Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 44
44 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Víkverji er afar heppinn meðsambýliskonu. Hún umber aug- ljósa galla Víkverja og leiðir þá hjá sér. Þó heyrist stundum hljóð úr horni. x x x Víkverji hefur þannig sökkt sérofan í Skýrsluna, sem svo er kölluð, og nartað í þær bækur sem komið hafa út um hrunið. Sumar hefur Víkverji lesið upp til agna eins og nýja bók fyrrverandi ritstjóra síns, Hrunadans og horfið fé. Hefur lesturinn tekið tíma frá viðfangs- efnum sem sambýliskonan telur mun brýnni. x x x Víkverji hefur sérstaklega hafthugann við þá kafla skýrsl- unnar sem lúta að íslenskri þjóðar- sál og Styrmir Gunnarsson vitnar til í bók sinni. Grípum niður í tilvitnun Styrmis í texta dr. Huldu Þórisdóttur í 8. bindi skýrslunnar margrómuðu: „Salvör Nordal hefur til að mynda líkt íslenskri þjóð við grunna tjörn og ber saman við dýpri vötn stærri þjóða. Sökum fámennis þrífist ekki fjölbreyttir undirhópar á Íslandi og þar af leiðandi skapist ekki dýpt í samfélagið. Það þurfi síðan mun minna rok til að koma róti á grunnt vatn en djúpt og feykja því öllu í þá átt sem vindurinn blæs. Af því leiði að hjarðhegðunin verði mun meira áberandi en í fjölmennari löndum. Það getur verið erfitt fyrir ríkis- stjórn í landi líku því sem Salvör lýs- ir að reyna að stýra hjörðinni í aðra átt en hún hleypur hverju sinni. Raunar er allt eins líklegt að hún reyni það ekki, því fulltrúar yfir- valda eru vitanlega sprottnir úr sama sverðinum og meginþorri þjóðarinnar. Eins og rætt hefur ver- ið í þaula síðastliðið ár var stemn- ingin í íslensku samfélagi í upphafi nýs árþúsunds á þá leið að styðja bæri við útrásina, hún væri af hinu góða fyrir efnahag og þjóðarstolt. Stærstu útrásarfyrirtækin voru mjög áberandi í samfélaginu og raunar í lífi fólks. […] Gríðarlegan áhuga á viðskiptum mátti sjá víða […]“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hræðilegt, 8 fugl, 9 líffærin, 10 mannsnafn, 11 kremja, 13 fiskar, 15 fælin, 18 málms, 21 trylla, 22 vindleysu, 23 ber, 24 samtímis. Lóðrétt | 2 skærur, 3 bátur, 4 slota, 5 bakt- eríu, 6 hæðum, 7 röskur, 12 rekistefna, 14 lengd- areining, 15 vers, 16 ókyrrð, 17 fuglinn, 18 herbergi, 19 kvíslum, 20 fýlda. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 helja, 4 glíma, 7 lútan, 8 tukta, 9 ali, 11 nart, 13 hrós, 14 arður, 15 blað, 17 óróa, 20 hak, 22 rofna, 23 álf- ar, 24 syrta, 25 tínir. Lóðrétt: 1 hélan, 2 letur, 3 anna, 4 gati, 5 ískur, 6 aðals, 10 liðka,12 tað, 13 hró, 15 bergs, 16 arfur, 18 rófan, 19 aurar, 20 hana, 21 kátt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Bjartsýni þín leiðir þig langt og þegar sá gállinn er á þér njóta samstarfs- menn þínir einnig góðs af. Einhver þarf að ræða við þig um sín hjartans mál. (20. apríl - 20. maí)  Naut Dagurinn hentar einstaklega vel til þess að byrja á nýju verkefni í vinnu. Ef það eykur hamingju þína að ferðast skaltu láta verða af því. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Óvænt tækifæri berst upp í hendurnar á þér og nú hefur þú enga af- sökun fyrir því að nýta þér það ekki. Slakaðu á í faðmi fjölskyldunnar. