Fréttablaðið - 10.12.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 10.12.2011, Síða 12
10. desember 2011 LAUGARDAGUR12 Við stöndum fyrir réttlæti - Ekkert um okkur án okkar Eitt samfélag fyrir alla - Saga Öryrkjabandalags Íslands 1961-2011 Í bókinni rekur Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur hálfrar aldar sögu Öryrkjabandalags Íslands. Frá stofnun, árið 1961, hefur bandalagið barist fyrir bættum kjörum fatlaðs fólks og viðurkenningu á réttindum þess til fullrar þátttöku í samfélaginu. Barátta sem stendur enn. Bókina prýða 250 ljósmyndir. Mikilvæg bók um merkilega sögu. KOMIN Í ALLAR HELSTU BÓKAB ÚÐIR H V ÍT A HHH H V ÍT H V Í HH Ú SI Ð / IÐ / Ú SI Ð / Ð / IÐ SÍ A - 1 SÍ A - ÍASÍ A 1- 28 707087 0 -2 87 0070 DÓMSMÁL Þrítugur maður, Stefán Þór Guðgeirsson, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, rán og vændiskaup. Stefán hafði samband við konu sem auglýst hafði nuddþjónustu í smáauglýsingum Fréttablaðsins og falaðist eftir vændi. Þegar hann mætti á heimili hennar sinnaðist þeim vegna deilna um verð og að lokum neyddi hann hana til munn- maka og samræðis með ofbeldi og hótunum. Stefán sló konuna meðal annars með hálskeðju í lærið svo hún hlaut sár af, hótaði henni lífláti og því að svipta hana vegabréfi. Þá sprautaði hann úr slökkvitæki yfir konuna og íbúðina. Hann greip með sér tuttugu þúsund krónurnar sem hann hafði lofað stúlkunni fyrir vændið og fartölvu hennar að auki. Eftir árásina hringdi konan í örvilnan í vinkonu sína og sagði henni frá því sem gerst hafði. Þaðan barst sagan til kunningja þeirra beggja, sem brást ókvæða við, hringdi í Stefán og krafðist þess að hann skilaði peningunum og tölvunni. Stefán þorði ekki öðru, og afréð að senda þýfið með leigubíl að sölu- turni í grenndinni. Þangað gæti kunninginn sótt það. Áður en að því kom hringdi rannsóknarlög- reglumaður hins vegar í Stefán og boðaði hann til yfirheyrslu. Á þessum tveimur símanúmerum, númeri lögreglumannsins og við- takanda þýfisins, ruglaðist Stefán svo. Hann hringdi óvart í lög- reglumanninn og sagði honum að þýfið væri á leið í söluturninn og lét leigubílstjórann jafnframt hafa sama númer, svo hann gæti hringt við komuna. Með þessar upplýsingar upp á vasann mætti lögregla að söluturn- inum, ræddi við leigubílstjórann, lagði hald á þýfið og handtók kunningjann sem hafði ætlað að veita því móttöku. Í kjölfarið var Stefán hand- tekinn, en hafði í millitíðinni rakað af sér allt hár, bæði á höfði og kyn- færum. Telur dómarinn líklegt að það hafi hann gert til að ekki væri hægt að taka hársýni af honum. Stefán, sem er með nokkra dóma á bakinu fyrir ýmis brot, neitaði nauðguninni en viðurkenndi að hafa borgað konunni fyrir vændi og stolið af henni peningum og tölvu. Dómari segir hins vegar augljóst og verulegt misræmi í framburði hans, á meðan fram- burður konunnar hafi að mestu verið trúverðugur, auk þess sem hún var niðurbrotin og í miklu upp- námi við komuna á Neyðarmóttöku eftir nauðgunina. Stefán hafi beitt líkam legum yfirburðum til að koma fram vilja sínum og árásin hafi leitt til verulegs tjóns fyrir hana. Er Stefán dæmdur til að greiða henni 1,2 milljónir í bætur. stigur@frettabladid.is Dæmdur fyrir vændis- kaup, nauðgun og rán Stefán Þór Guðgeirsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem hann hafði greitt fyrir vændi og ræna hana. Rakaði af sér öll líkamshár til að torvelda rannsókn málsins. Hringdi óvart í lögreglu og kjaftaði frá þýfinu. HÁSKÓLI ÍSLANDS Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr úthlutaði á dögunum 20 milljónum í styrki. STYRKUR Stjórn Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr úthlutaði á dögunum styrkjum til sex einstaklinga og fimm verk- efna á sviði verkfræði. Styrkirnir nema alls 20 milljónum króna að þessu sinni, en sjóðurinn út hlutaði síðast árið 2007. Í tilkynningu segir að styrkir- nir séu sérlega veglegir að þessu sinni í tilefni aldar afmælis Háskóla Íslands og 30 ára afmælis sjóðsins. Sjóðurinn er í minningu kaupmannsins og félagsmála- frömuðarins Ludvigs Storr, sem lést árið 1979. - þj Styrktarsjóður Ludvigs Storr: 20 milljónir í verkfræðistyrki Kortapeningar í líknarmál Tvö hundruð þúsund krónur sem annars hefðu farið til kaupa á jólakortum hjá Akranesbæ verða látnar renna til Mæðrastyrksnefndar á Akranesi. AKRANES FJÖLMIÐLAR Breytt verðskrá fyrir Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Fjölvarp tekur gildi 3. janúar næstkomandi. Grunnverð áskriftar að Stöð 2, Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 hækkar um 200 krónur en grunnverð allra Fjölvarpspakka hækkar um 100 krónur. Hækkun áskriftarverðs til þeirra sem njóta bestu vildar- kjara verður 140 krónur á Stöð 2, Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport og 70 krónur á öllum Fjölvarpspökkum. Þeir sem njóta bestu vildarkjara fá Stöð 2 á verði frá 5.383 krónur og Stöð 2 Sport og Sport 2 frá 4.704 krónum og 4.778 krónum á mánuði eftir því hversu margar stöðvar þeir eru með í áskrift. Ástæður verðhækkana eru almennar verðhækkanir og aukin verðbólga. Áskrift að Stöð tvö: Verð breytist um áramót BJARGAR HUNDI Maður í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, rogast með hund yfir flóðavatnið sem herjar nú á íbúa í sumum úthverfum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stefán bar því við að konan væri að ljúga upp á hann nauðgun til að kúga út úr honum fé. Um það hefur Símon Sigvaldason héraðsdómari þessi orð: „Tilgáta ákærða miðar við að brotaþoli sé að tilefnislausu að bera á ákærða sakir um nauðgun í von um fjárhagslegan ávinning. Hún miðar við að brotaþoli sé reiðubúinn að undirgangast nákvæma réttar- læknisfræðilega skoðun á Neyðarmóttöku og yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi sem jafnan eru þungbærar. Þegar til þeirrar aðstöðu er litið sem brotaþoli í kynferðisbrotamáli er í telur dómurinn tilgátu ákærða fráleita.“ Fráleit tilgáta Stefáns um fjárkúgun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.