Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 35

Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 ✝ Jón Jóhannessonfæddist á Skógs- múla í Miðdalahreppi í Dalasýslu 6. mars 1918. Hann lést á Dvalarheimilinu Silf- urtúni aðfaranótt 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jóns- son, f. 1888, d. 1978, og Sigurbjörg Sig- urðardóttir, f. 1892, d. 1965. Jón var næstelstur sex systk- ina, hin eru Sigurður, f. 1916, d. 1947, Jósef Jón, f. 1919, d. 1987, Kristín, f. 1921, d. 1923, Kristmundur, f. 1923, d. 2005, og Ingibjörg, f. 1926, d. 10. maí 2010. áratug. Árið 1947 fluttist hann aft- ur vestur og réðist sem vinnumað- ur að Leikskálum í Haukadal. Jón og Þuríður hófu búskap á Leikskálum í Haukadal árið 1950 og bjuggu þar til 1973 er þau flutt- ust í Búðardal. Þar voru þau allt til ársins 2003 þegar þau fluttu á Dvalarheimilið Barmahlíð á Reyk- hólum. Í mars árið 2009 fluttu þau svo á Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal. Eftir að þau brugðu búi og fluttust til Búðardals vann Jón lengst af hjá Kaupfélagi Hvamms- fjarðar, einnig vann hann í slát- urhúsinu á haustin svo lengi sem heilsan leyfði. Jón hafði mikinn áhuga á fjárbúskap og tafl- mennsku sem hann stundaði alla tíð. Útför Jóns fer fram frá Stóra- Vatnshornskirkju í dag, 15. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Jón kvæntist 29. maí 1950 Þuríði Sig- urfljóð Ólafsdóttur, f. 1918, d. 2009, frá Hömrum í Haukadal. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Jónsson bóndi, f. 1885 í Laxárdal á Skógarströnd, d. 1946, og Sigurfljóð Jónasdóttir, hús- freyja, f. 1886 á Stóra-Vatnshorni, d. 1971. Jón fluttist að Giljalandi 1921 og ólst þar upp þar til hann fluttist til Reykjavíkur ungur að árum. Í Reykjavík stund- aði Jón verkamannavinnu í um Með nokkrum orðum vil ég minn- ast og kveðja hann Jón frænda minn. Ég man fyrst eftir Jóni í pakkhúsinu hjá Kaupfélaginu og í hverri ferð í Búðardal var komið við í pakkhúsinu hjá frænda. Síðar þegar ég vann í sláturhúsinu í Búðardal sá Jón frændi um að leggja á og brýna hnífa. Í þessu starfi naut Jón sín, staldraði við og spjallaði, sagði sögur eða fór með vísur, Jón frændi var einstaklega skemmtilegur maður og það lá alltaf vel á honum. Ekki er hægt að minnast Jóns nema minnast á tafl og taflmennsku. Alltaf var taflborðið uppi hjá Jóni og oftar en ekki þegar maður kom til Jóns og Þuru sátu hann og Jón Markússon að tafli. Eitt sinn er við fjölskyldan komum til þeirra hjóna sátu þeir félagarnir að tafli sem fyrr. Við settumst í eldhúsið og spjölluð- um við Þuru, drukkum kaffi og nut- um góðra veitinga, en ungur drengur þá á 3ja ári fór að fylgjast með frænda sínum tefla og upp frá þessu vildi sá stutti læra að tefla sem hann og gerði. Alltaf upp frá þessu var þá tekið tafl þegar við komum í heim- sókn. Minningin um hjónin Jón og Þuru mun lifa um ókomna tíð. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Hallur Kristmundsson og fjölskylda. Jón Jóhannesson ✝ Kristján Valdi-marsson fæddist í Böðvarsnesi, Fnjóskadal 21. apríl 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 6. maí sl. Foreldrar hans voru Valdimar Valdimars- son, f, 10. maí 1880 í Böðvarsnesi, d. 18. maí 1962, og Svan- hildur Sigtryggs- dóttir, f. 1. febrúar 1892 í Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda, d. 14. júní 1971. Kristján átti tvö systkini, þau eru Sigríður Valdi- marsdóttir, f. 4. febrúar 1918, Böðvarsgarði, hún dvelur á Dval- synir þeirra Daníel Orri og Gabríel Dan. Birkir Týr er yngstur barna Elínar og Arnórs. 2) Valdimar, f. 26. maí 1961, býr á Akureyri, giftur Hörpu Heiðmar, börn þeirra eru Marta Dögg og Almar. Fyrri kona Valdimars er Erla Baldursdóttir, sonur þeirra Kristján Baldur, sam- býliskona hans Guðlaug Ásta Gunn- arsdóttir, sonur þeirra Valdimar Adam. 3) Þórólfur, f. 4. ágúst 1962, býr í Böðvarsnesi. 4) Svanhildur Kristjánsdóttir, f. 30. ágúst 1967, býr á Granastöðum, gift Arngrími Páli Jónssyni, börn þeirra Íris, Óð- inn og Auður Friðrika. 