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú græðir lítið á því að láta alla hluti fara í taugarnar á þér. Gættu þín í öllu sem snýr að fjármálum. Bjartsýnin ræður ríkjum hjá þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þið skuluð búa ykkur undir eitthvað óvænt í dag og það kemur úr þeirri átt- inni sem þið eigið síst von á. Reyndu að skapa þér líf utan vinnunnar líka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Reyndu að láta lítið fara fyrir þér í dag. Til hamingju – ef þér líður vel, ef ekki er málið að taka í taumana og horfa á björtu hliðarnar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú nálgast viðfangsefni þín af mikilli sannfæringu: það gerir þig fram úr hófi hæfa/n. Of miklar upplýsingar geta auð- veldlega flækt málin. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú átt erfitt með að henda reiður á hvað er að gerast í kringum þig. Þolinmæðin er eitt af undirstöðuatriðum þess að þér verði eitthvað úr verki. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gamlar tilfinningar eða vana- bundin hegðun í samskiptum við þína nánustu lætur á sér kræla á næstunni. Eyddu kvöldinu í góðra vina hópi. Njóttu frelsisins til jafns við ábyrgðina sem þú tekur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Maður uppsker eins og maður sáir, það er gömul saga og ný. Draumar um fjarlæga staði gera dagana spenn- andi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Dugnaður þinn verður til um- ræðu, en kannski ekki endilega meðal þeirra sem þú vilt að hæli þér. Engar út- skýringar eru nauðsynlegar, því vinir þurfa þær ekki. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert ekki ein/n af þeim sem setja fólk á stall. Ef þú lendir í klípu, skiptu þá um umræðuefni. Stjörnuspá Osvald Kratsch verður áttatíu og fimm ára á morgun, 16. maí. Í tilefni afmæl- isins býður hann vinum og vanda- mönnum að þiggja veitingar í Skátamiðstöð- inni, Hraunbæ 123, Reykjavík, á af- mælisdaginn milli kl. 14-17. Allar gjafir eru afþakkaðar, en styrkja má Skátamiðstöðina v/Árbæ ef vill. 85 ára Jón Gunn- laugur Stefáns- son, bóndi í Höfðabrekku, Kelduhverfi, Norður-Þing- eyjarsýslu, verð- ur áttatíu og fimm ára á morgun, 16. maí. Hann dvelur í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. 85 ára Sigurður Hjartarson, bak- arameistari frá Ísafirði, verður áttræður 18. maí næstkomandi. Hann verður að heiman á afmæl- isdaginn en fagnar þessum tímamótum með sínum nánustu í dag, 15. maí, í sumarhúsi dóttur sinnar og tengdasonar, Nýjabæ í Hraunborgum í Grímsnesi. Eig- inkona Sigurðar er Bára Jóns- dóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðs- firði. 80 ára „Upphaflega ætlaði ég nú að halda upp á afmælið, en undanfarið hefur verið of mikið að gera hjá mér í vinnunni vegna eldgossins,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem verður fertugur í dag. Hann segist mögulega munu halda lítið boð fyrir nánustu fjöl- skyldumeðlimi um helgina, en stefnir á að halda stærri veislu þegar fer að róast hjá honum í vinnunni. Aðspurður segir Theodór ómögulegt að spá um hvenær það verður. „Eldfjallið stýrir óneitanlega lífi mínu um þessar mundir. Maður veit ekki einu sinni hvernig morgundagurinn verður, enda þurfum við á Veðurstof- unni alltaf að vera tilbúin til að bregðast við ef gangurinn í gosinu breytist.