Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 ✝ Sólveig Ólafs-dóttir fæddist í Fagradal í Mýrdal 19. júní 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Sól- völlum á Eyrarbakka 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jak- obsson, f. 3. mars 1895 í Skammadal í Mýrdal, d. 18. júlí 1985 á Sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum, og Sig- rún Guðmundsdóttir, f. 29. október 1894 í Heiðarseli á Síðu, d. 26. febrúar 1997 á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal. Ólafur og Sigrún hófu búskap sinn í Fagradal en fluttust til Víkur 1960. Sólveig átti sjö systkini: Magnús Jón, f. 23.2. 1916, Guðríður, f. 21.10 1919, d. 21.10 1984, Kjartan, f. 22.3. 1921, d. 9.11. 1922, Guðfinna Kjartanía, f. 16.9. 1923, Jakob, f. 25.11. 1924, d. 9.5. 1926, Jakob, f. 2.10. 1928 og Óskar Hafsteinn, f. 23.9. 1931. 18. maí 1939 giftist Sólveig Sigursveini Sveinssyni, f. 23.2. 1904 frá Ásum í 1984, sambýlismaður Ágúst Krist- jánsson, f. 7.4. 1977, 5) Sigurður, f. 3.5. 1953, maki Kristín Sigurmars- dóttir, f. 28.01. 1951, synir: a) Ár- mann Ingi, f. 23.12. 1976, b) Sig- ursveinn Már, f. 15.2. 1980, sambýliskona Þórunn Sif Ólafs- dóttir, f. 9.3. 1984, sonur Sigurður Logi, f. 19.8. 2006, c) Jóhann Ólaf- ur, f. 21.8.1986, sambýliskona Hrafnhildur Magnúsdóttir, f. 22.2. 1988, 6) Runólfur, f. 3.5. 1953, maki Ragnheiður Thorlacius, f. 3.8. 1954, dætur Jóhanna, f. 25.9. 1991 og Guðrún, f. 2.9. 1994, dóttir Ragn- heiðar frá fyrra hjónabandi Dagný Jónasdóttir, f. 26.10. 1974. – Bræð- urnir fjórir búa allir á Selfossi en Jóhanna er búsett í Þýskalandi. Sólveig var virkur félagsmaður í Kvenfélaginu Ljósbrá í Hvamms- hreppi, formaður þess og síðar heiðursfélagi. Hún var hann- yrðakona og prjónaði mikið allt fram á þetta ár. Hún naut þess að ferðast og heimsótti t.d. oft dóttur sína og tengdason í Þýskalandi, og hélt upp á níræðisafmæli sitt í Aust- urríki í faðmi fjölskyldunnar fyrir tæpum tveimur árum. Útför Sólveigar fer fram frá Reyniskirkju í dag, laugardaginn 15. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Skaftártungu en þá til heimilis á Norður- Fossi í Mýrdal. Fyrstu árin bjuggu þau á Norður-Fossi ásamt foreldrum Sig- ursveins en tóku við búinu 1942. Frá 1969 bjuggu þau félagsbúi með Ólafi syni sínum en eftir að Sig- ursveinn lést 1980 bjuggu þau Sólveig og Ólafur félagsbúi á Norður-Fossi til 2002 þegar þau fluttu út á Selfoss. Sólveig bjó þar á Hlaðavöll- um 10a í skjóli Sigurðar sonar síns og Kristínar konu hans til 2008 þegar hún flutti á Dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Börn þeirra Sólveigar og Sigursveins eru: 1) Ólafur, f. 20.3. 1940, sambýliskona Ólöf Karlsdóttir, f. 17.6. 1943, 2) drengur, f. 28.12. 1941, d. sama dag, 3) Jóhanna, f. 18. 7. 1943, maki Ólafur Þorsteinn Jónsson, f. 5.3. 1936, 4) Sveinn, f. 23.3. 1951, dóttir hans og Svanhvítar Hermannsdótt- ur, f. 11.10. 