Morgunblaðið - 05.03.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 05.03.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2011 Gunnar Rögn-valdsson skrif- ar:    Nú er að gerastþað sama og gerðist þegar for- ingjar í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis- flokksins hófu erlenda áróðurs- herferð fyrir þrem rosalega sterk- um íslenskum bönkum; Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Þá þurfti bráðnauðsynlega að sækja sér fjármagnið erlendis.    Engar líkur voru á að bankarniryrðu gjaldþrota. Samfylkingin vissi þá svo vel hvað hún var að segja og ég horfði á hana segja það í danska sjónvarpinu. Hún sá nefni- lega um eftirlitið með þessum bönk- um öllum. Fjármálaeftirlitið var hennar.    Það sem er að gerast í ríkisstjórnÍslands í dag er það sama og gerðist í þeirri síðustu. Samfylk- ingin er þó ekki alveg sú sama – orð- in mörgum sinnum verri – og situr enn í ríkisstjórn. Það eina sem hefur breyst er að nú verður ríkisstjórnin að sækja sér fjármagnið innanlands; hjá börnum, gamalmennum, vinn- andi og líka veiku fólki. Til þessa notar ríkisstjórnin einn fremsta kosningasvikara Íslandssögunnar til að villa um fyrir þjóðinni. Hann kann það fag fram í alla fingur- góma. Hér er kominn á vígvöllinn sjálfur Steingrímur J. Sigfússon, gamall en þvottekta kommúnisti. Liturinn fer aldrei úr honum.    Ríkisstjórnina vantar bráðnauð-synlega peninga til að fylla aft- ur á bankana sem engar líkur voru á að tæmdust né færu í gjaldþrot. Hana vantar peninga sem hægt er að flytja út og gefa í útlöndum svo hún sjálf geti setið hér aðeins leng- ur. Aftur er stuðst við líkindareikn- inginn. Eða ætti ég að segja út- reikninginn fyrir líkin.“ Gunnar Rögnvaldsson Nánast allar líkur STAKSTEINAR PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 05 71 Styrkir úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr Stjórn Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr hefur ákveðið að veita styrki samtals allt að 15 milljónum króna í tilefni af 30 ára afmæli sjóðsins og 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Tilgangur sjóðsins er samkvæmt skipulagsskrá að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2011. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins á sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is, og á vefslóðinni www.ludvigstorr.is. Umsóknir skulu sendar í ábyrgðarpósti til Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður P. Gíslason í síma 861 3173. Veður víða um heim 4.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri 1 léttskýjað Egilsstaðir -1 skýjað Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 10 heiðskírt Brussel 7 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 8 skýjað London 7 heiðskírt París 8 heiðskírt Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg -1 skýjað Berlín 5 heiðskírt Vín 6 heiðskírt Moskva -1 skýjað Algarve 13 léttskýjað Madríd 5 skúrir Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Róm 8 súld Aþena 8 skýjað Winnipeg -13 skýjað Montreal -8 alskýjað New York 2 heiðskírt Chicago 7 alskýjað Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:22 18:57 ÍSAFJÖRÐUR 8:31 18:58 SIGLUFJÖRÐUR 8:15 18:41 DJÚPIVOGUR 7:53 18:26 „Þetta gekk mjög vel. Það er nóg- ur fiskur þarna og hann er stór og fallegur,“ sagði Björn Jónasson, skipstjóri á Málmey frá Sauðár- króki, sem er að koma úr Barents- hafi með um 900 tonn af þorski og ýsu. Nokkur skip hafa verið við veið- ar í Barentshafi síðustu vikurnar, en auk Málmeyjar hafa togararnir Venus, Þór Gnúpur og Sólbakur verið þar við veiðar. Björn sagði að öll skipin hefðu fengið mjög góðan afla. Björn er ánægður með túrinn, en skipið kemur í land á morgun. Eina sem skyggi á er að verð á þorski sé ekkert sérstaklega hátt. Túrinn skili sér hins vegar alveg vegna þess hversu mikið magn af fiski sé í lestum skipsins. Málmey var um 20 daga að veið- um og er núna á heimleið. Björn sagði að siglingin heim væri búin að vera erfið, SV-stormur allan tímann. Venjulega tekur sigling úr Barentshafi þrjá sólarhringa, en að þessu sinni tekur siglingin fjóra og hálfan sólarhring. Eftir Smugudeiluna svokölluðu var gert samkomulag um að Ís- land fengi kvóta í Barentshafi og hafa nokkur íslensk skip farið ár- lega í norska og rússneska lög- sögu á grundvelli samningsins. Málmey með 900 tonn úr Barentshafi  Nokkur íslensk skip hafa verið við veiðar í Barentshafi síðustu vikurnar Morgunblaðið/RAX Fyrrverandi forstöðumaður fang- elsisins á Kvíabryggju var hand- tekinn í gær. Hann er grunaður um að hafa misfarið með fjármuni stofnunarinnar og er rannsókn málsins í höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Húsleit var jafnframt framkvæmd á heimili mannsins á Grundarfirði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stóð einnig til að rætt yrði við starfsmenn Kvíabryggju í tengslum við málið og að forstöðu- manninum yrði sleppt að lokinni skýrslutöku. Umfangsmiklar aðgerðir Aðgerðir lögreglu voru um- fangsmiklar og hófust þær í gær- morgun. Sex starfsmenn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í þeim, en þeir nutu aðstoðar lögreglunnar á Snæfellsnesi. Lagt var hald á ýmis gögn og muni, að sögn lögreglu. Forstöðumaðurinn, sem var skipaður í stöðuna snemma árs 2006, var leystur tímabundið frá störfum vegna rannsóknar máls- ins. Í vetur vakti Fangelsismála- stofnun athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á að- finnslum sem hún gerði við fjár- reiður og bókhald fangelsisins á Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi við forstöðu- mann fangelsisins og var í fram- haldi óskað eftir því að Ríkisend- urskoðun færi yfir bókhaldið. Að sögn lögreglu var skýrslu Ríkisendurskoðunar bætt við ákæruna sem var gefin út á hend- ur forstöðumanninum. Handtekinn vegna gruns um misferli  Húsleit gerð á heimili fyrrv. for- stöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns Kvíabryggja Lögregla lagði hald á ýmis gögn og muni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.