Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 27

Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Askan teiknar mynd Ómar Ragnarsson fleygði sér flötum í gær á öskulausa blettinn sem Frúin hans hafði teiknað þar sem hún stóð yfir nótt rétt vestan við Hvolsvöll. RAX Fólkið sem býr nú við nánast stöðugt öskuregn sýnir ótrú- legt æðruleysi við að- stæður sem enginn getur gert sér í hug- arlund nema sá sem upplifir þær. Á sunnu- dagkvöldinu síðasta var haldinn rík- isstjórnarfundur í ráð- herrabústaðnum. Tvö mál voru á dagskrá. Annars vegar ríkisfjármál og hins vegar frumvarp um niðurlagningu ráðuneyta og uppstokkun á stjórnarráði Íslands. Allir vita hug minn til þess að leggja niður sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið. Ég mun að sjálf- sögðu standa vörð um öflugt sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyti á Íslandi, ekki síst í miðju ESB- ferlinu. Á leið inn í ráðherrabústað- inn svaraði ég spurningum frétta- manns um framangreint með því að vísa til þess að ég væri nýkominn úr langri ferð um gossvæðið undir Eyjafjöllum og lýsti þeim aðstæðum sem þar blöstu við. Að Heimalandi Við Atli Gíslason, formaður land- búnaðarnefndar og þingmaður Suð- urkjördæmis, lögðum í austurátt í bítið á sunnudagsmorgun. Þetta var reyndar þriðja ferð mín á hamfara- svæðið í vor. Heimsótt var félags- heimilið Heimaland en þar hittast íbúarnir undir Eyjafjöllum um há- degisbil á hverjum degi til þess að ræða málin og styðja hver annan. Við greindum frá nýsettum reglum Bjargráðasjóðs um aðstoð á svæð- inu og hugmyndum um breytingar á búvörulögum sem eiga að koma til móts við bændur sem gætu þurft að flytja bústofn sinn og framleiðslu tímabundið af jörðunum. Við hittum einnig séra Halldór Gunnarsson í Holti. Halldór lýsti fyrir okkur reynslu sinni af gosinu, samskiptum við fólkið í sveitinni og þeim ótrú- legu aðstæðum sem það býr við flesta daga. Halldór er á sjötugasta ári og því á síðasta ári sínu í starfi. Hann sagði okkur hvað sér þætti vænt um hvað fólk tæki sér vel og að sér sýndist sem hann gæti enn hjálpað og lagt fólki lið. Jökulhlaup Svaðbælisár Að þessu loknu var haldið að Önund- arhorni og hjónin þar heimsótt. Þau hafa nú að mestu lokið hreins- un túna en Svaðbælisá flæddi yfir þau og skildi eftir mikinn jök- ulleir. Öskufok var og stöðugar ógnvekjandi drunur heyrðust úr fjallinu og þær heyrast ekki aðeins á daginn. Þau sögðu kýrnar láta sér þetta lynda en hundunum liði illa. Engin skepna er sett út, heldur gef- ið inni. Framtíð búskapar á þessu ári ræðst af því hvort öskufallið heldur áfram. Fólkið á Önund- arhorni er skuldsett líkt og margir aðrir landsmenn. Mikilvægt er því að bankarnir taki fullt tillit til stöðu bænda á gossvæðinu og gangi fram af varfærni. Sauðburður og engin skepna má fara út Næst fórum við að Hrútafelli en þar var aska að falla eins og annars staðar. Þar var heimilisfólk að störf- um í fjárhúsunum, sauðburður haf- inn og allt rými smátt og smátt að fyllast. Ekki var hægt að setja lambfé út þar sem aska fellur nán- ast stöðugt í einhverjum mæli en á bænum eru 200 kindur. Ég var sjálfur sauðfjárbóndi um árabil í Bjarnarhöfn og get hreinlega ekki séð það fyrir mér hvernig ég hefði getað bjargað mér í sauðburði án þess að koma bornu ánum út. Hundraða hektara kornrækt Á bænum Drangshlíð 2 hefur ver- ið ein umfangsmesta kornrækt á Ís- landi. Nú þegar er búið að sá í 50 ha en óvíst um framhaldið. Í fyrra var sáð þarna í yfir 100 ha og hug- myndir voru um enn meiri ræktun í ár. Miklar vonir hafa verið bundnar við kornræktina og hefur hún geng- ið afar vel undanfarin ár. Við hittum bændur þar og ræddum ræktun á sáðkorni og brauðbyggi sem vakið hefur miklar vonir. Enginn uppgjaf- artónn var í þessu fólki sem virtist þó gera sér grein fyrir því að það fengi e.t.v. ekki miklu ráðið um hvernig nánasta framtíð yrði. Bærinn Þorvaldseyri hafði að mestu sloppið við öskufall þennan daginn og grænt grasið var sem betur fer farið að láta sjá sig á tún- um í gegnum öskuskjöldinn. Far- vegur Svaðbælisár er mikið áhyggjuefni eftir að hann fylltist í jökulhlaupinu. Þar þarf að byggja nýja varnargarða og skapa ánni meira rými. Á bænum Raufarfelli er verið að skipuleggja flutning á bústofni á bæi utan öskusvæðisins og fjöl- skyldan býr sig undir að gera hlé á búskap í 1-2 ár en hefja hann aftur þegar ástand batnar. Engin svart- sýni var þar á bæ heldur litið raun- sætt á málin. Það rigndi sandi Að lokum litum við heim að bæn- um Seljavöllum. Þar er ágætt kúabú. Þegar við stigum út úr bíln- um rigndi þéttri dökkri ösku yfir okkur. Þar hafði verið viðvarandi öskufall og allt bókstaflega þakið svartri ösku. Yfir kaffibolla og góð- gæti var rætt um nýjar reglur Bjargráðasjóðs og hvernig tekið yrði á málunum. Húsfreyja spurði, og kom ekki á óvart, hvort ekki væri komið að því að sum þessi verst förnu svæði yrðu metin óheilsu- samleg fyrir menn. „Hver tekur ákvörðun um að okkur beri að flytja á brott?