“ Hann viðurkennir að mikið álag hafi verið á starfsmönnum Veður- stofunnar sem hafi unnið mikla yfirvinnu frá því gosið hófst. „Það er brjálað að gera og allir aðframkomnir af þreytu.“ Aðspurður hvort þetta séu samt ekki spennandi tímar fyrir starfsmenn Veðurstof- unnar, segir hann: „Jú, jú, auðvitað. Og við höfum líka lært heilmikið á þessu.“ hlynurorri@mbl.is Theodór Freyr Hervarsson, fertugur Gos setur strik í reikninginn Magnús Ingi Magnússon veit- ingamaður verð- ur fimmtugur 19. maí næst- komandi. Í til- efni afmælisins býður hann vin- um sínum, vandamönnum og öðrum samferðamönnum á lífs- leiðinni til veislu á veitingahúsinu Panorama á morgun, sunnudaginn 16. maí kl. 12. Allir velkomnir. 50 ára Sudoku Frumstig 6 4 1 5 1 9 1 6 4 3 8 5 9 7 6 4 3 9 1 6 5 6 7 3 4 1 1 9 5 5 4 7 1 2 4 1 6 5 7 8 7 2 9 4 1 2 8 9 7 8 4 5 1 9 5 8 7 1 4 1 3 4 2 7 6 4 3 9 8 4 6 3 2 7 6 5 6 1 2 5 3 4 7 8 9 8 4 7 2 9 6 5 1 3 9 3 5 7 8 1 2 4 6 4 2 6 8 5 7 9 3 1 3 5 9 6 1 2 4 7 8 7 8 1 9 4 3 6 5 2 5 9 4 3 6 8 1 2 7 1 7 8 4 2 9 3 6 5 2 6 3 1 7 5 8 9 4 7 8 4 2 6 3 1 9 5 2 9 3 5 4 1 7 8 6 5 1 6 7 9 8 4 2 3 8 2 5 1 7 6 3 4 9 1 4 9 3 8 2 5 6 7 3 6 7 9 5 4 8 1 2 6 3 2 8 1 7 9 5 4 4 5 1 6 3 9 2 7 8 9 7 8 4 2 5 6 3 1 1 4 6 3 9 2 7 8 5 9 7 2 8 6 5 1 3 4 5 3 8 7 4 1 6 2 9 6 8 7 1 3 9 4 5 2 2 1 9 4 5 6 8 7 3 4 5 3 2 8 7 9 6 1 3 2 4 9 7 8 5 1 6 8 6 1 5 2 4 3 9 7 7 9 5 6 1 3 2 4 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 15. maí, 135. dag- ur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 d6 5. c3 Rbd7 6. e4 h6 7. Bh4 g5 8. Bg3 Rh5 9. Rc4 Rxg3 10. hxg3 e6 11. Bd3 De7 12. De2 b6 13. O-O-O Bb7 14. Re3 a6 15. Kb1 b5 16. Bc2 Rb6 17. Rd2 c5 18. dxc5 dxc5 19. f4 O-O-O 20. e5 Kb8 21. a4 c4 22. axb5 axb5 23. Re4 gxf4 24. gxf4 Rd5 25. Rxd5 exd5 26. Rg3 Bf8 27. Rf5 Dc7 28. b4 cxb3 29. Bxb3 Hg8 30. Hh3 Hg6 31. Hhd3 b4 32. c4 d4 33. Rxd4 Hxg2 Staðan kom upp á átta manna ofur- stórmeistara-atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Bakú í Aserbaídsjan. Gata Kamsky (2702) hafði hvítt gegn heimamanninum Teimour Radjabov (2740). 34. Rc6+! Dxc6 35. Hxd8+ Ka7 36. Dd3 Bc5 37. Hd7 Hf2 38. Dd5 Dg6+ 39. Hd3 Hf1+ 40. Kb2 Hf2+ 41. Bc2 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur S. Hermannsson | ritstjorn- @mbl.is Í lit andstæðinganna Norður ♠G ♥102 ♦KG98632 ♣KG7 Vestur Austur ♠AKD643 ♠109852 ♥63 ♥ÁD975 ♦4 ♦-- ♣ÁD105 ♣982 Suður ♠7 ♥KG84 ♦ÁD1075 ♣643 Suður spilar 4♠. Hvernig bar það til, að NS enduðu í 4♠? Það er útskýrt í bridsmetabók Davids Birds og Nikos Sarantakos. Spilið kom fyrir í bandarískri sveita- keppni og við annað borðið spiluðu AV 6♠ sem töpuðust þegar engin svíning gekk. Við hitt borðið sátu Cecari Ba- licki og Adam Zmudzinski AV og Steve Weinstein og Bobby Levin NS, allt heimsþekktir spilarar. Weinstein í norður hóf sagnir á 3♦ og Zmudzinski í austur passaði. Levin í suður taldi ljóst að AV ættu geim eða jafnvel slemmu í spaða. Hann ákvað því að grugga vatnið og sagði 3♠ á einspilið. Balicki í vestur gat ekkert sagt við því. Besta sögnin á spil norð- urs er væntanlega 3Gr en Weinstein leist vel á spaðagosann og lyfti því í 4♠. Levin sagði pass og Balicki var ánægð- ur. 4♠ fóru 8 niður, 800 til AV. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.