Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 134
10. desember 2011 LAUGARDAGUR106
Styrking • Jafnvægi • Fegurð
CC Flax
Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum
aldri og einkennum breytingaskeiðs
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið
lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg
minni fitumassa en þær konur sem skortir
eða hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Krónunni.
www.celsus.is
Mulin hörfræ – Lignans
Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum
JÓL ÁN AUKAKÍLÓA
- Frábær árangur -
Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan.
Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir
þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa
og tryggja góða starfsemi ristilsins.
Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3
PERSÓNAN
Viktoría Jóhannsdóttir
Hjördísardóttir
Aldur: 26
ára.
Starf: Nemi í
listfræðum.
Búseta:
Vesturbærinn
Fjölskylda:
Í sambúð
með Elíasi
Björnssyni
kerfisfræðingi
og saman
eigum við Örnu Dís, sex ára.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Viktoría er einn af stofnendum hins
glænýja Artíma gallerís.
„Þessi plata er ófrávíkjanlegur
þáttur í jólahaldi minnar
fjölskyldu,“ segir Haukur Morthens,
sonur og alnafni söngvarans
góðkunna.
Ný, endurhljóðblönduð jólaplata
með föður hans, Hátíð í bæ, hefur
verið gefin út. Hún var tekin upp í
Kaupmannahöfn 1964, sett á vínyl
í Noregi og kom út sama ár hér á
Íslandi við mjög góðar undirtektir.
Haukur yngri sat sjálfur fyrir
á umslagi plötunnar, á snjósleða
fyrir framan jólatré með pakka
í kringum sig, eins og aðdáendur
þessarar sígildu plötu ættu að kann-
ast við. „Þetta umslag stendur mér
mjög nálægt. Ég hef sagt meira
í gamni en alvöru að þetta var
fyrsta og eina giggið sem ég fékk
sem fyrirsæta,“ segir Haukur og
hlær en hann var tveggja ára þegar
myndatakan fór fram á heimili
hans á Hjarðarhaganum í Reykja-
vík. „Þessi ágæti ljósmyndari sem
pabbi þekkti vel kom heim og tók
þessa mynd heima í stofu og ég fékk
sleðann og leikföngin að launum.
Þetta var mjög góð borgun á þessum
tíma.“
Haukur er núna 49 ára og starfar
sem arkitekt í Ósló, en hann á rætur
að rekja til Noregs því Haukur faðir
hans var norskur í aðra ættina.
Haukur yngri hefur búið meira og
minna í útlöndum síðastliðin 25 ár, í
Berlín, Svíþjóð og Noregi. Hann og
eldri bræður hans tveir, Heimir og
Ómar sem búa í Reykjavík, starf-
rækja fyrirtækið Faxafón sem er
með útgáfurétt á hluta af lagasafni
föður þeirra, sem lést fyrir nítján
árum. Þá fékk móðir þeirra útgáfu-
réttinn en eftir að hún féll frá tóku
bræðurnir við og stofnuðu Faxafón
til að halda utan um arfleifð föður
síns. „Þessi jólaplata var orðin
algjörlega ófáanleg og ákveðnir
aðilar höfðu sýnt þessu áhuga,“
segir Haukur en á endanum var
samið við fyrirtækið Frost Music.
Hann á sjálfur tvö börn, Evu
Birnu sem er níu ára og Gústaf Hauk
Morthens, sem er sex ára. Kona hans
er norsk og heitir Hanne Torkildsen.
Haukur segist sjálfur vera algjör-
lega laglaus en sömu sögu er ekki að
segja um börnin. „Ég hef trú á því
að hann geti sungið betur en ég og
við höfum fengið það staðfest að hún
heldur lagi. Skemmtana genið hefur
alla vega skilað sér áfram.“
freyr@frettabladid.is
HAUKUR MORTHENS: FYRSTA OG EINA GIGGIÐ MITT SEM FYRIRSÆTA
Fékk snjósleðann og alla
pakkana fyrir að sitja fyrir
ENDURÚTGÁFA
Sonur og alnafni söngvar-
ans sáluga, Hauks Mort-
hens, sat fyrir á heimili
sínu í Hjarðarhaganum
vegna jólaplötunnar
Hátíð í bæ sem kom út
1964. Hún hefur núna verið
endurútgefin.
Leikarinn Kit Harington átti frí frá
tökum á sjónvarpsþáttunum Game
of Thrones síðastliðið fimmtu-
dagskvöld og sótti tónleika með
hljómsveitinni Mammút á Hressó.
Harington þótti bæði kurteis og
geðþekkur og lét lítið fyrir sér fara.
Fréttablaðið hafði eftir vaktstjóra
á Hressó að Harington hefði verið
afskaplega kurteis og að það hefði
samstarfsfólk hans líka verið. Það
hefði fljótt kvisast út að leikarinn
væri staddur á staðnum og vildi fólk
þá taka í höndina á honum, knúsa
hann og hrósa honum fyrir góðan
leik í skemmtilegum sjónvarps-
þáttum. Að sögn vaktstjórans þótti
Harington gaman hvað Íslendingar
voru hlýir og gefnir fyrir faðmlög.
