Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Myndir um Hróa hött og hans frískusveina í Skírisskógi eru hartnærjafngamlar kvikmyndasögunniþví sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1908. Síðan hafa verið gerðar hátt í hundrað myndir, sjónvarpsþættir og -myndir um þenn- an „prins þjófanna“, sem stal af þeim ríku og gaf fátækum. Slíkar eru ógnarvinsældir þess- arar hugprúðu og vopnfimu þjóðsagnapersónu. Samkvæmt fornum kvæðum var hetjan uppi á ofanverðri 12. öld og fram á þá 13., eða á tím- um Jóhanns landlausa Englandskonungs (Osc- ar Isaac). Nýja epíkin hans Ridleys Scotts tek- ur gamalkunnugt efnið glænýjum tökum, Robin Hood segir af Hróa (Crowe) á meðan hann bar nafnið Langstígur (Longstride), barðist með Ríkharði Englandskonungi ljóns- hjarta (Danny Huston) í krossferðunum til Landsins helga og var við hlið hans þá sjólinn féll í fyrirsát Frakklandskonungs, þá á leið heim að endurheimta ríki sitt úr höndum Jó- hanns og morðið þáttur í áætlunum Frakka- konungs að leggja undir sig England. Hrói sleppur við illan leik yfir Ermarsundið og heldur á fund Jóhanns landlausa, sem dreymir um frægð og auð og skattpínir þegn- ana fram í fingurgóma. Frakklandskonungur hefur komið fyrir flugumanni við hirð konungs, sem er hinn undirförli sir Gottfreð (Strong), sem undirbýr jarðveginn fyrir innrás Frakka. Hrói heldur til Nottingham til að skila sverð- inu sem konungur treysti honum fyrir á bana- stundinni. Hrói kemur því í hendur föður hans, sir Walters (Von Sydow), sem finnst mikið til um Hróa, tekur hann í sonarstað og gefur hon- um lafði Maríon (Blanchett), eiginkonu hins látna konungs. Það sem við tekur er barátta Hróa og hans hraustu félaga við innheimtumenn konungs, fógetann í skírinu, og að endingu að stjórna vörn Englendinga þegar franska innrásarliðið nemur land. Þar fyrir utan þarf hann að sanna sig fyrir lafði Maríon og heyja ofan í kýrnar. Hrói og hans vaska lið hrekja Fransmenn á haf út en Jóhann fagnar honum ekki sem hetju, hann óttast vinsældir Hróa langstíga og hrek- ur hann í útlegð ásamt sveinum sínum. Hrói höttur er fæddur. Scott og þeim mistæka handritshöfundi Bri- an Helgeland hefur verið mikið í mun að hressa upp á margtuggða mýtuna og það er í sjálfu sér skiljanlegt. Þeir verða því ekki vændir um að hjakka í sama farinu og Scott á hrós skilið fyrir frábærlega sviðsett bardaga- atriði, þar sem innrásin stendur upp úr; þekkta vandvirkni í smáu sem stóru, einkum eru bún- ingar, sviðsmyndir og munir ósvikið augna- yndi. Tölvuunnin atriði eru gerð af kunn- áttusemi og falla oftast laglega að öðru myndefni í traustum höndum klipparans Pietr- os Scalia og tökustjórans Johns Mathiesons, sem báðir eru góðkunnir samstarfsmenn Scotts. Helgeland bregst þegar kemur að aðalper- sónunum, Hróa og lafði Maríon, og samband- inu þeirra á milli. Það vantar gjörsamlega spennuna í andrúmsloftið, maður greinir tæp- ast minnstu hrifningu, hvað þá meira. Hvar eru töfrarnir? Crowe er durgslegur, húmorslaus Hróa bregst bogalistin Sambíóin, Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Robin Hood bbbnn Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalleikarar: Russell Crowe, Cate Blanchett, Scott Grimes, William Hurt, Danny Huston, Oscar Isaac, Max Von Sydow. 140 mín. Bretland/Bandaríkin. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYNDIR Bogmaður Russell Crowe fer með hlutverk hetjunnar Hróa í kvikmynd Ridleys Scott. SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HEIMSFRUMSÝNING Svalasta mynd ársins er komin! SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÞRÍVÍDD Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH -H.S.S., MBL HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK ROBIN HOOD kl. 5D -8D -10:50D (Powersýning) 12 DIGITAL CLASH OF THE TITANS kl. 10:20 12 ROBIN HOOD kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 (Powersýning) VIP-LÚXUS AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 23D m. ísl. tali L IRON MAN 2 kl. 2:50 - 5:20 - 8 - 10:40 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 1:30-3:30 m. ísl. tali L COP OUT kl. 5:40 - 8 - 10:20 14 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 :10 12 OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L ALICE IN WONDERLAND kl. 3:40 L KICK-ASS kl. 5:50-8 - 10:20 14 PRINSESSAN OG FROSKURINN kl. 1:30 m. ísl. tali L / ÁLFABAKKA COPOUT Sýnd laugardag kl. 8:10 - 10:30 14 COPOUT Sýnd sunnudag kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 14 IRONMAN2 kl. 3:20 - 5:40D - 8:10D - 10:45D 12 KICK-ASS kl. 5:50 - 8:10 - 10:40 14 OFURSTRÁKURINN kl. 1:30 - 3:40 m. ísl. tali L AÐTEMJADREKANNSINN-3D kl. 1:303D - 3:403D m. ísl. tali L Gæti valdið óhug ungra barna / KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.