Fréttablaðið - 24.11.2011, Síða 64

Fréttablaðið - 24.11.2011, Síða 64
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR48 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 17. - 23. nóvember 2011 LAGALISTINN Vikuna 17. - 23. nóvember 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters and Men ..................King and Lionheart 2 Goyte / Kimbra ................Somebody I Used to Know 3 Mugison ............................................................. Kletturinn 4 Hjálmar ..................................................Ég teikna stjörnu 5 Dikta ....................................What are you Waiting For? 6 Coldplay ................................................................Paradise 7 Lana Del Ray ...............................................Video Games 8 Adam Levine / Christina Aguilera ....Moves Like Jagger 9 Foster the People ..............................Pumped up Kicks 10 Bruno Mars ......................................................It Will Rain Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ....................................................................Haglél 2 Of Monsters and Men ............ My Head is an Animal 3 Hjálmar ..........................................................................Órar 4 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu 5 Dikta .......................................................................Trust Me 6 Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius ......... ................................. Ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 7 Ingimar Eydal ................................................Allt fyrir alla 8 Lay Low ................................................Brostinn strengur 9 Baggalútur ....................................................Áfram Ísland 10 Todmobile .......................................................................... 7 Það er næstum því orðin hefð að bjóða upp á ókeypis íslenska raftónlist rétt fyrir jólin. Weirdcore-hópurinn gaf út þrjár fínar safnplötur á árun- um 2008-2010 sem hægt var að sækja frítt á netið. Nú hefur nýja íslenska raftónlistarútgáfan Möller Records sett saman tíu laga safnplötu með listamönnum sem eru á mála hjá fyrirtækinu og eins og Weirdcore-plöt- urnar eru hún í boði án gjalds á netinu. Möller-útgáfan var stofnuð snemma á árinu 2011 af þeim Árna Grétari (Futuregrap- her) og Jóhanni Ómarssyni (Skurken). Hún hét í upphafi Tom Tom Records en þeir félagar breyttu nafninu eftir að hollenska fjarskiptafyrirtæk- ið TomTom International BV, sem m.a. framleiðir GPS-tæki, sendi þeim hótunarbréf um lög- sókn. Nýja safnplatan heitir Helga og er Möller-nafnið einmitt tilvísun í söngkonu Þú og ég -flokksins, sem forsvarsmenn útgáfunnar hafa mikið dálæti á. Safnplatan var upphaflega sett saman fyrir DJ Margeir til notkunar í afþreyingar- kerfi Flugleiðavélanna, en þeir Árni og Jóhann ákváðu að leyfa fleirum að njóta hennar. Á vef útgáfunnar www.mollerrecords.com er hægt að hala Helgu niður ókeypis. Safnplatan Helga er sjöunda útgáfa Möller (útgáfunúmer Helga007). Á henni eru m.a. lög með Prince Valium, Steve Sampling og Skurken, sem allir hafa sent frá sér breiðskífur hjá Möller, en líka efni með Future- grapher, Murya, Fu Kaisha og HaZaR. Þetta er allt gæðatónlist og greini- legt að það er von á spennandi hlutum frá Möller í framtíðinni. Mig lang- ar samt sérstaklega að vekja athygli á laginu Gulikall með HaZaR sem er listamannsnafn Arnars Helga Aðalsteinssonar. Ótrúlega skemmtilegt dubstep-stykki með drjúpandi fínum hljóðheimi og flottri framvindu. Fyrirtaks Möller FLOTTUR HAZAR Á HELGU Möller útgáfan hefur gefið út safnplötuna Helgu sem hala má niður ókeypis á netinu > PLATA VIKUNNAR Nolo - Nology ★★★★ „Fyrsta Nolo-platan í fullri lengd stendur undir öllum væntingum sem til hennar voru gerðar.