Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 „Amma, er hún gömul konan sem við hittum í húsinu við hafið í gær,“ spurði dótturdóttir mín fyrir nokkr- um árum þegar við höfðum hitt ykk- ur Gunnar hér í Kaupmannahöfn, en á hótelinu ykkar var útsýni yfir höfnina. Ég dró seiminn, njaaa, ekk- ert mjög. Hún hugsaði sig um dá- litla stund og sagði svo, „en hún er mjög góð“. Þessa sögu af Rebekku sagði ég þér auðvitað í næsta símtali – því alltaf skiptumst við á sögum Fríða Áslaug Sigurðardóttir ✝ Fríða Áslaug Sig-urðardóttir fædd- ist á Hesteyri 11. des- ember 1940. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 7. maí síðastliðinn. Útför Fríðu fór fram frá Árbæj- arkirkju 14. maí 2010. Við vinnslu blaðsins í gær urðu þau mistök að grein um Helgu Sigríði Claessen eftir Þóru Katrínu Kol- beins birtist með greinum um Fríðu og tengdist grein eftir Guðrúnu Gísladóttur. Við birtum hér með grein Guð- rúnar aftur og biðjum aðstand- endur beggja velvirðingar. um þær tvær, Helgu þína og Rebekku mína, fyrstu barna- börn okkar beggja. Efnilegri telpur varla til og ömmurnar báð- ar afar stoltar af þeim. Ekki þótti okk- ur síður vænt um barnabörnin sem síð- ar bættust við, en þessar fyrstu tvær áttu og eiga sinn sér- staka sess. Við sögðum hvor annarri frá draumum okkar og dagdraumum, frá áhyggj- um og gleðiefnum og ekki síst frá bókum sem við höfðum lesið. Fyrir mörgum árum fundum við út að bókasmekkur okkar var svipaður. Bækur heimsins eru ófáar og tíma- sparnaður að vita að það er óhætt að sneiða hjá ákveðnum titlum. Hjá þér fengust einatt góð ráð. Engan þekki ég lagnari við að finna kjarna málsins, finna góðan farveg, farsælar lausnir – finna leiðir sem entust. Að öllu þessu mun ég búa um ókomin ár – vinátta okkar mun endast mér ævilangt. Fegin hefði ég viljað hafa þig lengur hér. Hugurinn er hjá Gunnari, hjá sonum, tengdadætrum og barna- börnum – sérstaklega hjá Helgu, stúlkunni sem átti hug ömmu sinnar og hjarta. Guðrún Gísladóttir. Það var gott að leita til hennar með stórt og smátt. Ævinlega tók hún okkur hjónum af hlýju og kær- leika – og þeirri visku sem ein- kenndi hana. Við vorum ung að ár- um þegar við kynntumst Fríðu, urðum eins og börnin hennar sem hún hvatti áfram þó með þeim hætti að ljóst var að engan skyldi særa, aðgát höfð í nærveru sálar. Ekki það að hún sveipaði sig eða orð sín einhverjum helgiljóma, svo var ekki heldur var kætin aldrei langt undan og þá var skellihlegið. Fríða Áslaug Sigurðardóttir átti ættir að rekja vestur á Hesteyri í Sléttuhreppi og þar var lífið ekki alltaf einfalt eða auðvelt. En hún hlaut í vöggugjöf æðruleysi og góð- ar gáfur, þörf fyrir að gera gott en um leið að láta lítið á sér bera. Rit- störfum sinnti hún eins og þrekið leyfði og uppskar virðingu og við- urkenningar fyrir sem glöddu hana þótt hún gengist aldrei upp í hé- góma. Fríða var þeirrar gerðar að láta ekki brambolt og titlatog sam- félagsins slá sig út af laginu, hvað þá að stjórna lífi sínu. Fáar manneskj- ur hafa haft jafn mikil áhrif á okkur – gefið af örlæti og skilningi, hjálpað til að ná sáttum við sjálf okkur og umhverfið. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Innilegar samúðarkveðjur til Gunnars og allrar fjölskyldunnar. Guðrún Sigfúsdóttir og Jóhann Páll Valdimarsson. ✝ Gunnar Valdi-marsson fæddist í Reykjavík 25. febr- úar 1959. Hann lést á heimili sínu 9. maí síðastliðinn. For- eldrar Gunnars voru Valdimar Sigurðsson lögregluþjónn og Brynhildur Daisý Eggertsdóttir. Þau eignuðust saman tvo syni, þá Gunnar og Stefán Örn, f. 12. jan- úar 1964. Valdimar eignaðist tvo drengi fyrir hjónaband, Magnús, f. 28. júní 1955, með Svöfu Sigríði Sig- urðardóttur, og Rúnar, f. 9. janúar 1956, með Huldu Emilsdóttur. Gunnar ólst upp með