Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 ✝ Alda Þórarins-dóttir fæddist á Patreksfirði 18. mars 1931. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Pálína Jóhannsdóttir, f. 23.6. 1900, d. 18.8. 1983, og Þórarinn Krist- jánsson, f. 21.12. 1884, d. 13.3. 1962. Systur Öldu eru Gísl- ína, f. 10.4. 1921, Guðrún Hlín, f. 20.4. 1922, d. 10.11. 1959, Kristín Elínborg, f. 19.6. 1924, og Oddbjörg, f. 20.9. 1927. Hinn 31.12. 1950 giftist Alda Árna Halldóri Jónssyni, sjómanni frá Neskaupstað, f. 22.4. 1929. maki Guðrún Jóna Gísladóttir, f. 1957, þau eiga þrjú börn. 6) Sævar Árnason, f. 1957, maki Elena Alda Árnason, f. 1966. Sævar og Elena eiga einn son saman, fyrir átti Sævar fjögur börn og Elena tvö börn. 7) Stefanía Heiðrún, f. 1965, sambýlismaður Valgeir Ægir Ing- ólfsson, f. 1966. Stefanía á tvö börn af fyrra hjónabandi, fyrir átti Val- geir tvö börn. 8) Brynja, f. 1967, maki Guðmundur Aðalsteinsson, f. 1962. Þau eignuðust sjö börn. Alda ólst upp á Patreksfirði og átti heima þar alla sína tíð. Að loknum grunnskóla á Patreksfirði var Alda einn vetur í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. Alda starfaði við fiskvinnslu og síðan símavörslu á yngri árum. Hún var heimavinn- andi meðan börnin uxu úr grasi, eftir það starfaði Alda bæði við verslunar- og fiskvinnslustörf. Útför Öldu fór fram frá Patreks- fjarðarkirkju 1. maí 2010. Foreldrar hans voru Jón Bessason og Þór- anna Andersen. Börn Öldu og Árna eru: 1) Óskírður Árnason, f. 9.7. 1950, d. 9.7. 1950. 2) Hrönn, f. 1952, sambýlismaður hennar er Guð- mundur Ólafur Guð- mundsson. Hrönn var áður gift Þor- steini Jónssyni, f. 1955, d. 1997, saman áttu þau tvö börn. Fyrir átti Guð- mundur Ólafur fjögur börn. 3) Þór, f. 1953, maki Sigríður Ein- arsdóttir, f. 1956. Þau eignuðust fimm börn. 4) Dröfn, f. 1954, maki Einar Jónsson, f. 1953, þau eiga þrjú börn. 5) Jón Bessi, f. 1956, Elsku mamma mín, það er sárt að setjast niður og ætla að skrifa kveðju til þín. Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar og ég sakna þín svo mikið. En minningarnar um þig eru fjársjóður sem enginn getur tekið frá okkur. Það er margt sem leitar á hugann núna. Þegar við vor- um litlir krakkar í Króknum og pabbi alltaf úti á sjó. Man eftir þeg- ar allur hópurinn var kominn í rúm- ið og þú læddist inn og hvíslaðir að mér að ég mætti vaka aðeins lengur af því ég var elst. Þá sátum við tvær í eldhúsinu, þú að prjóna og við hlustuðum saman á eitthvað skemmtilegt í útvarpinu. Þegar við vorum öll komin í rúmið, stormur- inn hvein úti og við báðum saman fyrir pabba og öllum sjómönnunum sem væru úti á sjó í þessu vonda veðri, og báðum Guð að fylgja þeim heilum heim. Ferðin okkar Steina með ykkur pabba til Þýskalands þar sem við vorum saman í sumarhúsi í tvær vikur og þú varst svo heilluð af öllu sem þú sást, sérstaklega Rín og Mósel. Þetta voru ógleymanlegir dagar fyrir okkur öll og mikið hleg- ið. Í þau skipti sem ég kom vestur til þín á aðventunni og við sátum saman og bjuggum til jólakortin og svo margt fleira. En umfram allt hvernig þú varst alltaf til staðar ef eitthvað var að. Það er dýrmætt núna að hafa komið vestur um páskana og verið með ykkur í þessa viku. Einn morguninn þegar við löbbuðum út á Hóla til ykkar heyrð- um við píanóspilið út á götu, það var yndislegt, minnti mig á þegar við vorum lítil og þú hóaðir okkur öllum