Fréttablaðið - 10.12.2011, Blaðsíða 60
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
DUGGUVOGI 10 RVK AUSTURVEGI 52 SELFOSS PITSTOP.IS WWW
HJALLAHRAUNI 4 HFJRAUÐHELLU 11 HFJ568 2020 SÍMI
DEKK SEM ÞÚ
GETUR TREYST!
TIL Í STÆRÐUM FRÁ 32-46” – ERU ÚRVALS HEILSÁRSDEKK
OG HENTA VEL FYRIR MÍKRÓSKURÐ OG NEGLINGU.
Frá árinu 1963 hefur Mickey Thompson verið leiðandi meðal
framleiðenda á jeppadekkjum fyrir akstur utan vega jafnt sem
á malbikinu. Rætur fyrirtækisins liggja í akstursíþróttum þar
sem áreiðanleiki og gæði geta ráðið úrslitum.
AMERÍSKU JEPPADEKKIN FRÁ MICKEY
THOMPSON ERU ENDINGARGÓÐ OG
HAFA EINSTAKA AKSTURSEIGINLEIKA.
JÓLAGJÖFIN
hennar og hans
Verð 24.000.-
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
NÆG BÍLASTÆÐI
GÓÐAR V
ÖRUR Á
TILBOÐI
Gefðu gjöf sem fegrar og hlýjar.
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16,
sunnudaga 12-16, www.topphusid.is
Aðalsteinsson vin minn sem gera
hana einstaka.“
Þú hefur ekkert farið að safna
steinum í kjölfarið? „Jú, þú getur
rétt ímyndað þér, ég fer ekki í
göngutúr núna án þess að vera
með nefið ofan í jörðinni. Á borð-
stofuborðinu hjá mér núna er full
askja af kúlulaga steinum sem ég
hef tínt upp á síðkastið. Hver veit
nema ég verði orðinn steinasafnari
fyrir alvöru eftir örfá ár,“ segir Þor-
grímur og viðurkennir að hann og
Petra hafi náð vel saman því sjálf-
ur þekki hann söfnunaráráttuna
vel. „Konan mín veltist um af hlátri
þegar hún rifjar upp hvað leynist í
kössum uppi á háalofti. Gamlir tapp-
ar, eldspýtustokkar, frímerki og ég
á fermingarservíetturnar mínar.“
Færri vita að auk bókarinnar
um Petru kemur út hvorki meira
né minna en 720 blaðsíðna bók um
Val 18. desember næstkomandi sem
Þorgrímur skrifaði, en hann segist
hafa gaman af því að ögra sjálfum
sér og stökkva út úr rammanum,
sem þekkt er orðið. Enginn getur
gleymt árinu 2007 þegar Þorgrím-
ur skrifaði bók sem þurfti töluvert
hugrekki til að gefa út í litlu sam-
félagi. Bókin fjallaði á hreinskilinn
hátt um hvernig karlmenn gætu
gert konuna sína hamingjusama og
Þorgrímur fékk mikil viðbrögð; þar
á meðal póst frá alls kyns ólíku fólki
sem þakkaði honum.
„Ég sem skrifaði þessa bók veit
náttúrulega að maður gerir ekki
aðra hamingjusama. Ef ég
myndi skrifa þessa bók í
dag yrði hún allt öðru-
vísi, ég er öðruvísi
stemmdur. En ég er
samt mjög stoltur af
henni. Það næsta sem
ég geri hvað þetta varð-
ar er að skrifa sjónvarps-
þætti um þessi mál, sem
ég er reyndar búinn
að, en mig langar
til að selja þá
til Bandaríkj-
anna en ekki
hérlendis.“
Men to
men er vinnuheiti þeirra þátta og í
þeim fjallar Þorgrímur um allt það
sem karlmenn þora ekki að tala um
opinberlega. „Þættirnir eru á svip-
uðum nótum og bókin. Sökum anna
hef ég ekkert gert með þá en langar
núna að fara að dusta rykið af þessu
verkefni. Að komast inn á erlendan
markað er svo eins og að koma úlf-
alda í gegnum nálarauga en þegar
maður á eitthvað sem maður hefur
trú á þá hættir maður ekki og
hver veit nema það verði börnin
mín sem verði rík af þessu.“
En verður Þorgrímur með
barnabók fyrir næstu jól?
„Jú, ég stefni á að vera með
barnabók á næsta ári enda
sakna ég þess að fara í skóla og
hitta krakkana því það er bæði
nærandi og gaman. Börn eru svo
fölskvalaus, einlæg og heiðar-
leg. Maður verður að tala frá
hjartanu og þau skilja það.
Ég býst við að vera áfram á
andlegum nótum eins og ég
var í Þokunni.“
juliam@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Í gömlu verbúðunum á Granda-
garði við höfnina í Reykjavík hafa
að undanförnu sprottið upp gall-
erí, vinnustofur og verslanir þar
sem íslenskir listamenn og hönn-
uðir vinna, sýna og selja verk sín.
Ragnheiður Guðjónsdóttir mynd-
listarkona reið á vaðið og flutti
inn í hrátt húsnæðið fyrir þrem-
ur árum. „Síðan fór að fjölga
hérna fyrir um einu og hálfu ári
og nú eru hér fimm listamenn
og hönnuðir, auk þess sem sjötta
rýmið verður opnað fljótlega,“
segir Ragn heiður. „Svo er Gall-
erí Grandi hérna og þar fást alls
konar vörur eftir íslenska lista-
menn. Þetta er að verða heilmik-
ið listasamfélag hérna hjá okkur.“
Ragnheiður segir þó ekki mikið
um að fólk kíki við á Granda-
garðinum. „Það virðast ekki marg-
ir vita af þessu, eða þá að fólk
nennir ekki að labba hingað. Hér
er samt nóg af bíla stæðum, svo það
ætti ekki að standa heimsóknum
fyrir þrifum, og við tökum vel á
móti öllum sem kíkja við. Sumir
virðast vera hræddir um að trufla
okkur við vinnuna en það er mesti
misskilningur. Við erum einmitt
hér til að taka á móti fólki.“
Það er fleira en listamanna-
verkstæði við Grandagarðinn. Á
Grandagarði 8 er Víkin Sjóminja-
safn til húsa og á morgun verður
þar haldinn jólamarkaður sem
listamennirnir munu nýta til að
kynna vörur sínar. Markaðurinn
hefst klukkan 12 og stendur
til klukkan 17. Þar verður selt
íslenskt handverk og list munir,
harmóníkuleikari skemmtir
gestum og boðið verður upp á jóla-
föndur fyrir börnin ásamtrjúkandi
kaffi og með því á kaffihúsinu.
Ingibjörg Áskels dóttir, sviðsstjóri
Sjóminjasafnsins, segir þetta vera
tilraun sem vonandi heppnist svo
vel að jóla markaðurinn verði
árlegur viðburður.
fridrikab@frettabladid.is
Jólastemning við Grandagarð
Við Grandagarð í Reykjavík blómstrar blómlegt listamannasamfélag í gömlu verbúðunum. Þar er líka Víkin Sjóminjasafn og á morgun verður
jólamarkaður þar sem jólaandinn svífur yfir vötnum. Föndur fyrir börnin og dillandi harmóníkuleikur gefur tóninn.
Ragnheiður Guðjónsdóttir við vinnustofuna í Grandagarði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sígildar jólaperlur verða fluttar í Seltjarnarneskirkju í
kvöld klukkan 17. Fram koma Þóra H. Passauer, Katla Björk
Rannversdóttir, Guðrún Helga Stefánsdóttir og Halldór
Unnar Ómarsson. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.