Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 25
Selak fór á gamals aldri að gruna að hann væri með heppnari mönnum. Hann keypti lottómiða og vann 115 milljónir króna. Selak hefur síð- an komist að því að „peningar kaupa ekki hamingju“ og hefur gefið bróðurpartinn af fénu. Í fyrstu tilraun FREISTAÐI GÆFUNNAR Fréttir 25ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Vinsamlegast skráið þátttöku á arionbanki.is Arion banki býður þér á morgunfund um framtíð orkugeirans á Íslandi Er lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu vænlegur kostur? Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 20. maí í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19. Fundurinn stendur yfir frá kl. 8:15 - 10:00. Dagskrá: Alf Persson, framkvæmdastjóri ABB Svíþjóð: Tæknileg atriði varðandi lagningu sæstrengs Andreas Borsos, ráðgjafi ABB Svíþjóð: Hagkvæmnisathugun varðandi lagningu sæstrengs Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Breytingar á raforkumarkaði á Íslandi með og án lagningar sæstrengs Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka: Vaxtartækifæri í orkugeiranum Að lokinni dagskrá verða pallborðsumræður. Alf Persson, framkvæmdastjóri ABB í Svíþjóð Sigurður Arnalds, stjórnarformaður Mannvits Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 07:45. Vísindamenn og umhverfissam- tök bera nú brigður á þá staðhæfingu ol- íurisans BP að um 5.000 tunnur af olíu hafi lekið úr borholu í Mexíkóflóa dag hvern frá því að olíuborpallur félagsins sökk þar fyrir skömmu. Fjallað er um málið á vef New York Times en þar var haft eftir Ian R. MacDonald, vísindamanni við Florida State University, að rannsókn hans á gervihnatta- myndum bendi til að lekinn kunni að vera fjórum til fimm sinnum meiri. Tilraunir olíufélagsins til að stöðva lekann héldu áfram í gær en ef rétt reynist mun olíubrákin dreifa meira úr sér en óttast var. Telur mun meiri olíu hafa lekið í flóann BANDARÍKIN Ian R. MacDonald Ættingjum Króatans Frano Selak er orðið löngu ljóst að honum er ekki ætlað að farast af slysförum. Rifjum upp sögu hans. Það var árið 1962 sem Selak var á ferð í lest sem var á leið frá Sarajevó til hafnar- borgarinnar Dubrovnik þegar hún fór út af sporinu og steyptist í ískalda á. Sautján drukknuðu en Selak komst við illan leik upp á árbakkann, kalinn og handleggsbrotinn. Ári síðar valdi hann öruggasta ferðamát- ann, flugið, og vildi þá ekki betur til en svo að hurð opnaðist á flugi með þeim afleiðingum að hann sogaðist út. Nítján biðu bana en Se- lak lenti heilu og höldnu á heystakki. Þremur árum síðar, árið 1966, rann rúta sem hann var farþegi í stjórnlaus ofan í á. Fjórir drukknuðu í hildarleiknum en Selak slapp með skrámur og marbletti. Fjórða óhappið vildi svo þannig til að það kviknaði í bílnum hans þar sem hann var á ferð á hraðbraut. Selak nam staðar og hljóp frá bílnum nokkrum sekúndum áður en bensíntankurinn sprakk. Þremur árum síðar, árið 1973, komst Selak aftur í hann krappan þegar bensín- dælan bilaði og sprautaði elds- neyti á bílvélina. Við það kviknaði í bensíninu og læstu eldtungurnar sig um farþegarýmið í gegnum loftræstiopin. Selak missti hárið en slapp að öðru leyti. Við tók langt slysalaust tímabil sem lauk árið 1995 þegar Selak meiddist lítilsháttar eftir að rúta ók á hann í Zagreb. Ári síðar bjargaðist Selak enn á ný þegar hann ók Skodabifreið fram af vegriði til að forða árekstri við aðvífandi flutningabifreið. Selak komst á síðustu stundu úr bílnum og horfði á hann skella til jarðar og brenna þar sem hann sat felmtri sleginn á trjágrein. Aft- ur gat hann andað léttar. Selak heppni snýr baki við auðnum  Króati sem vann í lottói og lenti sjö sinnum í lífshættu en slapp ávallt með skrekkinn, gefur fé sitt Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í bandarísku for- setakosning- unum 2008, boð- ar að „birnur“, hægrisinnaðir kvenskörungar úr röðum repú- blikana, muni fara fyrir flokknum í þingkosning- unum í haust. Palin lét þessi orð falla á fundi með andstæðingum fóstureyðinga en hún telur að birnurnar muni eiga stóran þátt í kosningasigri repúblikana í haust. Enginn forseti hefði stutt fóstureyðingar jafn mik- ið og Barack Obama forseti. ALASKA „Birnur“ munu leiða sókn repúblikana Sarah Palin Talsverðar vonir eru bundnar við afrakstur nýrrar rannsóknar vís- indamanna í Kaliforníu sem gekk m.a. út á að finna leið til að endurnýja frumur í innri hluta eyrans sem gegna lykilhlutverki við heyrn. Frumurnar umbreyta titringi í taugaboð en maðurinn er með um 30.000 slíkar frumur í hvoru eyra við fæðingu. Rannsóknin tók um áratug og gætu niðurstöðurnar, sem Stefan Heller, prófessor við læknadeild Stanford-háskóla fór fyrir, gagnast þeim sem hafa daufa heyrn, að því er fram kom á vef Daily Tele- graph. KALIFORNÍA Bylting í meðferð við heyrnarleysi? Eyrað er háþróað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.