Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Gísli Örn Garðarsson, leikariog leikstjóri, er á leið tilLos Angeles þar semhann verður viðstaddur Bandaríkjafrumsýningu ævintýra- myndarinnar Prince of Persia: The Sands of Time, en í henni fer hann með hlutverk illmennisins The Vi- zier, Vésírsins. Frumsýningin verð- ur á mánudaginn, 17. maí, og hefur Borgarleikhúsið ákveðið að hnika til sýningu á Rómeó og Júlíu í uppsetn- ingu Vesturports en hún átti að vera degi seinna, 18. maí. Gísli hefur þegar sýnt sig á rauðum dregli, á frumsýningu myndarinnar í London 9. maí sl. Blaðamaður sló á þráðinn til Gísla í gær og spjallaði við hann um reynsl- una af því að vera á rauða dreglinum á svo umfangsmikilli frumsýningu og það sem framundan er. Hluti af vinnunni – Hvernig var á rauða dregl- inum? Var þetta skemmtileg upplif- aun? „Já, þetta var auðvitað skemmtilegt og mikil upplifun en á sama tíma er þetta líka hluti af vinnunni,“ segir Gísli. „Það eru tvær hliðar á þessu, ein er sú að upplifa þetta, hvað þetta er eitthvað absúrd að maður sé hluti af þessu af því að þetta er nú ansi stór mynd, Jerry Bruckheimer (kvikmyndaframleið- andi) og allt þetta. Og hinn vinkillinn á þessu er sá að maður er dreginn á milli þarna, til að hitta hinn og þenn- an og sitja fyrir á ljósmyndum fyrir hina og þessa,“ segir Gísli. Svo hafi allir viljað tala við aðalleikarana, Jake Gyllenhaal og Gemmu Arter- ton. „Ég er ekki heitasti spaðinn á svæðinu,“ segir Gísli og hlær. – Var svo ekki haldið partí eftir frumsýninguna? „Jú, jú, svo var partí fyrir þá sem stóðu að myndinni og þar voru leikarar, framleiðendur og starfs- fólkið úr myndinni sem var helvíti stór hópur. Það var haldið sérstakt partí fyrir það. Þetta var mjög af- slöppuð stemning, enginn nætur- klúbbs-fílingur.“ Sáttur við eigin frammistöðu Gísli segist hafa séð myndina fyrir frumsýninguna, á sérstakri for- sýningu hjá Sambíóunum hér heima. – Hvernig finnst þér myndin? „Mér finnst hún mjög góð.“ – Og þú sjálfur, ertu ánægður með þig? Þetta er auðvitað erfið spurning … „Já, já, ég er það alveg. Maður sér allt sem er búið að klippa út og svona, þetta er stór og löng mynd og náttúrlega búið að klippa hana dálít- ið öðruvísi en handritið var. En þetta er stór mynd og rosalega vel leikin og greinilega mikið lagt í karakter- uppbyggingu og samtöl fólks í myndinni. Það er kannski helsti styrkur leikstjórans, Mike Newell, að kunna að segja sögur og þess „Ekki heitasti spaðinn á svæðinu“  Gísli Örn Garðarsson er á leið til Hollywood á frumsýn- ingu Prince of Persia: The Sands of Time  Gísli er ánægður með myndina þó einhver atriði hafi verið klippt út Vondi karlinn Gísli Örn í bardagaatriði í Prince of Persia: The Sands of Time, ansi h HHHHH - SV, Mbl HHH - TV, Kvikmyndir.is HHH - T.V, Kvikmyndir.is Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI sum stefnumót enda með hvelli SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓ Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. Robin Hood kl. 3 - 6 - 9 B.i.12 ára The Back-Up Plan kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Crazy Heart kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ I Love you Phillip Morris kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Robin Hood kl. 4 (550) - 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i. 12 ára The spy next door kl. 4 (550 kr.) LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Date Night kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára Un Prophéte (enskur texti) kl. 6 - 9 B.i.16 ára Imaginarium of Dr. P kl. 8 - 10:15 B.i.12 ára Fantastic Mr. Fox kl. 4 (650 kr.) - 6 LEYFÐ www.graenaljosid.is VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA SÝNDAR ÁFRAM Í ÖRFÁ DAGA SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.