5) Ingvar Helgi, f. 8. sept. 1969, býr í Böðv- arsnesi, barnsmóðir Sif Jóhanns- dóttir, sonur þeirra er Ísak Máni. Útför Kristjáns fer fram frá Draflastaðakirkju í dag, 15. maí 2010, og hefst afhöfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í heimagrafreit. arheimilinu Grenil- undi, og Sigtryggur Valdimarsson, f. 10. des. 1927, hann býr á Akureyri. Hinn 4. febrúar 1961 kvæntist Krist- ján Friðriku Þórólfs- dóttur, f. 13. jan. 1933, frá Hraunkoti í Aðaldal. Þau bjuggu alla tíð í Böðvarsnesi. Börn Kristjáns og Friðriku eru: 1) Elín Eydal, fósturdóttir, f. 7. júní 1953, býr á Þverá, gift Arnóri Erlingssyni, börn þeirra eru, Valdís Arna, gift Lorenzo Cowell. Bjarki Freyr, sam- býliskona hans Anna Magnúsdóttir, Það var mikil kyrrð yfir Fnjóska- dalnum þegar ég kom þangað hinn 6. maí sl. Þó fannst fyrir örlitlum sunnan andvara sem minnti á að vorið væri á næsta leiti og gróand- inn að ná yfirhöndinni. Daginn eftir hélt ég til Húsavíkur og eftir að hafa lokið erindum þar fór ég á sjúkrahúsið og hugðist líta inn hjá vini mínum, Kristjáni Valdi- marssyni, en þar var mér tjáð að hann hefði látist daginn áður. Með Kristjáni í Böðvarsnesi er horfinn af sviðinu ein af styrkustu stoðum í samfélaginu í Fnjóskadal. Hann var fæddur þar og uppalinn og þar eyddi hann ævikröftum sínum. Kristján var myndarlegur á velli og karlmenni að burðum. Á unglings- árum mínum man ég eftir því að hann lét sér vaxa rautt alskegg og duldist þá engum að þar fór ábúð- armikið hraustmenni og fór ekki hjá því að fornkappar kæmu í hugann svo sem Skarphéðinn á Bergþórs- hvoli. Þeim sem kynntust honum varð fljótt ljóst að þar fór einnig heiðarlegur og traustur maður. Hann var um árabil fjallskilastjóri í norðurhluta Fnjóskadals enda fór það vel saman við áhuga hans á sauðfé. Hann var mikill áhugamaður um sauðfjárrækt og átti gott fé og sinnti því vel og svo lengi sem kraft- ar hans leyfðu fór hann í fjárhús til að annast um kindur sínar. Kristján Valdimarsson var farsæll í einkalífi sínu með konu sína Frið- riku Þórólfsdóttur sér við hlið og þótti með þeim mikið jafnræði. Kristján í Böðvarsnesi var bóndi af lífi og sál, hann trúði á landið, gögn þess og gæði. Ekki var hann þó alltaf jafn trúaður á gjörðir landsfeðranna, en ekki voru þó stór orð höfð uppi. Þegar hann ræddi pólitík sem hann hafði nokkuð gam- an af sagði hann þá gjarnan: „Held- urðu að þetta geti verið rétt hjá þeim?“ Ég sem ólst upp í nágrenni við Kristján í Böðvarsnesi á svo margs að minnast frá löngu liðnum árum, hjálpsemi hans, heiðarleika og þægi- legs viðmóts, sem ég þakka hér með fyrir. Mikill drengskaparmaður er horfinn á braut. Friðriku og afkom- endum sendi ég mínar bestu sam- úðarkveðjur. Páll G. Björnsson. Kristján Valdimarsson MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista                               ! " # $% & & '(' )**+ ,     ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SVEINSSON, Álftamýri 43, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Sveinn Briem, Karin Briem, Kristín Sigurðardóttir, Tinna Briem, Dísa Briem. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HÓLM EINARSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. maí. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 13.00. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlega láti líknar- sjóð stúku nr. 7, Þorkels mána, njóta þess. Stella Hólm McFarlane, Gavin McFarlane, Einar Hólm Ólafsson, Vilborg Árný Einarsdóttir, Birgir Hólm Ólafsson, Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AÐALHEIÐUR ÁRNADÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, lést á dvalarheimilinu Dalbæ miðvikudaginn 5. maí. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 18. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dalbæ eða Slysavarnadeild kvenna. Brynjar Friðleifsson, Svandís Ingjaldsdóttir, Gréta Friðleifsdóttir, Hjálmar Randversson, Baldur Árni Beck, Jóna Kr. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur og bróðir, SKÚLI KARLSSON, Bugðutanga 9, Mosfellsbæ, sem andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast Skúla eru beðnir um að láta björgunarsveitir njóta þess. Bergrós Hauksdóttir, Ásdís Skúladóttir, Ingibjörg Sigríður Skúladóttir, Guðmundur Skúlason, Skúli Freyr Arnarsson, Karl Eiríksson, Þóra Karlsdóttir, Eiríkur Karlsson. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.