Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 16
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR16
Öll vestræn ríki, að Íslandi
undanskildu, hafa komið upp
veglegum náttúruminjasöfn-
um til varðveislu og sýn-
ingar náttúrugripa. Þangað
sækja þúsundir manna,
heimamenn og gestir, á
hverju ári. Náttúruminja-
safn Íslands er eitt þriggja
höfuðsafna Íslands, en í rúm
120 ár hefur verið beðið eftir
því að náttúruminjasafn fái
hentuga aðstöðu.
Þeir sem hafa gengið um sali nátt-
úruminjasafna annarra þjóða ættu
að bregða sér upp á Brynjólfsgötu
í Reykjavík. Þar er Náttúruminja-
safn Íslands til húsa í kjallara-
kompu, án sýningarsala og rann-
sóknaaðstöðu. Í raun er um nokkur
lítil herbergi að ræða; rannsókna-
aðstöðunni má líkja við þvottahús
á íslensku heimili, með nokkrum
hillum og tveim frystikistum. Safn-
kostinn, náttúrugripina, er þar ekki
að finna nema að litlu leyti, aðeins
það sem aflað hefur verið af starfs-
mönnum safnsins. Fyrirliggjandi
safnkostur er geymdur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands í nýrri
glæsilegri byggingu í Urriðaholti
í Garðabæ, sem vígð var fyrir
skemmstu með viðhöfn. Margir
rugla Náttúrufræðistofnun og Nátt-
úruminjasafninu saman. Ástæðan
liggur í því að með lögum um safn-
ið árið 2007 lauk hlutverki Náttúru-
fræðistofnunar á sviði safna mála,
en eftir 1992 var það ekki hlutverk
Náttúrufræðistofnunar að sinna
sýninga- og kynningarstarfi held-
ur er það hlutverk Náttúruminja-
safnsins. Margir þekkja best sýn-
ingar á náttúrugripum sem voru
lengi starfræktar í bráðabirgðahús-
næði við Hlemm. Þeim sýningum
var lokað vorið 2008.
2050
Helgi Torfason, safnstjóri Nátt-
úruminjasafns Íslands, fjallaði um
framtíðarsýn fyrir safnið í erindi
sem hann flutti í fyrirlestaröð um
framtíðarsýn safnstjóra höfuðsafna
landsins sem Félagsvísindasvið og
námsbraut í safnafræði við Háskóla
Íslands efndu til í tilefni af 100 ára
afmæli skólans. Yfirskrift erindis-
ins var Náttúruminjasafn Íslands
árið 2050.
Tómlæti
Auk þess að segja frá metnaðar-
fullri framtíðarsýn varpaði hann út
spurningum um hverju það sætir að
staða Náttúruminjasafnsins er með
þeim hætti sem raunin er. Ekki er
það fyrir áhugaleysi fræðasam-
félagsins eða náttúrufræðinganna
sjálfra. Íslendingar hafa áhuga á
náttúrunni og vilja vernda hana.
En hver eða hverjir eru ábyrgir
fyrir því að svona er komið fyrir
safninu?
„Það virðist sem einhver ósýni-
leg öfl vinni gegn safninu, jafn-
vel innan stjórnsýslunnar, og þeir
ráðherrar sem með þessi málefni
fara hafa verið ansi áhugalitlir
um að þetta safn fái uppreisn æru
– verði til. Allavega sést safnhús-
ið ekki ennþá,“ segir Helgi. „Erf-
itt er að fá svar frá stjórnsýsl-
unni. Þau eru nokkur bréfin sem
ég hef sent á undanförnum árum
til bæði mennta- og menningar-
mála- og umhverfisráðherra, en
fæstum þeirra hefur verið svar-
að. Ég hef til dæmis sent bréf og
óskað eftir því að sett verði á fót
óháð nefnd sem færi yfir málefni
safnsins og Náttúrufræðistofn-
unar og gerði tillögur um hvernig
gripa- og safnamálum yrði háttað
í framtíðinni og hvaða gripir fari
til safnsins samkvæmt bráða-
birgðaákvæði í lögum um safnið.
Því hefur ekki svarað enn, frekar
en öðrum.“
Helgi hefur leitað á náðir Ríkis-
endurskoðunar til að fá leiðbeining-
ar um hvernig stefnumótun safns-
ins mætti bæta. „Ég hef síðan 2008
útfært og sent sex eða sjö drög að
stefnu fyrir safnið en aldrei fengið
þau samþykkt hjá ráðuneytinu. Því
ákvað ég að tala við Ríkisendur-
skoðun til að fá ráðgjöf um hvernig
ég kæmist út úr þessari blindgötu,
en sú stofnun gerði úttekt á söfn-
um á landinu árið 2009 og þekkir
vel til mála. Ég verð að vita hvern-
ig ég á að uppfylla lögbundnar
skyldur safnsins og finnst eðlilegt
að hafa hliðsjón af höfuðsöfnum
hinna Norðurlandanna sem ég er í
góðu sambandi við. Ég tel eðlilegt
að utanaðkomandi aðili skoði þetta,
því safnið er kostað af almenningi
og það verður að hefja starfsemi
sem fyrst, nógu lengi hefur þess
verið beðið.“
Ríkisendurskoðun vinnur nú
úttekt á því hvernig mennta- og
menningarmálaráðuneytið hefur
staðið að því að koma safninu upp.
