Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 31

Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 31
Umræðan 31KOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Starfsemi á árinu 2009 Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2009 2008 Samtals Samtals Iðgjöld 174 159 Lífeyrir -198 -180 Fjárfestingartekjur 389 48 Fjárfestingargjöld -3 -3 Rekstrarkostnaður -20 -11 Aðrar tekjur 24 14 Hækkun á hreinni eign á árinu 365 28 Hrein eign frá fyrra ári 2 437 2 505 Hrein eign til greiðslu lífeyris 2 801 2 533 Efnahagsreikningur 2009 2008 Fasteign, rekstrafjármunir og aðrar eignir 11 17 Verðbréf með breytilegum tekjum 1 306 1 067 Verðbréf með föstum tekjum 1 151 634 Veðlán 161 123 Bankainnistæður 208 621 Kröfur 1 1 Aðrar eignir Skuldir -35 -27 Hrein eign til greiðslu lífeyris 2 801 2 437 Kennitölur 2009 2008 Nafn ávöxtun Hrein raunávöxtun 6.8% -15.7% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 2.3% 2.0% Fjöldi sjóðfélaga 146 155 Fjöldi lífeyrisþega 225 224 Rekstrarkostnaður í % af eignum Eignir í íslenskum krónum í % 66.6% 64.8% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 33.4% 35.2% Eign umfram heildar skuldbindingar í % -59.9% -60.6% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -59.6% -60.5% Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2010, verður haldinn mánudaginn 14. júní nk. kl. 16.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Hlynur Jónsson, stjórnarformaður, Guðríður Arnardóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Guðrún Pálsdóttir og Ragnar Snorri Magnússon. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga Sigtúni 42, 108 Reykjavík Sími 570 0400 www.lss.is Allar fjárhæðir í milljónum króna Ársfundur 2010 Birt með fyrirvara um prentvillur. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og mörg krefjandi verk- efni bíða nýrra bæj- arstjórna í erfiðu árferði. Seltjarnarnesbæ hefur tekist að koma til móts við þarfir íbúa með góðri þjónustu og sann- gjörnum álögum á sl. ár- um. Nesið er því eft- irsóknarvert samfélag með fjölþætta þjónustu og litlar skuldir og hefur jafnframt alla þá kosti sem þarf til að vera áfram í fremstu röð sveitarfé- laga á Íslandi og viðhalda þeim lífsgæðum sem fyrir eru. Það hefur ávallt verið stefna Seltjarnarnes- bæjar að hlúa vel að fjöl- skyldunni, einni mik- ilvægustu grunneiningu hvers sveitarfélags. Góð aðstaða barna og ung- menna til náms, tómstunda og íþrótta, þar sem þeim er tryggt öruggt umhverfi, er afar mikilvæg fyrir foreldra þegar kemur að því að velja sér ákjósanlegan stað til að ala upp börn, sem skapar þeim stöðugt og uppbyggilegt umhverfi og vil ég því benda á Seltjarnarnes í því sam- hengi. Gott samstarf leik-, grunn- og tón- listarskóla á Seltjarnarnesi við íþróttafélagið Gróttu hefur tryggt að skóladagur yngri barnanna er sam- felldur, m.ö.o. að nemendur geta lok- ið íþróttaæfingum og tónlistarnámi fyrir lok hefðbundins vinnudags for- eldra. Þetta skipulag eykur lífsgæði fjölskyldunnar og gerir börnum og foreldrum kleift að verja meiri tíma saman. Seltjarnarnesbær býður jafn- framt upp á góða skóla, öflugt fé- lagslíf og góða aðstöðu til íþrótta og heilsuræktar. Sjálfstæðismenn hafa á undanförnum árum eflt íþrótta- starf til muna og bætt verulega að- stöðu til íþróttaiðkunar á Seltjarn- arnesi með uppbyggingu öflugra íþróttamannvirkja. Kröftugt æskulýðs- og íþrótta- starf er markmið sem flest sveitar- félög keppa að, enda er slík starf- semi ein besta forvörnin fyrir börn og ungmenni. Markmiðið hefur verið að gera aðstöðu til almennrar heilsu- ræktar og íþrótta- og tómstunda- starfa enn betri, með því besta sem gerist á landsvísu. Í bænum starfar öflugt íþróttafélag og fjölmennur golfklúbbur, sem eru bænum mikil lyftistöng. Aðstaða til útvistar og heilsueflingar hefur verið bætt til muna með