saman í kringum píanóið og spilaðir og við sungum. Þegar Óli kom inn í fjölskylduna tókstu honum eins og syni og það var gaman að heyra ykkur tala saman, hann gat alltaf fengið þig til að hlæja og þegar þú varst flutt suður í síðasta skipti fár- veik, þá byrjaðir þú á að spyrja hvort hann væri ekki með mér. Elsku mamma mín, söknuðurinn er sár en þú verður alltaf í hjörtum okkar. Við elskum þig. Hrönn. Kveðja til mömmu. Bernskuárin okkar voru frábær og að mörgu leyti öfundsverð, oft komum við blautir og kaldir heim eftir volkið í fjörunni, þá tókst þú á móti okkur með heitt kakó og háttaðir okkur niður í rúm og söngst fyrir okkur, eða sagðir okkur sögur. Fyrir okkur var mikill stuðningur að vita að þú varst ávallt heima er við komum úr skólanum eða eftir leiki úti. Erfitt er að skilja það í dag hvernig þú komst yfir allt sem þú framkvæmdir á heimilinu. Fyrstu árin var allur þvottur þveginn í höndum, og þrátt fyrir stóran barnahóp skorti okkur krakkana aldrei neitt, ávallt í fínum nýprjón- uðum peysum, sokkum og vettling- um. Og stundirnar sem við krakk- arnir áttum fyrir framan píanóið þar sem þú spilaðir og söngst fyrir okkur mun fylgja okkur alla tíð. Tónlistin var þér í blóð borin og á yngri árum stóð þér til boða að fara til Reykjavíkur í frekara tónlistar- nám, en af því varð ekki. Sjálf lést þú alla ganga fyrir og gerðir allt til að öllum í kringum þig liði vel og kvartaðir aldrei. Alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur systkinin, hjálpaðir okkur með heimaverkefnin og alltaf stutt í brosið þótt þú værir oft þreytt. Þegar þú byrjaðir að vinna úti eftir að létti á heimilinu komstu oft syngjandi ánægð heim úr vinnunni og fanst þetta meira af- slöppun og tilbreyting en vinna. Oft var gaman að heyra í þér með Stef- aníu og Brynju þar sem þú varst að kenna þeim á gítar og þið sunguð allar saman, þú hafðir mjög gaman af þessum stundum. Alltaf varstu fljót að galdra fram veislu ef við börnin eða barnabörnin komum í heimsókn. Sá missir er okkur mikill að þú skulir hafa kvatt þennan heim, þú sem hélst utan um stórfjölskylduna og allir þurftu að hringja reglulega til að heyra í þér, mömmu eða ömmu. Við viljum þakka starfsfólki bráðamóttökunnar á Landspítalan- um og hjúkrunarfólki á Heilsu- gæslustöð Patreksfjarðar sem að- stoðaði móður okkar. Elsku pabbi, mikið hefur þú misst og við biðjum góðan Guð að styðja þig í þinni sorg, en við vitum að þú getur horft stoltur yfir farinn veg eftir nær 60 ára ástríkt hjónaband. Jón Bessi Árnason og fjöl- skylda, Sævar Árnason og fjölskylda. Fyrir nokkrum árum gaf amma mér bók sem heitir Húsmæðrabók- in. Bókina keypti amma með móður sinni í kringum miðja síðustu öld og er hún skemmtileg áminning um það hvernig líf kvenna var á þessum tíma. Amma mín var sjómannskona með stóran barnahóp að hugsa um og eyddi meirihluta ævi sinnar inni á heimilinu, eins og svo algengt var um konur af hennar kynslóð. Þeirra afrek fólust í að hugsa um fjölskyld- urnar sínar við aðstæður sem fólki þætti óhugsandi í dag og að mestu leyti einar því afi og hinir fjöl- skyldufeðurnir voru á sjó. Allra fyrsta minningin mín er frá því ég var lítil stelpa að ganga með- fram sjónum á Patreksfirði og held í höndina á ömmu. Þegar ég lít til baka og rifja upp stundirnar með henni og afa eru það fyrst lítil minn- ingabrot á borð við þetta sem koma upp í hugann, amma