fjölskyldu sinni í Reykjavík en á sumrin var farið vestur á Snæfellsnes þar sem fjölskyldan rak laxveiðiá í upp- vaxtarsveit Valdimars, föður Gunnars. Bræðurnir urðu hændir að sveitinni og 12 ára gamall fór Gunnar í vinnumennsku í Hlíð- arholti í Staðarsveit hjá föð- ursystur sinni og fjölskyldu. Þar Borgu Jakobson. Þau gengu í hjónaband 1985. Gunnar var í framhaldsnámi við sömu deild 1984-1987 og útskrifaðist með meistaragráðu. Þá fluttu þau hjón- in til London í Ontario-fylki þar sem Lorna tók meistara- og dokt- orspróf í sálfræði og Gunnar dokt- orspróf í frumulíffræði árið 1993. Að loknu námi í London fluttu þau til Kingston í Ontario þar sem þau fengu bæði stöðu hjá háskóla stað- arins. Í Kingston fæddust tvíbur- arnir Kári og Benedikt. Þeir fædd- ust töluvert fyrir tímann og hafa þeir þurft að hafa fyrir lífinu á ýmsan veg. Með mikilli ást, um- hyggju og óhemju vinnu hafa drengirnir þroskast vonum fram- ar. Gunnar og Lorna fluttu aftur til baka til Winnipeg árið 1997 þar sem þeim buðust prófessorsstöður við Manitoba-háskóla. Í Winnipeg fluttu þau í gamalt hús við Grasvi- nor Avenue. Þar komu þau sér upp ástríku og hlýlegu heimili sem gott var að heimsækja. Gunnar var áhugasamur langhlaupari, hafði gaman af tónlist af marg- breytilegri gerð, var kokkur góð- ur og aðdáandi Arsenal til enda. Útför Gunnars fer fram í Winni- peg í Kanada í dag, 15. maí 2010. má segja að Gunnar hafi eignast sína aðra fjölskyldu og dvaldi þar næstu sumur og í ýmsum fríum. Bústörfin og sveitin áttu hugann og rökrétt leið var því að fara á Bænda- skólann á Hvanneyri þaðan sem hann út- skrifaðist sem bú- fræðingur árið 1977. Að loknu búfræði- prófi hafði Gunnar hug á því að sjá hvernig bændur stæðu að verkum í öðrum löndum og nema ensku. Úr varð að hann færi á Íslend- ingaslóðir vestur í Kanada. Þar réð hann sig í vist hjá Gunnari Sæ- mundssyni á Breiðabliki, Árborg. Gunnar vann þar við almenn bú- störf í tvö sumur. Eftir tvo vetur við Tækniskólann hóf Gunnar nám við Manitoba-háskóla þar sem hann útskrifaðist frá dýrafræði- deildinni 1984. Í skólanum kynntist hann Lornu Jakobson, dóttur Bjarka læknis og Að setjast niður núna á besta aldri og skrifa minningargrein um Gunnar Valdimarsson, jafnaldra minn og frænda en fyrst og fremst vin, er eitthvað sem mig hafði aldrei órað fyrir að ég þyrfti að gera – fyrr en hugsanlega eftir áratugi. Hann Gunni frændi í Kanada var heilbrigðin uppmáluð, langhlaupari og nákvæmnismaður í ástundun heilbrigðs lífernis. En fyrir rúmum tveimur árum fór Gunni að kenna sér meins og nú hefur krabbameinið lagt þennan vin minn að velli. Kynni okkar Gunna hófust þegar hann kom 12 ára gamall til sum- ardvalar í Hlíðarholti. Upp frá því urðum við ævarandi vinir. Gunni sýndi sveitastörfunum strax mikinn áhuga og sinnti þeim af kostgæfni og natni. Var fljótt ljóst hvert hug- ur hans stefndi á þessum unglings- árum sem hann dvaldi hjá okkur, ekki einungis á sumrin heldur varði hann oft vetrarfríum sínum fyrir vestan. Við frændurnir fylgdumst að í Bændaskólanum á Hvanneyri og urðum búfræðingar saman. Þann vetur sannaðist fyrir mér, sem ég reyndar vissi, hvílíkur afburða- námsmaður Gunni var, enda út- skrifaðist hann næsthæstur með meðaleinkunn vel yfir 9. Þarna voru línur lagðar til frekara náms. Á þessum mótunartíma unglingsár- anna var gott að eiga Gunna að. Hann hafði mikinn tónlistaráhuga og miðlaði því til mín sem hann taldi gott rokk og popp með ótal kassettum sem hann sendi mér í sveitina. Rétt undir tvítugu réðst Gunni til bústarfa nærri Árborg á Nýja Íslandi í Kanada, en fljótlega hóf hann nám við Manitoba-háskóla á líffræðisviði. Á þessum tíma kynntist hann æviástinni sinni, henni Lornu Jakobsen. Hún nam sálfræði við sama skóla og hafa þau