Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 10
kölluðu reglulega upp; „hendi“, „rautt, „út af“ og ég sá ekkert at- hugavert. Svo tuddaðist einhver leik- maður og annar datt í grasið og fór að væla. Hvað er það? Ef leikmaður er ekki slasaður á hann bara að standa upp aftur og sýna stolt, ekk- ert velta sér í grasinu og væla og svo er bara allt í lagi með hann. Þegar skot geigaði kallaði einn við hliðina á mér: „Það er bara að hitta,“ og ég hló óvart upphátt, fóbolti snýst einmitt um að hitta í markið og ætli leik- mennirnir viti það ekki. Það er svo auðvelt að sitja í stúkunni, svipað og að vita allt best þegar Gettu betur er í sjónvarpinu. En svo kom ann- að mark hjá KR, PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þangað til síðasta þriðjudaghafði ég aldrei séð heilanfótboltaleik, hvorki í sjón-varpi né með eigin augum á vellinum. Mér hefur alltaf þótt hóp- íþróttir með bolta óspennandi. Ég hef aldrei haldið með liði í enska bolt- anum, hvað þá þeim íslenska. Á mín- um ungdómsárum þrætti ég aldrei um hverjir voru bestir, enda var bara Ungmennafélagið Samhygð í minni heimasveit, frjálsar og glíma í boði, enginn bolti. Því var kominn tími á það að ég skellti mér á fótboltaleik, enda boltasumarið að hefjast og ekki verra að vita um hvað málið snýst. Það var leikur KR og Hauka í Frostaskjóli sem varð fyrir valinu. Ég vissi ekkert um þessi lið annað en að KR leikur í hvítum og svört- um búningum. Eftir að hafa leitað mér upplýsinga hjá mér fróðari mönnum um fótbolta komst ég að því að Haukar eru nýliðar í úrvals- deild á meðan KR er spáð sigri í deildinni. Mér var sagt að Haukar ættu ekki möguleika í þessum leik og var ég því mikið að velta fyrir mér að halda með litla manninum, en ákvað síðan að halda með hvorugu liðinu enda skipti mig ekki nokkru máli hvernig þessi leikur færi. Missti af fyrsta markinu Það var í rigningu en samt ljúfu veðri sem ég mætti á völlinn, ég ákvað að sitja KR-megin í stúkunni í fyrri hálfleik og tróð mér í laust sæti á milli tveggja myndarlegra karl- manna. Beint fyrir framan mig blasti við auglýsingaskilti sem á stóð „leik- ur án fordóma“, ég tók þetta sem skilaboð til mín og ákvað að horfa á þennan fyrsta fótboltaleik minn með opnum huga. Gallinn við fótbolta er hvað allt gerist hægt, þegar korter var búið af leiknum hafði nákvæmlega ekkert gerst og þá voru 75 mín- útur eftir. Ég drap tímann með því að fylgjast með fólkinu í stúkunni; þegar eitthvað spenn- andi gerðist (sem ég náði aldrei að átta mig á hvað var) spenntust allir upp í sætinu og hölluðu sér fram. Ef ekki kom mark hallaði fólk sér aftur Var ég kannski (ó)lukkudýr leiksins? Sumir segja fótbolta lífið, aðrir gætu ekki haft minni áhuga á honum. Blaðamað- ur er einn af þeim en ákvað þó að skella sér á sinn fyrsta fótboltaleik um ævina í vikunni. KR-Haukar varð fyrir valinu og eftir á að hyggja telur blaðamaður sig hafa haft áhrif á úrslit leiksins. Jafnvel geta talist lukkudýr beggja liða. og lét loftið leka úr sér um leið; „aa- aaaa þarna munaði mjóu,“ dæstu margir, „usssusssuss,“ sögðu aðrir og hristu hausinn. Eftir um tuttugu mínútur færð- ist allt í einu fjör í leikinn, KR skor- aði mark. Ég var eitthvað að glápa á fólkið í stúkunni þegar markið kom og áttaði mig ekki á hvað hafði gerst fyrr en allir stóðu upp og fögnuðu. „Ég verð að fylgjast betur með,“ hugsaði ég með mér og ákvað að