“ -tj > Í SPILARANUM Dad Rocks! - Mount Modern Kate Bush - 50 Words for Snow Ég - Ímynd fíflsins KK & Ellen - Jólin DAD ROCKS KATE BUSH Bandarísku rokkararnir í Foo Fighters ætla að spila á fyrstu brasilísku útgáf- unni af tónlistarhátíðinni Lolla- palooza. Hátíðin var haldin í Síle í fyrra og verður haldin aftur þar í ár. Brasilíska hátíðin verður hald- in í Sao Paulo 7. og 8. apríl á næsta ári, skömmu eftir að stuðinu í Síle lýkur. Á meðal annarra sem stíga á svið í Sao Paulo verða Jane´s Addiction, MGMT og TV on the Radio. Perry Farrell úr Jane´s Addiction er upphafs- maður Lollapalooza. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Banda- ríkjunum 1991 og ferðaðist tónlist- arhátíðin um landið næstu árin. Fyrr á þessu ári var haldið upp á tuttugu ára afmæli hátíð- arinnar í Chicago. Þar komu fram Eminem, The Drums og Cee Lo Green. Lollapalooza í Brasilíu SPILA Í BRASILÍU Rokkararnir í Foo Fighters spila á fyrstu Lollapalooza-hátíð- inni í Brasilíu. Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðvers- plötu. R&B og danspopp- ið er sem fyrr afar fyrir- ferðarmikið. Sjötta hljóðversplata hinnar vinsælu Rihönnu, Talk That Talk, er nýkomin út. R&B- tónlist og danspopp eru áberandi á plötunni, þó svo að stefnur á borð við elektró, house og dubstep komi einnig við sögu. Fyrsta smá- skífulagið, We Found Love, er til að mynda kjörið til að setja á fón- inn á sjóðheitum dansgólfum skemmti- staða rétt eins og raunin varð með Only Girl (In the World) af plöt- unni Loud sem kom út fyrir ári- Rihanna, eða Robyn Rihanna Fenty eins og hún heitir fullu nafni, fæddist á Barbados fyrir 23 árum. Mamma hennar var endurskoðandi og pabbi hennar starfsmaður í vöruhúsi en einnig forfallinn eiturlyfjaneytandi. Þau skildu þegar Rihanna var 14 ára. Ferill hennar hófst eftir að tónlistarframleiðandinn Evan Rogers var í fríi á Barbados með þarlendri eiginkonu sinni. Þar var honum bent á heima- stúlkuna Rihönnu sem þótti afar efnileg. Rogers hefur unnið með N*SYNC, Christinu Aguil era og Kelly Clarkson og hann hjálpaði þessari ungu söngkonu við að gera prufu- upptöku og sendi á helstu plötufyrirtækin. Rihanna var kölluð inn í áheyrnarprufu hjá Def Jam Recordings þar sem rapparinn og þáverandi yfir- maður fyrirtækisins, Jay-Z, bauð henni samning á staðnum. Fyrsta plata Rihönnu, Music of the Sun, kom út sumarið 2005 og komst lagið Pon de Replay ofarlega á vinsældarlista. Næsta plata, A Girl Like Me, kom út aðeins átta mánuðum síðar og nutu bæði S.O.S. og Unfaithful mikilla vin- sælda. Rihanna breytti um áherslur á þriðju plötunni A Girl Gone Bad. Upptökustjórarnir Timbaland, will.i.am og Sean Garrett föndruðu fyrir hana ferska danstakta á sama tíma og útlit hennar varð djarfara og myrkara og þannig hefur það haldist allar götur síðan. Lagið Umbrella sló í gegn um heim allan og Rihanna var orðin að megastjörnu. Næsta plata, Rated R., kom út skömmu eftir að Rihanna hætti með popp- aranum Chris Brown. Hann hafði lamið hana rétt áður en hún átti að koma fram á Grammy-hátíðinni og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr dramatíkinni í kring- um atvikið. Síða n þá hefur Rihanna sýnt mikinn styrk. Auk þess að gefa út eigin plötur hefur hún verið dugleg að syngja með öðrum tónlistarmönnum, þar á meðal Kanye West, Coldplay og Nicki Minjai. Annars hefur Talk That Talk fengið miðlungsgóðar viðtökur. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og The Guardian fjórar en NME gefur henni fimm af tíu mögu- legum og Pitchfork sex af tíu. freyr@frettabladid.is Grípandi danspopp Rihönnu Á MIKLU FLUGI Söngkonan Rihanna hefur verið á miklu flugi að undanförnu. Hér syngur hún í þættinum X-Factor. NORDICPHOTOS/GETTY Rihanna hefur selt meira en 20 milljónir platna.20 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* HAFÐU ÞAÐ NOTALEGT Í FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu því það tryggir að auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað. Meira en 80% blaðalesenda á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! *S am kv æ m t p re nt m ið la kö nn un C ap ac en t G al lu p jú lí- se pt . 2 01 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.