Fréttablaðið - 10.12.2011, Side 136
DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Mest lesið
FRÉTTIR AF FÓLKI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Bent kominn á bíl
Eins og Fréttablaðið greindi frá
á dögunum fékk rapparinn og
grínarinn Ágúst Bent bílpróf á
dögunum, eftir áratugs þrauta-
göngu. Bent hefur nú bætt um
betur og keypti fyrsta bílinn sinn
í gær. Bíllinn er af gerðinni Toyota
Avensis og ku vera lítið keyrður
og sjálfskiptur. Líklegt þykir að
hann hafi lagt ríka áherslu á það
síðarnefnda, þar sem sjálfskipting
í bíl móður hans reyndist mikið
þarfaþing þegar hann fékk bílprófið
í september. Loks hljóta vinir Bents
að samgleðjast þar sem
þeir geta nú innheimt
mörg ár af skutli
hingað og þangað
um borgina.
Óvænt ferð til Köben
Arnar Sveinn Geirsson, fótbolta-
maður í Val, skrapp á rúntinn
með kærustu sinni, Rósu Maríu
Árnadóttur, í gær. Arnar keyrði sem
leið lá út úr borginni, áleiðis til
Keflavíkur, án þess að Rósa María
hefði nokkurn grun um hvert ferð-
inni væri heitið. Kappinn hafði þá
keypt tvo flugmiða til Kaupmanna-
hafnar og pakkað í töskur fyrir sig
og kærustuna, sem hann bauð í
óvænta helgarferð til
Danmerkur.
Ekki fylgir
sögunni
hvernig Rósa
María brást
við gjöfinni
en það má
vissulega gefa
sér að hún
hafi ekki
fúlsað
við ferð
til Köben
fyrir jólin.
- afb, sv
1 Tannhvíttunarfræðingur sýnir
tannlæknum tennurnar
2 Engin smálúða
3 Ofsaveður skollið á í
Danmörku, tré rifna upp...
4 17 ára stúlka hannaði
nanóeind sem drepur...
5 Héldu að ævintýraþáttur væri
upphafið að Kötlugosi