að spila á pí- anóið, amma að baka hveitikökur, amma að horfa á Leiðarljós og amma að segja jahérna. Mér eru minnisstæð skiptin sem við systkinin fengum að gista hjá ömmu og afa. Sérstaklega vetrar- morgnar í eldhúsinu á Strandgöt- unni þar sem við borðuðum morg- unmat og hlustuðum á veðurfréttir með afa, það hlýjar manni um hjartaræturnar í dag að rifja upp þessar stundir. Eldhúsið hennar ömmu er miðpunkturinn í þessari upprifjun, það hefur alltaf verið hlý- legt og oft á tíðum þétt setið við eld- húsborðið. Í eldhúsinu hennar ömmu hittist stórfjölskyldan og þar voru sagðar fréttir, þar hjálpuðust systur að við hárgreiðslu, ég man eftir lykt af Toni-permanenti og Carmenrúllum að hitna. Þar bakaði amma stóra stafla af pönnukökum, steikti kleinur og eldaði ýsu í raspi. Amma mín var amma eins og maður les um í gömlum barnabók- um, hún var góð við alla, hún kunni að hlýja manni á höndunum eftir dag úti í snjónum, hún átti alltaf eitthvað gott að borða og hún gaf sér tíma fyrir fólkið sitt. Svona man ég eftir ömmu minni. Alda. Alda Þórarinsdóttir ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR ÁRNADÓTTUR. Árni H. Karlsson, Sigurður G. Karlsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Davíð K. Karlsson, Kolbrún E. Júlínusdóttir, Gauja S. Karlsdóttir, Björgvin Högnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RÓSU MARÍU ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Guðmundur Vésteinsson, Málhildur Traustadóttir, Vésteinn Vésteinsson, Elínborg Bessadóttir, Grétar Vésteinsson, Gyða Ólafsdóttir, Sigurður Vésteinsson, Hafdís Karvelsdóttir, Bjarni Vésteinsson, Steinunn Sigurðardóttir, Viðar Vésteinsson, Guðrún Lovísa Víkingsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Sveinn K. Baldursson, Anna Margrét Vésteinsdóttir, Höskuldur E. Höskuldsson, Guðbjörg Vésteinsdóttir, Sveinbjörn M. Njálsson, Árni Þór Vésteinsson, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EINARSSONAR, Grenigrund 18, Akranesi. Ásta Kristjánsdóttir, Ragnar Bergþór Sigurðsson, Guðný Sjöfn Sigurðardóttir, Ingólfur Valdimarsson, Einar Bragi Sigurðsson og afabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HELGA INDRIÐASONAR rafvirkjameistara, Smáravegi 6, Dalvík, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir færum við Karlakór Dalvíkur og Frímúrarareglu Akureyrar. Gunnhildur Jónsdóttir, Þorsteinn Kormákur Helgason, Laufey Helgadóttir, Bernard Ropa, Jóhanna Helgadóttir, Indriði Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Fjölskyldan færir starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði alúðarþakkir fyrir góða umönnun og hjúkrun. Margrét Sæmundsdóttir, Þorkell Erlingsson, Gullveig Sæmundsdóttir, Steinar J. Lúðvíksson, Hjalti Sæmundsson, Jenný Einarsdóttir, Logi Sæmundsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Frosti Sæmundsson, Dagbjörg Baldursdóttir, Margrét Thorlacius, Jón Rafnar Jónsson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐNA JÓHANNESAR STEFÁNSSONAR, Hámundarstöðum II, Vopnafirði. Aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför KRISTJÓNS PÁLMARSSONAR bónda, Tobbakoti, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Kumbara- vogi og dvalarheimilinu Lundi fyrir veitta aðhlynningu. Sigurfinna Pálmarsdóttir, Lára Pálmarsdóttir, Una Pálmarsdóttir, fjölskyldur og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.