Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 26
NATO á krossgötum FRÉTTASKÝRING Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þ að er nýr húsbóndi í höf- uðstöðvum NATO, And- ers Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráð- herra Dana. Hann tók við lyklavöldunum í ágúst á síðasta ári og hefur þegar látið hendur standa fram úr ermum. Umbætur og ný skilgreining á verkefnum banda- lagsins eru ofarlega á verkefnalist- anum. „Ég vil nýtt NATO, nútímavætt NATO, nýjar nútímalegar höfuð- stöðvar,“ sagði Anders Fogh þegar hann hitti norræna blaðamenn í Brussel í vikunni. Til stendur að hefja byggingu á nýju húsi fyrir NATO, skammt frá því gamla, en þær framkvæmdir hafa raunar verið á dagskrá lengi. Nefndafrumskógur grisjaður Innanbúðarmenn hjá Atlants- hafsbandalaginu segja að Anders Fogh sé mjög umhugað um að tryggja að yfirlýsingar um umbætur í starfseminni verði ekki orðin tóm eins og stundum hefur gerst áður. Og jarðvegurinn er raunar óvenjufrjór fyrir slíkt því ríki um allan heim hafa neyðst til að skera niður fjárframlög til varnarmála vegna fjármálakrepp- unnar. Fé til starfsemi NATO gæti því orðið af skornari skammti en áður þótt kröfurnar til bandalagsins hafi aukist og því er nauðsynlegt að finna leiðir til að nýta fjármunina betur. Skipulag þessa rúmlega sextuga bandalags er rótgróið og nokkuð gamaldags og almennt er viðurkennt að þörf sé á að grisja nefnda- og stofnanafrumskóginn sem þar hefur vaxið. Á fimmta hundrað nefnda og annað eins af stofnunum starfar í tengslum við bandalagið og skipulag- ið er því þungt í vöfum. Það segir einnig sína sögu, að Anders Fogh mun vera fyrsti framkvæmdastjóri NATO, sem notar netið skipulega til að koma boðskap sínum á framfæri. Ný hernaðarhugmyndafræði Á mánudag mun Madeleine Al- bright, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skila skýrslu starfshóps, sem verið hefur starfandi undir hennar stjórn undan- farna mánuði til að skilgreina að nýju hernaðarlega hugmyndafræði NATO. Unnið verður að þessum til- lögum áfram í sumar undir stjórn Rasmussens og þær verða svo lagðar fyrir leiðtogafund bandalagsins í Lissabon í nóvember. Rasmussen segir sjálfur, að sá leiðtogafundur verði einn hinn mik- ilvægasti í sögu Atlantshafs- bandalagsins. „NATO verður að end- urnýja sig til að geta varist,“ segir hann. Meginhlutverk NATO hefur ekki breyst: Að vernda borgara að- ildarríkjanna gegn árásum. En eðli árásanna hefur hins vegar breyst og þær kunna að verða gerðar án þess að nokkru skoti sé hleypt af eða sprengja springi og án þess að skil- greind óvinaríki beri ábyrgð á þeim. NATO þarf því að geta brugðist við ýmsum nýjum vandamálum svo sem netárásum, vísvitandi truflunum á orkuflutningum, hryðjuverkaárásum og hættunni á að óvinveitt ríki eða jafnvel hryðjuverkamenn komist yfir kjarnorkuvopn. Sett verður á stofn ný deild í höfuðstöðvum bandalagsins sem á að skipuleggja varnir gegn nýjum ógn- um. Margir eru þeirrar skoðunar að aðgerðir til að tryggja öryggi tölvu- kerfa verði eitt mikilvægasta verk- efni NATO á næstu árum. Þess má geta að um 100 sinnum á dag að jafn- aði reyna tölvuþrjótar að brjótast inn í tölvukerfi NATO. En stærsta verkefni NATO um þessar mundir er auðvitað Afganist- an og uppbyggingin þar, sem hefur reynst tímafrekari, kostnaðarsamari og erfiðari en menn óraði fyrir. Það sér ekki fyrir endann á veru NATO- herjanna í landinu en í Brussel full- yrða menn, að sýnilegur árangur hafi náðst og að því komi að Afganar geti sjálfir axlað ábyrgð á öryggi lands- ins. Reuters Nýr húsbóndi: Anders Fogh Rasmussen hefur látið hendur standa fram úr ermum eftir að hann tók við embætti framkvæmdastjóra NATO í fyrra. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ígær áttu sérstað á Alþingimjög athygl- isverðar umræður undir liðnum fundarstjórn for- seta. Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, kvaddi sér hljóðs og lýsti þeirri skoðun sinni að þingsályktunartillaga sem Björn Valur Gíslason, þing- maður Vinstri grænna, hefði lagt fram, væri ekki þingtæk. Tillagan fjallar um ákæru á hendur níu mótmælendum fyrir árás á Alþingi og snýst um að „fela skrifstofustjóra Alþingis að fara þess á leit við ríkissaksóknara að ákæra á hendur níu mótmælendum fyrir að hafa 8. desember 2008 rofið friðhelgi og fundarfrið Alþingis … verði dregin til baka og einnig ákæra um hús- brot“. Það má teljast undarlegt í meira lagi að slík mál séu rædd á Alþingi og að sumir þingmenn skuli telja að þau séu tæk til umræðu þar, en sú skoðun kom fram í um- ræðunni í gær hjá þingmönn- um VG og Hreyfingarinnar. Sem betur fer komu þó fram andmæli við tillöguna frá þingmönnum annarra flokka, Framsóknarflokks, Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks, þannig að ætla má að hún nái ekki fram að ganga. Það væri mikið áfall fyrir íslenskt stjórnarfar og réttarríki ef Al- þingi afgreiddi þessa tillögu og gripi þannig inn í starfsemi fram- kvæmdavaldisins. Þrískipting ríkis- valdsins er grund- vallaratriði í stjórnskipun landsins, eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, benti á í umræðunum. Þessu grund- vallaratriði geta þingmenn ekki leyft sér að kasta fyrir róða þó að þeir kunni að hafa samúð með málstað tiltekinna sakborninga. Þá er nauðsynlegt að minna þingmenn á, að í stjórnar- skránni, sem þingmenn vinna eið að, segir: „Alþingi er frið- heilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.“ Í umræðunni í gær kom skýrt fram að friði Alþingis hefði verið raskað. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, greindi til að mynda frá því að hún hefði staðið í pontu þegar ráð- ist var inn, umræðan hefði verið stöðvuð og þingstörfum því raskað. Þingmenn geta ekki leyft sér að gera lítið úr stjórnar- skránni og ákvæðum hennar. Þeir geta ekki heldur leyft sér að reyna að taka fram fyrir hendurnar á settum ríkis- saksóknara, Láru V. Júlíus- dóttur, sem farið hefur yfir gögn málsins og komist að þeirri niðurstöðu að meintir árásarmenn skuli sæta ákæru. Tillaga Björns Vals Gíslasonar til þings- ályktunar er aðför að réttarríkinu} Ótæk tillaga Fátt varð umsvör hjá Öss- uri Skarphéð- inssyni, utanrík- isráðherra, á Alþingi í gær þeg- ar Ragnheiður El- ín Árnadóttir, alþingismaður, spurði hann út í kostnað vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þau áttu orðastað undir skýrslu utan- ríkisráðherra, en sem vonlegt var fór drjúgur hluti umræð- unnar í að ræða umsóknina. Ragnheiður Elín benti til að mynda á, líkt og gert var á þessum stað í gær, að svo virð- ist af skýrslu utanríkisráð- herra sem kostnaðurinn verði margfalt meiri en ráðherra hefur gefið upp. Hún talaði um að útlit væri fyrir útgjöld upp á sjö milljarða, en ekki einn eins og ráðherra hefur talað um. Þessu svaraði ráðherra engu, enda spurningin óþægi- leg. Þess í stað kaus ráðherra að svara af yfirlæti og hroka eins og iðulega þegar hann er kominn í ógöngur. Þessi stíll ráð- herrans kom líka fram þegar hann vék orðum að sam- ráðherra sínum, Jóni Bjarnasyni, sem einn ráðherra hefur stað- ið í báða fætur þegar kemur að Evrópusambandsmálum. Um hann sagði Össur Skarphéð- insson að hann mundi fagna því ef hann „mundi sjá ljósið og ræða málið á grundvelli raka“. Vandinn er þó sá að rök- semdir Össurar sjálfs og ann- arra talsmanna aðildar að Evrópusambandinu vantar al- veg inn í umræðuna. Helstu „rökin“ sem eftir standa eru þau að úr því sem komið er sé eins gott að halda áfram bjölluatinu í Brussel. Sama röksemd virðist ráða þegar kemur að Icesave og fleiri málum. Stefnan hefur verið mörkuð. Hún er að vísu röng, en við skulum sjá hversu langt við komumst út í