Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ásdís Hland og aska er hent í graut, hreint fer verst á drósum, innst í kirkju oft er naut, en ölturu sjást í fjósum. Hér er mælt í huldum stað hróðrar versið skráða, þó lýðir dæmi lygi það, læt eg fólkið ráða. Úr bókinni Öfugmælavísur: Eignaðar Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi. Helgafell, Reykjavík 1946. Öfugmælavísur Innst í kirkju oft er naut Í stúkunni Blaðamaður, ekki rauðklæddur, fagnar á fremsta bekk með hörðustu stuðningsmönnum Hauka. jibbí! Ég missti líka af því en í þetta skiptið var ég fljótari að átta mig og stóð upp nokkurn veginn samtíða hinum í stúkunni og fagnaði með KR-ingum, 2-0. Gaurinn við hliðina á mér sagði við vin sinn að þetta færi örugglega 3-0 og fannst mér það ekk- ert ólíklegt m.v. þær upplýsingar sem ég fékk um liðin fyrir leik. Þá var að bíða eftir að fyrri hálf- leikurinn kláraðist. Hvað er málið með að hafa fótboltaleik tvisvar 45 mínútur, væri hálftími ekki nóg? Ég var svolítið spennt að sjá hvað fólk gerir í hléi á fótboltaleik en varð síð- an bara fyrir vonbrigðum. Þetta var eins og hlé í bíó, fólk spjallaði saman, fór í sjoppuna og á klósettið. Ég sá engin slagsmál. Hávaði í hásætinu Eftir hlé skipti ég um stað í stúkunni og stillti mér upp Hauka- megin. Ég ákvað að taka síðari hlut- ann með trompi, fá fótboltaleikinn beint í æð, og tróð mér á fremsta bekk í miðjan stuðningsmannahóp Hauka. Þar tóku ungir drengir mér vel og lofuðu að fræða mig um það sem gerðist í leiknum. Rétt áður en flautað var til síð- ari hálfleiks spurði ég sessunaut minn hvort hann byggist við að hans menn skoruðu og hann svaraði: „Nei eiginlega ekki.“ Hann bjóst heldur ekki við að KR-menn bættu við marki og fór ég þá að kvíða daufum og langdregnum leik. En það var engu að kvíða, síðari hálfleikurinn var ansi fjörugur. Að sitja í miðjum stuðnings- mannahópi er ekki fyrir þá sem er annt um heyrnina, strákarnir í kring- um mig voru með kúabjöllur sem þeir slógu í með trommukjuðum, öfl- ugar járnhristur og tréspaða sem þeir slógu saman. Svo voru radd- böndin þanin, liðið hvatt áfram. Ég gat ekki setið í besta stuðnings- mannasætinu án þess að taka þátt í öllum hávaðanum, af hófi þó öskraði ég: „Áfram Haukar“ og klappaði með. Lítið gerðist í leiknum, í eitt skipti varð allt í einu uppnám í áhorf- endahópnum í kringum mig, strák- urinn við hliðina á mér sagði að það hefði verið hendi en dómarinn hefði ekki dæmt það. Þegar um hálftími var liðinn af síðari hálfleik skoruðu Haukar, öll- um að óvörum, og ég missti ekki af því. Fagnaðarlætin í Hauka-stúkunni voru innileg og brjáluð, ekki skánaði ástandið þegar Haukar skoruðu aft- ur eftir tíu mínútur, rétt fyrir leiks- lok. Það var hoppað, öskrað, tárast og klappað. Fólkið í stúkunni trúði varla eigin augum, liðið sem átti ekki að eiga möguleika í þessum leik var búið að jafna. Þrátt fyrir að hafa ekkert vit á fótbolta var nokkuð augljóst að KR var betur spilandi lið. En það skiptir engu máli þegar hitt liðið kemur boltanum einhvern veginn í markið, eins og Haukar gerðu. Þegar flautað var til leiksloka var eins og Íslandsmeistaratitillinn væri í höfn fyrir Hauka, það var vel fagnað bæði hjá leik- og stuðnings- mönnum á meðan KR-ingar gengu hljóðir af velli. Ég varð svo sam- dauna þessari stemningu í kringum mig að það tók góðan tíma fyrir mig að ná mér niður eftir leikinn, ég fór jafnvel að velta fyrir mér hvort lífið væri fótbolti! Þegar ég fór yfir leik- inn í huganum brá mér smá þegar ég fattaði að þessi úrslit gætu verið mér að kenna/þakka. Í fyrri hálfleik sat ég KR-megin og þá skoruðu þeir tvö mörk, í síðari hálfleik sat ég Hauka- megin og þá skoruðu þeir tvö mörk … svei mér þá ef ég var ekki bara einhvers konar (ó)lukkudýr leiksins! Hvað er málið með að hafa fótboltaleik tvisvar 45 mín- útur, væri hálftími ekki nóg? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 „Ég byrja daginn á því að grípa með mér kaffi latte, lík- lega á Te og kaffi, og held svo á Kaffi Sólon þar sem ég sé um PopUp-markað. Ég verð þar að setja upp frá kl. 10 til 12 og svo opnum við kl. 12. Ég verð á Sólon yfir daginn, ásamt mörgum góðum hönnuðum, að selja vörur úr lín- unni minni sem heitir Eight Of Hearts, en ég er með fylgi- hluti, töskur og slár. Klukkan 18 lokum við á Sólon og þá skelli ég mér heim í sparikjólinn, fyrir valinu verður svartur blúndukjóll sem ég festi kaup á í Rokki og rósum ásamt einhverjum guð- dómlegum fylgihlutum. Svo förum við, ég og kærastinn minn, Aaron Bullion, á Fiskmarkaðinn í sushi og eftirrétt. Við endum kvöldið á rauðvíni heima, þar sem við erum að fara að flytja í nýja íbúð á Laugavegi munum við vonandi pakka niður í nokkra kassa. Ef ég þekki okkur rétt endum við örugglega á því að spila plöturnar okkar, sem við eig- um að vera pakka niður, og endurupplifa minningar.“ Þórey Björk Halldórsdóttir hönnuður Hvað ætlar þú að gera í dag? PopUp-markaður og kveðjupartí Þórey Björk Á góðan dag í vændum. DAGUR UPPLÝSINGATÆKNINNAR 2010 Hvernig má standa að nýsköpun í opinberum rekstri og hverju getur hún skilað? Reynsla annarra þjóða, íslensk dæmi um nýja afurð, ný vinnubrögð og nýja mælikvarða Að ráðstefnunni standa Stofnun stjórnsýslufræða og Félag forstöðumanna ríkisstofnana ERINDI FLYTJA: Su Maddock, forstöðumaður The Whitehall Innovation Hub Ómar H. Kristmundsson, dósent í stjórnsýslufræðum við H.Í. Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell Sóley Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Vestfjarða um málefni fatlaðra Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SKY.IS SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SKY.IS HORFT TIL FRAMTÍÐAR Ráðstefna UT-dagsins 20. maí kl. 12:00 – 17:00 í Salnum Kópavogi Að ráðstefnunni standa forsætisráðuneytið, Skýrslutæknifélag Íslands, Samtök upplýsinga-tæknifyrirtækja, Stofnun stjórnsýslufræða og Félag forstöðumanna ríkisstofnana 12:00 13:00 13:15 13:35 13:55 14:15 14:30 14:50 15:10 16:00 17:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna Létt hádegissnarl frá kl. 12:00 - 13:00 Spjall með sérfræðingum – umræðuefni eru eftirfarandi: ÁVARP: KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR, iðnaðarráðherra ÚTFLUTNINGUR Á HUGBÚNAÐI Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, Björn H. Reynisson, verkefnisstjóri og Hermann Ottósson, forstöðumaður hjá Útflutningsráði SKATTALEGT UMHVERFI OG SJÓÐIR FYRIR UPPLÝSINGATÆKNI- OG NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKI Jón Ásgeir Tryggvason, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs, Elísabet Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs og Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri hjá Rannís RAFRÆNIR REIKNINGAR- STAÐLAR OG INNLEIÐING Ragnar T. Jónasson, formaður tækninefndar FUT um grunngerð rafrænna viðskipta og Baldur M. Bragason, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins RAFRÆN AUÐKENNING OG RAFRÆN EYÐUBLÖÐ Á ÍSLAND.IS Rebekka Rán Samper, verkefnisstjóri Ísland.is og Halla Björg Baldursdóttir, verkefnisstjóri í rafrænni stjórnsýslu í forsætisráðuneyti RAFRÆN SKILRÍKI – ÚTGÁFA OG NOTKUN Haraldur A. Bjarnason, sérfræðingur í fjármálaráðuneyti, Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans Helgi Helgason, rekstrarstjóri gagnavers Verne Global Magnús Ingi Óskarsson, Strategic Architect, Sabre Airline Solutions Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Manna og músa Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware BREYTINGAR Á SKIPULAGI UPPLÝSINGATÆKNI- OG UMBÓTAMÁLA HJÁ RÍKINU Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti SÓKNARÁÆTLUN 20/20 – FRAMTÍÐARSÝN UM TÆKNILEGA INNVIÐI SAMFÉLAGSINS Dagur B. Eggertsson, formaður stýrihóps 20/20 ÁRANGURSRÍKT SAMSTARF OPINBERRA AÐILA OG EINKAAÐILA - VIDENTIFIER FORENSICS Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu NETUMSÓKNARKERFI FYRIR ATVINNULEYSISBÆTUR - HVAÐA HINDRANIR ÞURFTI AÐ YFIRSTÍGA OG HVER VAR ÁVINNINGURINN? Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar KAFFI OG SPJALL MEÐ SÉRFRÆÐINGUM HVERNIG ER HÆGT AÐ BÚA Í HAGINN FYRIR VAXANDI UT-IÐNAÐ? Hilmar Pétursson, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og framkvæmdastjóri CCP VERÐMÆTASKÖPUN, ÚTFLUTNINGUR OG NÝ ATVINNUTÆKIFÆRI UPPLÝSINGATÆKNIVERÐLAUN SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS ÁVARP OG VERÐLAUNAAFHENDING: GYLFI MAGNÚSSON, efnahags- og viðskiptaráðherra LÉTTAR VEITINGAR RÁÐSTEFNUSLIT RÁÐSTEFNUSTJÓRI: Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti 20. MAÍ KL. 10:30 - 12:15 Í SALNUM KÓPAVOGI 20. MAÍ KL. 12:00 - 17:00 Í SALNUM KÓPAVOGI PO R T hö nn un
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.