Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 38

Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 ✝ Ólafur SvanurGestsson fæddist í Bolungarvík 27. nóvember 1951. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 3. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðfinna Sig- urborg Sigurgeirs- dóttir, fyrrverandi matráðskona, f. 7.8. 1931, og Gestur Odd- leifs Kolbeins Pálma- son, húsasmíðameist- ari, f. 25.5. 1930, d. 8.9. 2006. Systkini Ólafs eru Pálmi Árni, f. 1957, maki Sigurlaug Halldórs- dóttir, Sigríður Lovísa, f. 1958, maki Viðar Axelsson, Þórarinn Sig- urgeir, f. 1960, maki Berglind Hólmfríður Bjarnadóttir, og Davíð, Öldu eru a) Cynthia Ósk Crawford, f. 17.6. 1970, maki Vilhjálmur Jóns- son, f. 6.11. 1971, þau eiga soninn Jóhann Beck, f. 7.8. 1999, en fyrir átti Cynthia Alexandríu Björgu Scheving, f. 6.10. 1992. b) Ólafur Ottó Crawford, f. 20.6. 1972, maki Jóhanna S. Haraldsdóttir, f. 18.3. 1972. Þau eiga soninn Sebastían Michael, f. 21.12. 2005, en fyrir átti hann dótturina Anítu Karen, f. 19.12. 1994. Önnur börn Jóhönnu eru Haraldur Ingi, f. 26.5. 1994, og Rebekka, f. 10.12. 1997. Ólafur nam við Stýrimannaskól- ann í Vestmannaeyjum fram að gosi í janúar 1973 og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík þá um vorið. Eftir það stundaði hann sjómennsku og var m.a. með eigin útgerð frá Hornafirði, Vest- mannaeyjum og seinna frá Bolung- arvík. Eftir að hann hætti sjó- mennsku árið 1996 vann hann við verslunarstörf og beitningu um tíma, en frá árinu 2004 var hann yf- irhafnarvörður í Bolungarvík. Útför hans fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík í dag, 15. maí 2010, kl. 14. f. 1964, maki Ásta Sóllilja Þorsteins- dóttir. Ólafur kvæntist hinn 27.5. 1977 Þór- dísi Steinþórsdóttur, f. 14.3. 1950. Þau slitu samvistir. Sonur Ólafs og Þórdísar er Ævar Þór Ólafsson, bifvélavirki, f. 27.5. 1977. Sambýliskona hans er Bjarney Sif Kristinsdóttir, f. 9.12. 1981. Barn þeirra er Birta Dís, f. 11.7. 2008. Hinn 21. ágúst 1999 kvæntist Ólafur eftirlifandi eiginkonu sinni, Öldu Jónu Ósk Ólafsdóttur, f. 29.8. 1952. Foreldrar hennar voru Odd- laug Valdimarsdóttir, f. 5.5. 1917, d. 6.1. 2003, og Ólafur Jóhannsson, f. 15.10. 1908, d. 10.10. 1964. Börn „Því eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Eins erfitt og það nú er að skilja við þá sem eiga stóran stað í hjört- um okkar þá er það staðreynd lífs- ins. Það er misjafnt hvað lagt er á okkur í lífsins för. Óli afi fékk erfið veikindi að berjast við, sem lögðu hann að lokum að velli langt fyrir aldur fram. Stórt skarð er nú höggvið í raðir ástvina okkar. Óli afi var yndislegur maður sem eignaðist sess í hjörtum okkar strax við fyrstu kynni. Þessi bjarti, fallegi og söngelski maður sem Alda amma hafði fundið hamingjuna með. Þess- ar turtildúfur áttu einstaklega vel saman og alltaf fannst okkur ljúft að eiga stundir með þeim, þó að landleg fjarlægð okkar á milli gerði það að verkum að við hittumst allt of sjaldan. Nærvera hans var ein- stök og alltaf var stutt í brosið, hans stóíska ró var með eindæmum eins og kom vel fram í veikindum hans sem hann tókst á við með æðru- leysi, sannkallað „gull af manni“. Eftir því sem við kynntumst fjöl- skyldu hans betur sáum við að það átti hann ekki langt að sækja því sannkallaðan fjársjóð var þar að finna. Mikill er missir okkar allra. Ómetanlegt finnst okkur nú að hafa fengið tækifæri til