Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Lífeyrissjóður starfsmanna Akraneskaupstaðar Starfsemi á árinu 2009 Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2009 2008 Samtals Samtals Iðgjöld 99 86 Lífeyrir -177 -159 Fjárfestingartekjur 120 -176 Fjárfestingargjöld -4 -3 Rekstrarkostnaður -5 -5 Hækkun á hreinni eign á árinu 34 -257 Hrein eign frá fyrra ári 889 1 146 Hrein eign til greiðslu lífeyris 923 889 Efnahagsreikningur 2009 2008 Fasteign, rekstrafjármunir og aðrar eignir Verðbréf með breytilegum tekjum 211 434 Verðbréf með föstum tekjum 510 150 Veðlán 23 25 Bankainnistæður 160 273 Kröfur 12 8 Aðrar eignir 10 5 Skuldir -3 -6 Hrein eign til greiðslu lífeyris 923 889 Kennitölur 2009 2008 Nafn ávöxtun 13.1% -16.6% Hrein raunávöxtun 4.1% -28.4% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal -2.2% -1.3% Fjöldi sjóðfélaga 59 71 Fjöldi lífeyrisþega 209 202 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0.5% 0.6% Eignir í íslenskum krónum í % 91.5% 85.7% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 8.5% 14.3% Eign umfram heildar skuldbindingar í % -79.9% -80.7% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -81.6% -82.3% Ársfundur Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar 2010, verður haldinn mánudaginn 7.júní, kl. 12, í fundarsal bæjarstjórnar, Stilliholti 16-18, Akranesi Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Gísli S. Einarsson, formaður, Sævar Freyr Þráinsson og Valdimar Þorvaldsson Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga Sigtúni 42, 108 Reykjavík Sími 570 0400 www.lss.is Allar fjárhæðir í milljónum króna Ársfundur 2010 Birt með fyrirvara um prentvillur. Biskup Íslands hefur veitt nýjum presti Sel- fosssóknar forræði yfir sókninni. Sú ráðagerð gengur alfarið gegn 5. gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998. Þar er skýrt tekið fram að sóknarprestur, ekki prestur, skuli vera í fyrirsvari. Aðrar starfsreglur og þjóð- kirkjulög taka í sama streng. Með ákvörðun sinni gengur biskup Ís- lands til liðs við lögbrot, valdníðslu og siðleysi sókn- arnefndar Selfoss- kirkju á undanförnum misserum og raka- lausar kröfur hins unga prests um að fá í sínar hendur þær eft- irlitsskyldur og ábyrgð sem lög og starfsreglur gera sóknarpresti, ekki presti, að axla. Ráðagerðin gengur gegn almannaheill, gegn trausti á stjórn- sýslu þjóðkirkjunnar og gegn því hlutverki biskups Ís- lands að veita sérhagsmunaaðilum aðhald. Ráðagerð biskups hefur laskað stjórnsýslu þjóðkirkjunnar; allt starf þjóðkirkjunnar er í upp- námi því ákvörðun hans gæti haft fordæmisgildi fyrir aðrar kirkjur landsins ef ekki væru fyrir mjög skýr lög og reglur til að fara eftir og sem nú þarf að nota til að leiðrétta lögleysu biskups. Í þeim erfiðleikum sem sóknar- nefnd Selfosskirkju hefur skapað með ranglæti sínu hefur biskup Ís- lands tekið stöðu gegn Selfoss- kirkju, gegn réttlætiskennd sóknar- barna, gegn von, trú og kærleika. Æðsti embættismaður kirkjunnar hefur gengið til liðs við ranglætið og gegn Kristi sem lét reiði sína og óánægju helst í ljós þegar hann varð var við misbeitingu valds og að illa væri farið með fólk. Biskup Íslands virðir að vettugi reglur þjóðkirkj- unnar og bregst þar með faglegum og siðferðilegum skyldum sínum. Biskup virðist ekki hafa metið ákvörðun sína með hliðsjón af afleið- ingum hennar fyrir sóknarbörn Sel- fosskirkju. Fyrir velvild hverra er ráðagerð biskups ætluð? Hvers kon- ar samfélag vill biskup skapa með ráðagerðinni? Er ráðagerðinni ætlað að slá nýjan tón um starfshætti þjóð- kirkjunnar til að marka enn skýrari og skilvirkari stefnu hennar? Hvern- ig eiga sóknarbörn Selfosskirkju að vinna gegn ranglætinu, lögbrot- unum, valdníðslunni og siðleysinu sem ríkir nú í kirkjunni? Hvar er