Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gera kröfu um 250 milljarða  Slitastjórn Landsbankans tiltekur 11 tilvik sem varða bótaskyldu stjórnenda Egill Ólafsson egol@mbl.is Slitastjórn Landsbankans telur að stjórnendur bankans séu bótaskyldir vegna 11 tilvika í rekstri bankans. Kröfur vegna þessara mála hljóða sam- tals upp á um það bil 250 milljarða. Herdís Hall- marsdóttir, sem sæti á í slitastjórn Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða ýtrustu kröfur. Það væri ekki samhengi milli ýtrustu krafna og væntanlegra endurheimtna. Krefjast riftunar Herdís sagði að verið væri að vinna áfram að rannsókn á þessum 11 tilvikum. Eftir væri að taka afstöðu til þess hvort það væri eftir einhverju meiru að slægjast en tryggingunni einni. „Okkar hlutverk er að endurheimta verðmæti inn í búið. Við erum í þeirri sérstöku stöðu að tveir af upphaf- legum kaupendum bankans, Björgólfur Guð- mundsson og Magnús Þorsteinsson, hafa verið lýstir gjaldþrota og við erum nú þegar stærstu kröfuhafarnir í þrotabúi þeirra.“ Í gjaldþrotalögum er að finna ákvæði sem eru sett til að endurheimta verðmæti sem fóru úr bankanum með ótilhlýðilegum hætti ellegar þann- ig að raskað væri jafnræði kröfuhafa. Herdís nefndi sem dæmi að ef veitt væru lán til ógjald- færs aðila án fullnægjandi trygginga en lánið hefði verið nýtt til að greiða upp skuld gjaldfærs aðila stuttu fyrir gjaldþrot þá væri heimilt að líta framhjá því að þetta hefði verið veitt sem lán og í staðinn væri litið á þetta sem gjöf til handa þeim aðila sem fékk greiddar skuldir sínar með þessum hætti. Gerð væri þá krafa um endurgreiðslu úr hendi hins gjaldfæra aðila á þessari forsendu. „Við erum þessa dagana að senda út yfirlýsingar um riftun. Með því erum við að segja: Þessi ráðstöfun er riftanleg og þið verðið að skila verðmætunum sem fengust vegna ráðstöfunarinnar. Þær fjár- hæðir sem við erum að krefjast endurheimtu á eru 90 milljarðar. Þessar yfirlýsingar beinast að hin- um ýmsu aðilum, bæði stjórnendum bankans, öðr- um fjármálastofnunum og fleirum.“ Rannsókn Deloitte á Landsbankanum er langt á veg komin, en Herdís treysti sér ekki til að svara því hvenær henni lyki. Sérstakur sak- sóknari er að rann- saka nokkur mál sem varða rekstur Lands- bankans Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um að stofnuð verði sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsaki verklag og ákvarðanatöku íslenskra fjármála- fyrirtækja frá gildistöku neyðarlaganna til ársloka 2009 þegar eftirlitsnefnd með starfsemi bankanna tók til starfa. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guðlaug- ur Þór Þórðarson alþingismaður. Nefndinni er ætlað að kanna starfsvenjur og verklags- reglur fjármálafyrirtækja og framkvæmd þeirra með til- liti til samkeppnis- og jafnræðissjónarmiða og hvernig þau hafa framfylgt tilmælum stjórnvalda um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og áliti Samkeppn- iseftirlitsins um ákvarðanir banka og stjórnvalda um framtíð fyrirtækja á samkeppnismörkuðum. Nefndin á að leggja mat á hvort mistök, mismunun eða óeðlilegir starfshættir hafi átt sér stað á þessum tíma í rannsókn sinni. Lagt er til að í nefndinni eigi sæti dómari við Hæstarétt, skipaður af forsætisnefnd Alþingis, sérfræð- ingur í banka- og fjármálarétti og sérfræðingur með menntun á sviði viðskipta. Nefndinni er ætlað að skila skýrslu 1. janúar 2011. egol@mbl.is Tillaga um rannsókn á starfsemi banka eftir hrun  Þriggja manna nefnd skili skýrslu um næstu áramót Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, segist hafa sýnt yfirvöldum fullan