að skreppa með honum á „fallegasta stað landsins“ síðastliðið sumar. Það eru margar tilfinningar sem hafa bærst með okkur undanfarna mánuði; vonin um að fá lengri tíma, sorgin yfir því sem var óumflýjan- legt, reiði yfir óréttlæti heimsins, en ríkasta tilfinningin er þó gleði. Gleði yfir að hafa fengið að vera samferða honum, þó ekki væri nema um stuttan veg. Gleði og þakklæti yfir því að hafa fengið að kynnast þessum hjartahlýja, glað- lynda og bjarta manni sem snerti líf okkar á ómetanlegan hátt. Hans verður sárt saknað en minningin um hann lifir skær í hugum okkar og hjörtum. Elsku Óli afi, hjartans þakkir fyr- ir allt það sem þú gafst okkur, hvíl þú í friði. Jóhanna Sól, Ólafur og börn. Svona líkt og Frank Sinatra söng My way fór Óli sínar leiðir í gleði og sorg og ég upplifði oft að ekkert kæmi honum á óvart í lífinu. Samt var hann svona karakter sem mað- ur vissi hvar maður hafði en tilsvör hans og húmor komu manni oft á óvart og þá meina ég skemmtilega á óvart. Hann var líka svo mikið ljúf- menni að öllum líkaði við hann og minning hans lifir í hjörtum okkar sem vorum svo heppin að fá að kynnast honum. Alls konar kæki hafði hann sem bræður hans leika núna eftir og þegar Birta Dís afastelpa eldist geta þeir sýnt henni hvernig afi gerði. Hún fær líka að sjá mynd- bönd af afa í karókí þar sem hann sýndi tilþrif á heimsmælikvarða og ég held að sjónarvottar viti hvað ég á við. Óli var sjómaður og ekki bara í orðsins fyllstu merkingu heldur var hann líkur þeim fuglum sem ekki geta flogið nema sjá til sjávar og leið því hvergi betur en í Bolung- arvík og Víkin var betri staður hans vegna. Það verður ekki lengur Óli sem tekur á móti fiski á höfninni, hann vigtar hann annars staðar núna. Hvíl í friði elsku Óli. Þín mágkona, Sóllilja. Þú hafðir fagnað með gróandi grös- um og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fag- urt og veröldin ljúf og góð. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúkt til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Góði Guð, vaktu yfir allri fjöl- skyldu Óla Svans og leiddu þau í gegnum sorgina og söknuðinn. Elsku frændi, þér þakka ég sam- fylgdina allt frá minni barnæsku. Guð blessi þína góðu minningu og megi ljósið lýsa þér um ný heim- kynni þar sem allt þitt fólk tekur á móti þér. Hvíl í friði, vinurinn. Kristín H. Karvelsdóttir. Við fráfall systursonar míns Ólafs Svans Gestssonar hafa orð harla lítinn mátt. Eftir stutt en erf- ið veikindi er hann allur, aðeins 58 ára gamall. Með yfirvegun og æðru- leysi tók hann því sem að höndum bar og hughreysti þá sem í kringum hann voru. Hann var stoltur af fólk- inu sínu og naut litlu afastelpunnar sinnar til hinstu stundar. Við systkinin kölluðum hann Óla „skinnið“ frá því hann var lítill drengur en hann var á heimili okk- ar fyrstu æviár sín eða þar til for- eldrar hans giftu sig og stofnuðu heimili. En þau fóru ekki langt svo hann var heimagangur hjá okkur áfram. Óli Svanur var skemmtileg- ur krakki og sterk bönd sem héld- ust allt til enda mynduðust milli okkar. Hann hafði lag á að halda at- hyglinni og oft á kostnað okkar systkinanna. Vakti hann til að mynda athygli ömmu og afa á því að nú væru strákarnir að stríða sér og fengu þeir þá áminningu fyrir. Þegar við Óli töluðum saman fyr- ir stuttu og rifjuðum upp gamla daga hafði ég orð á því hvað tíminn væri fljótur að líða. Mér fyndist svo stutt síðan hann hefði verið lítill