Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 1

Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 1
„Ég er til í allt sem hentar mér og hef sótt um mörg störf, en fengið fá svör,“ segir Amalia Van Hong Nguyen 22 ára sem er búin að vera án vinnu í rúmlega þrjá mán- uði. Þriðjungur þeirra sem skráðir eru án vinnu er á milli tvítugs og þrítugs. Þeir sem eru at- vinnulausir eru sá hópur í þjóðfélaginu sem stendur höllustum fæti samkvæmt könnun sem Rauði kross Íslands kynnti í gær. »6 Þriðjungur atvinnu- lausra er 20-30 ára Amalia vann í bakaríi þar til í janúar. L A U G A R D A G U R 1 5. M A Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  112. tölublað  98. árgangur  REYNSLAN Á RAUÐA DREGLINUM ÁSAÞÓR DAVID BYRNE HÝR SVANUR FRAMBOÐIÐ ER ANDÚÐ GEGN LEIÐINDUM SUNNUDAGSMOGGINN BESTI FLOKKURINN 14GÍSLI ÖRN Á LEIÐ TIL L.A 50 ÁN ALLRA AUKEFNA FÆUBÓTAREFNI ÍSLENSKTMEGRUNARFÆ Kemur í stað tveggja máltíða á dag og inniheldur þau vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þótt Sel í Landeyjum sé ekki langt frá eldfjallinu og strókurinn blasi við flesta daga er þetta í fyrsta skipti sem þar fellur aska í þessu gosi. „Það sló fyrir en stóð ekki lengi,“ segir Sverrir Krist- jánsson í Seli. Sauðburður er langt kominn og Sverrir hefur ekki talið annað fært en að hleypa út hluta af lambánum í trausti þess að bærinn slyppi við öskufall. Hann var í gær að gefa fénu hreint hey og þrífa öskuna úr vatnsílátum. „Það sló fyrir en stóð ekki lengi“ Morgunblaðið/RAX Egill Ólafsson egol@mbl.is Slitastjórn Landsbankans er þessa dagana að senda út yfirlýsingar um riftunarmál á hendur ýmsum aðil- um, þar á meðal á hendur fyrrver- andi stjórnendum bankans og öðrum fjármálastofnunum. Þær fjárhæðir sem verið er að krefjast endur- heimta á eru í kringum 90 milljarðar króna. Einnig krefst slitastjórn þess að fá greidda tryggingafjárhæð upp á 9 milljarða vegna saknæmrar hátt- semi stjórnenda bankans. Slitastjórn Landsbankans réð síðasta sumar til sín teymi sérfræð- inga hjá Deloitte í Bretlandi til að rannsaka rekstur Landsbankans í aðdraganda hrunsins. Herdís Hall- marsdóttir, sem sæti á í slitastjórn Landsbankans, sagði að rannsóknin væri langt kominn en ekki lokið. „Landsbankinn var með trygg- ingu, svokallaða D&O policy, sem felur í sér tryggingavernd vegna saknæmrar háttsemi stjórnenda bankans. Þar erum við að tala um saknæma háttsemi í skilningi skaða- bótaréttarins en ekki refsiréttarins. Þessi trygging hljóðar upp á samtals 50 milljónir evra eða um 9 milljarða króna. Við höfum tilkynnt 11 atvik sem við teljum að varði bótaskyldu stjórnenda og krefjumst greiðslu úr tryggingunni á grundvelli hennar.“ Riftun vegna 90 milljarða  Slitastjórn Landsbankans hefur krafist þess að fá greidda 9 milljarða króna tryggingu vegna gruns um saknæma háttsemi fyrrverandi stjórnenda bankans Mál farin til saksóknara » Ýtrustu kröfur sem settar eru fram í tilkynningu slita- stjórnar hljóða upp á um 250 milljarða króna. » Slitastjórn Landsbanka hef- ur tilkynnt mál til sérstaks sak- sóknara. MGera kröfu um 250 milljarða »2 Reynt er að finna lausn á deilunum um aðgang að réttarhöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ein hug- myndin er að sýna réttar- haldið á vefsvæði dómstólsins. Helgi I. Jónsson dómstjóri telur líklegt að þá þurfi að breyta lög- um. Hann segist helst vilja stærra húsnæði og bendir á að ef til vill yrðu beinar útsendingar taldar íþyngjandi fyrir vitni og sakborn- inga. »8 Beinar netútsend- ingar úr dómsal? Til átaka hefur komið í héraðsdómi. Yngvi Örn Kristinsson og Stein- þór Gunnarsson, sem báðir eru fyrrverandi framkvæmdastjórar Landsbankans, ætla í hart við slitastjórn bankans vegna þess að launakröfum þeirra var hafnað. Yngvi lýsti kröfum upp á samtals 230 milljónir króna vegna tæp- lega þriggja ára uppsagnarfrests og vangreiddra kaupauka. Yngvi hefur á undanförnum mánuðum sinnt verkefnum fyrir félagsmála- ráðuneytið en hann hefur sagt opinberlega að hann muni gefa allt fé sem hann kann að fá úr þrotabúi Landsbankans til vel- ferðarmála. Steinþór vill tæplega hálfan milljarð frá slitastjórninni vegna kaupauka sem hann telur sig eiga inni. Lögmaður beggja er Sigurður G. Guðjónsson. »22 Ætla að fara í hart vegna kaupauka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.