endurspegluðust í fari hans sem sérstæður hreinleiki, leiftrandi kímni, glampi í auga, vermandi bros og glettin tilsvör. Sigþór lifði auðugu og viðburðaríku lífi þar sem mannúð, reisn og lífs- gleði virtust vera aðalsmerki. Hann bjó yfir einstöku umburðarlyndi, víðsýni og mannúð og virtist eiga auðvelt með að elska náungann eins og hann kom fyrir. Ungur hóf hann störf á erlendum vettvangi og bjó lengst af erlendis þar sem hann eignaðist stóran alþjóðlegan vina- hóp. Sumir vina hans komu með honum á æskuslóðirnar og mynd- uðu tengsl við fólkið og fjöllin á nes- inu. Þannig tengdi hann saman þjóðlegan menningararf og alþjóð- lega strauma. Sigþór kunni öðrum betur þá list að slá á létta strengi og laða fram ný sjónarhorn á annars kunnugleg fyrirbæri. Til marks um það taldi hann glamúrinn sem oft fylgdi starfi hans vera aukaverkun. „Öll störf hafa einhverjar aukaverkanir, bara mismunandi.“ Öðru sinni, er aldur fólks bar á góma, sagði hann: „Aldur er eingöngu númer sem fólk gefur mismunandi merkingu … það sést kannski best á þránni eftir langlífi og óttanum við ellina.“ Orð hans hér að framan eru lýsandi fyr- ir æðruleysið sem einkenndi alla hans framkomu og lífssýn. Lífið er skammvinnt ólíkindatól sem nær ómögulegt er að lýsa svo vit sé í. Í eilífðinni er það nánast augnablik sem líður hjá en fyrir þá sem missa ástvin getur minning um góðan dreng verið lífið sjálft. Ég sendi Karinu, foreldrum og systr- um Sigþórs mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Þórdís Þórðardóttir. Að lifa lífinu lifandi, eru þau orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um frænda minn Sigþór, en það var nákvæmlega það sem hann gerði. Fallegi sterki frændi minn, mikið finnst mér skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein um þig svona ungan. En nú hefur þú kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi. Það er svo lýsandi fyrir þig að jafnvel á svo erfiðri stundu varstu jákvæður og lífsglað- ur. Ég á yndislegar minningar um þig á Hellu en þá strax hófst mikill vinskapur með okkur. Mér þótti alltaf svo spennandi að hitta þig flotta frænda minn frá Hellissandi og við brölluðum ýmislegt saman í gegnum árin. Á Langholtsveginum hjá ömmu lékum við okkur í garð- inum og grömsuðum í dótinu hans Bjarna frænda. Þar var mikið af gersemum en okkur fannst gítarinn hans mest spennandi. Seinna spil- aðir þú sjálfur á gítar og ég söng, uppáhaldslagið okkar var Sound Of Silence með Simon & Garfunkel. Á unglingsárunum fluttir þú í Laug- arnesið og þá hittumst við oft og skemmtum okkur konunglega. Eft- ir keppnina Herra Ísland fórstu út á vit ævintýranna þar sem þú starf- aðir sem módel í hinum ýmsu borg- um og kynntist Karinu eiginkonu þinni. Það má með sanni segja að þú hafir lifað lífinu lifandi. Sigþór, þú varst alltaf svo glað- lyndur og jákvæður, þú varst vinur vina þinna og góður frændi. Þú varst engill á jörð en ert nú engill í himnaríki. Eftir standa yndislegar minningar um yndislegan mann sem ég mun aldrei gleyma og alltaf geyma. Ég mun sakna þín sárt kæri frændi og kveð þig með þessu ljóði eftir Stein Steinarr: Grænt, rautt og gult. Og golan þýtur í þaksins stráum. Tvö fölleit andlit með augum bláum á eftir mér stara í hljóðri spurn: Hvert ertu að fara? Kveðja Guðrún Helga. Sigþór Ægisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.