Harington og vinir hans yfirgáfu
Hressó skömmu eftir að tón-
leikunum lauk en hann gaf sér þó
tíma í spjall og myndatökur áður.
Erna María Þrastardóttir var ein
þeirra er hittu leikarann og ber hún
honum vel söguna.
„Ég hef aldrei horft á Game of
Thrones en vinkona mín er mikill
aðdáandi og ég tók myndina fyrir
hana. Hann var mjög almennilegur
og fannst lítið mál að láta smella af
sér mynd,“ segir Erna.
Harington leikur persónuna
Jon Snow í Game of Thrones, en
þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2
í haust. Hann fer einnig með hlut-
verk í kvikmyndinni Silent Hill:
Revelation 3D sem er væntanleg
í kvikmyndahús á næsta ári. Þar
leikur hann móti Sean Bean, en
þeir leika einmitt feðga í Game of
Thrones. - sm
Kit Harington djammaði á Hressó
VINSÆLL Leikarinn Kit Harington sótti
tónleika á Hressó á fimmtudagskvöldið.
Hann þótti kurteis og almennilegur og
hrósuðu gestir staðarins honum fyrir
góðan leik í Game of Thrones.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
„Ég ætla að taka fjölskylduna
með mér, setja alla upp í bílinn og
keyra af stað,“ segir Regína Ósk
sem er á leiðinni í tónleikaferðalag
um landið.
Hún ætlar að syngja á sjö
fjölskyldu- og jólatónleikum og
verða þeir fyrstu í Dalvíkur-
kirkju á morgun en þeir síðustu
í Lindakirkju í Kópavogi 21.
desember. Maðurinn hennar,
Svenni Þór, ætlar að spila með
henni og syngja, auk þess sem níu
ára dóttir hennar, Aníta, grípur í
hljóðnemann. Hún söng einmitt
með mömmu sinni lagið Bráðum
koma jólin á jólaplötunni sem
Regína Ósk gaf út í fyrra. „Hún
er ekki bara þarna af því að hún
er dóttir mín. Hún er rosalega
góð og mjög efnileg. Hún verður
örugglega betri en ég þegar hún
verður stór.“ Söngkonan á aðra
dóttur sem er álíka efnileg. „Litla
stelpan kemur örugglega með eftir
svona eitt til tvö ár.“
Einn barnakór verður á hverjum
viðkomustað og hafa krakkarnir
verið að æfa á fullu síðastliðinn
mánuð. Þrír kóranna voru
stofnaðir sérstaklega fyrir tón-
leikana. „Ég er ekkert smá ánægð
með það,“ segir hún.
Regína Ósk hefur síðastliðin tvö
ár sungið í Lindakirkju á afmælis-
degi sínum, 21. desember en ákvað
að prófa tónleikaferð um landið í
þetta sinn. „Ég fór bara með Frost-
rósum í fyrra og hafði engan tíma
til að fylgja plötunni eftir. Núna
verð ég í þriðja skiptið í Linda-
kirkju. Í staðinn fyrir að halda
afmæli held ég tónleika. Þetta er
orðin smá hefð hjá fjölskyldunni.“
Nýverið lauk hún söng sínum
með Frostrósum þetta árið með
sjö tónleikum í Hörpunni. „Það
var geðveikt og allt öðruvísi. Við
vorum svo mikið nær fólkinu en
áður. Maður finnur svo mikið fyrir
fólkinu.“ -fb
Regína Ósk með fjölskylduna í tónleikaferð
Á LEIÐ Í TÓNLEIKAFERÐ Regína Ósk er á
leiðinni í tónleikaferð um landið ásamt
fjölskyldu sinni og tveimur hljóðfæra-
leikurum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fyrri sýning Jólauppistands Mið-
Íslands og hins finnska André
Wickström fór fram í Þjóðleikhús-
kjallaranum á fimmtudagskvöldið
og var sýningin svo vel sótt að
bæta þurfti við stólum fyrir gesti.
Nokkur þekkt andlit voru á meðal
áhorfenda og má þar nefna sjón-
varpskonuna Margréti Erlu Maack,
borgarfulltrúann Diljá
Ámundadóttur,
Steinþór Helga
Arnsteinsson,
umboðsmann Hjaltalín, Hugleik
Dagsson listamann, Þórarin Eldjárn
rithöfund og loks Nilla sem tók
á móti gestum í miðasölunni. Þá
voru fréttamennirnir Breki Logason,
Andri Ólafsson og Höskuldur Kári
Schram einnig í salnum.
Uppistandið þótti vel heppnað
og var meðal annars mikið
hlegið yfir leikþætti Jóhanns
Alfreðs sem las upp samtöl
af vefsíðunni Barnaland.is.
Finninn André Wickström
þótti einnig glimrandi góður
en brandarar Dóra DNA
fóru fyrir brjóstið á einum
áhorfandanum sem lét
grínistann heyra það meðan
á atriði hans stóð. Dóri
var þó fljótur að
ná vopnum
sínum á ný
og kláraði
sjóvið með
stæl.
- sm
FRÉTTIR AF FÓLKI