Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 52

Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Myndir um Hróa hött og hans frískusveina í Skírisskógi eru hartnærjafngamlar kvikmyndasögunniþví sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1908. Síðan hafa verið gerðar hátt í hundrað myndir, sjónvarpsþættir og -myndir um þenn- an „prins þjófanna“, sem stal af þeim ríku og gaf fátækum. Slíkar eru ógnarvinsældir þess- arar hugprúðu og vopnfimu þjóðsagnapersónu. Samkvæmt fornum kvæðum var hetjan uppi á ofanverðri 12. öld og fram á þá 13., eða á tím- um Jóhanns landlausa Englandskonungs (Osc- ar Isaac). Nýja epíkin hans Ridleys Scotts tek- ur gamalkunnugt efnið glænýjum tökum, Robin Hood segir af Hróa (Crowe) á meðan hann bar nafnið Langstígur (Longstride), barðist með Ríkharði Englandskonungi ljóns- hjarta (Danny Huston) í krossferðunum til Landsins helga og var við hlið hans þá sjólinn féll í fyrirsát Frakklandskonungs, þá á leið heim að endurheimta ríki sitt úr höndum Jó- hanns og morðið þáttur í áætlunum Frakka- konungs að leggja undir sig England. Hrói sleppur við illan leik yfir Ermarsundið og heldur á fund Jóhanns landlausa, sem dreymir um frægð og auð og skattpínir þegn- ana fram í fingurgóma. Frakklandskonungur hefur komið fyrir flugumanni við hirð konungs, sem er hinn undirförli sir Gottfreð (Strong), sem undirbýr jarðveginn fyrir innrás Frakka. Hrói heldur til Nottingham til að skila sverð- inu sem konungur treysti honum fyrir á bana- stundinni. Hrói kemur því í hendur föður hans, sir Walters (Von Sydow), sem finnst mikið til um Hróa, tekur hann í sonarstað og gefur hon- um lafði Maríon (Blanchett), eiginkonu hins látna konungs. Það sem við tekur er barátta Hróa og hans hraustu félaga við innheimtumenn konungs, fógetann í skírinu, og að endingu að stjórna vörn Englendinga þegar franska innrásarliðið nemur land. Þar fyrir utan þarf hann að sanna sig fyrir lafði Maríon og heyja ofan í kýrnar. Hrói og hans vaska lið hrekja Fransmenn á haf út en Jóhann fagnar honum ekki sem hetju, hann óttast vinsældir Hróa langstíga og hrek- ur hann í útlegð ásamt sveinum sínum. Hrói höttur er fæddur. Scott og þeim mistæka handritshöfundi Bri- an Helgeland hefur verið mikið í mun að hressa upp á margtuggða mýtuna og það er í sjálfu sér skiljanlegt. Þeir verða því ekki vændir um að hjakka í sama farinu og Scott á hrós skilið fyrir frábærlega sviðsett bardaga- atriði, þar sem innrásin stendur upp úr; þekkta vandvirkni í smáu sem stóru, einkum eru bún- ingar, sviðsmyndir og munir ósvikið augna- yndi. Tölvuunnin atriði eru gerð af kunn- áttusemi og falla oftast laglega að öðru myndefni í traustum höndum klipparans Pietr- os Scalia og tökustjórans Johns Mathiesons, sem báðir eru góðkunnir samstarfsmenn Scotts. Helgeland bregst þegar kemur að aðalper- sónunum, Hróa og lafði Maríon, og samband- inu þeirra á milli. Það vantar gjörsamlega spennuna í andrúmsloftið, maður greinir tæp- ast minnstu hrifningu, hvað þá meira. Hvar eru töfrarnir? Crowe er durgslegur, húmorslaus Hróa bregst bogalistin Sambíóin, Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Robin Hood bbbnn Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalleikarar: Russell Crowe, Cate Blanchett, Scott Grimes, William Hurt, Danny Huston, Oscar Isaac, Max Von Sydow. 140 mín. Bretland/Bandaríkin. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYNDIR Bogmaður Russell Crowe fer með hlutverk hetjunnar Hróa í kvikmynd Ridleys Scott. SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HEIMSFRUMSÝNING Svalasta mynd ársins er komin! SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÞRÍVÍDD Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH -H.S.S., MBL HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK ROBIN HOOD kl. 5D -8D -10:50D (Powersýning) 12 DIGITAL CLASH OF THE TITANS kl. 10:20 12 ROBIN HOOD kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 (Powersýning) VIP-LÚXUS AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 23D m. ísl. tali L IRON MAN 2 kl. 2:50 - 5:20 - 8 - 10:40 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 1:30-3:30 m. ísl. tali L COP OUT kl. 5:40 - 8 - 10:20 14 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 :10 12 OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L ALICE IN WONDERLAND kl. 3:40 L KICK-ASS kl. 5:50-8 - 10:20 14 PRINSESSAN OG FROSKURINN kl. 1:30 m. ísl. tali L / ÁLFABAKKA COPOUT Sýnd laugardag kl. 8:10 - 10:30 14 COPOUT Sýnd sunnudag kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 14 IRONMAN2 kl. 3:20 - 5:40D - 8:10D - 10:45D 12 KICK-ASS kl. 5:50 - 8:10 - 10:40 14 OFURSTRÁKURINN kl. 1:30 - 3:40 m. ísl. tali L AÐTEMJADREKANNSINN-3D kl. 1:303D - 3:403D m. ísl. tali L Gæti valdið óhug ungra barna / KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.