samstarfsvilja við að gefa upplýs- ingar í rannsókn þeirra mála sem beinast að stjórnendum Kaupþings. Telur hann að sak- leysi sitt verði á endanum staðfest. „Ég tel mikil- vægt að það komi fram að við hand- töku mína var ég staddur hér á landi sjálfviljugur í þeim eina tilgangi að mæta í yfirheyrslur hjá sérstökum sak- sóknara,“ segir í yf- irlýsingu frá Magn- úsi. „Ég tel því að þvingunaraðgerðir þær sem sérstakur saksóknari beitir gegn mér hafi verið fullkomlega óþarfar enda hef ég frá upphafi verið fús til samvinnu vegna þessa máls og mætt í allar boðaðar yfirheyrslur vegna þess. Liðnir eru 540 dagar frá því að Kaupþing banki á Íslandi féll og vandséð er hvernig rannsókn- arhagsmunum er ógnað með frelsi mínu nú. Tek á ábyrgð á störfum mínum Þau mál sem til rannsóknar eru hjá sérstökum saksóknara beinast nær eingöngu að Kaupþingi banka á Ís- landi. Undanfarin 12 ár hef ég starfað sem forstjóri Kaupþings Lúxemborg og síðar Banque Havilland. Gegndi ég því starfi með samþykki fjármála- eftirlits Lúxemborgar, sem end- urnýjað var við endurskipulagningu bankans árið 2009 með fulltingi belg- ískra og lúxemborgískra yfirvalda. Ljóst er að margt fór úrskeiðis í skipulagi fjármálafyrirtækja, bæði á Íslandi og annars staðar á und- anförnum árum. Ég tek fulla ábyrgð á mínum störfum og mun í engu víkj- ast undan henni. Sú reynsla að sitja í gæslu- varðhaldi er nokkuð sem ég óska eng- um að þurfa að upplifa. Vistin ein og sér er þó ekki það versta. Ákvörðun um að hneppa einstakling í gæslu- varðhald er mikið áfall fyrir þann sem fyrir því verður, æru hans, fjölskyldu og stöðu í samfélaginu.“ Magnús losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Ingólfur Helgason var úr- skurðaður í gæsluvarðhald í viku. Þvingunar- aðgerðir óþarfar Segist vera saklaus Magnús var í gær úrskurð- aður í 2 vikna far- bann Gluggana á Háskólatorgi verður að þvo reglu- lega; ekki dugar að helsta stofnun þjóðarinnar á sviði vísinda og fræða búi við skerta sýn til um- heimsins enda væri þá framtíðinni stofnað í hættu. Hér hefur ötull þvottamaður reist stiga sem speglast í gluggunum þannig að helst minn- ir á undna DNA-stigann víðfræga sem fyrir rösklega hálfri öld lagði grunninn að erfðavís- indum nútímans. Birtu veitt á Háskólatorg Morgunblaðið/Kristinn „Ýmsar sögusagnir hafa gengið um ósamræmd og ógagnsæ vinnubrögð og hafa margir leitt að því líkur að fjármálafyrirtæki hafi mismunað viðskiptavinum sínum og hvorki hugað að samkeppnissjónarmiðum né jafnræðissjónarmiðum. Þessu hafa fjármálafyrirtækin vísað á bug og haldið því fram að allar ákvarð- anir hafi verið teknar á grundvelli al- menns mats og í þeim eina tilgangi að hámarka verðmæti og tryggja hagsmuni bank- anna. Flutningsmenn telja mikilvægt að nefndin taki í skýrslu sinni afstöðu til þess á hvaða hátt skuli birta upplýsingar um afskriftir skulda til handa fyr- irtækjum og eigendum þeirra,“ segir í greinargerð með frumvarpinnu sem Guðlaugur Þór lagði fram. Ógagnsæ vinnubrögð FRUMVARPIÐ Guðlaugur Þór Þórðarson Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Sértilboð á El Griego Mar Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 14 nátta ferð til Costa del Sol í sumar. Í boði er frábært sér- tilboð á El Griego með allt innifalið. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. 8. júní – í 2. vikur Verð frá 144.900 Costa del Sol Verð kr. 144.900 Allt innifalið. Ótrúlegt verð. Netverð á mann, m.v. flug og gistingu fyrir tvo ful- lorðna með eitt barn á El Griego Mar, allt innifalið í 14 nætur. Allt innifalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.