síðan fylgst að í námi og starfi en ekki síst í umönnun tvíburastrák- anna sinna, Kára og Benna. Fyrir 16 árum fæddust þeir fyrir tímann og hafa þurft mikla og stöðuga hvatningu síðan. Þar hafa þau Gunni og Lorna gert kraftaverk í að þroska og þjálfa strákana sína og nýtt til þess þekkingu sína hvort á sínu sviði. Þótt Gunni hafi síðustu 30 árin búið í Kanada hefur aldrei slitnað þráðurinn á milli okkar. Ég hef ásamt fjölskyldu minni oft heimsótt þau á þá staði sem námið og störfin leiddu þau, London í Ontario, Kingston í Ontario og svo aftur til Winnipeg. Í þessum heimsóknum var gaman að fylgjast með einum af sterkustu einkennum Gunna en það var skipulagning og regla á öllum hlutum. Gilti þá einu hvort um væri að ræða undirbúning skógarútilegu eða strandferð en ekki síst innkaup og undirbúningur eldamennskunn- ar, þar var listakokkurinn Gunni á heimavelli. Þessar heimsóknir okk- ar Lollu standa núna upp úr í minn- ingunni um góðan vin og félaga þar sem smitandi glaðværð Lornu réð líka ríkjum. Nú þegar komið er að kveðju- stund er efst í huga þakklæti fyrir þann góða tíma og hlýju minningar sem ég á um Gunna. Einnig verður mér hugsað til Lornu og drengj- anna, það er erfitt að vera svo fjarri og geta ekki rétt hjálparhönd. Þá er gott til þess að vita að hennar stóra fjölskylda mun áfram umvefja þau og styrkja eins og þau hafa svo vel gert undanfarna mánuði þegar veik- indi Gunna ágerðust. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég okkar dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja og varð- veita Lornu, Kára, Benna, Daisy og aðra ástvini. Minning um góðan dreng lifir. Vigfús Vigfússon. Gunnar Valdimarsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MARKÚS KRISTMUNDUR STEFÁNSSON frá Arnarnúpi í Keldudal við Dýrafjörð, til heimilis að Fitjasmára 6, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugar- daginn 8. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 17. maí kl. 13.00. Hulda Jónsdóttir, Kristjana Markúsdóttir, Jón Albert Sighvatsson, Ingibjörg E. Markúsdóttir, Helgi Kristjánsson, Elín Erna Markúsdóttir, Páll Gíslason, Auður Ásdís Markúsdóttir,Viðar Einarsson, Stefán Markússon, Guðlaug Arnórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. ✝ Ástkær móðir okkar og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Súluholti, Aflagranda 40, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Þórkatla Mjöll Halldórsdóttir, Vildís Halldórsdóttir og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENNY HRAFN MAGNÚSSON, Kópavogsbraut 66, lést þriðjudaginn 11. maí. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 20. maí kl. 13.00. Björn Hrafnsson, Sólveig B. Jónsdóttir, María Hrafnsdóttir, Jón Valur Frostason, Þóra Hrafnsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og bróðir, HAUKUR SIGURÐSSON, Vallargötu 17, Sandgerði, er látinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 18. maí kl. 14.00. Ólína Margrét Sigurjónsdóttir, Heiða Rós Hauksdóttir, Eðvald Björnsson, Haukur Hauksson, Birgitta Brynjúlfsdóttir, Snjólaug Ásta Hauksdóttir, Torfi Stefánsson, Sædís Ósk Eðvaldsdóttir, Fannar Snævar Hauksson, Ástrós Lovísa Hauksdóttir, Stefán Baldvin Torfason, Sigurður Ingimundarson og bræður. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir og amma, STEFANÍA JÓHANNSDÓTTIR, Hraunholti 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 8. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn18. maí kl. 13.30. Bragi Steinsson, Helga Gísladóttir, Elísabet Haukaas, Geir Haukaas, Einar Guðmann, Gyða Henningsdóttir, Sigríður Ingunn Bragadóttir, Auður Bragadóttir, Kjartan Stefánsson, Sigurgeir Bragason, Sigrún Elva Briem, Bragi Bragason og ömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.