Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Allt flug var bannað yfir Íslandi og Skotlandi í gær vegna öskunnar en áætlað að hægt yrði að aflétta bann- inu í dag. Askan berst sem fyrr um háloftin til annarra landa og sam- kvæmt spá er líklegt að hún nái austurströnd Grænlands í dag. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði að alls hefði orðið að aflýsa 32 ferðum hjá félag- inu, frá Íslandi og til landsins, en einnig aflýsti Iceland Express nokkrum ferðum. 10 farþega- þotur félaganna munu hafa strandað á Keflavíkurflugvelli. „Vellinum var lokað rétt eftir mið- nætti og þá var ljóst að ekkert yrði af ferðum sem ráðgerðar voru um morguninn. Þetta hefur sennilega haft áhrif á ferðir um allt að 5000 farþega sem verða fyrir þessari röskun, ef allt er talið,“ sagði Guðjón þegar rætt var við hann í gær. „Núna erum við að vinna við að koma þessum farþegum á leiðarenda með öðrum flugfélögum. Við reynum að finna einhverjar leiðir fram hjá Íslandi.“ kjon@mbl.is Aflýsa varð yfir 30 flugferðum Icelandair  Búist við að flug verði með eðlilegum hætti í dag FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Miklar verðhækkanir á áfengi stuðla að smygli og heimabruggi, að sögn Daða Más Kristóferssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands. Samkvæmt smásöluvísitölu Rann- sóknaseturs verslunarinnar dróst sala áfengis á föstu verðlagi saman um 31,0% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra og um 18,5% á breyti- legu verðlagi. Verð á áfengi var 18,1% hærra í apríl síðastliðnum en í apríl 2009. Það sem af er árinu dróst sala á áfengi í lítrum talið saman um rúm- lega 7,8% miðað við sama tímabil í fyrra og salan var 28,7% minni í apríl en í apríl 2009. Salan hefur ekki verið minni í neinum aprílmánuði síðan 2002. Gert var ráð fyrir að áfeng- isgjaldið skilaði 2.953 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins en raunin varð 2.889 milljónir í ríkis- sjóð. Ákveðin þolmörk Hagfræðingar ganga almennt út frá því að áfengi sé nauðsynja- vara. Daði Már segir að þess vegna sé hægt að hækka verð á áfengi um- talsvert án þess að það hafi áhrif á sölu. Hins vegar viti enginn hvar mörkin séu – hvað megi ganga langt í hækkunum. Samt sé ljóst að eftir því sem hækkunin sé meiri þeim mun meiri „svört“ sala eigi sér stað sem smygl og heimabrugg. „Lítil neysla samkvæmt opinberum tölum um áfengisneyslu á Íslandi og Nor- egi endurspeglar að einhverju leyti töluvert mikla dulda neyslu,“ segir hann. Daði Már bætir við að sé verð- munurinn á smygluðu áfengi og áfengi í búðum meiri en tjónið, sem smyglarinn getur reiknað með að verða fyrir verði hann tekinn, þá stundar hann þessa iðju. Þetta sé vel þekkt kenning í hagfræðinni. „Verð- hækkanir stuðla þannig að smygli og heimabruggi og ýta þessum viðskipt- um að einhverju leyti neðanjarðar,“ segir hann og bendir á að háir skatt- ar hvetji til ólöglegrar iðju eins og „svartrar“ vinnu. „Því meiri sem álögurnar eru því minni eru auka- tekjur ríkisins af því að hækka skatt- ana.