Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 42
10. desember 2011 LAUGARDAGUR42 Áherslurnar verða á mæðravernd og ungbörn og að styðja heilbrigðisstarfs- fólkið sem vinnur úti í sveitunum og veitir frumþjónustu. Manni finnst að hreinlætisaðstaða eins og vatn og kamrar þurfi að vera við alla heilsu- pósta og fæðingardeildir séu til þar sem konur fá aðstoð og aðhlynningu frá þjálfuðu fólki. Að börnin séu bólu- sett á réttum tíma. Við erum á byrjun- arreit víða í þessu mannmarga héraði. Erfitt að ímynda sér ástandið Það er ekki auðvelt fyrir Íslending að ímynda sér ástandið í Mangochi- héraði sem er eitt það fátækasta í Malaví. Níu hundruð þúsund manns njóta fárra þeirra innviða í samfélagi sínu sem við Íslendingar teljum til mannréttinda. Mæðradauði er meiri í Malaví en í nokkru öðru landi þar sem ekki er stríð: 16 konur deyja daglega af barnsförum. Ungbarnadauði er mikill sem sést af því að meðalævilíkur Malava eru 52 ár. Það er ekkert áhlaupaverk að halda úti neti af heilsupóstum með þjálf- uðum starfsmönnum til að bólusetja börnin, fylgjast með umgangspestum, næringarskorti, blóðleysi og malaríu – en allt eru þetta örlagavaldar í dag- legu lífi fólks í héraðinu. Konur vilja gjarnan fá getnaðarvarnir en dreif- ing er mikið vandamál. Enginn full- menntaður læknir er í héraðinu um þessar mundir. Læknatæknar hafa réttindi til að gera keisaraskurði, laga beinbrot, og ljósmæður kunna að taka á móti. Í fremstu línu eru þjálfaðir heilsugæslufulltrúar sem fylgjast með ástandi inni í þorpunum og ráðleggja fólki. Það má kallast kraftaverk ef lágmarksþjónusta er veitt. Við nánari skoðun kemur í ljós að síðustu ár sýna tölur um heilsufar að miðar í rétta átt. Þetta er uppörvandi og segir okkur að markviss aðstoð geti haft jákvæð áhrif. Fólkið sem starfar við þessi erf- iðu skilyrði hefur þegar sannað sig. Fái það aukna aðstoð mun það vonandi enn bæta við. Malaví er eitt af fáum löndum þar sem miðar nokkuð í átt að þúsaldarmarkmiðunum sem sett eru við árið 2015, sérstaklega hvað varð- ar mæðravernd og ungbarnaheilsu. Íslendingar geta með sanni sagt að þeir hafi lagt af mörkum á þeirri leið. Sjálfbært verkefni? Algengasta spurningin um þróunar- verkefni er hvort þau séu sjálfbær. Er Landspítalinn á Íslandi sjálfbær? Jú, að því marki sem niðurskurður og þjónustuskerðing leyfa er hann fjár- magnaður af skattfé innanlands og því sjálfbær á þann hátt. (Hin síð- ustu ár með aðstoð alþjóðasamfélags- ins eftir Hrun). Enginn malavískur spítali, skóli eða ráðuneyti er sjálf- bær – því landið sjálft er og verður háð þróunar aðstoð. Það er einfaldlega allt of fátækt til að bera sig sjálft, án aðstoðar munu 15 milljónir manna eiga á hættu að lenda á vonarvöl. Hér eru meðaltekjur á mann innan við 150 krónur á dag. Á lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna er Malaví í sæti 167, Ísland númer 14. Alþjóðleg þróunaraðstoð við Malaví nemur 800 milljónum dollara á ári, stór hluti fer í heilsu, menntun og matvæla- framleiðslu. Þróunaraðstoð Íslands við Malaví jafngildir í heild 800 krónum á hvern Íslending í ár, og nemur um 0,003% af allri aðstoð til landsins. Það er lágt hlutfall. Við höfum því valið að starfa í aðeins einu héraði að af- mörkuðum verkefnum með heima- mönnum þar sem árangur er auðsær og áþreifan legur. Fyrir barnshafandi konu er fæðingar rúm á alvöru fæðingardeild áþreifan legur árangur. Fyrir skóla- barn sem sest inn í alvöru skólastofu en situr ekki í moldinni