skipulögðum útvistar- svæðum. Í félagsmiðstöðinni og kirkjunni er unnið að uppbyggjandi tóm- stunda- og æskulýðsstarfi með börn- um og ungmennum í góðri samvinnu við skólana og með stuðningi bæj- arins. Ég vil að lokum hvetja ungt fjöl- skyldufólk til að kynna sér vel alla þá kosti sem Nesið hefur upp á að bjóða, nærsamfélagið og jafnframt þá þjónustu sem í boði fyrir Seltirn- inga, unga sem aldna. Seltjarnarnesbær – Eftirsóknarvert sveitarfélag Eftir Lárus B. Lár- usson Lárus B. Lárusson Höfundur er bæjarfulltrúi og formað- ur íþrótta- og tómstundaráðs Sel- tjarnarness. Samgöngunefnd Al- þingis hefur sent út til umsagnar tillögu að fjögurra ára samgöngu- áætlun fyrir árin 2009- 2012. Í tillögunni eru út- listuð áform stjórnvalda til uppbyggingar í þess- um málaflokki fyrir áð- urnefnt tímabil. Sá er þetta ritar hefur sem bæjarfulltrúi í Garðabæ skrifað reglulega greinar um sér- stöðu Garðabæjar varðandi þær stóru umferðaræðar, Reykjanes- braut og Hafnarfjarðarveg, sem kljúfa bæinn okkar og þau vandamál sem af því hafa skapast. Jákvæðar breytingar áttu sér stað í umferðarmálum með tilkomu Reykjanesbrautar. Þær lausnir sem þar voru settar fram fengust ekki fram átakalaust en ég held að flestir hlutaðeigendur séu sáttir í dag. Engar lagfæringar eða breytingar hafa hins vegar verið gerðar á Hafn- arfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Mikið ófremdarástand hefur skapast á álagstímum fyrir íbúa í Ása-, Grunda- og Sjálandshverfi í biðtíma við umferðarljós. Garðabær hefur sett þau markmið í aðalskipulag sitt að Hafnarfjarðarvegur verði settur í stokk við álagssvæði í Garðabæ. Það skal við- urkennt að ástandið í rík- isfjármálum gerir þau markmið frekar háleit. Í tillögu að samgöngu- áætlun sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir 400 milljóna króna fjár- veitingu í endurbætur á gatnamótunum. Vænt- anlega með fjölgun ak- reina yfir vegamótin. Þakka ber fyrir hvert það framlag sem fæst til end- urbóta á þessum gatnamótum. Hins vegar er ljóst að þetta fé hrekkur hvergi nærri til að setja Hafn- arfjarðarveg til samræmis við áform Garðabæjar í aðalskipulagi. Fyr- irliggjandi er frumhönnun að mis- lægum gatnamótum sem yrðu fyrsti áfangi í framtíðar stokkalausn gatnamóta Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar. Vonandi tekst okkur að fá endurbætur fram með þeim hætti að ásættanlegt sé til lengri tíma litið. Ég hvet því alþing- ismenn okkar, samgönguyfirvöld og samgönguráðherra til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka enn frekar fjárframlög til þessarar framkvæmdar til lausnar vandans. Úrbóta er þörf á Hafnarfjarðarvegi Eftir Stefán Snæ Konráðsson Stefán Snær Konráðsson Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skipulagsnefndar. Í nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er m.a. talað um að foringjaeinræði hafi ríkt í íslenskum stjórn- málum undanfarna ára- tugi. Hið sama gildir um bæjarstjórn Reykjanes- bæjar hin síðari misseri. Bæjarstjórnin þarf að taka upp ný vinnubrögð með áherslu á samvinnu og lýðræði. Slík vinnubrögð viljum við framsóknarmenn innleiða og standa fyrir í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar, enda ekki van- þörf á. Við trúum því að þannig megi ná mun meiri sátt um þau verkefni og aðgerðir sem bæjaryf- irvöld ráðast í hverju sinni. Ákvarðanataka verður markvissari og ekki verður ráðist í verkefni af fljót- færni sem kosta illa stadd- an bæjarsjóð peninga, sem ekki er innistæða fyrir. Lýðræði í bæjarstjórn! XB! Lýðræði í bæjarstjórn, ekki foringjaeinræði Eftir Eyrúnu Jönu Sigurðardóttur Eyrún Jana Sigurðardóttir Höfundur er viðskiptafræðingur, MA í mannauðsstjórnun og skipar 3. sæti Framsóknar í Reykjanesbæ. Kosningar 2010 w w w . m b l . i s / k o s n i n g a r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.