Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 16

Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 16
10. desember 2011 LAUGARDAGUR16 Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Stefán Bogi gullsmiður Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 Klínísk lyfjarannsókn Leitað er að þátttakendum í rannsókn á nýjum augnd- ropum. Rannsóknin heitir: „Dorzolamíð augndropar einu sinni á dag“. Í rannsókninni er skoðuð verkun og öryggi nýrra dorzolamíð augndropa og borið saman við hefðbundna dorzolamíð augndropa. Tilgangur meðferðar er að lækka augnþrýsting. Leitað er eftir þátttakendum á aldrinum 18 – 80 ára, sem hafa hækkaðan augnþrýsting eða grun um hækk- aðan augnþrýsting og eru ekki á glákumeðferð. Tuttugu einstaklingar munu taka þátt í rannsókninni og varir þátttaka í um 4 vikur (með hléum). Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er próf. Einar Stefáns- son augnlæknir, augndeild Landspítala. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og Lyfjastofnunar. Þeir sem telja sig vera með hækkaðan augnþrýsting og hafa áhuga á þátttöku í þessari rannsókn geta fengið frekari upplýsingar hjá gudrun@ocul.is. Ekki er greitt fyrir þátttöku í rannsókninni en komið er til móts við þátttakendur hvað varðar óþægindi og ferðakostnað. Tekið skal fram að þeir sem hafa samband eru með því aðeins að lýsa yfir áhuga sínum á því að fá frekari upplýsingar, ekki að skuldbinda sig til þátttöku. Þeir sem taka þátt í rannsókninni geta hvenær sem er dregið sig út úr rannsókninni án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Leiðtogafundur Evrópusambandsins Leiðtogar allra Evrópusam- bandsríkjanna, nema Bret- lands, stefna á aðild að nýju fjárlagabandalagi sem á að efla trú á evruna og tryggja að skuldakreppa einstakra evrulanda sligi ekki allt evrusvæðið. Angela Merkel hrósar sigri en náði þó ekki einróma samstöðu. „Þetta er mjög góð útkoma fyrir evrusvæðið,“ sagði Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópusam- bandsins. „Og vissulega mun þetta hjálpa í því ástandi, sem nú ríkir.“ 26 af 27 aðildarríkjum ESB hafa ákveðið að stofna svonefnt „fjár- málastöðugleikabandalag“ sem, þau vonast til að efli trú á evruna og tryggi að skuldakreppa ein- stakra evrulanda stofni ekki öllu evrusvæðinu í voða. „Ég er mjög ánægð með árang- urinn,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem hafði þó vonast til þess að öll aðildar- ríkin 27 myndu standa að fjár- málasamningi, sem stefnt er að í mars næstkomandi. Hvorki hún né Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, sættu sig við neinar mála- miðlanir umfram það sem þau sjálf höfðu fyrirfram, í krafti yfir- burðastöðu sinnar meðal evruríkj- anna, komist að samkomulagi um á fundum sínum nýverið. Leiðtogarnir settust að fundar- höldum á fimmtudagskvöld og sátu langt fram á nótt, en stóðu að lokum upp með samkomulag sem flestir þeirra sögðust geta sætt sig við. David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, vildi þó ekki vera með. Svíar, Ungverjar og Tékkar gáfu samþykki sitt með fyrirvara um að það verði borið undir þjóðþing landanna, en öll evruríkin sautján ásamt sex öðrum aðildarríkjum ESB hafa ákveðið að taka þátt í nýja fjárlagabandalaginu. Merkel segir það samt hafa verið ljóst allan tímann, í þeim samræð- um sem hún átti við Cameron, að Bretland á ekki síður en hin ríkin mikið undir stöðugleika evrunnar: „Við erum öll í sama bátnum.