er árangurinn auðmældur. Fyrir konu sem sækir vatn í hreint vatnsból í þorpinu er spurn- ingin um árangur ekki efst á dagskrá, áður gekk hún í marga klukkutíma eftir vatni. En Malaví er og verður enn um hríð háð því að fá hjálp til að fá svona einföld og áþreifanleg lífsgæði: heilsu, vatn, menntun. Í þeim efnum geta Íslendingar veitt raunverulega aðstoð. Það sýnir spítalinn við Apaflóa. E f þið ímyndið ykkur 120 þúsund manna byggð, sem samsvarar höfuð- borgarsvæðinu á Íslandi, án heilsugæslu, án spítala og sjúkrabíla. Nú, rúmum áratug síðar er kominn spítali í Foss- vogi með fæðingardeild, skurðstofu, legudeildum karla og kvenna, göngu- deild fyrir tugi þúsunda heimsókna á ári. Og í Breiðholti er risin heilsu- gæslustöð með fæðingardeild og grunnþjónustu. Sams konar heilsu- gæslustöð var nýlega opnuð í Garða- bæ – og maður skilur framfarirnar. Fyrir tíu árum var sem sagt bara einn kofi. Verkefni að ljúka Í árslok lýkur spítalaverkefninu við Apaflóa eftir rúman áratug. Þetta er malavískur spítali sem er mannaður Malövum á launaskrá hjá malavíska ríkinu. Íslendingar veittu aðstoð til að byggja hann upp, búa tækjum og þjálfa fólk. En fyrst og fremst er sjúkrahúsið malavískt. Fyrstu árin voru íslenskir verkefnastjórar til aðstoðar, síðustu þrjú ár hafa heimamenn séð um málin. Í fyrra voru skráðar komur á spítal- ann 140 þúsund. Á heilsugæslustöðinni, sem var opnuð árið 2007 í bænum Nankumba, voru skráðar 80 þúsund komur í fyrra. Samtals eru skráðar komur á þessar tvær stofnanir rúmlega 700 þúsund á þessum áratug – og fjölgar ár frá ári. Þess vegna var í ár bætt við ann- arri heilsugæslustöð þar sem heitir Chilonga og er afskekkt þorp. Frum- burðir á fæðingardeild Chilonga fædd- ust í október, tvíburar, sem trúlega hefðu fæðst á bastmottu í leirkofa ef ekki hefði komið til þessi nýja deild. Á þessum áratug sem uppbyggingin hefur staðið hafa Íslendingar lagt til að meðaltali 60 milljónir króna á ári. Það gera 500 krónur á hvern íbúa við Apaflóa árlega og 188 krónur á hvern Íslending. En þeir peningar standa nú eftir í byggingum, búnaði og þjálfun sem gagnast mun áfram. Maður heyr- ir því oft þessa dagana: „Takk Ísland.“ Þróunarsamvinnustofnun færir út kvíar Nú á að breyta verkefninu. Byggðinni við Apaflóa má nú teljast vel þjónað miðað við önnur svæði innan héraðs- ins. Frá næsta ári mun Þróunarsam- vinnustofnun styðja lýðheilsuátak í Mangochi-héraði öllu, sem hefur um 900 þúsund íbúa. Ekki veitir af. Malaví er eitt af fáum löndum þar sem miðar nokkuð í átt að þúsaldar- mark mið- unum sem sett eru við árið 2015, sérstaklega hvað varðar mæðravernd og ungbarna- heilsu. Mikil uppbygging í Malaví Fyrir um áratug hófu Íslendingar að byggja upp heilsugæslu við Apaflóa í Malaví. Myndin sem blasir við í dag er af stórum spítala með fjölbreytta þjónustu og 120 manna starfslið. Í nærliggjandi sveitum eru tvær heilsugæslustöðvar sem Íslendingar kostuðu, segir Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví, í grein sinni. SPÍTALI RISINN Fyrir tíu árum var bara einn kofi þarna en núna er risinn stór spítali með fjölbreytta þjónustu og 120 manna starfslið. MYND/GUNNAR SALVARSSON FÆÐINGARRÚM SKIPTIR SKÖPUM Fyrir barnshafandi konu er fæðingarrúm á alvöru fæðingar- deild áþreifanlegur árangur. MYND/GUNNAR SALVARSSON MÆÐRAVERND Áherslurnar eru á mæðra- og ungbarnavernd og að styðja starfsfólk sem veitir þjónustu í sveitunum. MYND/STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.