Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Mök í miðjum tíma 2. Jökullinn í öllu sínu veldi 3. Búinn að fá nóg 4. Brjálaði puttaferðalangurinn ...  Löngu og ströngu tónleikaferðalagi liðsmanna Bedroom Community lýk- ur í kvöld með tónleikum í Þjóðleik- húsinu en þar mun á annan tug tón- listarmanna koma fram. »48 Morgunblaðið/Kristinn Bedroom Community lýkur löngu ferðalagi  Sigtryggur Kjartansson held- ur burtfarar- tónleika í Stap- anum kl. 16 á sunnudag. Sig- tryggi, sem lauk stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. jól, er margt til lista lagt. Hann var í fyrra einn af fulltrúum Íslands á Alþjóð- legu ólympíuleikunum í efnafræði. Í vetur komst hann í úrslitakeppni landskeppninnar í eðlisfræði. Ungur píanóleikari og margt fleira  Tónlistarmað- urinn Jónsi kom fram í spjallþætti Craig Ferguson á bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS þriðjudaginn sl. og lék lag af sólóplötu sinni Go. Kærasti hans Alex kom fram með honum og hljóm- sveit. Jónsi mun hlakka mikið til að halda tónleika á Íslandi og vonast til að geta það í lok árs þegar tónleika- ferð hans um heiminn lýkur. Jónsi í spjallþætti Craig Ferguson FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning N- og A-lands og slydda til fjalla, bjartviðri SV-til. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast S-lands. Á sunnudag Norðan 8-13 m/s og rigning N- og A-lands og slydda til fjalla, en annars bjartviðri. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast SV-til. Á mánudag Norðlæg átt, 5-10 m/s NV-lands. Víða slydduél eða skúrir, þurrt að kalla S-til. Hiti 0 til 8 stig. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í fyrsta skipti á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í 36 ár. Viðureign liðanna fer ekki fram í Hafnarfirði, heldur á Hlíðarenda í Reykjavík ann- að kvöld. Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari hefur leikið með báðum félögunum, og þjálfað þau bæði, og segir að hjartað slái bæði með FH og Haukum. »2-3 Hjarta Ólafs slær með bæði FH og Haukum Ásdís Hjálmsdóttir, spjót- kastari úr Ármanni, varð í sjötta sæti á fyrsta dem- antamóti ársins í frjálsum íþróttum sem fram fór í Doha í Katar í gærkvöldi. Ásdís kastaði lengst 54,74 metra sem er tæpa sjö metra frá Íslandsmeti henn- ar. Fyrir fram var Ásdís með sjöunda besta árangurinn af keppendunum átta. »1 Ásdís hafnaði í 6. sæti í Katar Ólafur Guðmundsson, landsliðsmað- urinn ungi í liði FH, er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við danska stórliðið AG Köben- havn. Hann leikur þó áfram með FH á næstu leiktíð. „Ég er alveg í skýjunum með þessa niðurstöðu. AG er rosa- lega flott fé- lag í alla staði og eitt það flottasta sem ég hef skoðað,“ sagði Ólafur við Morg- unblaðið. »1 AG er eitt flottasta fé- lag sem ég hef skoðað Þórunn Clausen leikkona á óvenjulegu sviði, víkingaskipinu Íslendingi, í gærkvöldi en hún flutti þá einleikinn Ferðir Guðríðar eftir Brynju Bene- diktsdóttur í uppfærslu Maríu Ellingsen. Víkingaskipið er miðpunkturinn í nýju leikhúsi sem er að hefja starfsemi í Reykjanesbæ, nánar tiltekið á Vík- ingabraut 1. Auk leikhússins, sem tekur um 50 manns í sæti, er á staðnum sýning um landafundi Íslendinga og þar er rekið veitingahús. Morgunblaðið/Kristinn Af ferðum Guðríðar á hentugu leiksviði Verið er að breyta veitingastaðnum Óðali við Austurstræti í Reykjavík og stendur til að þar verði næturklúbbur og bar með íþróttaívafi, eins og Grétar Berndsen, eigandi staðarins, orðar það. Óðal á sér áratugalanga sögu. Um tíma var þar virtur veitingastaður auk næturklúbbs en undanfarin ár hefur meðal annars verið boðið upp á nektardans á næturklúbbnum. 23. mars síðastliðinn samþykkti Alþingi lög sem fela í sér fortakslaust bann við því að bjóða upp á nektarsýningar og öðlast þau gildi 1. júlí næstkomandi. Grétar segir að aðalatriðið sé að rekst- urinn gangi Opna fyrir HM Veitingastaðnum var lokað fyrir um hálfum mánuði og er stefnt að því að opna í tæka tíð áður en heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst 11. júní. Grétar segir að á fyrstu hæð hússins verði bar þar sem fylgjast megi með íþróttum og á annarri hæð verði næturklúbbur en hægt verði að tengja starfsemi hæðanna ef vill. „Hugmynd- in er að barinn verði mjög huggulegur og með þægilegri börum í bænum,“ segir hann. „Þetta verður flottur bar með íþróttaívafi.“ steinthor@mbl.is Íþróttir í stað fatafellna  Lagabreyting veldur því að Óðali verður breytt í næturklúbb og „íþróttabar“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.