“ Meginatriði samkomulagsins felst í því að í stjórnarskrár allra landanna verði sett ákvæði um að kerfishalli á fjárlögum hvers ríkis megi ekki verða meiri en hálft prósent af landsframleiðslu þess. Enn fremur náðist samkomu- lag um að mun strangara eftirlit verði haft með fjármálum hvers ríkis, ásamt refsiákvæðum sem ganga sjálfkrafa í gildi ef fjárlaga- hallinn fer yfir 3 prósent af lands- framleiðslu. Ákveðið var að hraða stofnun varanlegs stöðugleikasjóðs, sem tekur við af bráðabirgðasjóðn- um sem notaður hefur verið til að hjálpa Grikkjum, Írum og Portú- gölum yfir erfiðasta hjallann. Þá fær Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn nú veigameira hlutverk í tengslum við fjárhagsvanda Evr- ópusambandsríkjanna, og stefna öll ESB-ríkin að því að leggja samtals 200 milljarða evra inn í AGS. Það fé muni sjóðurinn svo nota þegar skuldavandi einstakra evruríkja ætlar að vaxa þeim yfir höfuð. Hins vegar var tekið af skarið um að „gríska leiðin“, sem fólst í því að bankar í einkaeigu taki á sig hluta tapsins, verði aldrei farin aftur. Það hafi verið undan- tekning sem gerð var vegna þess óviðráðanlega vanda sem Grikkir hafa komið sér í. Þá ákváðu leiðtogar evruríkj- anna að hittast að minnsta kosti tvisvar á ári til að fara yfir stöðu fjármála ríkjanna og leggja línurnar þegar þurfa þykir. Flest eru þetta umdeildar ákvarðanir, sem lítil samstaða er um víða í aðildarríkjunum og má búast við hörðum deilum um þær í framhaldinu. Markaðir tóku niðurstöðum leiðtogafundarins vel. Verðbréfa- vísitölur hækkuðu og skulda- tryggingarálag lækkaði í kjöl- farið. Hvort sú velvild endist er ómögulegt að spá um. Bretar standa einir utan samkomulagsins STILLA SÉR UPP Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna stilltu sér upp fyrir ljósmyndara eins og venja er til á leiðtogafundum sambandsins. NORDICPHOTOS/AFP LEIÐTOGAR SPJALLA Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, Angela Merkel Þýskalandskanslari og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundinum í Brussel. NORDICPHOTOS/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, setti fram kröfur um nokkra varnagla sem skilyrði fyrir stuðningi sínum við fjármálasamninginn. Þegar Sarkozy þverneitaði að verða við þessu, sagðist Cameron ekki geta sam- þykkt hugmyndir evruríkjanna. Cameron sagði nýja fjárlagabandalagið mismuna aðildarríkjum Evrópusambandsins, það kæmi sér vel fyrir evruríkin en verr fyrir hin sem stæðu utan evrusvæðisins. Sérstaklega vildi hann tryggja að breytingar n ar íþyngi ekki alþjóðlegu fjármála- fyrirtækjunum í London, sem hafa lengi verið breskum stjórnvöldum mikilvæg tekjulind. Hann gerði því kröfu um að beita mætti neitunarvaldi gegn öllu valdaframsali frá eftir- litsstofnunum einstakra ríkja til eftirlitsstofnunar Evrópusambandsins. Hann krafðist þess einnig að hætt yrði við áform um að leggja nýjan skatt á fjármagnsviðskipti á evrusvæðinu. Auk þessi vildi hann að eiginfjárkvöð banka yrði hækkuð, og loks að hætt yrði við öll áform um að flytja Bankaeftirlit Evrópusambandsins frá London til Parísar, þar sem það verði sameinað Verðbréfa- og markaðseftirliti ESB. Bretar standa nú einir fyrir utan fjárlagabandalagið. Búast má við lang- vinnum deilum milli Breta og hinna ESB-ríkjanna um það hvaða heimildir nýja „bandalagið innan bandalagsins“ hefur til þess að nota sameiginlegar stofnanir ESB til ákvörðunartöku og eftirlits. Kröfurnar sem Cameron gerði Leiðtogar Evrópusambandsins og Króatíu undirrituðu í gær aðildarsamning Króatíu, átta árum eftir að Króatar sóttu um aðild að sambandinu. Króatía verður því 28. aðildarríki ESB 1. júlí árið 2013, að því gefnu að bæði Króatar samþykki samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður snemma á næsta ári og öll aðildarríkin 27 staðfesti undirskrift leiðtoganna. Samningaviðræðurnar sjálfar hafa staðið yfir í sex ár, en töfðust meðal annars vegna þess að nágrannaríkið Slóvenía, sem fékk aðild árið 2004 ásamt níu öðrum löndum, krafðist þess að landamæradeilur þeirra yrðu leystar áður en Króatar gætu fengið aðild. „Í dag er Króatía að ganga í Evrópusambandið, en mikilvægara er þó að Evrópusambandið er að ganga í Króatíu,“ sagði Ivo Josipovic, forseti Króatíu, á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í gær. Næst á eftir Slóveníu er Króatía annað landið af þeim sem áður tilheyrðu Júgóslavíu sem fær aðild að Evrópusambandinu. Hin löndin fimm, sem einnig tilheyrðu Júgóslavíu, hafa öll sótt um aðild. Aðildarsamningur Króatíu undirritaður SETTI SKILYRÐI Bretar standa nú einir utan við fjárlaga- bandalagið. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.