“ spurði hún. Með þjóðina að baki sér Með þessari stuttu frásögn vildi ég segja ykkur frá því sem mér var efst í huga er ég mætti á ríkisstjórn- arfund sunnudagskvöldið 9. maí, kominn beint úr öskustróknum und- ir Eyjafjöllum.Og enn rignir ösku á áhrifasvæði gossins. Minn hugur stendur með því dugmikla fólki sem þarna tekst á við óblíð náttúruöflin. Eftir Jón Bjarnason » Og enn rignir ösku á áhrifasvæði gossins. Minn hugur stendur með því dugmikla fólki sem þarna tekst á við óblíð náttúruöflin. Jón Bjarnason Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í öskuregni undir Eyjafjöllum Það er ekki fyrr en rannsóknir sérstaks saksóknara, eftirlits- aðila og skattyfirvalda eru loks farnar að bera ávöxt að okkar (fyrr- um) ástkæru, ungu auðkýfingar uppgötva loks hvað þeir eru leið- ir yfir kreppunni. Björgólfur Thor Björgólfsson getur „ekki varist sjálfsásökunum“ og biðst „afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættu- merkjum sem hrönnuðust upp“. Jón Ásgeir Jóhannesson segir okkur að hann geti ekki „með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra“. Það er afar erfitt að taka þessar ræður alvarlega. Í fyrsta lagi virðast afsakanirnar ekki mjög einlægar; það er eins og höfundarnir hafi ein- faldlega fyllt út eyðublöð úr ein- hverri almannatengslabók um op- inberar afsökunarbeiðnir. Ég fæ ekki einu sinni séð hvernig bréf Björgólfs Thors getur flokkast undir afsökunarbeiðni, þar sem hann tekur ekki ábyrgð á nokkurri einustu aðgerð eða aðgerðaleysi. Hann virð- ist vera að segja að honum þyki leitt að allt fjandans efnahagslífið var í rugli og hafi því hrunið þegar á reyndi. Jón Ásgeir a.m.k. viðurkennir að hafa gert einhver mistök (þótt hann að sjálfsögðu bendi á að hið sama hafi allir aðrir gert). Ég get ekki að því gert en mér virðast þessi bréf vera upphafið á almannatengslaherferð à la Tiger Woods í þeim tilgangi að vernda það sem eftir er af við- skiptaveldum þeirra, fremur en að sýna einlæga þrá eftir persónulegri endurlausn. Ef þessir tveir – sem alls staðar voru í innsta koppi, í öllum við- skiptum sem máli skiptu – eru ein- lægir í iðrun sinni, hvers vegna tók það þá allan þennan tíma að deila henni með okkur opinberlega? Hvers vegna hafa þeir ekki greint nákvæm- lega frá öllum vafasömum við- skiptum sem þeir tóku þátt í? Hvers vegna halda þeir áfram að álíta að nærvera þeirra í stjórnum fyrirtækja sé nauðsynleg? Hvers vegna flúðu þeir land? Ég trúi staðfastlega á að gefa fólki tækifæri til að bæta sig. Það væri yndislegt að sjá þjóðina loks synda upp úr ásakanaflóðinu sem hefur kaffært fjöl- miðla og alla umræðu síðan í október 2008. Samt sem áður er það ljóst að farsælt þjóðfélag verður ekki endurbyggt án rétt- lætis – og réttlæti í þessu tilviki felur óhjá- kvæmilega í sér að nauðsynlegt er að fjarlægja pólitíska og fjárhagslega stjórnartauma úr höndum þeirra sem sýnt hafa og sannað að þeim er ekki treystandi fyrir þeim. Bæði Björgólfur Thor og Jón Ás- geir rekja kreppuna til auðvelds að- gangs að lánsfé og lélegs eftirlits, en þetta er léleg afsökun og tilraun til að yfirfæra sökina á „óviðráðanleg öfl“. Rannsóknarskýrsla Alþingis er full af dæmum sem sýna að þessir tveir og félagar þeirra leituðust af hörku við að auka völd sín og auð með að- ferðum sem augljóslega voru ósæmi- legar, ef ekki ólöglegar. En jafnvel þótt við tryðum stað- hæfingum þeirra um að þeir hafi allt- af haft hagsmuni þjóðarinnar að leið- arljósi og að kreppan sé einungis afleiðing af einföldum trassaskap ættum við samt sem áður í framtíð- inni að útiloka þá frá ákvörðunum sem hafa afleiðingar fyrir fleiri en nánustu fjölskyldur þeirra. Svo ég noti tilvitnun úr amerískum poppkúltúr – sem útrásarvíkingarnir eru sennilega betur kunnugir en Hávamálum og Íslendingasögum – nánar tiltekið Spiderman: „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Björgólfur Thor, Jón Ásgeir og fleiri náðu miklu valdi, en sýndu hvorki ábyrgð né ráð- vendni við beitingu þess. Þeir eiga ekki skilið að fá annað tækifæri. Til þess er of mikið í húfi. Eftir Írisi Erlingsdóttur »Nauðsynlegt er að fjarlægja pólitíska og fjárhagslega stjórn- artauma úr höndum þeirra sem sýnt hafa og sannað að þeim er ekki treystandi fyrir þeim. Íris Erlingsdóttir Höfundur er fjölmiðlafræðingur. Afsakanir og réttlæti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.