heiðarleikinn, réttlætið og kærleik- urinn? Í einni af ályktunum Prestastefnu 2010 var hvatt til þess að greina styrkleika og veikleika í störfum þjóðkirkjunnar. Ráðagerð biskups Íslands í málefnum Selfosssóknar krefst þess að gengið sé til þeirra verka án tafar. Ákvörðun biskups gagnvart Selfosssókn segir meira en mörg orð um að það þarf að breyta starfsháttum þjóðkirkjunnar til að starf kirkjunnar sé í samræmi við köllun þjóðkirkjunnar og til hags- bóta fyrir allar sóknir þessa lands. En hver fer fyrir því starfi þegar æðsti embættismaður þjóðkirkj- unnar hefur með ákvörðun sinni sóp- að starfsreglum kirkjunnar undir teppi ranglætisins? Til hvaða ráða getur prestastétt þessa lands gripið til að réttlætið fái hljómgrunn? Hvað gerir háskólasamfélagið sem hefur verið hvatt til að sýna samfélagslega ábyrgð með þátttöku í opinberri um- ræðu um málefni á viðkomandi fræðasviði? Hvað gera siðfræðing- arnir sem hafa nýlega kvatt sér hljóðs á Prestastefnu undir kjörorð- inu: Uppgjör og uppbygging. Sið- ferði og samfélag? Hvað gerir hæst- virtur dóms- og mannréttindaráðherra þegar það er í höndum ráðuneytis hans að hafa „(…) umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum“ (4 gr. laga nr. 78/1997). Með lögum skal land byggja. Þjóðkirkjunni ber að sýna gott for- dæmi og fara að leikreglum sam- félagsins en hlaupa ekki á eftir duttl- ungum og frekju. Ég hvet alla þá sem misbýður ráðagerð biskups Ís- lands að bregðast við og hefjast handa og láta aðgerðir sínar bera réttlætinu og kærleikanum vitni. Vakið, sýnið einbeitni og stefnufestu og berjist til sigurs fyrir réttlætið og kærleikann. Misgerð biskups Íslands Eftir Jóhönnu Guðjónsdóttur » Biskup Íslands virðir að vettugi reglur þjóðkirkjunnar og bregst þar með fagleg- um og siðferðilegum skyldum sínum. Jóhanna Guðjónsdóttir Höfundur er sérkennari og er sóknarbarn Selfosskirkju. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina Í febrúar sl. felldi samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytið tímamótaúrskurð í lóð- armáli, sem hafði þá verið rekið árangurs- laust gagnvart Reykjavíkurborg í meira en ár. Úrskurð- irnir urðu alls átta talsins, allir á einn og sama veg. Reykjavík- urborg hefur ítrekað brotið jafnræð- isreglu gagnvart viðkomandi fjöl- skyldum, með því að virða að vettugi óskir þeirra um endurgreiðslu á út- boðslóðum í Úlfarsárdal. Þar með er þó ekki nema hálf sag- an sögð. Í stað þess að hlíta úrskurð- um ráðuneytisins ætlar Reykjavík- urborg að hundsa úrskurðina og setja byggingarréttarhafa í þá stöðu að þurfa að sækja rétt sinn í gegnum dómstóla. Á góðri íslensku kallast hegðun borgarinnar, gagnvart þeim fjölskyldum sem um ræðir, einfald- lega valdníðsla. Forsendubrestur og ítrekuð brot borgarinnar Varla fer nokkur að gera sér lóð- arskil að leik. Til þess hefur í flestum tilvikum of miklu verið kostað til, t.d. í arki- tektateikningar, önnur áskilin gögn og leyfi, sem og fjármagns- kostnað og tíma. Svo ekki sé komið inn á brostnar væntingar. Þessar aðstæður hafa einar og sér valdið þess- um fjölskyldum miklum skaða. Sú alvarlega mis- munun sem borgaryf- irvöld hafa gert sig ber að hefur í ofanálag valdið þeim fjöl- skyldum sem um ræðir enn frekara fjárhagslegu tjóni. Er þá ótalinn ann- ar miski sem rekja má til þess fjár- hagslega uppnáms og óvissu sem að- gerðarleysi borgarinnar hefur haft í för með sér. Undir árslok 2008 höfðu ofan- greindir byggingarréttarhafar í Úlf- Lóðaskil í lama- sessi: Reykjavíkur- borg mismunar fjölskyldum Eftir Arneyju Einarsdóttur Arney Einarsdóttir »Reykjavíkurborg hundsar tímamóta- úrskurð samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytis í lóðamálum fjöl- skyldna vegna ítrekaðs brots á jafnræðisreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.