Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 48
Ljósmyndasýningin Núna/The Pre- sent is Now verður opnuð í dag kl. 14.30 í Norræna húsinu en hún er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Núna/The Present is Now er sam- sýning sex íslenskra og finnskra samtímaljósmyndara sem sýna bæði myndbandsinnsetningar og ljós- myndir. Viðfangsefni listamannanna eru margvísleg: firring, ofbeldi, nú- tímavæðing, skil á milli kynslóða, vöxtur borgarsamfélagsins og tákn- rænt kyrralíf, svo eitthvað sé nefnt. Ljósmyndararnir sex eru Bára Kristinsdóttir, Harri Pälviranta, Ív- ar Brynjólfsson, Saara Ekström, Bragi Þór Jósefsson og Renja Leino en sýningarstjórar eru ljósmynd- ararnir Spessi og Katrín Elvars- dóttir. Katrín segir ljósmyndarana í raun ekki eiga neitt eitt sameig- inlegt í nálgun sinni, þeir séu mjög ólíkir. Hvað finnsku ljósmyndarana varðar nefnir hún að Leino taki myndir á farsíma, Pälviranta fáist við heimildaljósmyndun og Ekström sé tengdari myndlist í sínum ljós- myndum. Finnarnir eru allir þekktir ljósmyndarar í sínu heimalandi. „Félag íslenskra samtíma- ljósmyndara, FÍSL, stendur að sýn- ingunni og það var ákveðið að við Spessi yrðum sýningarstjórar og við tókum þetta að okkur. Síðan sendi fólk innan þess hóps tillögur um það sem það vildi sýna og við völdum þessa þrjá úr,“ segir Katrín um ís- lensku ljósmyndarana. Ljósmynd/Harri Pälviranta Battered Ungur maður lemstraður eftir slagsmál, eins og titillinn vísar í. Firring, ofbeldi og vöxtur borgarsamfélagsins www.listahatid.is Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni að Listahátíð í Reykjavík er í fullum gangi þessa dagana. Fjölmarga viðburði verður að finna á víð og dreif um höfuð- borgina á næstu vikum. Einn þeirra verður haldinn annað kvöld í Þjóðleikhúsinu á vegum tónlistar- og útgáfusamstarfsins Bedroom Community. The Whale Watching Tour eða Hvalaskoðunar-tónleika- ferðalagið hefur síðastliðinn mánuð staðið vítt og breitt um Evrópu og fara lokatónleikarnir fram hér á landi. Valgeir Sigurðsson, upp- tökustjóri, tónlistarmaður og einn af stofnendum Bedroom Comm- unity-útgáfunnar, segir tónleikana lokahnykkinn á löngu og ströngu ferðalagi. Eldgosið truflaði ferðalagið „Við erum að binda endahnút- inn á ferðalagið sem við höfum ver- ið á og ætlum að loka því með miklum tónleikum núna á sunnu- daginn. Við erum búnir að vera fjórir á ferðalaginu ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum og núna bætist í hópinn og við verðum í kringum 13 sem spila. Þannig að þetta verður mjög sértakur lokahnykkur á þess- ari skemmtilegu tónleikaferð.“ Ferðalagið gekk þó ekki hnökralaust fyrir sig frekar en svo mörg önnur ferðalög þessa dagana. „Þetta byrjaði ekkert alltof vel hjá okkur og við þurftum að hætta við nokkra tónleika í byrjun vegna eldgossins. Þeim tónleikum var því frestað fram á sumar og næsta haust. Þetta lengir aðeins líftíma ferðalagsins, sem var kannski ekki það besta en það kemur vonandi eitthvað gott út úr því.“ – Fyrir utan eldgos og aflýsta tónleika, hvernig gekk ferðalagið? „Það gekk bara mjög vel. Við byrjuðum á Englandi og spiluðum á alls konar stöðum, í öllum stærð- um. Það var vel mætt á tónleikana og við fegum frábærar viðtökur. Svo varð prógrammið alltaf betra og betra. Við fórum á fyrsta hluta þessa ferðalags síðasta haust. Þá eiginlega stukkum við beint í fyrstu tónleikana og það gekk bara nokk- uð vel upp því hópurinn er vanur að spila saman í ýmsum myndum og útsetningarnar eru flestar skrif- aðar þannig að fólk getur undirbúið sig vel.“ Alþjóðleg útgáfa Bedroom Community sam- anstendur af hópi listamanna sem ekki eru bara frá Íslandi, eins og sést á lista þeirra sem koma fram á tónleikunum í Þjóðleikhúsinu. – Stóð það alltaf til að hafa út- gáfuna jafnalþjóðlega og hún er? „Já, í rauninni hugsaði ég hana aldrei neitt öðruvísi. Þetta voru þeir listamenn sem ég var að vinna með á sínum tíma. Þegar útgáfan var stofnuð var ég mikið í New York og þannig kemur Nico Muhly inn í þetta. Ben Frost var að flytja heim á þessum tíma og við vorum að vinna saman. Svo var komin dreifing erlendis áður en við feng- um hana hérna heima. Þannig að við í raun hugsuðum þetta alltaf sem alþjóðlega útgáfu. Svo eru bæði landfræðileg og tónlistarleg landamæri mun óljósari en þau voru fyrir tíu árum. Eld- gosið fékk mann svolítið til að hugsa um þetta. Maður er orðinn svo vanur þessum auðveldu sam- göngum. Að það sé ekkert mál að stökkva á milli landa og spila. Gosið tók okkur alveg 100 ár aftur í tím- ann, samgöngulega séð. Þetta sam- starf okkar gæti aldrei gengið nema það væri svona auðvelt að ferðast á milli landa og það er fínt að láta minna sig á það öðru hvoru.“ Á síðustu Airwaves-hátíð kom nýr eyjarskeggi fram með Bed- room Communtiy. Kallar hann sig Puzzle Muteson og er frá eyjunni frægu Isle of White þar sem eitt sinn fór fram stærsta tónlistarhátíð sögunnar. Valgeir og félagar vinna nú við upptökur á nýrri plötu Puzzle Muteson og stefnt er að því að gefa hana út í haust. Verður hann því nýjasta viðbótin við útgáf- una. Morgunblaðið/Kristinn Bedroom Community Félagarnir Nico Muhly, Valgeir og Ben Frost slógu á slaghörpu í gær og höfðu gaman af. Hvalaskoðun í Þjóðleikhúsinu  Bedroom Community heldur stór- tónleika á Listahátíð í Reykjavík  Lokahnykkur tónleikaferðalags 48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 22.maí gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Eurovision. Undankeppnin verður 25. og 27.maí. Aðalkeppnin er laugardaginn 29.maí. Þetta er blaðið sem lesendur hafa við höndina þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. MEÐAL EFNIS: Allt um Eurovision Stiklað á stóru í sögu Eurovision Páll Óskar spáir í spilin Kynning á keppendum Rætt við Örlyg Smára og Heru Björk Dansspor og tíska í Eurovision Íslensku lögin í gegnum tíðina Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnin Myndasyrpur af keppendum Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 18. maí. Eurovision 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.