Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 8

Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 8
10. desember 2011 LAUGARDAGUR8 Langur laugardagur » Sproti kemur í heimsókn kl. 14 og a ur kl. 15 » Myndataka með jólasveininum » Heitt súkkulaði og smákökur fyrir alla gesti » Jólasveinar gefa yngstu börnunum gjafi r á meðan birgðir endast Austurbæjarútibú Laugavegi 77, laugardaginn 10. desember kl. 13 - 16. Allir velkomnir 1. Hvar er hæsta jólatré landsins þessi jólin? 2. Hversu gamall er rithöfundurinn Auðunn Sólberg Valsson? 3. Í anda hvaða tónlistarmanns býður Reykjavíkurborg tónvísinda- smiðjur í grunnskólum? SVÖR: 1. Reyðarfirði. 2. Sex ára. 3. Bjarkar Guð- mundsdóttur Gríðarleg eftirspurn er eftir nýjum fjárfestingar- möguleikum á Íslandi. Hún kristallaðist í almennu útboði á hlutabréfum í Högum sem lauk á fimmtudag. Tilboð upp á 40 milljarða króna bárust í 30% hlut í Högum í almennu útboði sem lauk í vikunni. Eftirspurnin eftir bréfum var átt- föld og 95% tilboða voru gerð á genginu 13,5 krónur á hlut, sem voru efri mörk útboðsins. Því er ljóst að gífurlegur áhugi er á hluta- bréfum í Högum. Ástæðurnar eru aðallega tvær. Í fyrsta lagi eru Hagar gott rekstrarfélag sem hefur minnkað fjármagnskostnað sinn mikið að undanförnu, er með sterka mark- aðsstöðu og skilar góðri arðsemi. Í annan stað er gífurleg eftir- spurn eftir nýjum fjárfestingum á Íslandi. Það sést best á því að það bárust tilboð fyrir 40 milljarða króna í 30% hlut í Högum, sem er fyrsta nýskráning eftir bankahrun, þrátt fyrir að í besta falli væru hlutir að andvirði 4,9 milljarðar króna til sölu. Annað dæmi um þennan þrýsting er útgáfa Íslands- banka á skuldabréfum í Kaup- höllinni síðastliðinn fimmtudag. Það var fyrsta slíka útgáfan eftir bankahrun. Þar var eftirspurnin líka mun meiri en framboðið. Fjárfestingargeta innlendra aðila er enda mikil. Í lok október síðastliðins áttu þeir 1.519 millj- arða króna í innlánum. Þar af áttu lífeyrissjóðir, tryggingafélög, verðbréfa- og fjárfestingarsjóð- ir og ýmis önnur lánafyrirtæki 276,2 milljarða króna á innláns- reikningum. Þessir aðilar þurfa að ávaxta fé sitt. Þegar horft er til þess að kaupendur í Haga útboð- inu voru samtals um þrjú þúsund talsins þá er ljóst að áhugi almenn- ings á hlutabréfakaupum er einn- ing töluverður. Þá eiga bankarnir sjálfir 180,7 milljarða króna í sjóð- um og innstæðum hjá Seðlabanka Íslands sem eru ekki að vinna fyrir þá. Það verður örugglega ekki löng bið eftir því að þeir fari að lána til hlutabréfakaupa. Fyrsti viðskiptadagur á Aðal- markaði Kauphallarinnar með hlutabréf í Högum verður 15. des- ember næstkomandi. Þá mun koma í ljós hvert markaðsgengi bréfanna er í raun og veru. Í fyrirtækja- greiningu Íslandsbanka á Högum frá 1. desember síðastliðnum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bankinn telur gengi verðmatsgengi Haga vera 16 krón- ur á hlut, eða 18,5% yfir útboðs- genginu. Samkvæmt henni er virði hlutarins sem var seldur í útboð- inu 5,8 milljarðar króna, eða um 900 milljónum krónum hærra en gengið sem var í útboðinu. Viðmæl- endur Fréttablaðsins telja reyndar margir hverjir að verðmat Íslands- banka sé hófsamlegt og að virði Haga geti vel farið í 18-20 krónur á hlut innan tíðar. Áttföld eftirspurn eftir Hagabréfum BÓNUS Hagar eru með rúmlega 50% markaðshlutdeild á matvörumarkað. Lágvöruverslunarkeðjan Bónus er langstærsta einingin innan Haga-samstæðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í skráningarlýsingu Haga kemur fram að stjórn félagsins muni leggja áherslu á „að Hagar hf. skili beint eða óbeint til hluthafa þeim verðmætum sem skapast i rekstr- inum á hverju ári. Í því skyni hefur félagið þrjá valkosti: Beinar arð- greiðslur, niðurgreiðslu vaxtaberandi lána og kaup á eigin hlutabréfum“. Arðgreiðslurnar eiga að vera 0,45 krónur á hlut. Í greiningu Íslands- banka segir að „þau félög sem hafa verið skráð á markað hér á landi hafa yfirleitt verið vaxtafélög en ekki arðgreiðslufélög en föst arðgreiðslu- stefna félaga er mun algengari erlendis, t.d. í Bandaríkjunum. Þar þykir það yfirleitt gefa slæm skilaboð út á markaðinn ef félag lækkar arð- greiðslu á hlut og því forðast félög að gera það í lengstu lög. Ásamt þessu munu Hagar einbeita sér að frekari niðurgreiðslu skulda. Stefna félagsins verður einnig sú að auka vægi eigin fasteigna í stað þess að leigja nær allar fasteignir undir verslunarrekstur sinn“. Niðurstaða greiningar Íslandsbanka, sem er reyndar ekki ætluð almenn- ingi, er afgerandi: „Ráðgjöf: Kaupa“. Arðgreiðslufélag sem greiðir niður lán og kaupir eigin bréf FRÉTTASKÝRING: Skráning Haga í Kauphöllina Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is SVEITARSTJÓRNIR Meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs synjaði á fimmtudag ósk bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs yrði frestað til 20. desember svo þeir gætu unnið sína tillögu að fjárhagsáætl- un eins vel og unnt sé. „Þetta lýsir viðhorfi meirihlutans og bæjarstjórans til samstarfs,“ bókuðu þeir Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Ingi Birgisson. „Við teljum ekki eðilegt að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar þó svo að sjálfstæðismenn hafi ekki unnið heimavinnuna sína,“ bókaði þá Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar og formað- ur bæjarráðs. Sjálfstæðismenn sögðust ekki hafa „her embættis- manna til þess að sjá um vinnu fyrir sig“. - gar Fjárhagsáætlun ekki frestað: Áttu að vinna heimavinnuna ÁRMANN KR. ÓLAFSSON VEISTU SVARIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.