Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 1

Morgunblaðið - 05.03.2011, Page 1
L A U G A R D A G U R 5. M A R S 2 0 1 1  Stofnað 1913  54. tölublað  99. árgangur  LOPABRÆKUR TIL VERNDAR DJÁSNINU BJÖSSI BOLLA OG PRINS PÓLÓ EKKERT PLÁSS FYRIR SAKLEYSI Í LEIKRITINU SUNNUDAGSMOGGINN MH SÝNIR LJÓTLEIK 48 KARLMANNLEG KLÆÐI 10 Félagar í MC Iceland eru orðnir fullgildir meðlimir í glæpa- samtökunum Vítisenglum, eins og skilti sem sett var utan á húsnæði MC Iceland í Hafnarfirði í gær, á meðan átta félagar í hópnum voru í haldi lögreglu á Gardermoen-flugvelli, ber með sér. Áttmenningunum var vísað úr landi í gær en alls er talið að vel á annan tug sé í Vítisenglum - MC Iceland. Fullgilding MC Iceland og fleiri nýleg mál sem tengjast skipulögðum glæpum, m.a. af hálfu erlendra glæpahópa, hafa leitt til þess að innanríkisráðuneytið hefur flýtt vinnu við að rýmka heimildir lögreglu til rannsókna. Nú er erfitt fyrir lög- reglu að rannsaka starfsemi glæpasamtaka þar sem aðal- skipuleggjendur koma ekki að brotunum sjálfum. »14 Vítisenglar koma sér fyrir á Íslandi Morgunblaðið/Golli  MC Iceland fullgildur aðili að alþjóðlegu glæpasamtökunum  Átta Vítisenglum vísað frá Noregi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hækkandi verð á matvælum, elds- neyti og öðrum nauðsynjum hefur þrengt að hag öryrkja og er nú svo komið að hluti þeirra á ekki lengur fyrir brýnustu nauðsynjum. Eru dæmi um að einstæðar mæður hafi hríðhorast vegna matarskorts. Nauðsynjar hækka í verði „Margir treysta sér ekki í matar- biðraðirnar. Þeir svelta frekar. Þeir skammast sín. Aðrir láta sig hafa það vegna barna sinna. Svo eru aðrir sem búa einir og kjósa frekar að neita sér um mat en að þiggja slíka aðstoð. Þessi hópur hefur stækkað í kreppunni. Matur, lyf og eldsneyti, allt hefur þetta hækkað í verði,“ seg- ir Halla B. Þorkelsson öryrki um kjör bágstaddra öryrkja. Rætt er við einstæða móður á Akureyri í Morgunblaðinu í dag sem sagði frá kjörum sínum í trausti nafnleyndar. „Ég get ekki keypt mat handa stráknum mínum í framhalds- skólann. Þetta er ekkert líf … Það hefur ekki verið keyptur matur á heimilinu síðustu tvær vikurnar. Ég var 55 kíló í haust en nú er ég 48 kíló,“ segir konan um heilsufar sitt. Flýr út á land Ragnheiður Jónsdóttir öryrki segir svipaða sögu. „Ég er að flýja út á land með vinkonu minni til að fá að borða það sem eftir er mánaðarins,“ segir Ragnheiður sem kveðst hafa lést um 20 kíló síðan kreppan hófst. Saga þessara tveggja er ekkert einsdæmi, að sögn Guðmundar Magnússonar, formanns Öryrkja- bandalags Íslands. „Fólk sem er án vinnu en er með bíl heldur í við sig með mat síðustu daga mánaðarins til þess að geta þá að minnsta kosti átt við og við fyrir bensíni heim til mömmu í mat,“ segir hann. »12 Svelta sig til að eiga mat fyrir börnin  Einstæð móðir hefur ekki átt fyrir mat í hálfan mánuð Bankasýsla ríkisins átti frumkvæðið að viðræðum um sameiningu á rík- isbönkunum NBI og SpKef spari- spjóði. Síðarnefnda fjármálafyrir- tækið er í afar slæmri stöðu eftir hrun fjármálakerfisins, en rætt hef- ur verið um að ríkissjóður þurfi að leggja sparisjóðnum til að minnsta kosti 14 milljarða króna í beinhörð- um peningum til að halda starfsem- inni gangandi. Þegar innlán og eignir voru færðar yfir í nýtt félag, SpKef sparisjóð, var um sjö millj- arða halli á efnahagsreikningi sjóðs- ins. Staðan var raunar svo slæm að slitastjórn gamla sparisjóðsins hef- ur nú þegar klárað þær 100 millj- ónir sem fengust úthlutaðar til að slíta sparisjóðnum og þarf fjárveit- ingu til að halda slitameðferðinni áfram. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um málið í gær, þar sem segir að unnið sé að fjármögn- un á þeirri starfsemi SpKef. Ekki fylgdu með útskýringar í tilkynn- ingu í hverju sú vinna fælist. Jafn- framt fylgdi áminning um að inni- stæður væru tryggðar í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá október 2008. Talinn er mögu- leiki á því að SpKef verði með- höndlaður líkt og SPRON, en við gjaldþrot þess sparisjóðs var inn- lánum rennt inn í Arion banka, sem fékk í kjölfarið ákveðna lausafjár- tryggingu frá ríkinu. Samkomulag var gert við kröfuhafa SpKef í nóv- ember sl. um greiðslu fyrir yfirtöku á innlánum og rekstri. thg@mbl.is »Viðskipti 26 og 2 Sameining banka líkleg  Bankasýslan stakk upp á sameiningu SpKef Unnið að lausn mála. „Ég myndi segja að fólk sem þarf að kaupa nauðsynleg lyf hafi engan afgang … Það er verslað einu sinni í mánuði og síðan eru þessar tvær síðustu vikur mánaðarins alltaf erfiðar. Þá tekur við hafragrautur til að draga fram lífið,“ segir Halla B. Þorkelsson öryrki um matar- skort hjá hluta öryrkja. „Maður hefur séð fólk hríð- horast … Neyðin er sár hjá mörgum. Margir hafa ekki efni á að fara með börnin sín til tann- læknis,“ segir hún. Mánuðurinn er of langur HAFRAGRAUTUR Í ÖLL MÁL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.