Eini áþreifanlegi árangurinn sem
Helgi segist hafa fundið er bréf
sem hann fékk sent á dögunum þar
sem honum var tilkynnt að staða
hans sem safnstjóra yrði auglýst
þegar fimm ára ráðningartími hans
rennur út. „Ég hef ekki enn fengið
skýringar á því, kannski er ég bara
ekki nógu þægur, eða þá of þægur.
Safnkosturinn fæst ekki
Helgi segir að ekki sé aðeins unnið
gegn safninu innan stjórnsýslunn-
ar heldur sé það einnig gert af for-
svarsmönnum Náttúrufræðistofn-
unar. „Þeir vilja þetta safn dautt
og að sýningarnar verði deild hjá
Náttúrufræðistofnun og þá í Urr-
iðaholti. Aðilar sem ekki hafa neitt
með safnið að gera hafa látið teikna
um 500 fermetra sýningaraðstöðu
þarna upp frá, sem mér finnst að
vísu ekki sýna mikinn metnað.
Þess utan er það mín skoðun að
staðsetning fyrir sýningar og aðra
starfsemi Náttúruminjasafnsins
sé afleit í Urriðaholti,“ segir Helgi.
Hann útskýrir að safna- og sýning-
arhúsnæði verði að vera aðgengi-
legt fyrir almenning, fjölskyldur,
skóla og ferðamenn. „Aðrar þjóðir
byggja þessi söfn nær undantekn-
ingarlaust miðsvæðis í höfuðborg-
um sínum. Forstjóri Náttúrufræði-
stofnunar hefur kynnt þá skoðun
sína að það ætti að gera safnið að
deild hjá stofnuninni, þetta kemur
reyndar fram í Ársskýrslu Nátt-
úrufræðistofnunar fyrir árið
2008.“
Draumur sem ekki rættist
Ef við lítum svo á að Náttúruminja-
safn Íslands sé arftaki þess safns
sem Hið íslenska náttúrufræði-
félag setti á stofn árið 1889 þá er
það eitt af elstu söfnum landsins.
Í lögum þess segir að aðaltilgang-
ur félagsins sé „sá að koma upp
sem fullkomnustu náttúrugripa-
safni á Íslandi sem sé eign lands-
ins og geymt í Reykjavík“. Helgi er
þess fullviss að þessi hugsjón sé í
fullu gildi en öllum þessum árum
seinna hefur þessi draumur ekki
enn ræst, og virðist fjarlægjast ef
eitthvað er þrátt fyrir að mikið hafi
verið talað. Núverandi stjórn Hins
íslenska náttúrufræðifélags hefur
fundaraðstöðu í Náttúruminjasafn-
inu og hefur sýnt því bæði stuðning
og áhuga.
Sautján nefndir
Sautján nefndir hafa fjallað um
málefni Náttúrufræðistofnunar og
náttúrugripasafns á liðnum árum
og ítarlegar upplýsingar um rým-
isþörf og sýningarstefnu liggja
fyrir. Gerð var áætlun um að
byggja 6.800 fermetra náttúruhús
í samstarfi ríkisins, Reykjavík-
urborgar og Háskóla Íslands árið
1991, og átti húsið að vera fullklár-
að árið 1998. Áætlaður kostnaður
var tæpir 1,5 milljarðar króna að
núvirði. Sýningarrýmið á Hlemmi
var um 200 fermetrar, svo dæmi sé
tekið til viðmiðunar.
Nýja náttúruhúsið átti að rísa
í Vatnsmýrinni austan Norræna
hússins og átti hlutur náttúrusafns
að vera 3.800 fermetrar og 3.000
FRÉTTAVIÐTAL: Helgi Torfason, forstjóri Náttúruminjasafns Íslands
Hlutverk Náttúruminjasafns Íslands er að varpa ljósi á náttúru Íslands, nátt-
úrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd, auk þess að
varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu
samhengi.
Náttúruminjasafnið safnar munum sem henta starfsemi þess, skráir þá
og varðveitir. Safnið aflar upplýsinga sem veita yfirlit yfir náttúru Íslands
og nýtingu náttúruauðlinda innan lands og utan og annast kynningu með
sýningum og annarri fræðslustarfsemi með það að markmiði að veita sem
víðtækasta sýn á íslenska náttúru. Safnið skal miðla fræðslu um íslenska
náttúru til skóla, fjölmiðla og almennings. Safnið annast rannsóknir á starfs-
sviði sínu.
Lögbundið hlutverk Náttúruminjasafns
Safnið sem ráðamenn kusu að gleyma
SAFNSTJÓRI ÁN SAFNS Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, velti því fyrir sér í fyrirlestri á vegum Háskóla Íslands á dögunum hvað ráði því að Náttúruminjasafnið, eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar, er gleymt
í kjallaraholu vestur í bæ, án sýningaraðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það virðist sem einhver ósýnileg öfl vinni gegn safn-
inu, jafnvel innan stjórnsýslunnar, og þeir ráðherrar
sem með þessi málefni fara hafa verið ansi áhugalitlir um að
þetta safn fái uppreisn æru – verði til. Allavega sést safnhúsið
ekki ennþá.
HELGI TORFASON
SAFNSTJÓRI NÁTTÚRUMINJASAFNS ÍSLANDS