Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 23
Fréttir 23VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Spænska blaðið El Pais sagði í gær frá því að Frakklandsforseti, Nicol- as Sarkozy, hefði hótað að draga landið úr evrusamstarfinu, ef Þjóð- verjar neituðu að taka þátt í björg- unarpakka Evrópusambandsins. El Pais hefur þetta eftir nánum sam- verkamönnum spænska forsætis- ráðherrans, José Luis Rodríguez Zapatero. Leiðtogar Evrópusambandsins settu um síðustu helgi saman gríð- arstóran björgunarpakka fyrir hinar skuldugri þjóðir evrusvæðisins. Áhyggjur af opinberum fjármálum, hallarekstri og skuldasöfnun þeirra ríkja hafa skekið fjármálamarkaði að undanförnu. Að því er fram kem- ur í frétt spænska blaðsins „barði Sarkozy í borðið og hótaði að hætta í evrunni“, þannig að Angela Merkel þurfti að gefa eftir og samþykkja að- gerðina. Skammvinn sæla Markaðir tóku tímabundið við sér við tíðindin af björgunarsjóð- inum, sem nemur 750 milljónum evra. Í gær náði evran hins vegar lægsta gildi sínu gagnvart Banda- ríkjadollar í eitt og hálft ár, eða 1,2465 dollurum. Ef þessi þróun heldur áfram er stutt í að næsta áfanga í sigi evrunnar verði náð, 1,2328 dollurum, en evran féll niður í það gengi þegar fjármálakreppan var í algleymingi í október 2008, þegar fjárfestar flýðu yfir í dollar í stórum stíl. Austurríska fyrirtækið Austri- an Mint, sem framleiðir gullpeninga, sagði í fyrradag að það hefði selt meira gull á síðustu tveimur vikum en á öllum fyrsta fjórðungi ársins. Talsmaður fyrirtækisins sagði að söluna mætti alla rekja til aukinnar eftirspurnar frá Evrópu, en leiða má líkur að því að minnkandi tiltrú á pappírsgjaldmiðlum – þá sér í lagi evru – hafi valdið því að fjárfestar hafi leitað frekar í góðmálma. „Eftirspurnin er einungis frá Evrópu, við höfum ekki fengið nein- ar pantanir frá Bandaríkjunum og Asíu á síðustu viku,“ segir talsmað- urinn. „Það eru skýr merki þess að um sé að ræða óðagotskaup, vegna áhyggna af Grikkjum og evrunni,“ bætti hann við. Volcker efast um evruna Paul Volcker, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, sagði í fyrradag að skuldavandi Evr- ópuríkja kynni að grafa undan evr- unni. Volcker, sem er einn af efna- hagsráðgjöfum Bandaríkjaforseta, sagði við nemendur við London School of Economics að það væri erf- itt fyrirkomulag að hafa sameig- inlega mynt en aðskilin stjórnvöld. „Ég var upphaflega á þeirri skoðun að evran væri góð hugmynd,“ sagði hann. Þá sagði Volcker að stjórnvöld vestanhafs stæðu frammi fyrir sama vandamáli og stjórnvöld víða um heim, miklum fjárlagahalla. Fjár- lagahallinn í Bandaríkjunum nemur 1.200 milljörðum dollara og skuldir hins opinbera eru 13.000 milljarðar dollara. „Við erum í sömu klemmu og svo margar aðrar ríkisstjórnir. Hallinn er allt of mikill,“ sagði hann. Þó væri staða bandarísks efnahags- lífs eilítið betri en hann hefði búist við. Frakkar hótuðu að yfirgefa evru Barið í borðið Sarkozy hótaði að Frakkar drægju sig úr evrusamstarfinu, tækju Þjóðverjar ekki þátt í björgunarpakkanum fyrir skuldsett evruríki.  Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna efast um framtíð evrusvæðisins  Meira seldist af gulli í Evrópu síðustu tvær vikur en allan fyrsta fjórðung samanlagt  Evran hélt áfram að lækka í gær Íslandsbanki Fjármögnun hefur lækkað vexti á óverð- tryggðum samningum um 0,75 prósentustig frá og með 12. maí síðastliðnum. Í tilkynningu segir að lækkunin komi í kjölfar lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans í síðustu viku. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum bílasamningum og bílalánum verða á bilinu 11,05% til 11,35%. Þeir viðskiptavinir Íslandsbanka Fjármögnunar sem kjósa að fá höfuðstólslækkun á bílasamningum eða eignaleigusamningum sínum fá 2,6% afslátt af vöxtum fyrstu 12 mánuðina. Lækka vexti um 0,75 prósentur 750 milljarðar evra eru í björgunarsjóði Evrópusambandsins vegna skuldsettra evruríkja 18 mánuðir eru síðan gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar var jafnlágt 110 milljarðar eru í neyðarláni evruríkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til grískra stjórnvalda 115% er hlutfall opinberra skulda af vergri landsframleiðslu Grikklands ‹ EVRUVANDI › » www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200                                        ! " #    $! "  %     &'(!  )*   +      )        (  &!! ,   -    . +     ) - &* /     +    + .0   +    1    &!!*   (!!!     2     + - -  1  &   &!!   3!!     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.