strákur, uppáklæddur í myndatöku úti í garði. Við hlógum að þessari upprifjun. Mig kallaði hann Dóru „systur“ sem hann tók upp eftir mömmu sinni af kortum sem ég sendi henni eftir að ég flutti að heiman. Sjómennska heillaði snemma. Hann byrjaði með afa sínum í Bol- ungarvík og þróaði sig svo áfram, menntaðist til þess arna og vann störf sem tengdust sjómennsku alla tíð og síðast sem yfirhafnarvörður í Bolungarvík. Aðalsmerki Óla Svans voru æðru- leysi og góðmennska, hann tranaði sér ekki fram en gantaðist á góðum stundum. Hann hlúði vel að sínum og fannst gott að finna að mamma hans væri komin í öruggt skjól. Ljóðelskur var hann og góður söng- maður. Upp í hugann kemur ætt- armót okkar árið 2002 í Bolungar- vík þegar hann fór upp á svið og tók lagið „My way“ og heillaði við- stadda með söngnum. Svei mér þá, ég hélt að Frank Sínatra væri kom- inn á sviðið, svo flottur var hann. Við systkinin kveðjum Ólaf Svan Gestsson frænda okkar með sökn- uði. Meðan Birta Dís leitar að afa Óla yljum við okkur um hjartaræt- urnar með ljúfum minningum um góðan dreng. Megi allar góðar vættir vaka yfir fólkinu hans. Hvíl þú í friði elsku vinur. Halldóra Sigurgeirsdóttir. „Sæll frændi, hvernig er staðan?“ Þannig hófust mörg símtöl frá Óla þegar hann hringdi í mig og leitaði eftir gangi mála þegar fótboltalið Bolvíkinga, síðar BÍ/Bolungarvík, var að leika og hann af einhverjum ástæðum gat ekki mætt á leikinn. Vorum við þá í stöðugu sambandi og lét ég hann vita ef eitthvað markvert gerðist. Mér er minnis- stætt hversu ánægður hann var þegar liðið spilaði úrslitaleik um sæti í 2. deild í Vesturbænum í Reykjavík. Við vorum í stöðugu sambandi nánast allan leikinn enda gekk mikið á og sigur vannst. Strákarnir mínir báru mikinn hlýhug til Óla og var hann jafnan fyrsti maðurinn sem keypti af þeim ársmiða á völlinn enda litu þeir á hann sem einn helsta stuðnings- mann liðsins og ætla þeir að minn- ast hans sérstaklega á næsta heimaleik liðsins. Við Óli töluðum oft um það að fara saman á Old Trafford og sjá „okkar“ menn í enska boltanum spila. Því miður varð ekki af því og kennir það manni að fresta ekki hlutunum til morguns. Það er sárt að kveðja góðan dreng í blóma lífsins. Það verður tómlegt að hafa hann ekki sér við hlið í áhorfendabrekkunni í sumar eða skála við hann á þorrablótinu undir dynjandi fjöldasöng; „Ég fæddist upp til fjalla“. Á ættarmótinu sl. sumar var Óli hrókur alls fagnaðar og naut þess vel að gleðjast með ættingjum sín- um. Þar áttum við góðar stundir saman og er ég þakklátur fyrir þær. Elsku Bogga, Alda, Ævar og aðr- ir ættingjar. Ég veit að tíminn læknar ekki öll sár en ég vona að ykkur takist að læra að lifa með sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Kveðja frá fjölskyldunni í Miðstræti 16. Bjarni Jóhannsson. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Þessi orð komu oft upp í huga mér nú síðustu mánuði þegar ég fylgdist með baráttu Óla Svans við erfið en skammvinn veikindi. Ég man fyrst eftir Óla þegar ég var lít- ill strákur í Víkinni. Hann var einn af stóru strákunum, sjö árum eldri en ég. Óli var þrátt fyrir aldurs- muninn alltaf tilbúinn að spjalla við þá yngri og gantast við mann oft með góðlátlegri stríðni, þótt maður þekkti hann lítið á þeim tíma. Þess- um eiginleika hélt hann allt sitt líf. Síðar átti Óli eftir að verða skip- stjóri hér í bæ, farsæll og vel liðinn af undirmönnum sínum. Hann hafði