1955, Sólveig, f. 10.8. Elskuleg tengdamóðir mín er látin og margs er að minnast. Ekki get ég sagt annað en að það hafi verið smá kvíði í mér þegar ég kom að Norður- Fossi í Mýrdal á vordögum 1976 og hitti tilvonandi tengdaforeldra mína í fyrsta skipti en ekki þurfti ég að hafa áhyggjur lengi því mér var tek- ið opnum örmum og fannst mér ég vera ein af fjölskyldunni upp frá því. Þrátt fyrir að við Sigurður byggjum fyrstu búskaparárin okkar á Vest- fjörðum og síðar í Kanada aftraði það ekki Sólveigu frá að heimsækja okkur og barnabörnin sín og þótti það með eindæmum að hún skyldi leggja í svo langt ferðalag. Eftir að við fluttum á Selfoss urðu ferðirnar í sveitina til ömmu og Óla frænda tíð- ari og var alltaf tekið á móti okkur með kræsingum, bestu flatkökum í heimi með hangikjöti og kleinum fyr- ir utan annað góðgæti. Eftir að hún og Óli brugðu búi flutti hún í nýja íbúð í garðinum hjá okkur þar til hún flutti á dvalarheimilið Sólvelli og var það henni eflaust erfitt að flytja á mölina eftir að hafa búið alla sína tíð í sveit, en alltaf sagði hún að sér liði vel í litlu íbúðinni sinni. Hún varð langamma fyrir tæpum fjórum árum og var Sigurður Logi sólargeislinn hennar og fylgdist hún vel með hon- um og hans velferð. Sólveig var mikil prjónakona og prjónaði hún nærri fram á síðasta dag og eru fáir ef ein- hverjir innan fjölskyldunnar sem ekki eiga fallegu vettlingana hennar. Hún hafði mjög gaman af því að ferðast og eru margar ferðirnar sem við höfum farið í saman, bæði hér innanlands og erlendis og þakka ég henni fyrir frábæra samveru; sú síð- asta var farin fyrir tæpum tveimur árum þegar haldið var upp á níutíu ára afmælið hennar í Austurríki. Þakka þér fyrir alla þá ást og um- hyggju sem þú hefur sýnt mér og minni fjölskyldu alla tíð og hef ég reynt að hafa þig sem fyrirmynd gagnvart mínum tengdadætrum. Blessuð sé minning Sólveigar Ólafs- dóttur. Kristín Sigurmarsdóttir. Vorið er komið og grundirnar gróa eins og segir í laginu, vorið var besti tími ársins á mínum yngri árum. Það að vorið væri komið þýddi það að það var stutt í að komast í sveitina eftir að hafa verið allan veturinn í skóla, eins var það alltaf skrýtið að þurfa að fara aftur í skólann þegar haustlit- irnir komu. Finna lyktina af grasinu og heyra fuglakvakið. Fylgjast með lömbunum og hleypa kúnum út. All- ar þessar minningar spruttu fram síðustu dagana sem þú lifðir. Það voru algjör forréttindi að fá að vera hjá þér og Óla frænda öll þessi sum- ur. Fá að koma strax á vorin og fara helst ekki fyrr en daginn áður en skólinn byrjaði. Fá að upplifa tengsl- in sem verða milli dýra og manna, fá að reka kýrnar hvort sem það var sól eða rigning. Verða þreyttur á kvöld- in eftir að hafa unnið allan daginn. Fá að taka þátt í heyskapnum. Fá að gera það sem gera þurfti í sveitinni. Fá að kynnast öllum frændunum og frænkunum sem komu alltaf í heim- sókn. Fá að vera öll þessi sumur hjá þér í fallegustu sveit landsins. Fá að kynnast þér svona vel. Fyrir allt þetta og svo margt margt fleira þakkar maður í dag þegar síðustu sporin verða gengin með þér í Mýr- dalnum sem þú unnir svo heitt. Eftir öll sumrin í sveitinni þegar næsti kafli í lífinu tók við var ómetanlegt að geta alltaf farið í sveitina til þín, allt- af voru til kleinur og oftar en ekki pönnukökur. Ekki skipti máli hversu margir voru með, hvort sem ég var einn á ferð eða með 20 skátum í hóp. Það skipti ekki máli, alltaf var öllum boðið í kaffi og kleinur. Síðan þegar þú fluttir á Selfossi var þetta allt eins, bara í staðinn fyrir að keyra austur þá varstu bara í næsta húsi. Kleinurnar alltaf góðar og