Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 23
Fréttir 23VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Spænska blaðið El Pais sagði í gær frá því að Frakklandsforseti, Nicol- as Sarkozy, hefði hótað að draga landið úr evrusamstarfinu, ef Þjóð- verjar neituðu að taka þátt í björg- unarpakka Evrópusambandsins. El Pais hefur þetta eftir nánum sam- verkamönnum spænska forsætis- ráðherrans, José Luis Rodríguez Zapatero. Leiðtogar Evrópusambandsins settu um síðustu helgi saman gríð- arstóran björgunarpakka fyrir hinar skuldugri þjóðir evrusvæðisins. Áhyggjur af opinberum fjármálum, hallarekstri og skuldasöfnun þeirra ríkja hafa skekið fjármálamarkaði að undanförnu. Að því er fram kem- ur í frétt spænska blaðsins „barði Sarkozy í borðið og hótaði að hætta í evrunni“, þannig að Angela Merkel þurfti að gefa eftir og samþykkja að- gerðina. Skammvinn sæla Markaðir tóku tímabundið við sér við tíðindin af björgunarsjóð- inum, sem nemur 750 milljónum evra. Í gær náði evran hins vegar lægsta gildi sínu gagnvart Banda- ríkjadollar í eitt og hálft ár, eða 1,2465 dollurum. Ef þessi þróun heldur áfram er stutt í að næsta áfanga í sigi evrunnar verði náð, 1,2328 dollurum, en evran féll niður í það gengi þegar fjármálakreppan var í algleymingi í október 2008, þegar fjárfestar flýðu yfir í dollar í stórum stíl. Austurríska fyrirtækið Austri- an Mint, sem framleiðir gullpeninga, sagði í fyrradag að það hefði selt meira gull á síðustu tveimur vikum en á öllum fyrsta fjórðungi ársins. Talsmaður fyrirtækisins sagði að söluna mætti alla rekja til aukinnar eftirspurnar frá Evrópu, en leiða má líkur að því að minnkandi tiltrú á pappírsgjaldmiðlum – þá sér í lagi evru – hafi valdið því að fjárfestar hafi leitað frekar í góðmálma. „Eftirspurnin er einungis frá Evrópu, við höfum ekki fengið nein- ar pantanir frá Bandaríkjunum og Asíu á síðustu viku,“ segir talsmað- urinn. „Það eru skýr merki þess að um sé að ræða óðagotskaup, vegna áhyggna af Grikkjum og evrunni,“ bætti hann við. Volcker efast um evruna Paul Volcker, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, sagði í fyrradag að skuldavandi Evr- ópuríkja kynni að grafa undan evr- unni. Volcker, sem er einn af efna- hagsráðgjöfum Bandaríkjaforseta, sagði við nemendur við London School of Economics að það væri erf- itt fyrirkomulag að hafa sameig- inlega mynt en aðskilin stjórnvöld. „Ég var upphaflega á þeirri skoðun að evran væri góð hugmynd,“ sagði hann. Þá sagði Volcker að stjórnvöld vestanhafs stæðu frammi fyrir sama vandamáli og stjórnvöld víða um heim, miklum fjárlagahalla. Fjár- lagahallinn í Bandaríkjunum nemur 1.200 milljörðum dollara og skuldir hins opinbera eru 13.000 milljarðar dollara. „Við erum í sömu klemmu og svo margar aðrar ríkisstjórnir. Hallinn er allt of mikill,“ sagði hann. Þó væri staða bandarísks efnahags- lífs eilítið betri en hann hefði búist við. Frakkar hótuðu að yfirgefa evru Barið í borðið Sarkozy hótaði að Frakkar drægju sig úr evrusamstarfinu, tækju Þjóðverjar ekki þátt í björgunarpakkanum fyrir skuldsett evruríki.  Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna efast um framtíð evrusvæðisins  Meira seldist af gulli í Evrópu síðustu tvær vikur en allan fyrsta fjórðung samanlagt  Evran hélt áfram að lækka í gær Íslandsbanki Fjármögnun hefur lækkað vexti á óverð- tryggðum samningum um 0,75 prósentustig frá og með 12. maí síðastliðnum. Í tilkynningu segir að lækkunin komi í kjölfar lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans í síðustu viku. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum bílasamningum og bílalánum verða á bilinu 11,05% til 11,35%. Þeir viðskiptavinir Íslandsbanka Fjármögnunar sem kjósa að fá höfuðstólslækkun á bílasamningum eða eignaleigusamningum sínum fá 2,6% afslátt af vöxtum fyrstu 12 mánuðina. Lækka vexti um 0,75 prósentur 750 milljarðar evra eru í björgunarsjóði Evrópusambandsins vegna skuldsettra evruríkja 18 mánuðir eru síðan gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar var jafnlágt 110 milljarðar eru í neyðarláni evruríkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til grískra stjórnvalda 115% er hlutfall opinberra skulda af vergri landsframleiðslu Grikklands ‹ EVRUVANDI › » www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200                                        ! " #    $! "  %     &'(!  )*   +      )        (  &!! ,   -    . +     ) - &* /     +    + .0   +    1    &!!*   (!!!     2     + - -  1  &   &!!   3!!     
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.