gott lag á að stjórna fólki og ég heyrði það vel á þeim sem höfðu verið með honum til sjós hvað hann þótti sanngjarn og réttsýnn í sínum störfum. Alltaf kom það sérstak- lega fram hversu gott lundarfar hann hefði og ætti gott með öll sam- skipti við fólk. Ég kynntist Óla bet- ur sem samstarfsmanni síðustu tvö árin. Hann hafði auðvitað ekkert breyst frá því sem ég mundi eftir honum áður hvað lundarfarið áhrærði. Alltaf stutt í hláturinn og grínið, en skoðanirnar ákveðnar og fastmótaðar. Mikil samviskusemi og ábyrgðartilfinning mótuðu öll hans störf. Það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Óli var áfram „skipstjóri“ á sínu skipi þótt hann væri kominn í land. Hann stjórnaði starfseminni á höfninni af röggsemi og festu. Öll okkar samskipti voru hnökralaus. Ég hitti Óla fyrir skömmu á sjúkrahúsinu og við tókum tal sam- an. Hann var þá mest upptekinn af því sem framundan væri á höfninni, en Óli gegndi starfi yfirhafnarvarð- ar í Bolungarvík frá árinu 2004. Bolungarvíkurkaupstaður sér nú á bak afar traustum starfsmanni, sem sárt verður saknað af sam- starfsfólki. Um leið og góð störf Ólafs Svans Gestssonar í þágu Bolungarvíkur- hafnar eru þökkuð votta ég Öldu, Ævari Þór, Boggu frænku minni og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Minningin lifir um góðan dreng. Elías Jónatansson. Í dag kveðjum við elskulegan bróðurson minn Óla Svan. Hann greindist með krabbamein 14. nóv- ember síðastliðinn, sem heltók hann svo að ekki varð við neitt ráð- ið. Hann lést á líknardeildinni í Kópavogi 2. maí. Þar hitti ég hann síðast 23. apríl. Hann var svo já- kvæður og bar sig svo vel, hafði mestar áhyggjur af fólkinu sínu. Það var yndislegt að sjá hann með afabarninu Birtu Dís sem gaf hon- um svo mikið þennan stutta tíma sem þau fengu saman. Óli hafði eins og pabbi hans og mamma yndi af söng og tónlist. Hann fæddist í Sigurgeirshúsinu og var með ömmu, afa og móðursystk- inum sínum til fimm ára aldurs og þar var mikið sungið. Nú hefur hann kvatt alltof snemma. Alda, Ævar, Bogga mín og systkinin skiptust á að vera hjá honum. Þið eruð hetjur. Við kveðjum hann með fallegu ljóði eftir frænku okkar Bryndísi Halldóru Jónsdóttur: Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með engl- unum sínum. Við getum ei breytt því, sem frels- arinn hefur að segja, um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja að alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. Elskulega fjölskylda, Cindy, Óli og fjölskyldur. Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk í sorginni. Elsku Óli minn. Þakka þér alla hlýju í minn garð. Það hafa staðið vinir í varpa, pabbi þinn, afar, ömm- ur og allt frændfólkið og tekið vel á móti þér. Guð geymi þig, við sjáumst síðar og ég bið að heilsa. Kristný, Valdimar. Ólafur Svanur Gestsson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JAKOBSDÓTTUR, Hlíðarhúsum 3, áður til heimilis á Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar 12G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka alúð og umönnun. Ólafur Björnsson, Þorbergur Björn Ólafsson, Ólafur Friðrik Ólafsson, Jóhann Helgi Ólafsson, Vilhjálmur Snær Ólafsson, Sigríður Erla Ólafsdóttir, Diljá Ösp Þorbergsdóttir, Þóra Jakobsdóttir, Bjarni Ellert Bjarnason, Sigrún Jakobsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Stefán Gylfi Valdimarsson, Gunnlaug Jakobsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.