missa ekki af næsta marki. En það var svolítið erfitt að fylgjast með, boltinn og karlarnir voru alltaf hin- um megin á vellinum, við Hauka- markið, og því missti ég oft sjónar á því sem var að gerast. Áhorfendurnir í kringum mig Þrautakóngur Hauka-maður einbeittur með boltann og KR-ingur fylgir á eftir. Morgunblaðið/hag MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Fyrir þá sem vilja fylgjast náið með fótboltanum í sumar er tilvalið að kíkja reglulega inn á íslensku fótboltasíðuna fotbolti.net. Síðan var sett á laggirnar árið 2002 af Hafliða Breiðfjörð. Á vefnum segir að hann hafi stóraukið vinsæld- ir sínar allt frá fyrsta degi en í dag lesa um 50 þúsund gestir efni vefsins vikulega. Við vefinn starfa tveir starfsmenn í fullu starfi auk fjölda starfsmanna í hlutastarfi. Fótbolti.net er með puttann á púls- inum, inn á síðuna hrúgast fréttir á degi hverjum og ekkert sem tengist fótbolta fer framhjá síðuhöldurum. Enda er forsíðan svo þétt af fréttum og auglýsingum að sumum lesendum gæti þótt nóg um kraðakið. Fjallað er um fótbolta alls staðar í heiminum á síðunni, fylgst er náið með heimsmeistaramótinu 2010 og fréttir af því stöðugt uppfærðar. Fyrir utan hefðbundinn fréttaflutning má líka finna furðulegar fréttir af fót- bolta, dómarar svara spurningum, sjúkraþjálfari svarar spurningum um algeng meiðsli í fótbolta og tvífarar á fóboltavellinum eru valdir. Svo er út- varp og sjónvarp, staða og leikir og margt annað sem viðkemur tuðru- sparki á síðunni. Vefsíðan www.fotbolti.net Reuters Æi æ Erlendur fótboltamaður veltir sér meiddur á jörðinni. Kraðak af fótboltafréttum Vatnsmýrarhátíðin fer fram í dag á milli kl. 14 og 16 en hún er helguð vísindum og leik, umhverfi og nátt- úru, börnum landsins og barna- menningu. Það er Frú Vigdís Finn- bogadóttir sem setur hátíðina við Norræna húsið. Margt verður í boði fyrir gesti og gangandi: Tilraunalandið breiðir úr sér og verður utandyra fram í sept- ember. Einnig verða þrautir, tæki og tól á víð og dreif á lóð Norræna hússins en þau tilheyra farandsýn- ingu sem fer um landið í sumar til að sem flestir fái að kynnast Til- raunalandinu. Risavaxinn sandkassi og sólúr, „Skjólgóði sandkassinn“, sem er gjöf frá Stafangri í Noregi, verður tekinn formlega í notkun á hátíð- inni. Þetta er án efa stærsti mann- gerði sandkassinn á höfuðborgar- svæðinu sem jafnframt er listrænn skúlptúr og gegnir í senn hlutverki sólúrs og vita. Á hátíðinni koma fram fjölmargir listamenn: Blikandi stjörnur, lúðrasveitin Svanur og trúðar úr leikritinu Bláa gullið. Við gróðurhús Norræna hússins verður skemmtileg bragðtilrauna- smiðja fyrir börn. Henni stýrir Mads Holm, upplýsingafulltrúi Norræna hússins fyrir nýnorrænan mat. Það eru Háskóli Íslands og Norræna húsið sem standa að Vatnsmýrarhátíð- inni sem fer fram utandyra. Kynnir á hátíðinni er Charlotte Bøving og allir eru velkomnir. Endilega … Fjör Það verður líklega gaman í Vatns- mýrinni í dag hjá börnum og fullorðnum. Morgunblaðið/Ernir … farið með börnin á hátíð 10 Daglegt líf Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Úr iðrum jarðar 8.m aí– 30.m aí Daði Guðbjörnsson Lífseggið sýnir akvarellur Einstakar myndir frá eldosunum eftir fjölmarga ljósmyndara. Stórkostleg sýn á gosin Opnun kl. 15 laugardag 15.05 Heitustu sýningarnar í Reykjavík Sýningin stendur í allt sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.