Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Mök í miðjum tíma 2. Jökullinn í öllu sínu veldi 3. Búinn að fá nóg 4. Brjálaði puttaferðalangurinn ...  Löngu og ströngu tónleikaferðalagi liðsmanna Bedroom Community lýk- ur í kvöld með tónleikum í Þjóðleik- húsinu en þar mun á annan tug tón- listarmanna koma fram. »48 Morgunblaðið/Kristinn Bedroom Community lýkur löngu ferðalagi  Sigtryggur Kjartansson held- ur burtfarar- tónleika í Stap- anum kl. 16 á sunnudag. Sig- tryggi, sem lauk stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. jól, er margt til lista lagt. Hann var í fyrra einn af fulltrúum Íslands á Alþjóð- legu ólympíuleikunum í efnafræði. Í vetur komst hann í úrslitakeppni landskeppninnar í eðlisfræði. Ungur píanóleikari og margt fleira  Tónlistarmað- urinn Jónsi kom fram í spjallþætti Craig Ferguson á bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS þriðjudaginn sl. og lék lag af sólóplötu sinni Go. Kærasti hans Alex kom fram með honum og hljóm- sveit. Jónsi mun hlakka mikið til að halda tónleika á Íslandi og vonast til að geta það í lok árs þegar tónleika- ferð hans um heiminn lýkur. Jónsi í spjallþætti Craig Ferguson FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning N- og A-lands og slydda til fjalla, bjartviðri SV-til. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast S-lands. Á sunnudag Norðan 8-13 m/s og rigning N- og A-lands og slydda til fjalla, en annars bjartviðri. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast SV-til. Á mánudag Norðlæg átt, 5-10 m/s NV-lands. Víða slydduél eða skúrir, þurrt að kalla S-til. Hiti 0 til 8 stig. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í fyrsta skipti á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í 36 ár. Viðureign liðanna fer ekki fram í Hafnarfirði, heldur á Hlíðarenda í Reykjavík ann- að kvöld. Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari hefur leikið með báðum félögunum, og þjálfað þau bæði, og segir að hjartað slái bæði með FH og Haukum. »2-3 Hjarta Ólafs slær með bæði FH og Haukum Ásdís Hjálmsdóttir, spjót- kastari úr Ármanni, varð í sjötta sæti á fyrsta dem- antamóti ársins í frjálsum íþróttum sem fram fór í Doha í Katar í gærkvöldi. Ásdís kastaði lengst 54,74 metra sem er tæpa sjö metra frá Íslandsmeti henn- ar. Fyrir fram var Ásdís með sjöunda besta árangurinn af keppendunum átta. »1 Ásdís hafnaði í 6. sæti í Katar Ólafur Guðmundsson, landsliðsmað- urinn ungi í liði FH, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við danska stórliðið AG Köben- havn. Hann leikur þó áfram með FH á næstu leiktíð. „Ég er alveg í skýjunum með þessa niðurstöðu. AG er rosa- lega flott fé- lag í alla staði og eitt það flottasta sem ég hef skoðað,“ sagði Ólafur við Morg- unblaðið. »1 AG er eitt flottasta fé- lag sem ég hef skoðað Þórunn Clausen leikkona á óvenjulegu sviði, víkingaskipinu Íslendingi, í gærkvöldi en hún flutti þá einleikinn Ferðir Guðríðar eftir Brynju Bene- diktsdóttur í uppfærslu Maríu Ellingsen. Víkingaskipið er miðpunkturinn í nýju leikhúsi sem er að hefja starfsemi í Reykjanesbæ, nánar tiltekið á Vík- ingabraut 1. Auk leikhússins, sem tekur um 50 manns í sæti, er á staðnum sýning um landafundi Íslendinga og þar er rekið veitingahús. Morgunblaðið/Kristinn Af ferðum Guðríðar á hentugu leiksviði Verið er að breyta veitingastaðnum Óðali við Austurstræti í Reykjavík og stendur til að þar verði næturklúbbur og bar með íþróttaívafi, eins og Grétar Berndsen, eigandi staðarins, orðar það. Óðal á sér áratugalanga sögu. Um tíma var þar virtur veitingastaður auk næturklúbbs en undanfarin ár hefur meðal annars verið boðið upp á nektardans á næturklúbbnum. 23. mars síðastliðinn samþykkti Alþingi lög sem fela í sér fortakslaust bann við því að bjóða upp á nektarsýningar og öðlast þau gildi 1. júlí næstkomandi. Grétar segir að aðalatriðið sé að rekst- urinn gangi Opna fyrir HM Veitingastaðnum var lokað fyrir um hálfum mánuði og er stefnt að því að opna í tæka tíð áður en heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst 11. júní. Grétar segir að á fyrstu hæð hússins verði bar þar sem fylgjast megi með íþróttum og á annarri hæð verði næturklúbbur en hægt verði að tengja starfsemi hæðanna ef vill. „Hugmynd- in er að barinn verði mjög huggulegur og með þægilegri börum í bænum,“ segir hann. „Þetta verður flottur bar með íþróttaívafi.“ steinthor@mbl.is Íþróttir í stað fatafellna  Lagabreyting veldur því að Óðali verður breytt í næturklúbb og „íþróttabar“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.