Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 116
10. desember 2011 LAUGARDAGUR88
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 11. desember
➜ Tónleikar
15.00 Friðrik Ómar og Jógvan Han-
sen standa fyrir samstöðutónleikum
til stuðnings Björgunarsveitum LFB
(Landsfelagi fyri Bjargingarfelögini)
í Færeyjum. Gríðarleg eyðilegging
varð í Færeyjum í óveðrinu sem skall
þar á fyrir skemmstu og mikið álag
á björgunarsveitarfólk. Frítt verður á
tónleikana, sem haldnir verða í sal
Norðurljósa í Hörpu, en fólk er hvatt
til að leggja pening í söfnunina. Stofn-
aður hefur verið söfnunarreikningur í
Landsbankanum, 0101-26-102000, kt:
480208-0480.
16.00 Fjölskylduhljómsveitin Polla-
pönk fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar,
Aðeins meira pollapönk, í Salnum í
Kópavogi. Miðaverð er kr. 2.000.
16.30 Aðventuhátíð Kórs Átthaga-
félags Strandamanna verður haldin í
Bústaðakirkju. Stjórnandi er Arnhildur
Valgarðsdóttir, Heiða Árnadóttir
syngur einsöng, Ásta Haraldsdóttir
spilar á píanó og Ágústa Dómhildur
á fiðlu.
17.00 Jólatónleikar verða haldnir í
Guðríðarkirkju undir stjórn Símonar H.
Ívarssonar.
20.00 Aðventutónleikar Söngsveitar-
innar Fílharmóníu með yfirskriftinni
Hin fegursta rósin er fundin verða
haldnir í Langholtskirkju. Miðaverð er
kr. 2.900 og kr. 1.000 fyrir 12 ára og
yngri.
20.00 Jólatónleikar verða í Grafar-
vogskirkju þar sem fram koma Kór
Grafarvogskirkju og Vox Populi. Allir
velkomnir og aðgangur er ókeypis.
20.00 Aðventutónleikar kórsins
Söngfjelagsins verða haldnir í Háteigs-
kirkju. Flutt verða jafnt innlend sem
erlend lög tengd aðventu og jólum.
Miðaverð er kr. 2000.
20.00 Jólatónleikar Samkórs Reykja-
víkur, undir stjórn John Gear, verða
haldnir í Guðríðarkirkju í Reykjavík.
Kaffi og smákökur í boði í hléi. Miða-
verð er kr. 2.000.
21.00 Jazztríó Bödda Reynis heldur
kósýkvöld með jólalegum blæ á Café
Rosenberg.
21.00 Skúli mennski og hljómsveitin
Grjót standa fyrir útgáfu og aðventu
búgítónleikum í Iðnó. Auk þeirra koma
fram Þórunn Arna Kristjánsdóttir leik
og söngkona, Ari Eldjárn uppistandari
og hinn þjóðkunni búgímaður KK.
➜ Leiklist
14.00 Gaflaraleikhúsið heldur sýn-
ingu á Jóla Trúðabíói. Frábær skemmt-
un fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð er
kr. 1.700.
20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla
Íslands sýnir verkið Jarðskjálftar í
London eftir Mike Bartlett í leikstjórn
Halldórs E. Laxness. Sýningar verða í
Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölv-
hólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500.
➜ Sýningar
13.00 Jólasýning
Árbæjarsafns verður
opin til kl.17.00. Þar er
hægt að fylgjast með
hvernig undirbúningur
jólanna fór fram í gamla
daga. Aðgangseyrir er kr.
1000 fyrir fullorðna en
ókeypis fyrir börn, ellilíf-
eyrisþega og öryrkja.
13.00 Lokadagur sýningar á verkum
Halldóru Emilsdóttur (Dóru) í Artó-
teki, Borgarbókasafni Reykjavíkur,
Tryggvagötu 15.
13.00 Lokadagur á sýningu Sigtryggs
Bjarna Baldvinssonar í Listasafni ASÍ.
Aðgangur ókeypis.
14.00 Eiríkur Þorláksson, sýningar-
stjóri og fyrrum forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur mun leiða gesti um
sýninguna Frá hugmynd að höggmynd
– Teikningar Ásmundar Sveinssonar,
sem stendur yfir í Ásmundarsafni
Listasafns Reykjavíkur.
14.00 Síðasta sýning Jónu Hlífar Hall-
dórsdóttur og Hjálmars Stefáns Brynj-
ólfssonar í þríleik um bókamenningu
opnar í Populus tremula, í kjallara
Listasafnsins á Akureyri. Sýningin ber
heitið Nú á ég hvergi heima og er til-
einkuð Norðurlandi, íslensku sveitinni
og farvegi tímans.
15.00 Listamaðurinn Katrín I.J.H.Hirt
verður með óhefðbundna leiðsögn um
sýninguna Endemis (Ó)sýn í Gerðar-
safni. Allir velkomnir.
15.30 Hörður Friðþjófsson gítar-
leikari og Erla Kristín Hansen skapa
jólastemningu í Listasafni Árnesinga
í tilefni af sýningarlokum sýningarinnar
Almynstur.
➜ Sýningarspjall
14.00 Eiríkur Þorláksson mætir í
Ásmundarsafn Listasafns Reykjavíkur
og spjallar um sýninguna Frá hugmynd
að höggmynd – Teikningar Ásmundar
Sveinssonar sem stendur nú yfir þar.
➜ Kvikmyndir
15.00 MÍR sýnir kvikmyndina Hnotu-
brjóturinn sem er byggð á tónlist
Tsjaíkovkíjs. Síðasta bíósýningin fyrir
jól. Aðgangur ókeypis.
19.30 MotoMania verður haldin í Bíó
Paradís á Hverfisgötu. Um er að ræða
fyrstu kvikmyndahátíðina hérlendis þar
sem þemað er mótorhjól, en sýndar
verða mótorhjólamyndirnar Fastest og
TT3D - Closer to the Edge.
22.00 Prikið býður uppá vikulegt
þynnkubíó. Mynd dagsins er myndin
Kingpin.
➜ Uppákomur
13.00 Fjölbreytt dagskrá í Jólaþorpinu
í Hafnarfirði til klukkan 18.00. Allir
velkomnir!
13.00 Huggulegheitin halda áfram á
Café Flóru í Grasagarðinum þar sem
kaffihúsið og jólabasarinn eru opin. Kór
undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur
kemur og syngur, Skólahljómsveit
Austurbæjar spilar jólalög og Sigríður
Ásta kynnir nýútkomna bók Húsráða-
kver Frú Kitschfríðar, auk þess sem
hún spilar á harmonikku. Allir velkomnir.
14.00 Jóladagskrá Þjóðminjasafns
Íslands hefst í dag. Grýla, Leppalúði
og jólakötturinn kíkja í heimsókn og
Svavar Knútur syngur með börnunum.
Aðgangur er ókeypis.
19.30 Jólagleði Kramhússins fer fram
í Austurbæ. Skemmtikraftar á öllum
aldri. Miðaverð kr. 2.000.
➜ Dansleikir
20.00 Félag eldri borgara í Reykjavík
heldur dansleik að félagsheimili sínu,
Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík
leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er kr.
1.500 en 1.300 fyrir félagsmenn FEB.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Sumarblær - íslensk hönnun og smíði
Skartgripir og úr - góðar jólagjafir