Fréttablaðið - 10.12.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 10.12.2011, Síða 10
10. desember 2011 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvaða áform eru uppi um breytingar á ríkisstjórn? Óhætt er að segja að titringur hafi komið upp á stjórnarheim- ilinu þegar tillögur starfshóps um breytingar á fiskveiðistjór- nunarkerfinu birtust á vef sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins. Ríkisstjórnin hafði skipað ráðherranefnd til að fara með málið, sem var áður á forræði fagráðherrans Jóns Bjarnasonar. Þetta gerðist fyrir nákvæmlega tveimur vikum, laugardaginn 26. nóvember. Tveimur dögum síðar funduðu þingflokkar stjórnar- flokkanna og samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins kom rík krafa um brotthvarf Jóns fram á fundi Vinstri grænna. Ekkert hefur verið látið uppi um hvaða áform eru um breyt- ingar á ráðherraliðinu. Fyrir vikið hafa ýmsar kenningar farið á flot, mjög misáreiðanlegar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir við að þýfga ráðherra um stuðning við Jón Bjarnason og oddvita stjórnar- flokkanna um hvaða breytingar eru fyrirhugaðar. Lítið hefur hins vegar verið um svör, sem er kannski ekki nema von. Ekki er venjan að til- kynna fyrirfram um breytingar á ríkisstjórnum. Steingrímur og Jóhanna halda spilunum þétt upp að sér og ólíklegt er að nokkuð verði tilkynnt fyrr en rétt áður en breytingar skella á. Ljóst er hins vegar að meiningar- munur er á milli oddvitanna um hvaða leiðir á að fara. Ein hug- mynd sem rædd hefur verið er að leggja efnahags- og viðskipta- ráðuneytið niður og koma verkefn- unum fyrir í öðrum ráðuneytum. Með því færðust öll efnahagsmál á hendur fjármálaráðuneytisins. Steingrímur gaf því undir fótinn á dögunum í umræðum á Alþingi, en Jóhanna sagði slíkt ekki í takti við stjórnarsáttmál- ann og engin málefnaleg rök væru fyrir breytingunni. Mein- ingarmunurinn er því ljós á milli oddvitanna. Heimildir Fréttablaðsins herma að einmitt þarna liggi hundurinn grafinn. Vinstri græn vilji ekki gera þá einföldu breytingu að Jón Bjarnason fari úr ríkisstjórn. Frekari breytingar þurfi. Það rímar ágætlega við hug- myndir Samfylkingarinnar og stjórnarsáttmálann. Þar er talað um fækkun ráðuneyta í níu og stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis og atvinnu- vegaráðuneytis. Hvort stjórnin hafi styrk í slíkar breytingar núna er stóra spurningin. Verði atvinnuvegaráðuneyti stofnað þykir Vinstri grænum hallað á sig hvað valdajafnvægi varðar. Þau yrðu þá með færri ráðherra og jafnvel gæti komið upp sú staða að þau krefðust embættis forseta Alþingis. Hefð er fyrir því að það sé skjól fyrir brotthorfna ráðherra, þannig að eins víst er að Jón Bjarnason gæti gert tilkall til þess. Allsendis óvíst er hvort það dugir til. Fái Samfylkingin atvinnuvegaráðuneyti þykir halla á samstarfsflokkinn í málefnavægi. Það mundi nást verði efnahags- og viðskiptaráðuneytið lagt niður. Formanna flokkanna bíður að leysa úr þessum ráðherrakapli þannig að hann gangi upp. Óvíst er hvenær það verður, en allt bendir til að það gerist á þessu ári. kolbeinn@frettabladid.is DEILUMÁL Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu er ekki síst það sem valdið hefur titringi á meðal stjórnarflokkanna. Samfylkingin leggur áherslu á að fá atvinnuvega- ráðuneyti, verði það stofnað, þar sem flokksmönnum þykir Jón Bjarnason hafa dregið lappirnar varðandi umsóknina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ólíkar áherslur um breytta ríkisstjórn Stjórnarflokkarnir hafa mismunandi meiningar um breytingar á ríkisstjórn- inni. Samfylkingin vísar í stjórnarsáttmála um sameiningu ráðuneyta. Vinstri græn sætta sig ekki við að brotthvarf Jóns Bjarnasonar verði eina breytingin. Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.donusnova.is Fjárfestingatækifæri - verslunarhúsnæði Axel Axelsson Löggiltur fasteignasali Heimir Bergmann Sími 822 3600 heimir@domusnova.is heimir.domusnova.is Til sölu verslunar- húsnæði að Fjarðargötu 11 Hafnarfirði. Húsnæðinu fylgir góður langtíma leigusamningur með öruggum leigutekjum. Gott áhvílandi lán. Tilboð óskast. Nánari uppl. veitir Heimir Bergmann eða Axel Axelsson. * Gildir á meðan birgðir endast. Þú kemst í samband við jólaandann Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Frábær tilboð á snjöllum símum Vodafone 858 19.990 kr. staðgreitt eða 1.666 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * LG Optimus Hub 39.990 kr. staðgreitt eða 3.333 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir *og 2.000 kr. inneign á Tónlist.is i i i i . Alla daga kl. 19.00 og 01.00 CNN er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR PIERS MORGAN tonight
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.