“ Að sögn Daða Más má halda því fram að áhrif skattahækkana á áfengi 2009 séu ekki að fullu komnar fram og búast megi við því að ríkið hagnist minna á áfengissölu næstu mánuði og ár vegna þessara hækk- ana. „Ég leyfi mér samt að fullyrða að drykkjan hafi ekki dregist jafn mikið saman,“ segir hann. Stuðlar að smygli og svartri vinnu  Sala áfengis dróst saman um 31,0%  Verð á áfengi hækkaði um 18,1% Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rauði krossinn bauð í gær nem- endum í grunnskólanum í Vík í dagsferð til Reykjavíkur. Magnús Sæmundsson skólastjóri sagði ferð- ina hafa tekist afburða vel. „Þetta var framúrskarandi flott ferð hjá krökkunum og Rauða krossinum og þeim sem tóku á móti okkur til mik- ils sóma,“ sagði Magnús. Gosið í Eyjafjallajökli hefur nú staðið í réttan mánuð. Magnús var spurður um áhrifin á börnin og skólahaldið og svaraði hann að undanfarnar vikur hefðu verið mjög erfiðar. „Það segir sig sjálft að fyrir krakka er vont að geta ekki dögum saman farið út að leika sér. Óvissan skapar líka streitu. Þess vegna var svo frá- bært að fá svona tilbreytingu eins og í dag.“ Hann sagði fyrirsjáanlegt að ef ekki yrði lát á öskufallinu yrði að grípa til einhverra ráðstafana. Einkum væri nú hugað að því að tí- undubekkingar gætu klárað sín próf. Magnús stýrir hins vegar bæði grunnskólanum og leikskólanum og sagði börnin í þeim síðarnefnda ekki síður þurfa að geta komist út. Morgunblaðið/Ómar Enga leti! Börnin frá Vík fóru á ylströndina í Nauthólsvík, síðan í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og loks Latabæ en þar var myndin tekin. Nær 80 nemendur voru í hópnum, allt frá fyrsta bekk upp í tíunda auk nokkurra kennara. Grunnskólabörn í Vík í dagsferð til Reykjavíkur í boði Rauða krossins Ferðin var tilbreyting frá öskunni úr Eyjafjallajökli -28,7% sala á áfengi í lítrum talið var nær þriðjungi minni í apríl sl. en í apríl 2009 64 milljónir króna vantar í ríkissjóð miðað við áætlanir um tekjur af áfengisgjaldi fyrsta þriðjung ársins ‹ ÁFENGI ER BÖL › » Morgunblaðið/Golli Talsvert öskufall var í Vestmannaeyjum í gær og var svo dimmt yfir að kviknaði á götuljósum en þau eru stillt eftir birtustigi. Rykið var afar fíngert en einnig rigndi nokkuð. Örlítils öskufalls varð vart á höfuðborg- arsvæðinu en svifryksmengun mældist undir hættumörkum. Öskufall í Eyjum Ljósmynd/Júlíus G. Ingason Þorsteinn Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, sagði í gærkvöld að vindurinn á gossvæðinu væri að snúast í nokkuð ákveðna norðanátt. „Á þriðjudaginn gæti hann snúist í suðaustanátt og þá gæti askan aftur farið að nálgast Suðvesturland og Faxaflóa.“ Spáð norðanátt ÖSKUHREMMINGAR Fundist hafa tvö ný gen sem tengj- ast Alzheimers-sjúkdómi og náðist þessi árangur með samstarfi vís- indamanna Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og evrópskra og bandarískra vísindamanna. Sagt var frá rannsókninni í nýjasta hefti Jo- urnal of the American Medical Asso- ciation. Rannsóknin náði til alls 34.000 einstaklinga og voru rúmlega 8.000 þessara einstaklinga með sjúkdóm- inn. Tvö ný genasvæði fundust sem bæði tengjast ferlum er hafa með heilann að gera. Auk þessara nýju gena staðfesti rannsóknin fyrri upp- götvanir á öðrum genum sem nýlega hefur verið lýst. Vonir eru bundnar við að þáttur gena hjálpi til við að skýra orsakir þessa alvarlega sjúk- dóms. Alzheimers-sjúkdómurinn er al- gengasta form heilabilunar og leggst aðallega á eldra fólk. Allt að fimmti hver einstaklingur sem verður eldri en 65 ára er talinn munu þróa með sér Alzheimer. Rannsóknir á heilabilun í öldr- unarrannsókn Hjartaverndar eru leiddar af prófessor Vilmundi Guðnasyni, forstöðulækni Rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar og prófessor Pálma V. Jónssyni öldr- unarlækni. Fundu ný gen sem tengjast Alzheimer Vilmundur Guðnason Pálmi V. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.