Morgunblaðið - 25.05.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 25.05.2010, Síða 11
Daglegt líf 11 Fyrirtækjakeppninni Hjól- að í vinnuna lýkur í dag en hún hófst 5. maí síð- astliðinn. Þátttakendur í ár eru rúmlega níu þúsund talsins og höfðu síðasta föstudag hjólað vega- lengd sem nemur því að þeir væru búnir að fara samtals 362 hringi í kringum Íslands. Skýrr er í flokki fyrirtækja með 150 til 399 starfsmenn og var þar í öðru sæti fyrir helgi. Allar upplýsingar um keppnina og úrslitin í ár má finna á vefsíðunni: www.hjoladivinnuna.is. HJÓLAÐ Í VINNUNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 Tíu heilsutengdir klúbbar „Byrjað var með nokkur hjól til reynslu, svo gafst þetta það vel að það var bætt við flotann. Hvert hjól er númerað og maður fær lykil og lás, regnhlíf, regnslá og hjálm með hjólinu. Svo getur maður skil- ið það eftir hvorum megin sem er. Hjólin eru töluvert mikið notuð og gaman að veifa samstarfsmönnum sínum þegar hjólað er á milli. Sumir gerðu nú saklaust grín að þessu í byrjun en þegar það kom svona flottur hjólafloti fóru menn að prófa og hjóla og þetta svínvirkar núna. Það tekur því ekki að starta bílnum þessa leið enda er maður fáránlega fljótur að hjóla. Þetta er pínu sameiningarafl líka, menn geta talað um þetta og verið samferða á hjólunum. Ég sé fram á að þetta verði vel nýtt áfram, sérstaklega með hækkandi sól,“ segir Erna og bætir við að það sé gaman að vinna hjá Skýrr og starfsmenn séu margir meðvit- aðir um heilsuna. „Þetta er heilsufyrirtæki, það eru um tuttugu klúbbar innan fyr- irtækisins og af þeim snúast tíu um heilsu og hreyfingu. Það er hjóla-, kajaka-, sjósunds-, hlaupa- og fjallagönguklúbbar svo eitthvað sé nefnt. Mötuneytið er svo heilsu- tengt. Það eru allir rosa „fitt“ í Skýrr,“ segir Erna og hlær. „Hjólaklúbburinn góði sér að sjálfsögðu um allt viðhald og við- gerðir á fákunum ef svo ber við og bregst við eins hratt og vindurinn ef eitthvað bjátar á. Það má heldur ekki gleyma því að við höfum náð góðum ár- angri í keppninni Hjólað í vinnuna og því lá það beinast við að brúa bilið á milli húsa með hjólum. Hjól- að í vinnuna er í gangi núna og er- um við í efstu sætunum eins og staðan er í dag og stefnum að sjálf- sögðu á að klára þetta og sigra. Það er heilmikið hjólalíf í Skýrr og margir sem hjóla í vinn- una, jafnvel úr Mosfellsbæ, og hér er mjög góð aðstaða til að koma hjólandi í vinnuna.“ Koma blóðinu á hreyfingu Erna segir að það sé mikið lagt upp úr því að heilsan sé í góðu lagi hjá starfsmönnum Skýrr. „Við erum náttúrulega að vinna við tölv- ur allan daginn og það er reynt að koma til móts við það og koma blóðinu í okkur á hreyfingu,“ segir Erna en um 330 manns vinna hjá Skýrr. Spurð hvort hún noti mikið hjólin sjálf til að fara á milli bygg- inga segist hún mega vera duglegri við það. „Ég mætti nú alveg vera dug- legri að nota hjólin og ég reyni að gera það þegar ég er í húsi en ég vinn töluvert úti í bæ. Ef ég hjóla ekki fer ég gangandi í góðum fé- lagsskap kollega. En það getur nú líka verið hressandi á góðum degi að taka auka hjólarúnt í hverfinu.“ Allir kátir Nokkrir starfsmenn Skýrr með hjól sem fyrir- tækið keypti, hjálma, regnhlíf, slár og körfur. Í rigningunni Erna Margrét Arnarsdóttir tilbúin að fara á milli bygginga á hjólinu. Morgunblaðið/Kristinn Einn af öflugustu hjólabloggurum er Hrönn Harðardóttir, Hjóla-Hrönn, sem hefur lengi bloggað um hjóla- tilveruna á hrannsa.blog.is. Á bloggi hennar má lesa ýmsar hugleiðingar um hvernig það er að vera hjólreiðamaður í Reykjavík. Hrönn er dugleg við að benda á það sem betur má fara hjá borgaryfir- völdum og mættu yfirmenn í sam- göngumálum borgarinnar gjarnan vera duglegir að lesa bloggið hennar, bæði nýjar færslur og gamlar, hafi þeir á annað borð áhuga á að gera borgina betri fyrir hjólreiðamenn. Hrönn les ekki bara borginni pist- ilinn. Hún sér líka spaugilegu hlið- arnar á flestum ef ekki öllum málum og blogg hennar er því mjög skemmtilegt aflestrar. Hrönn er að auki ófeimin við að gagnrýna aðra hjólreiðamenn, s.s. þá sem þekkja ekki skil á þeim umferðarreglum sem gilda á hjólreiðastígum. Í nýlegri færslu fjallar Hrönn um hvenær best er að hringja bjöllunni á reiðhjólinu þegar farið er fram hjá gangandi vegfarendum en flestir hjólreiðamenn kannast við þetta flókna vandamál. „Mér hefur ekki fundist skipta neinu máli hvaða að- ferð ég nota, sumu fólki bregður hrottalega þegar skugginn minn kemur rólega upp að því, aðrir verða fúlir ef ég hringi bjöllunni (og trufla fólk í samræðum) og aðrir yfir því að hún skuli ekki hafa vera notuð,“ segir m.a. í bjöllufærslunni. Vefsíðan www.hrannsa.blog.is/blog/hrannsa/ Krókur „Ég held að ég geti fullyrt að enginn hjólreiðamaður með sjálfsvirðingu taki á sig þennan krók, til að ja, ég veit ekki til hvers!“ segir Hrönn um stíginn. Hjóla-Hrönn hringir bjöllu Um 300 manns gengu á Hvannadals- hnúk á laugardag í einstöku blíðviðri. Stærsti hópurinn var frá Fjallafélag- inu en á vegum þess voru 124 fjall- göngumenn sem luku þar með 9.000 metra áskoruninni sem hófst í haust. Um 80 manns klifu fjallið með Ferða- félagi Íslands og þar að auki voru hópar með Íslenskum fjallaleið- sögumönnum. Um næstu helgi fara Íslenskir fjallaleiðsögumenn með yfir 100 manns á tindinn háa. Hvannadalshnúkur heillar sem aldrei fyrr Glaðbeittir Það er einstök tilfinning að sigra hæsta tind Íslands Fögnuður í fjallasal Ljósmynd/Haraldur Örn Ólafsson SUMARHÚS OG FERÐALÖG Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra Gas-hellur Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w Gas-ofnar Gas-vatnshitarar 5 - 14 l/mín Kælibox gas/12v/230v Gas-eldavélar Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 130w Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30 Gas-helluborð Gleðilegt sumar 9000 þátt- takendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.