Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar Starfsemi á árinu 2009 Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2009 2008 Samtals Samtals Iðgjöld 54 49 Lífeyrir -65 -57 Fjárfestingartekjur 55 57 Fjárfestingargjöld -2 -2 Rekstrarkostnaður -3 -2 Hækkun á hreinni eign á árinu 39 45 Hrein eign frá fyrra ári 526 481 Hrein eign til greiðslu lífeyris 565 526 Efnahagsreikningur 2009 2008 Fasteign, rekstrafjármunir og aðrar eignir Verðbréf með breytilegum tekjum 124 143 Verðbréf með föstum tekjum 402 306 Veðlán 2 4 Bankainnistæður 21 48 Kröfur Aðrar eignir 22 31 Skuldir -6 -5 Hrein eign til greiðslu lífeyris 565 526 Kennitölur 2009 2008 Nafn ávöxtun 9.6% 11.1% Hrein raunávöxtun 0.9% -4.5% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 0.9% 2.1% Fjöldi sjóðfélaga 22 24 Fjöldi lífeyrisþega 78 75 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0.5% 0.5% Eignir í íslenskum krónum í % 100.0% 100.0% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 0.0% 0.0% Eign umfram heildar skuldbindingar í % -71.5% -70.6% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -71.8% -71.0% Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar 2010, verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk., kl. 10:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut 7-9, Húsavík. Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Ása Gísladóttir, Bergur Elías Ágústsson, formaður Jón Helgi Björnsson Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga Sigtúni 42, 108 Reykjavík Sími 570 0400 www.lss.is Allar fjárhæðir í milljónum króna Ársfundur 2010 Birt með fyrirvara um prentvillur. Í grein sinni „Detti- fossvandinn“, Jakob og Rammaáætlun í Morgunblaðinu 24. apríl sl. segir Hjörleif- ur Guttormsson: „Þessar hugrenningar hafa lengi blundað með fyrrverandi orku- málastjóra sem barð- ist fyrir því í alvöru nálægt 1970 að Gull- foss yrði virkjaður við Haukholt. Einnig verkefnisstjórn Ramma- áætlunar lítur á það sem sitt hlutverk í um- boði iðnaðarráðherra og ríkisstjórnar að leggja mat á virkjun Hvítár ásamt Gull- fossi…“. Það var að sjálf- sögðu hlutverk verk- efnisstjórnar Ramma- áætlunar að leggja mat á virkjun Gullfoss eins og aðrar virkj- anir, nema ráðherra hefði í skipunarbréfi mælt svo fyrir að sú virkjun skyldi undanskilin. Það hefur ráðherra augljóslega ekki gert, sem ekki var von. Á árunum kringum 1970 var ég starfsmaður Orkustofnunar en ekki orkumálastjóri. Það varð ég fyrst 1. janúar 1973. Það sem ég skrifaði opinberlega um orkumál kringum 1970 bar ég að sjálfsögðu undir orkumálastjóra áður en það birtist. Það er rétt að Gullfoss var meðal hugsanlegra virkjunarstaða í Hvítá, enda hefði það verið van- ræksla af minni hálfu að nefna hann ekki, nema þá samkvæmt beinum fyrirmælum yfirmanna, sem ekki bárust. Starf mitt á Orku- stofnun var ekki þess eðlis að það gæfi tilefni til að „berjast“ fyrir einni virkjun öðrum fremur. Það gera framleiðendur raforku. Gullfoss hefur því lengi verið á skrá yfir hugsanlega virkj- unarstaði. En mér er kunnugt um að í öllum áætlunum um virkjun hans var frá því fyrsta gert ráð fyr- ir nægilega miklu rennsli um foss- inn framhjá virkjuninni til að aðvíf- andi gestir sæju þess engin merki að hann væri virkjaður. Það ég veit best er þetta ríkjandi sjónarmið enn. Þegar ég var orkumálastjóri var ég oft spurður um virkjun Gull- foss. Því svaraði ég ávallt á sama hátt: „Gullfoss verður aldrei virkj- aður þannig að þú sjáir þess merki ef þú kemur að fossinum“. Ég man ekki eftir neinum sem lét sér það svar ekki duga. Sem kunnugt er er sams konar háttur hafður á mörgum vatns- föllum sem eru fjölsótt af ferða- mönnum víða um heim. Þeirra á meðal eru Niagara-fossarnir á landamærum Bandaríkjanna og Kanada og Vöringfossinn í Noregi og margir fleiri í öðrum löndum. Og þá tilhögun er ráðgert að hafa á virkjun Jökulsár á Fjöllum. Slíkt rennsli framhjá virkjunum hefur að sjálfsögðu áhrif á raf- orkuframleiðslu þeirra. Og vinnslu- kostnað rafmagnsins. Til þess er tekið tillit í virkjunaráætlun Jök- ulsár á Fjöllum. Ég veit ekki hver útkoman yrði varðandi Gullfoss. Hvort raf- orkukostnaður frá virkjun sem nýtti þann hluta af náttúrulegu rennsli sem eftir verður þegar séð er til þess að útlit fossins breyttist ekki yrði slíkur að hún yrði talin borga sig eða ekki. Þótt svarið við þeirri spurningu um Jökulsá á Fjöllum hafi orðið jákvætt er ekki gefið að það verði eins fyrir Hvítá við Gullfoss. Ef áætlanir sýna að virkjun Gullfoss borgi sig ekki með þessum rennslistakmörkunum verður hún væntanlega ekki gerð. Svo einfalt er það. Gullfoss og Jökulsá á Fjöllum Eftir Jakob Björnsson »Ef áætlanir sýna að virkjun Gullfoss borgi sig ekki með þess- um rennslistakmörk- unum verður hún vænt- anlega ekki gerð. Svo einfalt er það. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri Stundum er því haldið fram að ríkisstjórnin hafi Alþingi í vasanum, að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina, hún ráði öllu, af því að Al- þingi samþykkir allt sem ríkisstjórnin leggur fyrir það. Meira að segja löglærðir menn hafa skrifað greinar í blöð í þessum dúr. Þó vita allir að ef stjórnarfrumvarp er fellt á þinginu skoðast það sem vantraust á stjórn- ina og hún biðst þá lausnar sam- stundis. Því er augljóst að engin rík- isstjórn er svo skyni skroppin að leggja frumvarp fyrir þingið án þess að tryggja fyrst stuðning við það hjá meirihluta þingsins í það minnsta. Oft heyrast fréttir um að rík- isstjórnin hafi lagt frumvarp fyrir þingflokkana til kynningar og ekki aðeins stjórnarflokkana heldur iðu- lega alla þingflokkana. Oft eru heitar umræður í þingflokkunum og stund- um gerðar gagngerar breytingar á frumvarpinu og fyrir kemur að ein- stakir þingmenn áskilja sér rétt til að taka sjálfstæða afstöðu þegar málið kemur til formlegrar umræðu á þing- fundi. Öll meiriháttar lög hafa verið rædd í þjóðfélaginu áður en Alþingi tekur þau upp, stundum árum sam- an. Oft þurfa menn að vinna að því hörðum höndum að fá sett lög um það sem þeim finnst nauðsynlegt að lögfesta. Alþingi tregðast við að taka mál upp þar til nokkurn veginn er tryggt að meirihluti sé fyrir því og menn hafa komið sér saman um hvernig á málinu skuli tekið, hvað skuli ákveða í meginatriðum, hvaða ráðstafanir skuli gera til að yfirlýstur tilgangur náist. Þar má benda á t.d. lög um stjórn fiskveiða, sem búið var að tala um í allt að tíu ár. Sama er að segja um lögin um framleiðslu- stjórnun í landbúnaði, fjármagns- tekjuskatt o.m.fl. Stjórnmálaflokkarnir eru hinn formlegi vettvangur stjórnmála- umræðunnar í landinu. Allir eru meira en velkomnir í flokkana og geta þó mætt á opnum fundum flokk- anna og sagt sína skoðun þótt þeir séu ekki formlegir flokksmenn í við- komandi flokki og jafnvel þótt þeir séu skráðir í einhvern annan flokk Auðvitað tala menn saman um hlut- ina. Yfirleitt eru málin rædd í flokks- félögunum, á kjördæmisþingum og loks á landsfundum þar sem álykt- anir félaganna eru samræmdar og heildarstefna mynduð. Oftast eru heitar um- ræður í flokkunum um einstök málefni, sumir eru á móti þessu, aðrir á móti hinu, sumir óá- kveðnir en atkvæða- greiðsla sker úr og menn sætta sig yf- irleitt við það. Fæstir þykjast svo óskeikulir að þeir þykist þurfa að ráða helst öllu sem þeir vilja, þótt fyrir komi að menn fari í fýlu og skelli hurðum. Þetta gildir um alla flokkana. Vilji menn „hafa áhrif“ þá eru flokkarnir rétti vett- vangurinn til þess. Það er of seint að ætla sér að hafa áhrif þegar ákvörð- un hefur verið tekin og málið komið fyrir þingið til að lögfesta það. Það má jafnvel segja að þjóðaratkvæða- greiðsla sé um öll meiriháttar lög- gjafarmálefni á vegum flokkanna og vafasamt hvort fleiri myndu nýta at- kvæðisrétt sinn í allsherjar atkvæða- greiðslu. Kjósi menn að nýta ekki at- kvæðisrétt sinn er það á þeirra ábyrgð en ekki kerfinu að kenna. Stjórnmálaflokkarnir eru þannig hornsteinar lýðræðisins. Þar er sam- ið um málin, allir geta verið með sem vilja og þegar á þing er komið byrja samningar milli flokkanna. Lýðræðið byggist á því að menn komi sér sam- an um hvað rétt skuli teljast í hverju tilviki svo að sem flestir geti verið ánægðir með niðurstöðuna. Það verða þó aldrei allir ánægðir sam- tímis, en sem flestir þó. Þetta er lýð- ræðið að verki! En það eru alltaf ein- hverjir í minnihluta hvort sem þjóðaratkvæðagreiðsla er viðhöð eða ekki og hvernig sem menn breyta stjórnkerfinu á æðstu stöðum, það verða alltaf einhverjir í minnihluta. Minnihlutinn getur andað rólega því lög gilda jafnt fyrir alla. Allir eru í sama bát þegar upp er staðið. Alþingi endurspeglar yfirleitt það sem þjóðin hefur komið sér saman um og því væri það ólýðræðislegt ef einhver einstakur embættismaður eða stofnun gæti breytt því. Flokkarnir og lýðræðið Eftir Pétur Guð- varðsson Pétur Guðvarðsson » Alþingi endur- speglar yfirleitt það, sem þjóðin hefur komið sér saman um. Því væri það ólýðræðislegt ef ein- stakur embættismaður gæti breytt því Höfundur er lífeyrisþegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.