prjóna- skapurinn var ótrúlegur. Það voru ekki allir sem trúðu því að kona á þínum aldri gæti prjónað svona fín- gert. Flestum sem þekktu þig kom það ekkert á óvart, þótt árin væru farin að telja var eins og það lögmál gilti ekki um þig. Komst með okkur mörgum til Þýskalands til að halda upp á 90 ára afmælið þitt, þótt heyrnin væri aðeins farin að dala var ekki hægt að sjá að þú værir að verða 90 ára. Það var því erfitt að fylgjast með því þessa síðustu mánuði hvern- ig heilsan var farin að versna hjá þér. Það var kannski síðasta kvöldið sem ég var hjá þér sem ég áttaði mig á því að þú varst eins og við hin, eig- um bara okkar tíma. Það var erfitt að kyssa þig á ennið og segja bless, sporin út voru þung. Elsku amma, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, takk fyrir allt, ég sakna þín. Ármann. Það eru margar minningar sem maður á um eina bestu manneskju sem ég hef kynnst, hana ömmu mína. Það var alltaf jafn gaman að fara í sveitina til hennar og Óla enda var alltaf tekið á móti manni með því- líkum kræsingum, hún var alltaf bú- in að fylla frystinn af allskonar gerð- um af ís, baka kleinur, flatkökur og jafnvel pönnukökur. Því má fullyrða að það sé henni að þakka hversu mik- ill ísgæðingur ég er. Hún var einnig dugleg við það að lauma að mér smápeningi fyrir að reka eða sækja beljurnar upp á tún enda vissi hún alltaf hversu skemmtilegt mér fannst það. Það var einmitt í einni slíkri ferð sem eitt mjög minnisstætt atvik gerðist. Til að gera langa sögu stutta var ég að sækja beljurnar í grenjandi rign- ingu, sem var venjulega ekkert mál, þegar tvær af þeim voru ekki alveg á þeim buxunum að hlýða og fylgja hinum. Þegar ég reyndi að koma þeim af stað ákvað önnur þeirra, Kráka, að reyna að elta mig uppi þannig að ég tók á rás, í stígvélum, og flaug yfir túnið og yfir gaddavírs- girðinguna, en þegar ég var kominn yfir hana sá ég Óla koma skellihlæj- andi til mín, hef ekki séð aðra mann- eskju hlæja jafn mikið. Stuttu seinna heyrðust síðan skammirnar frá ömmu þar sem hún stóð fyrir framan gamla fjósið og var ekki alls kostar sátt með að sonur hennar væri að hlæja svona að barnabarni hennar. Ekki man ég nægilega vel hvernig Óli tók skömmunum en hann hefur án efa hugsað sig tvisvar um áður en hann stríddi mér aftur. Það sem ég á eftir að sakna mest er þegar hún tók utan um aðra hönd- ina á mér með báðum sínum og strauk hana en þá fann maður frá þeim alla hlýjuna sem hún hafði að geyma. Hún var svo góð og frábær, tók alltaf svo vel á móti vinum mín- um þegar þeir komu með mér í sveit- ina og er ég viss um að þeir eiga að- eins góðar minningar um hana. Ég kveð þig með miklum söknuði, elsku amma mín, en á sama tíma gleðst ég yfir öllum þeim stundum sem við áttum saman, ég mun aldrei gleyma þeim. Veit að þú munt ávallt vaka yfir mér. Bið að heilsa afa. Þinn, Jóhann Ólafur Sigurðsson. Það var fremur óvænt en afskap- lega mikill happafengur þegar börn okkar systkina eignuðust allt í einu afa og langömmu fyrir u.