ógöngurnar. Utanríkisráðherra beitti fyrir sig hrok- anum í stað þess að svara efnislega} Fátt um svör á Alþingi Þ egar tjaldið er dregið frá blasir við hugguleg íbúð á sviðinu. Ansi hag- anlega gert, satt að segja, í svona litlu rými. Allt voða kósí. Í leik- skránni segir að þetta sé norður í landi en ekki er tekið fram í hvaða landi. Einhverra hluta vegna fæ ég, og eflaust aðrir sýningargestir líka, á tilfinninguna að móðirin og eiginkonan sé fjarverandi, til dæmis á heims- meistaramóti öldunga í blaki. Það er kannski vegna þess að okkur finnst við þekkja fjölskyld- una eins og hún er, þegar húsbóndinn – konan – er heima. Maður á miðjum aldri hrýtur í sófa vinstra megin. Leikurinn er búinn í sjónvarpinu og skilaboð um léttöl og rakspíra óma. Heyrnin virðist farin að bila, hljóðið í tækinu virðist í það minnsta á hæstu stillingu. Elsta dóttirin er í tölvunni í næsta herbergi. Sést ekki en rekur upp hrossahlátur með jöfnu millibili. Á palli aftast á sviðinu, þar sem á að vera efri hæðin, eru tvennar dyr. Hvorar tveggja lokaðar. Í gegnum aðrar má heyra tvær unglingsstúlkur tala hátt um ný föt og maskara, innan við hinar virðist handboltaleikur í gangi. Jess! er kall- að annað slagið þegar einhver skorar. Það glymur þegar boltinn lendir í veggnum. Þegar síminn hringir halda allir að annar svari. Ring, ring. – Rrrrrriiiiiiiiiing, rrrrrriiiiiiiiiing. Maðurinn í sófanum rumskar og segir; talar kannski upp úr svefni: Var einhver að hringja dyrabjöllunni? Nei, en ég held að heimasíminn hafi verið að hringja, segir elsta dóttirinn á milli hláturrokna. Af hverju svaraðirðu ekki í hann? Ég hélt að þú myndir gera það. Allt í lagi. Þetta hefur örugglega verið ein- hver að selja tryggingar eða lífeyrissparnað. Ring, ring. Rrrrrriiiiiiiiiing, rrrrrriiiiiiiiiing. Aftur halda allir að einhver annar svari. Stelpurnar á efri hæðinni heyra reyndar ekki í símanum enda að öðru að hyggja í herbergj- unum. Það verður líka að viðurkennast að ekki heyrist mikið í símtækinu þar sem það liggur undir þremur tómum pítsukössum á eldhús- bekknum. Þegar síminn hringir í þriðja sinn stekkur maðurinn upp úr sófanum, eins og hann hafi vaknað í miðri martröð, hleypur af stað en er aðeins of seinn á áfangastað. Síminn er hættur að öskra þegar hann nær að ýta á takkann. Og sjálfvirki númerabirtirinn er bilaður. Elsta dóttirin er undrandi á sprettinum og spyr: Held- urðu að þetta hafi verið einhver sérstakur? Sérstakur, endurtekur maðurinn. Nei, það held ég ekki. Heldur þú það? Ýtir samt á off-takkann á símanum svo lítið ber á. Teygir sig síðan í farsímann og slekkur á honum. Þegar einhver sérstakur hringir í gemsann síðar um dag- inn hljómar kunnuglegt stef: Í augnablikinu er slökkt á far- símanum eða hann utan þjónustusvæðis. Vinsamlega reynið síðar. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Vinsamlega reynið síðar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Á leiðtogafundi NATO í nóvember á að taka afstöðu til þess hvort eld- flaugavarnir verði skilgreindar sem sérstakt verkefni bandalags- ins. Rætt er um að samræma eld- flaugavarnakerfi þeirra aðildar- ríkja sem ráða yfir slíkum kerfum, m.a. vegna vaxandi hættu á flug- skeytaárásum frá ríkjum á borð við Íran og Norður-Kóreu. Viðræður við Rússa um að sam- ræma þeirra eldflaugavarnir og varnir NATO voru komnar vel á veg en þær lögðust af eftir að stríð braust út í Georgíu í ágúst 2008. Nú eru slíkar viðræður að hefjast að nýju. Framkvæmdastjóri NATO segir að þegar sé verið að byggja upp eldflaugavarnakerfi sem ætlað er að vernda hermenn. Kostnaðurinn við að færa kerfið út þannig að það verndi einnig borgir og þétt- býliskjarna sé áætlaður 200 millj- ónir evra, rúmir 30 milljarðar króna, á næstu 10 árum. VARNIR GEGN ELDFLAUGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.