þ.b. 10 ár- um. Það voru mæðginin á Norður- Fossi í Mýrdal, Ólafur og Sólveig sem komu þá inn í líf okkar. Móðir okkar hafði þá verið ekkja um margra ára skeið, en kynntist honum Óla sínum, sem þá bjó með móður sinni Sólveigu, að Norður-Fossi. Og það var þar sem við hittum hana fyrst og nutum frá fyrstu fundum einstakrar elsku og umhyggjusemi þessarar alls óskyldu konu. Breyt- ingar á högum mömmu og Óla höfðu heilmikil áhrif á líf okkar allra en víst er að mest voru áhrifin og umskiptin á Fossi. Það er í raun makalaust hvernig Sólveig, þá á níræðisaldri, tók þessum þáttaskilum. Hvernig hún á svo óeigingjarnan hátt gaf okkur af sjálfri sér, sagði okkur sög- ur, fræddi börnin um lífið í sveitinni, umvafði þau frá fyrsta degi eins og þau væru hennar eigin afkomendur. Þetta fáum við aldrei fullþakkað. Við þökkuðum henni örugglega heldur aldrei nógu vel fyrir kaffisopa og jólaköku, hveitikökurnar hennar gómsætu eða óteljandi vettlingapör sem hún prjónaði af einstöku list- fengi handa okkur, börnunum okkar og vinum okkar og vandamönnum. Einhver þeirra verða nú tekin úr umferð, þvegin og geymd til minn- ingar um einstaka handverkskonu sem hafði yndi af því að gleðja aðra með verkum sínum. Fjölskyldan var Sólveigu allt. Börnin hennar, tengdabörnin og barnabörnin voru fólkið sem hún vildi helst hafa nærri sér og það var hennar lán að alltaf var eitthvert þeirra innan seilingar. Að upplifa samband hennar við af- komendur sína var lærdómsríkt og gefandi. Virðing og kærleikur var gagnkvæmur og fölskvalaus. Við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af lífi þessarar góðu konu á seinni árum, þakklát fyrir gleðiríkar samverustundir og endalausa góð- vild í okkar garð frá fyrstu tíð. Guð blessi minningu Sólveigar Ólafsdótt- ur. Sigþrúður, Valgeir, Hrund og fjölskyldur. Í dag er kvödd kær vinkona mín, Sólveig Ólafsdóttir á Norður-Fossi, 91 árs að aldri. Þessi einstaka kona átti svo mikla hlýju og þægilega nær- veru að hún mun aldrei hverfa mér úr minni. Hlýtt viðmót og móttök- urnar sem ég fékk fyrir átján árum þegar ég kom að Norður-Fossi sem kaupakona gleymast seint. Runólfur sonur hennar og kennari minn á Hvanneyri sendi mig í vinnu- mennsku til Ólafs bróður síns og móður. Þau vináttubönd sem þá voru tengd hafa ekki slitnað síðan og hef- ur fjölskylda Sólveigar verið nálægt mér síðan. Skemmtilegt var að spjalla við Sólveigu því bæði var hún fróð um ýmis málefni og fylgdist vel með því sem var að gerast. Hún kenndi mér að aldur er mjög afstæð- ur. „Þú ert ekkert eldri en hugurinn segir til um,“ sagði hún oft enda allt- af ung í anda. Hún var fyrst í fjósið á morgnana og regla var á öllum hlut- um, kaffið var svo komið á borðið þegar við Óli komum inn úr fjósi og gott spjall eftir morgunkaffi eða kvöldmjaltir gaf mér gott veganesti út í lífið. Eftir að hún flutti á Selfoss, kíkti ég stundum við hjá henni og var hún jafnan þakklát fyrir innlitið og sjaldnast fór maður tómhentur það- an, ef það voru ekki vettlingar á börnin eða mig, þá voru það kleinur eða flatkökur og stundum allt þetta. Börnin mín hændust að Sólveigu enda tók hún þeim opnum örmum. Örlæti og gestrisni voru hennar að- alsmerki. Það eru margar góðar minningar sem ég á um þessa ynd- islegu konu. Ég vil fyrir hönd fjöl- skyldu minnar senda aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Helga Sigurðardóttir. Sólveig Ólafsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3 Hafnarfirði, Sími: 822 4774 legsteinar@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.